Reglur um viðburðaskráningu | Háskóli Íslands Skip to main content

Reglur um viðburðaskráningu

Netspjall

HÍ stendur daglega fyrir fjölda viðburða sem eru öllum opnir, s.s. málþingum, fyrirlestrum og ráðstefnum. Viðburði hvers dags er að finna á forsíðunni en hægt er að skoða bæði fram og aftur í tímann með því að fara á yfirlitssíðu. Skráðir notendur skrá sjálfir viðburðinn í viðburðadagatalið. Allt starfsfólk HÍ getur skráð viðburð á vefinn í Uglu (í kassanum „Á döfinni“) en birting er háð samþykktarferli.

Aðilar utan HÍ geta óskað eftir skráningu viðburðar með því að senda upplýsingar um viðburðinn á webmaster@hi.is og merkt póstinn „Skráning viðburðar“. Starfsfólk Markaðs- og samskiptasviðs fer þá yfir viðburðinn og samþykkir ef hann uppfyllir reglur um skráningu sem eru að finna hér neðar á síðunni. Eftir að Markaðs- og samskiptasvið hefur farið yfir skráðan viðburð birtist hann í viðburðadagatalinu sem finna má á forsíðu vefs Háskóla Íslands.

Almennt skilyrði fyrir því að viðburður birtist á forsíðu vefs Háskóla Íslands er að viðburðurinn tengist Háskóla Íslands, s.s.:

 • Opinber viðburður í nafni Háskóla Íslands.
 • Viðburður sem er skipulagður af starfsfólki Háskóla Íslands.
 • Viðburður þar sem starfsfólk Háskóla Íslands hefur aðkomu, s.s. flytur fyrirlestur, sinnir fundarstjórn, tekur þátt í pallborði o.s.frv..
 • Viðburður sé opinn öllum nemendum jafnt sem starfsfólki, kennurum og almenningi.
 • Fyrirlesari er erlendur en heldur fyrirlestur á vegum deilda/stofnana HÍ.
 • Eftir atvikum ef viðburður er haldinn í byggingum Háskólans.
 • Ofangreind viðmið eru almenn og tekur vefstjóri afstöðu til einstakra birtinga.

Opinbert tungumál vefsins er íslenska.

Mikilvægt er að í skráningu sé gert grein fyrir:

 1. Heiti viðburðar
 2. Tímasetningu
 3. Staðsetningu á háskólasvæði.
 4. Lýsingu á viðburði í almennu en hnitmiðuðu máli.
 5. Upplýsingum um tengilið viðburðar, s.s. einstakling, vefsíðu eða stofnun.
 6. Meginreglan er að viðburðir á hi.is séu á íslensku en leyfilegt er að hafa lýsingu viðburðar á ensku að gefnum tveimur skilyrðum:
  1. Titill viðburðar sé á íslensku.
  2. Boðið sé upp á stuttan útdrátt á íslensku (að lágmarki ein setning) efst í meginmáli viðburðar.
 7. Á english.hi.is á allur texti viðburðar vera á ensku.

Tilkynning um viðburð skilar bestum árangri ef hún er sett á háskólavefinn a.m.k. þremur dögum áður en hann fer fram.

Allar nánari upplýsingar gefur vefdeild; webmaster@hi.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.