Skip to main content

Próf

Til að fá sérúrræði í prófum/námi verður nemandi að gera sérstakan samning. Þegar nemandi hefur orðið sér úti um tilskilin gögn (greiningu/vottorð) getur hann haft samband við okkur hjá NHÍ og gengið frá samningnum. Lokafrestur til að sækja um úrræði er 1. október á haustmisseri og 1. mars á vormisseri.

Athugið að prófúrræði taka ekki gildi fyrr en ráðgjafi og nemandi hafa samþykkt samning í Uglu sem tekur að minnsta kosti þrjá daga að ganga í gegn.

Ef aðstæður á prófstað eru ekki í samræmi við samninginn þinn hvetjum við þig til að tilkynna það strax til prófvarðar meðan á próftöku stendur. Eftir að próftöku lýkur getur verið erfitt að bregðast við ábendingum. 

Hér er að finna nánari upplýsingar um greiningar, vottorð og úrræði í boði.       

Athugið að próf í Canvas eru alltaf á vegum kennara. Nemandi ber ábyrgð á að upplýsa kennara um lengdan próftíma.                                                

Hvernig veit ég hvort próf er á vegum kennara eða Prófaskrifstofu?

                                         

Lengdur próftími