Skip to main content

Umsókn um doktorsnám

Umsókn um doktorsnám - á vefsíðu Háskóla Íslands

Þeir sem hyggja á doktorsnám ættu að hafa fundið sér áhugasvið og algengast er að nemendur finni verkefni og leiðbeinanda eftir að hafa rætt við kennara, sérfræðinga eða vísindamenn á sínu áhugasviði. Einnig eru fordæmi fyrir því að að meistaraverkefni loknu haldi viðkomandi áfram í skyldu verkefni. 

Hér getur þú leitað að fræðimönnum við HÍ

Umsækjendur í þverfræðilegt doktorsnám í lýðheilsuvísindum, faraldsfræði og líftölfræði geta leitað leiðbeinanda á öllum fræðasviðum og deildum HÍ. Nemendur eru skráðir á þverfræðilega námsleið en skref 3-4 í umsóknarferlinu, miðbiksmat og brautskráningardeild ræðst af heimadeild leiðbeinanda. 

Umsóknarferlið er eftirfarandi:

  1. Umsækjandi skráir inn rafræna umsókn hér: Umsókn um nám. Gott er að láta skrifstofu námsins vita þegar umsókn hefur verið skilað. Fylgigögn eru: Náms- og starfsferilskrá nemanda, leiðbeinanda og doktorsnefndar, afrit af prófskírteini/námsferli umsækjanda og afrit af leyfum ef við á. Ekki er hægt að afgreiða umsókn nema öll gögn fylgi. Athugið að ef prófi er lokið við annan skóla en HÍ þarf að skila frumriti eða staðfestu afriti til admissions@hi.is.
  2. Umsókn um doktorsnám með rannsóknaráætlun er skilað á skrifstofu námsins: publichealth@hi.is. Rannsóknaráætlun er skrifuð í samstarfi við og skilað með samþykki leiðbeinanda.
  3. Stjórn námsleiðar (lýðheilsuvísinda, faraldsfræði, líftölfræði) metur umsókn.
  4. Fastanefnd í heimadeild og/eða Doktorsnámsnefnd fræðasviðs metur umsókn.
  5. Umsækjandi er boðaður í viðtal.
  6. Skrifstofa námsins afgreiðir umsókn skv. umsögn nefndar og umsækjandi er formlega innritaður í námið.

Mat og afgreiðsla umsókna tekur um 4-6 vikur.

Umsækjendum er bent á að hafa samband við skrifstofu námsins til að fá frekari upplýsingar um umsóknarferlið á hverju fræðasviði.