Skip to main content

Háskólinn og heimsmarkmiðin – Heilsa og vellíðan

Háskólinn og heimsmarkmiðin – Heilsa og vellíðan - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. október 2019 12:00 til 13:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Öll velkomin - aðgangur ókeypis
Streymt verður frá viðburðinum

Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sautján heimsmarkmið sem lýsa stærstu vandamálum og helstu áskorunum sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa samþykkt að innleiða sautján heimsmarkmið sem varða stærstu viðfangsefni samtímans.

Bein útsending frá viðburðinum.

Gríðarlega mikilvægt er að sérfræðiþekking og rannsóknir séu nýttar til lausnar á þeim viðamikla vanda sem heimsmarkmiðin lýsa og einfaldi samfélögum að takast á við þær áskoranir sem þeim fylgja. Þess vegna hrindir Háskóli Íslands af stað nýrri viðburðaröð, sem hefur fengið heitið Háskólinn og heimsmarkmiðin, en í henni verður áhersla á öll sjálfbærnimarkmiðin sautján. Viðburðaröðin er haldin í samvinnu við Stjórnarráðið

Á fyrsta fundinum, þann 17. október, mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjalla um mikilvægi heimsmarkmiðanna fyrir íslenskt og alþjóðlegt samfélag. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, mun fjalla um hvernig Háskóli Íslands hyggst nýta heimsmarkmiðin í starfi sínu og stefnumótun. Síðan munu þau Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, og Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum, beina sjónum að þætti sem snertir okkur öll, heilsu og vellíðan.

Forræði og utanumhald með eftirfylgd heimsmarkmiðanna hérlendis er á hendi sérstakrar verkefnastjórnar sem leidd er af forsætisráðuneytinu í nánu samstarfi við utanríkisráðuneytið.

Meginhlutverk verkefnastjórnarinnar er að vinna að innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi og greiningu á stöðu Íslands gagnvart undirmarkmiðunum.

Þegar horft er til allra markmiðanna sautján er ljóst að margt er undir. Bent hefur verið á að innleiðing heimsmarkmiða sé ekki einungis á hendi stjórnvalda, heldur þurfi samhent átak margra ólíkra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika. Þess vegna vill Háskóli Íslands m.a. að þekkingarsköpun og rannsóknir við skólann hafi víðtæk áhrif og takist á við þær flóknu áskoranir sem Ísland og heimurinn standa frammi fyrir.

Frekari upplýsingar um viðburðaröðina er að finna á vefsíðu Háskólans og heimsmarkmiða.

Á fyrsta fundinum, þann 17. október, munu þau Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, og Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum, beina sjónum að þætti sem snertir okkur öll, heilsu og vellíðan.

Háskólinn og heimsmarkmiðin – Heilsa og vellíðan