Skip to main content

Tutor-web

Ykkur stendur til boða er að æfa ykkur í kennslukerfi á netinu, tutor-web (https://tutor-web.net), og þreyta stutt stöðupróf í stærðfræði í sama kerfi. Prófið er eingöngu fyrir ykkur til þess að sjá hvar þið standið, það gildir ekki neitt. Ekki er leyfilegt að nota reiknivélar, kennslubækur, tölvur, vini, fjölskyldu eða önnur hjálpartæki þegar stöðuprófið er reiknað og viljum við biðja ykkur um að fara eftir þeim fyrirmælum. Það ætti ekki að taka lengur en klukkustund að leysa stöðuprófið. Hægt verður að þreyta stöðuprófið þrisvar sinnum en þið getið hvenær sem er notað kerfið til að æfa ykkur. 

Aðgangur að tutor-web
Til að fá aðgang að tutor-web skulið fara inn á https://tutor-web.net, smella á "Register" hnappinn og fylla út það sem beðið er um. Þið þurfið að nota HÍ netfangið ykkar sem notendanafn. Hi-netfangið getið þið nálgast hér. Þið fáið svo póst með hlekk á HÍ-netfangið ykkar sem þið þurfið að smella á til að klára skráninguna og velja lykilorð. Hér er að finna frekari leiðbeiningar um kerfið. 

Kerfið notað til að taka stöðupróf
Á forsíðu tutor-web undir “Quick-links” má finna hlekk á stöðuprófið "Stöðupróf nýnema".
Áður en þið smellið á hann skulið þið skrá ykkur inn með HÍ netfanginu ykkar. Eftir að hafa smellt á "Stöðupróf nýnema" skulið þið smella á "Take a drill on this lecture", "Take a drill", og "New question" og fyrsta spurningin mun að birtast. Spurningarnar eru 25 talsins. Aðeins er hægt að taka stöðuprófið einu sinni.

Kerfið notað til æfingar
Frá forsíðu tutor-web komist þið einnig í mörg hundruð stærðfræðidæmi með að smella á "Æfingar fyrir nýnema". Þar getið þið valið um þrjá flokka: Reiknireglur og algebra, Föll og Diffrun og heildun. Smellið á þann flokk sem þið viljið æfa ykkur í og svo "Take a drill on this lecture", "Take a drill", "New question" og fyrsta spurningin mun að birtast. Þið getið hvenær sem er hætt og farið svo aftur inn og haldið áfram að æfa ykkur.