Skip to main content

Háskólinn og heimsmarkmiðin

Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sautján heimsmarkmið sem lýsa stærstu viðfangsefnum og helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir.

Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa skuldbundið sig til að innleiða markmiðin sautján bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra árið 2030.

Gríðarlega mikilvægt er að sérfræðiþekking og rannsóknir séu nýttar til að leita lausna á þeim viðamikla vanda sem heimsmarkmiðin lýsa og einfaldi samfélögum að takast á við þær áskoranir sem þeim fylgja. Aðalatriðið er að leita lausna í þágu allra. 

Háskóli Íslands vill að þekkingarsköpun og rannsóknir við skólann hafi víðtæk áhrif og takist á við þær flóknu áskoranir sem Ísland og heimurinn standa nú frammi fyrir og hrindir því af stað nýrri viðburðaröð sem kallast Háskólinn og heimsmarkmiðin.

Eitt heimsmarkmið verður tekið fyrir í hverri viðburðalotu þar sem framúrskarandi fræðimönnum, frá öllum fræðasviðum þegar upp er staðið, verður teflt fram til að kryfja og ræða markmiðin, vandamálin sem þeim tengjast frá sem flestum hliðum. 

Viðburðaröðin er unnin í samvinnu við Stjórnarráð Íslands.

Dagskrá

Öll markmiðin og vísindamenn sem vinna að þeim
Yfirlit yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna