Námstækninámskeið Viltu læra vinnubrögð sem koma sér vel í háskólanámi? Á þessum námskeiðum verður farið yfir kjarnaatriði varðandi góðar námsvenjur og öfluga námstækni eins og markmiðssetningu, tímastjórnun, lestur og glósuaðferðir. Nemendur leysa verkefni, prófa nýjar aðferðir og eru hvattir til að nýta sér fjölbreyttar aðferðir til náms. Námskeiðin kosta 4000 kr. Skráning fer aðeins fram á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Aðeins takmarkaður fjöldi nemenda kemst á hvert námskeið svo mikilvægt er að skrá sig sem fyrst. Námskeið vormisseris 2023: Staðnámskeið: 10. og 11. janúar, kl. 9:00 - 12:00 12., 19. og 26. janúar, kl. 9:00 - 11:00 Fjarnámskeið: 17. og 18. janúar, kl. 10:00 - 12:00 24. og 25. janúar, kl. 13:00 - 15:00 Skráning á námskeiðin fer aðeins fram á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Lokaverkefni í grunnnámi BA, BS, B.Ed: Hagnýt vinnubrögð Við bjóðum upp á vinnustofur fyrir nemendur í grunnnámi sem eru að hefja vinnu við að skrifa lokaverkefni sín. Farið verður yfir gagnleg atriði og ábendingar um vinnuferlið við skrifin. Nemendur mæta í eitt skipti í 2 klst. í senn. Námskeið vormisseris 2023: Staðnámskeið: 26. janúar, kl. 13:00 - 15:00 - Skráning hér 6. febrúar, kl. 13:00 - 15:00 - Skráning hér Fjarnámskeið: 30. janúar, kl. 13:00 - 14:30 - Skráning hér 2. febrúar, kl. 10:00 - 11:30 - Skráning hér Sjálfstyrkingarnámskeið Sálfræðiþjónusta NSHÍ býður námsmönnum skólans upp á fimm vikna sjálfstyrkingarnámskeið sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir til að rjúfa vítahring lágs sjálfsmats með því að vinna með óhjálplegar hugsanir (sjálfsgagnrýni) og óhjálplega hegðun (frestun, forðun og fullkomnunaráráttu). Við munum skoða gagnlegar leiðir til að takast á við lágt sjálfsmat og bæta þannig líðan okkar. Námskeiðsgjald er 6.000 kr. Aðeins 15 pláss eru í boði og því er nauðsynlegt að skrá sig.Skráning fer einungis fram á Þjónustuborðinu, Háskólatorgi. Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst. Dagsetningar vormisseris 2023: 19. janúar - kl. 9:00 - 11:00 26. janúar 2. febrúar 16. febrúar 23. febrúar Aukin núvitund - bætt líðan í námi og einkalífi í boði er 6 vikna núvitundarnámskeið fyrir háskólastúdenta Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Markmið námskeiðsins er að þjálfa núvitund, öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar. Núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Áhersla er lögð á að þátttakendur upplifi efnið á eigin skinni með hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun ásamt því að veita fræðslu og skapa umræður. Þátttakendur fá kennslugögn sem nýtast áfram að námskeiði loknu. Frá 22. febrúar til 29. mars Bryndís Jóna Jónasdóttir núvitundarkennari verður með námskeið á íslensku sex miðvikudaga frá kl. 16:30-18:00. Skráning fer einungis fram á Þjónustuborði Háskólatorgs - greiða þarf kr. 4.000 við skráningu. Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 10 manns. Athugið að þátttakendur þurfa að koma með sína eigin jógadýnu. Námskeiðið fer fram í Stakkahlíð HAM - heilbrigði Sálfræðiþjónusta NSHÍ býður upp á nýtt 5 vikna námskeið um geðheilbrigði fyrir nemendur HÍ. Helstu vítahringir óhjálplegra hugsana og hegðunar í tengslum við kvíða, þunglyndi og lágt sjálfsmat verða skoðaðir ásamt því að kynna til leiks jákvæða sálfræði og tilfinningastjórn. Að auki verður unnið verður með markmiðasetningu og gildi til að efla andlegt heilbrigði. Leiðbeinendur eru Guðlaug Friðgeirsdóttir & Katrín Sverrisdóttir sálfræðingar. Dagsetningar vormisseris 2023: 7. febrúar kl. 13:00 - 15:00 14. febrúar 21. febrúar 28. febrúar 7. mars Námskeiðsgjald er 6000 kr.Skráning fer einungis fram á Þjónustuborðinu, Háskólatorgi. Aðeins 15 pláss eru í boði og því er nauðsynlegt að skrá sig sem fyrst. Örfyrirlestrar Tímastjórnun Undirbúningur fyrir próf Próftaka Vinnuferli háskólanema Markmiðasetning í námi Frestun Glósugerð Vellíðan í námi Gerð ferilskrár Gerð kynningarbréfs Atvinnuviðtalið facebooklinkedintwitter