Til að fá sérúrræði í prófum/námi verður nemandi að gera sérstakan samning. Þegar nemandi hefur orðið sér úti um tilskilin gögn (greiningu/vottorð) getur hann haft samband við okkur hjá NHÍ og gengið frá samningnum. Lokafrestur til að sækja um úrræði er 1. október á haustmisseri og 1. mars á vormisseri. Athugið að prófúrræði taka ekki gildi fyrr en ráðgjafi og nemandi hafa gengið frá skriflegum samningi sem tekur að minnsta kosti þrjá daga að ganga í gegn. Ef aðstæður á prófstað eru ekki í samræmi við samninginn þinn hvetjum við þig til að tilkynna það strax til prófvarðar meðan á próftöku stendur. Eftir að próftöku lýkur getur verið erfitt að bregðast við ábendingum. Hér er að finna nánari upplýsingar um greiningar, vottorð og úrræði í boði. Athugið að próf í Canvas eru alltaf á vegum kennara. Nemandi ber ábyrgð á að upplýsa kennara um lengdan próftíma. Hvernig veit ég hvort próf er á vegum kennara eða Prófaskrifstofu? Hlutapróf á vormisseri 2023 Hér er að finna hlutapróf á vegum prófstjórnar HÍ. Ef próf birtist í þessum próftöflum ábyrgjast prófstjórn HÍ og NHÍ úrræði. Athugið að próf í Canvas eru alltaf á vegum kennara. Lokapróf á vormisseri 2023 Hér er að finna lokapróf á vegum prófstjórnar HÍ. Ef próf birtist í þessum próftöflum ábyrgjast prófstjórn HÍ og NHÍ úrræði. Athugið að próf í Canvas eru alltaf á vegum kennara. Lengdur próftími Inspera Ef próf er tekið í Inspera fá nemendur sjálfkrafa lengdan tíma í samræmi við skráningu NHÍ. Canvas Kennarar hafa umsjón með Canvas prófum. Í slíkum prófum leita nemendur sjálfir til kennara/deildar ef þeir telja sig þurfa á prófúrræðum að halda. Í Canvas þurfa viðkomandi kennarar að skrá lengdan tíma hjá hverjum og einum nemanda. Þetta er gert í hvert sinn sem nemandi tekur próf, hvort heldur í hlutaprófum eða lokaprófum. Önnur próf Próf á vegum kennara án aðkomu Prófaskrifstofu og NHÍ. Ef þau próf er ekki að finna á töflunum: Lokapróf og Hlutapróf, þarf nemandi að tilkynna kennara hyggist hann nýta úrræðin sín. facebooklinkedintwitter