Skip to main content

Aurora - starfsfólk

Aurora fyrir starfsfólk

Aurora er öflugur samstarfsvettvangur sem skapar ný tækifæri í kennsluþróun og rannsóknum fyrir starfsfólk háskólans.

Markmið Aurora háskólanna er að gera starfsfólki betur kleift að samþætta samfélagslega nýsköpun og sjálfbærni inn í nám og rannsóknir á áhrifaríkan hátt.

Með þátttöku í verkefnum Aurora-samstarfsins fær starfsfólk möguleika á að kynnast nýjum kennsluaðferðum, styrkja sig í starfi og efla alþjóðlegt tengslanet. 

Hvað segja kennarar um Aurora-samstarfið?

Sjáðu um hvað námið snýst

Aurora opnar nýjar dyr

Aurora þróar kennsluhætti og alþjóðlegt samstarf í kennslu í því skyni að efla þverfaglega lykilhæfni nemenda og styrkja þá til þátttöku í samfélagslegri nýsköpun. Í þessu yfirlitsskjali má sjá helstu áherslur Aurora í kennsluþróun.

Til að ná markmiðum sínum ætlar Aurora að: 

 • Styðja við þróun sameiginlegra Aurora námskeiða og námsleiða.
 • Gera starfsfólki kleift að nýta rannsóknarinnviði annarra Aurora háskóla.
 • Virkja allt háskólasamfélagið í að móta Aurorasamstarfið.

Vinnupakkar Aurora-bandalagsins

  Viltu taka þátt?

  Hafðu samband

  Ertu með hugmyndir, spurningar eða ábendingar um Aurora? Við viljum heyra frá þér!

  Hafðu samband aurora@hi.is

  Viltu fá Aurora fréttabréfið beint í pósthólfið? Skráðu þig á Aurora póstlistann