Skip to main content

Heilbrigðisgagnafræði - Grunndiplóma

Heilbrigðisgagnafræði - Grunndiplóma

Heilbrigðisvísindasvið

Heilbrigðisgagnafræði

Grunndiplóma – 90 einingar

Heilbrigðisgagnafræði er stutt, hagnýtt fagnám á Heilbrigðisvísindasviði sem veitir löggild réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafræðingur. Nám í heilbrigðisgagnafræði er hægt að stunda sem fullt nám eða á lengri tíma með vinnu.

Námið hentar vel nemendum utan höfuðborgarsvæðis þar sem kennsla er að mestu leyti rafræn.

Skipulag náms

X

Inngangur að heilbrigðisgagnafræði (HGF101G)

Í námskeiðinu öðlast nemendur þekkingu á íslenska heilbrigðiskerfinu og lögmálum þess. Farið verður yfir siðfræðilega þætti fagsins, meðferð heilsufarsupplýsinga, stjórnun og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana, lög og reglur í heilbrigðiskerfinu og persónuverndarlög. Ennfremur verður veitt innsýn í rafræna sjúkraskrá, gagnaöflun til vísindarannsókna, mismunandi tegundir heilbrigðisupplýsinga og samanburðarhæfi þeirra. Farið verður yfir hagnýt atriði við upphaf háskólanáms svo sem námstækni, skýrslugerð, meðferð heimilda og ýmsar reglur Háskóla Íslands.

X

Stjórnun upplýsinga og skjala (HGF102G)

Fjallað verður um sögu og þróun upplýsinga- og skjalastjórnar hér og erlendis og farið í aðferðir, tilgang og markmið upplýsinga- og skjalastjórnar. Kynnt verða lög, reglugerðir og reglur um upplýsingar, skjöl og skjalasöfn. Fjallað verður um framkvæmd skjalakönnunar og gerð skjalavistunaráætlunar. Fjallað verður um lífshlaup skjala, öryggisáætlanir fyrir skjöl, pökkun og skráningu og eyðublaðastjórn. Lögð verður áhersla á skipulagningu gagna, skráningu, vistun og endurheimt. Fjallað verður um skipulag málasafna, ljósmynda, teikninga og kynningarefnis svo og gagna í mismunandi formi, s.s. á samfélagsmiðlum. Farið verður stuttlega í þarfagreiningu og innleiðingu á upplýsinga- og skjalastjórn. Nemendur vinna hópverkefni og einstaklingsverkefni á misserinu. Í verkefnavinnu er horft til vinnustaða sem vinna með heilbrigðisupplýsingar.

X

Líffærafræði fyrir heilbrigðisgagnafræðinga (LÆK125G)

Markmið kennslu í líffærafræðafræði er að veita nemendum almenna og víðtæka þekkingu á grundvallaratriðum í byggingu líkamans. Þannig þekki verðandi heilbrigðisgagnafræðingar byggingu og innbyrðis afstöðu þátta stoðkerfisins, vöðva, líffæra og líffærakerfa. Áhersla er lögð á þætti sem miklu skipta fyrir klíníska vinnu. Í því samhengi verður rætt um hvernig sjúkdómar eiga sér stað í líffærum. Þessi grunnur veitir grundvallarskilning á uppbyggingu líkamans, en gerir nemendum jafnframt kleyft að afla sér viðbótarþekkingar á þessu sviði. Staðgóð þekking í líffærafræði er nauðsynleg undirstaða fyrir nám í heilbrigðisgagnafræði.

X

Upplýsingatækni í heilbrigðisvísindum (HGF301G)

Heilbrigðisstarfsmenn þurfa að nota upplýsingatækni bæði við klíníska vinnu og í rannsóknum. Námskeiðið gefur yfirlit yfir heilbrigðisupplýsingatækni, hvað hún er og sögulegt samhengi. Áhersla er lögð á tvo samtvinnaða en um leið ólíka þætti heilbrigðisupplýsingatækni. Annars vegar hvernig heilbrigðisstarfsmenn geta nýtt sér upplýsingatækni til þess að auðvelda sér vinnu í flóknu umhverfi. Þar er lögð áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir möguleikum góðra heilbrigðisupplýsingakerfa svo þeir geti gert kröfur til þeirra kerfa sem þeir síðar vinna með. Hins vegar er skoðuð notkun upplýsingatækni í rannsóknarvinnu og nemendur vinna verkefni þar sem þeir þurfa sjálfir að hanna rannsóknarverkefni og búa til gagnagrunn utan um verkefnið. Markmið kennslunnar er að nemendur geti nýtt sér heilbrigðisupplýsingakerfi í klínískri vinnu og í rannsóknum.

X

Sjúkdómafræði fyrir nemendur í heilbrigðisgagnafræði (HGF202G)

Námskeið þetta miðar að því að nemandi öðlist yfirsýn yfir helstu sjúkdóma í eftirfarandi sjúkdómaflokkum: Hjarta - og æðasjúkdómar, lungnasjúkdómar, meltingarfærasjúkdómar, þvagfærasjúkdómar, smitsjúkdómar, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómar, heila- og taugasjúkdómar, geðsjúkdómar og háls- og eyrnasjúkdómar.

X

Skjalastjórn þekkingar- og gæðaferla (HGF203G)

Fjallað verður um tengsl skjalastjórnar og þekkingar- og gæðastjórnunar. Fjallað verður um kenningar í þekkingarstjórnun svo og tengsl fræðigreinarinnar við mannauðsstjórnun. Farið verður í samþættingu skjalastjórnar og gæðastjórnunar og farið yfir helstu staðla sem íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa tileinkað sér, s.s. ISO 9000, ISO 14000, ISO27000 og jafnlaunastaðalinn ÍST 85. Skjalastjórn og gæðastjórnun verður skoðuð í samhengi við upplýsingaöryggi, notkun rafrænna skjalakerfa, innri vefja sem og samskipta- og samfélagsmiðla. Fjallað verður um rafræn skjalakerfi og langtímavarðveislu rafrænna gagna og hugað að stafrænni framtíð. Nemendur fá innsýn í gerð gæðahandbóka, ýmissa gæðaskjala- og skráa, s.s. verklagsreglna og vinnulýsinga í gæðakerfum.

X

Enska fyrir heilbrigðisgagnafræðinga - 1. hluti (HGF204G)

Þetta námskeið fjallar sérstaklega um notkun lífeðlis- og líffærafræðinnar innan enskunnar. Enn fremur fá nemendur tækifæri til að auka færni og skilning í heilbrigðisensku (academic vocabulary). Fjallað er um sérfræðiorðaforða, yfirlit um sérfræðisvið, sjúkdóma og ákveðin líffærakerfi. Nemendur eru þjálfaðir í stafsetningu og greinamerkjasetningu við notkun sérfræðiorða. Kennslan fer fram á markmálinu. Unnið er markvisst til að nemendur fái að taka þátt í umræðum sem tengdar eru heilbrigðisensku. Leitað er fanga í fagtímaritum og ritrýndum faggreinum af netmiðlum og gagnasöfnum til að þjálfa nemendur. Latína er kynnt til sögunnar án fallbeygingar og lögð verður áhersla á að þekkja líffærafræði á enskri tungu út frá latínu og grísku. Lögð er áhersla á skrif á læknabréfum, skýrslum, aðgerðarlýsingum og umsögnum um líkamann, ónæmiskerfi, hjarta- og æðakerfi, sogæðakerfi, öndunarkerfi, meltingarkerfi, þvagkerfi, æxlunarkerfi, kynsjúkdóma, vöðvakerfi, taugakerfi, húð og innkirtla líkamans. Einnig er fjallað um læknismeðferð og lækningatæki. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist mikla færni sem gerir þeim kleift að skrifa nákvæmar heilbrigðisupplýsingar á ensku ásamt því að sinna heilbrigðsnámi á ensku á háskólastigi.

X

Inngangur í þverfræðileg heilbrigðisvísindi - heilbrigðisvísindadagurinn (HVS202G)

Námskeiðið er ætlað nemendum á fyrsta námsári í greinum heilbrigðisvísinda.  Sameiginlegur heilbrigðisvísindadagur nýnema allra deilda á Heilbrigðisvísindasviði í janúar ár hvert. Fjallað er um þverfaglegt samstarf og mikilvægi þess. Farið verður í grundvallarþætti samstarfsins svo sem sameiginlega sýn á réttindi til heilsu, samskipti og siðfræði. Einnig er fjallað um hlutverk og ábyrgð heilbrigðisvísinda.

X

Verkleg þjálfun á heilsugæslustöð (HGF001G)

Námskeiðið er tveggja vikna verkleg þjálfun á heilsugæslustöð (skv. þeim reglum um vinnutíma sem gilda á hverri starfstöð fyrir sig, að hámarki 72 tímar). Á námstímanum skulu nemendur fá tækifæri til að beita faglegri þekkingu sinni í starfi undir leiðsögn heilbrigðisgagnafræðings.

Nemendur þurfa að hafa samband við verkefnastjóra námsleiðar og biðja um skráningu.

X

Verkleg þjálfun á sjúkrahúsi (HGF002G)

Námskeiðið er þriggja vikna verkleg þjálfun á sjúkrahúsi miðað við 36 klukkustunda vinnuviku. Á námstímanum skulu nemendur fá tækifæri til að beita faglegri þekkingu sinni í starfi undir leiðsögn heilbrigðisgagnafræðings. Nemendur skulu fá þjálfun í umsýslu sjúkraskrár og öðrum almennum verkefnum heilbrigðisgagnafræðinga innan klínískra sérgreina og lykilrannsóknargreina. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu og  hæfni til að afla frekari sérþekkingar að námi loknu.

Nemendur þurfa að hafa samband við verkefnastjóra námsleiðar og biðja um skráningu. 

X

Verkleg þjálfun - val (HGF003G)

Námskeiðið er tveggja vikna verkleg þjálfun miðað við 36 klukkustunda vinnuviku ætluð nemendum sem lokið hafa undirstöðuþjálfun á heilsugæslustöð og sjúkrahúsi. Nemendum er gefinn kostur á að vinna að sértækari verkefnum í íslenska heilbrigðiskerfinu innan opinberra stofnana eða fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu:

  • Einkareknar læknastofur, endurhæfingarstofnanir eða önnur heilbrigðisþjónusta
  • Embætti landlæknis
  • Heilbrigðisráðuneyti
  • Sjúkraskrársöfn sjúkrahúsa
  • Önnur fyrirtæki í tengslum við heilbrigðisþjónustu svo sem lyfjafyrirtæki

Ef ofangreindir valmöguleikar eru ekki nýttir bætast tvær vikur við þjálfun á heilsugæslu eða sjúkrahúsi þar sem unnið er að sértækari verkefnum eða ítarlegri þjálfun á sviði þeirra verkefna sem nemandinn sinnti á meðan á undirstöðuþjálfun stóð.

Nemendur þurfa að hafa samband við verkefnastjóra námsleiðar og biðja um skráningu.

X

Lyfjafræði fyrir heilbrigðisgagnafræðinga (HGF303G)

Fjallað verður um lyfjalög og reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Fjallað verður um um sérlyfjaskrá og ATC-flokkun lyfja, lyfjaverðskrá og verðlagningu lyfja og hámark sem ávísa má af ýmsum lyfjum. Farið er í greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði, lyfjaskírteini sjúklinga og undanþágulyf. Farið er í þá gagnagrunna sem embætti landlæknis starfrækir í þeim tilgangi að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Einnig er farið í lyfjagát (pharmacovigilance). Farið er í ýmsar skilgreiningar sem tengjast lyfjum, frásogsstaði lyfja, mismunandi lyfjaform og einnig er farið í umbúðir lyfja, geymslu þeirra og skömmtun.

X

Enska fyrir heilbrigðisgagnafræðinga - 2. hluti (HGF304G)

Þetta námskeið fjallar sérstaklega um notkun lífeðlis- og líffærafræðinnar innan enskunnar.  Í þessu námskeiði verður byggt á þeim grunni sem var myndaður í Enska fyrir heilbrigðisgagnafræðinga I. Farið verður nánar í heilbrigðisensku (academic vocabulary). Nemendur fá enn meiri þjálfun í stafsetningu og greinamerkjasetningu við notkun sérfræðiorða. Kennslan fer fram á markmálinu. Unnið er markvisst til að nemendur fái að taka þátt í umræðum sem tengdar eru heilbrigðisensku.

Leitað er fanga í fagtímaritum og ritrýndum faggreinum af netmiðlum og gagnasöfnum til að þjálfa nemendur. Unnið verður áfram með latínu án fallbeygingar og lögð verður áhersla á að þekkja líffærafræði á enskri tungu út frá latínu og grísku. Lögð er áhersla á skrif á læknabréfum, skýrslum, aðgerðarlýsingum og umsögnum um líkamann, ónæmiskerfi, hjarta- og æðakerfi, sogæðakerfi, öndunarkerfi, meltingarkerfi, þvagkerfi, æxlunarkerfi, kynsjúkdóma, vöðvakerfi, taugakerfi, húð og innkirtla líkamans. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist mikla færni sem gerir þeim kleift að skrifa nákvæmar heilbrigðisupplýsingar á ensku ásamt því að sinna heilbrigðsnámi á ensku á háskólastigi.

X

Þverfræðileg samvinna í heilbrigðisvísindum (HVS501M)

Námskeiðið er ætlað nemendum á þriðja námsári eða síðar sem lokið hafa a.m.k. tveimur árum grunnnáms í greinum heilbrigðisvísinda.  Hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu verður lögð til grundvallar í námskeiðinu þar sem nemendur vinna saman að sameiginlegum markmiðum.  Nemendur munu vinna saman í þverfræðilegum teymum og fá tækifæri til að æfa fagmennsku, teymisvinnu, og efla samskipti. Nemendur í hverjum hóp eru úr nokkrum heilbrigðisvísindagreinum.

Námsmat (staðið/fallið) byggist á  verkefnavinnu, virkni í verkefnavinnu og prófum sem verða á rafrænu formi í kennslulotunni.
 
Kennslutilhögun:
Nemendum er skipt í þverfaglega námshópa í byrjun annar sem síðan skipuleggja fundartíma sínir sjálfir og skila lokaverkefnum fyrir lok október. 

X

Kóðun (HGF305G)

Námskeiðið er verklegt námskeið í meðhöndlun kóðaðra upplýsinga samkvæmt alþjóðlegu flokkunar- og kóðunarkerfunum ICD-10 og NCSP/NCSP+. Námskeiðið er byggt upp af fimm skilaverkefnum og er beint framhald námskeiðsins HGF402G Flokkun og kóðun í heilbrigðisgagnafræði. Námskeiðið er kennt rafrænt og hægt er að velja það í staðinn fyrir staðkennslunámskeiðið HGF003g Verkleg þjálfun – val.

X

Verkleg þjálfun á heilsugæslustöð (HGF001G)

Námskeiðið er tveggja vikna verkleg þjálfun á heilsugæslustöð (skv. þeim reglum um vinnutíma sem gilda á hverri starfstöð fyrir sig, að hámarki 72 tímar). Á námstímanum skulu nemendur fá tækifæri til að beita faglegri þekkingu sinni í starfi undir leiðsögn heilbrigðisgagnafræðings.

Nemendur þurfa að hafa samband við verkefnastjóra námsleiðar og biðja um skráningu.

X

Sjúkraskrá 1 (HGF005G)

Í námskeiðinu kynnast nemendur sjúkraskrárskrifum eftir hljóðskrá. Áhersla verður lögð á faglegt verklag og að nemendur öðlist færni í réttri og nákvæmri skráningu sjúkraskrártexta. Um er að ræða íslenskan texta og fremur almennt og einfalt læknisfræðilegt fagmál af erlendum uppruna sem að hluta til þarf að aðlaga íslensku ritmáli i samræmi við málfræðileg sjónarmið. Nemendur munu fá innsýn í myndun læknisfræðilegra fagforða og öðlast tækifæri til að nýta viðeigandi hjálpargögn svo sem sérlyfjaskrá og aðrar viðurkenndar vefsíður auk þekkingar í sjúkdóma-, líffæra- og lyfjafræði. Einnig verða lögð fram skrifleg verkefni til að veita innsýn í læknisfræðilegan  fagorðaforða. Tímasetningar verkefna verða kynntar nánar í kennsluáætlun. Ekkert lokapróf er í námskeiðinu, einkunnir byggjast á meðaltali einkunna fyrir verkefni. Skila þarf öllum verkefnum til að fá lokaeinkunn.

X

Verkleg þjálfun - val (HGF003G)

Námskeiðið er tveggja vikna verkleg þjálfun miðað við 36 klukkustunda vinnuviku ætluð nemendum sem lokið hafa undirstöðuþjálfun á heilsugæslustöð og sjúkrahúsi. Nemendum er gefinn kostur á að vinna að sértækari verkefnum í íslenska heilbrigðiskerfinu innan opinberra stofnana eða fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu:

  • Einkareknar læknastofur, endurhæfingarstofnanir eða önnur heilbrigðisþjónusta
  • Embætti landlæknis
  • Heilbrigðisráðuneyti
  • Sjúkraskrársöfn sjúkrahúsa
  • Önnur fyrirtæki í tengslum við heilbrigðisþjónustu svo sem lyfjafyrirtæki

Ef ofangreindir valmöguleikar eru ekki nýttir bætast tvær vikur við þjálfun á heilsugæslu eða sjúkrahúsi þar sem unnið er að sértækari verkefnum eða ítarlegri þjálfun á sviði þeirra verkefna sem nemandinn sinnti á meðan á undirstöðuþjálfun stóð.

Nemendur þurfa að hafa samband við verkefnastjóra námsleiðar og biðja um skráningu.

X

Verkleg þjálfun á sjúkrahúsi (HGF002G)

Námskeiðið er þriggja vikna verkleg þjálfun á sjúkrahúsi miðað við 36 klukkustunda vinnuviku. Á námstímanum skulu nemendur fá tækifæri til að beita faglegri þekkingu sinni í starfi undir leiðsögn heilbrigðisgagnafræðings. Nemendur skulu fá þjálfun í umsýslu sjúkraskrár og öðrum almennum verkefnum heilbrigðisgagnafræðinga innan klínískra sérgreina og lykilrannsóknargreina. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu og  hæfni til að afla frekari sérþekkingar að námi loknu.

Nemendur þurfa að hafa samband við verkefnastjóra námsleiðar og biðja um skráningu. 

X

Flokkun og kóðun í heilbrigðisgagnafræði (HGF402G)

Fjallað um flokkunar- og kóðunarkerfi innan heilbrigðisvísinda (með megináherslu á ICD-10 og NCSP), kynslóðir þeirra og uppbyggingu. Fjallað m.a. um mikilvægi þessara kerfa fyrir klíníska vinnu, rannsóknir og stjórnun sem og meðhöndlun gagna, alþjóðlega gagnastaðla og lýsigögn.  Athugið að námskeiðið er enn í vinnslu og námskeiðslýsing getur breyst.

X

Upplýsingaöryggi og persónuvernd í heilbrigðisgagnafræði (HGF403G)

Gerð verður grein fyrir löggjöf um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ásamt reglugerð (e. General Data Protection Regulations – GDPR)  og þeim áhrifum sem löggjöfin kanna að hafa á störf heilbrigðisgagnafræðinga. Þessu tengt er fjallað um ýmsar áskoranir á sviði upplýsinga- og skjalastjórnar. Mikilvæg hugtök og verkefni sem fylgja persónuverndarlögum verða rædd, s.s. ólík hlutverk ábyrgðaraðila og vinnsluaðila, meðalhóf, rétturinn til að gleymast, upplýst samþykki, persónugreinanleg gögn, áhættumat, vinnsluskrá og gerð samninga við vinnsluaðila. Þá verður fjallað um hlutverk persónuverndarfulltrúa. Fjallað verður um stjórnun upplýsinga- og gagna m.t.t. upplýsingaöryggis. Unnin verða hagnýt verkefni í tengslum við meðferð og vinnslu heilbrigðisupplýsinga.

X

Meðferð ritaðs máls (HGF404G)

Farið verður yfir ýmis undirstöðuatriði í meðferð ritaðs máls. Íslensk málstefna verður kynnt ásamt helstu verkfærum við textagerð auk reglugerða um íslenska stafsetningu og greinarmerkjasetningu. Farið verður yfir ýmis vandmeðfarin stafsetningar- og beygingaratriði, mismunandi málsnið og breytileika í máli ásamt meðhöndlun læknisfræðilegs texta. Nemendur munu vinna fjögur skrifleg verkefni á misserinu.

X

Sjúkraskrá 1 (HGF005G)

Í námskeiðinu kynnast nemendur sjúkraskrárskrifum eftir hljóðskrá. Áhersla verður lögð á faglegt verklag og að nemendur öðlist færni í réttri og nákvæmri skráningu sjúkraskrártexta. Um er að ræða íslenskan texta og fremur almennt og einfalt læknisfræðilegt fagmál af erlendum uppruna sem að hluta til þarf að aðlaga íslensku ritmáli i samræmi við málfræðileg sjónarmið. Nemendur munu fá innsýn í myndun læknisfræðilegra fagforða og öðlast tækifæri til að nýta viðeigandi hjálpargögn svo sem sérlyfjaskrá og aðrar viðurkenndar vefsíður auk þekkingar í sjúkdóma-, líffæra- og lyfjafræði. Einnig verða lögð fram skrifleg verkefni til að veita innsýn í læknisfræðilegan  fagorðaforða. Tímasetningar verkefna verða kynntar nánar í kennsluáætlun. Ekkert lokapróf er í námskeiðinu, einkunnir byggjast á meðaltali einkunna fyrir verkefni. Skila þarf öllum verkefnum til að fá lokaeinkunn.

X

Verkleg þjálfun á heilsugæslustöð (HGF001G)

Námskeiðið er tveggja vikna verkleg þjálfun á heilsugæslustöð (skv. þeim reglum um vinnutíma sem gilda á hverri starfstöð fyrir sig, að hámarki 72 tímar). Á námstímanum skulu nemendur fá tækifæri til að beita faglegri þekkingu sinni í starfi undir leiðsögn heilbrigðisgagnafræðings.

Nemendur þurfa að hafa samband við verkefnastjóra námsleiðar og biðja um skráningu.

X

Verkleg þjálfun á sjúkrahúsi (HGF002G)

Námskeiðið er þriggja vikna verkleg þjálfun á sjúkrahúsi miðað við 36 klukkustunda vinnuviku. Á námstímanum skulu nemendur fá tækifæri til að beita faglegri þekkingu sinni í starfi undir leiðsögn heilbrigðisgagnafræðings. Nemendur skulu fá þjálfun í umsýslu sjúkraskrár og öðrum almennum verkefnum heilbrigðisgagnafræðinga innan klínískra sérgreina og lykilrannsóknargreina. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu og  hæfni til að afla frekari sérþekkingar að námi loknu.

Nemendur þurfa að hafa samband við verkefnastjóra námsleiðar og biðja um skráningu. 

X

Verkleg þjálfun - val (HGF003G)

Námskeiðið er tveggja vikna verkleg þjálfun miðað við 36 klukkustunda vinnuviku ætluð nemendum sem lokið hafa undirstöðuþjálfun á heilsugæslustöð og sjúkrahúsi. Nemendum er gefinn kostur á að vinna að sértækari verkefnum í íslenska heilbrigðiskerfinu innan opinberra stofnana eða fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu:

  • Einkareknar læknastofur, endurhæfingarstofnanir eða önnur heilbrigðisþjónusta
  • Embætti landlæknis
  • Heilbrigðisráðuneyti
  • Sjúkraskrársöfn sjúkrahúsa
  • Önnur fyrirtæki í tengslum við heilbrigðisþjónustu svo sem lyfjafyrirtæki

Ef ofangreindir valmöguleikar eru ekki nýttir bætast tvær vikur við þjálfun á heilsugæslu eða sjúkrahúsi þar sem unnið er að sértækari verkefnum eða ítarlegri þjálfun á sviði þeirra verkefna sem nemandinn sinnti á meðan á undirstöðuþjálfun stóð.

Nemendur þurfa að hafa samband við verkefnastjóra námsleiðar og biðja um skráningu.

X

Sjúkraskrá 2 (HGF006G, HGF006G)

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af HGF005G Sjúkraskrá 1 og gert er ráð fyirr því að nemendur hafi tileinkað sér faglegt verklag vvið skráningu sjúkraskrártexta. Lögð verður áhersla á sértækari og flóknari læknisfræðilegan orðaforða innan sérgreina svo sem í rannsóknaraðgerðum og stærri skurðaðgerðum.

Í námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að nýta viðeigandi hjálpargögn eins og sérlyfjaskrá og aðrar viðurkenndar vefsíður. Gert er ráð fyrir þekkingu nemandans á sviði sjúkdóma-, líffæra- og lyfjafræði. Auk hljóðskráa verða lögð fram skrifleg verkefni af ýmsu tagi til efla skilning á fagorðaforða. Tímasetningar verkefna verða kynntar nánar í kennsluáætlun.

Ekkert lokapróf er í námskeiðinu, einkunnir byggjast á meðaltali einkunna fyrir verkefni. Skila þarf öllum verkefnum til að fá lokaeinkunn.

X

Sjúkraskrá 2 (HGF006G, HGF006G)

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af HGF005G Sjúkraskrá 1 og gert er ráð fyirr því að nemendur hafi tileinkað sér faglegt verklag vvið skráningu sjúkraskrártexta. Lögð verður áhersla á sértækari og flóknari læknisfræðilegan orðaforða innan sérgreina svo sem í rannsóknaraðgerðum og stærri skurðaðgerðum.

Í námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að nýta viðeigandi hjálpargögn eins og sérlyfjaskrá og aðrar viðurkenndar vefsíður. Gert er ráð fyrir þekkingu nemandans á sviði sjúkdóma-, líffæra- og lyfjafræði. Auk hljóðskráa verða lögð fram skrifleg verkefni af ýmsu tagi til efla skilning á fagorðaforða. Tímasetningar verkefna verða kynntar nánar í kennsluáætlun.

Ekkert lokapróf er í námskeiðinu, einkunnir byggjast á meðaltali einkunna fyrir verkefni. Skila þarf öllum verkefnum til að fá lokaeinkunn.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðrún Jóhannesdóttir
Heilbrigðisgagnafræði - Diplómanám

Eftir um það bil þrjátíu ára starf í faginu kom námið í heilbrigðisgagnafræði í Háskóla Íslands á besta tíma fyrir mig. Allar breytingarnar og nýjungarnar sem verið er að innleiða innan heilbrigðiskerfisins hefur haft snertipunkt við námskeiðin, bæði sem við höfum setið og sitjum í núna. Ég er núna í stýrihópi sem á að sjá um innleiðingu á nýju skjala- og málakerfi fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Erum um þessar mundir að vinna með fyrirtækinu SENSA við að kortleggja hvar skjölin / rafrænu gögnin eru geymd. Nú stendur einnig yfir innleiðing á skýjalausninni Office 365 á SAk og ætlum við í stýrihópnum að ná utan um gögnin sem flutt verða yfir í annað hvort Teams eða OneDrive m.t.t. vistunar gagna. Ég er mjög ánægð með þau tækifæri sem ég hef fengið innan vinnustaðarins, sem ég get tengt beint við nám okkar í HÍ.

Alda Eir Helgadóttir
Heilbrigðisgagnafræði - Diplómanám

Meginástæðan fyrir því að ég valdi heilbrigðisgagnafræði er sú að hún er frábært tól sem hægt er að nýta sér víða í heilbrigðisgeiranum. Ég vinn í lyfjafyrirtæki þar sem námið nýttist mér strax mjög vel, eins og  t.d. skjalastjórnunin sem hefur komið að mjög góðum notum. Nánast eingöngu er unnið með rafræn gögn sem nauðsynlegt er að hafa góða stjórn á.

Hafðu samband

Umsjónaraðili námsleiðar:
Aníta G. Gústavsdóttir
Netfang: angu@hi.is

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881 Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.