Skip to main content

Nýnemar á Heilbrigðisvísindasviði

Nýnemar á Heilbrigðisvísindasviði

Verið hjartanlega velkomin. 

Á þessari síðu eru gagnlegar upplýsingar fyrir fyrstu skrefin í háskólanum. 

Á Heilbrigðisvísindasviði tökum við á móti nýnemum með sameiginlegum nýnemadegi sem endar með gleði í boði nemendafélaganna. Við boðum nýnema einnig á kynningarfund hjá sinni deild.

Hvað er Canvas?

Canvas er námsumsjónarkerfið sem notað er við Háskólann. Þar finna nemendur upplýsingar um öll námskeiðin sem þeir eru skráðir í, verkefni á dagskrá, fyrirlestra, einkunnir og margt fleira. 

Horfa á kynningarmyndband um Canvas.

Gagnleg myndbönd fyrir nýnema

Sjáðu um hvað námið snýst

Mikilvægar dagsetningar

  • 12. - 30. ágúst: Kennsla haustmisseris hefst
  • 3. september: Móttaka nýnema á Heilbrigðisvísindasviði
  • 10. september: Síðasti dagur til að endurskoða námskeiðaskráningar
  • 1. október: Síðasti dagur til úrskráningar úr námskeiðum/prófum á haustmisseri