Nýnemar á Heilbrigðisvísindasviði | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýnemar á Heilbrigðisvísindasviði

Nýnemar á Heilbrigðisvísindasviði

Verið hjartanlega velkomin. 

Á þessari síðu eru gagnlegar upplýsingar fyrir fyrstu skrefin í háskólanum. 

Á Heilbrigðisvísindasviði tökum við á móti nýnemum með sameiginlegum nýnemadegi sem hefur endað með gleði í boði nemendafélaganna. Við boðum nýnema einnig á kynningarfund hjá sinni deild. Í ljósi aðstæðna verður nýnemadeginum og flestum kynningarfundunum streymt.

Hvað er Canvas?

Canvas er námsumsjónarkerfið sem notað er við Háskólann. Þar finna nemendur upplýsingar um öll námskeiðin sem þeir eru skráðir í, verkefni á dagskrá, fyrirlestra, einkunnir og margt fleira. 

Horfa á kynningarmyndband um Canvas.

Gagnleg myndbönd fyrir nýnema

Sjáðu um hvað námið snýst

Mikilvægar dagsetningar

  • 13. - 31. ágúst: Kennsla haustmisseris hefst
  • 3. september: Móttaka nýnema á Heilbrigðisvísindasviði
  • 10. september: Síðasti dagur til að endurskoða námskeiðaskráningar
  • 1. október: Síðasti dagur til úrskráningar úr námskeiðum/prófum á haustmisseri