Skip to main content

Rannsóknastofnanir og setur

Rannsóknastofnanir og setur - á vefsíðu Háskóla Íslands

Breiðdalssetur

 • Miðstöð málvísinda, jarðfræði og sögu.

Jarðvísindastofnun Háskólans

 • Stundar rannsóknir og kennslu á sviði jarðvísinda með áherslu á jarðfræðilegar aðstæður Íslands og nánasta umhverfi þess.

Líf- og umhverfisvísindastofnun

 • Eflir rannsóknir og kennslu í líf- og landafræði á Íslandi. Jafnframt tekur stofnunin að sér rannsóknir á hagnýtum sviðunum.

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn

 • Vinnur í nánu samstarfi við Líffræðistofnun að rannsóknum á Mývatni og umhverfi þess.

Norræna eldfjallasetrið

 • Samnorræn stofnun er hefur það hlutverk að stunda rannsóknir í eldfjallafræði með áherslu á bergfræði, jarðefnafræði, jarðeðlisfræði og eldfjallasögu.

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF)

 • Rannsóknamiðstöð ferðamála sinnir rannsóknum á íslenskri ferðaþjónustu og er ráðgefandi varðandi kennslu og námsefni í ferðamálafræðum á háskólastigi. Útgáfa greina, skýrslna og ritverka um ferðamálafræði.

Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði

 • Á vegum Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði, sem staðsett er á Selfossi, er unnið að fjölfaglegum rannsóknum á eðli og áhrifum jarðskjálfta.

Rannsóknastofa um mannlegt atferli

 • Rannsóknir og (líkana og hugbúnaðar) þróun varðandi skipulag mannlegs samskiptaatferlis.

Rannsóknarsetur í kerfislíffræði

 • Miðstöð kerfislíffræði með áherslu á lífræn efnaskipti.

Raunvísindastofnun Háskólans

 • Á Raunvísindastofnun eru stundaðar grunnrannsóknir í raunvísindum.

Tæknifræðisetur

 • Á Tæknifræðisetri eru stundaðar rannsóknir auk kennslu í tæknifræði.

Verkfræðistofnun Háskóla Íslands

 • Rannsóknir og þróunarstarfsemi á sviði tækni og verkvísinda.

Stofnun rannsóknasetra

 • Rannsóknir eru megin verkefni Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands og rannsóknasetra háskóla víðsvegar um landið.
 • Viðfangsefnin eru fjölbreytt en á meðal þeirra eru náttúruvísindi, lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, þjóðfræði og fornleifafræði.
 • Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni.
 • Stofnunin byggist á rannsóknasetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni sem eru faglega sjálfstæðar einingar.
 • Sjá nánar á vef rannsoknasetur.hi.is