Sjóður Sigríðar Lárusdóttur | Háskóli Íslands Skip to main content

Sjóður Sigríðar Lárusdóttur

Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir á sviði bæklunarlækninga. Sérstök áhersla er lögð á rannsóknir á meðfæddum göllum í mjaðmalið svo sem ættgengi þeirra, tíðni og afleiðingum. Veita má styrki til fyrirlestrahalds eftir því sem sjóðstjórnin telur ástæður til.

Sjóðurinn var stofnaður 27. ágúst 2003 af Sigríði Lárusdóttur f. 5. maí 1918 til minningar um þá einstaklinga sem hafa átt um sárt að binda vegna meðfæddra sjúkdóma í mjöðm en Sigríður hafði átt við þann sjúkdóm að stríða frá fæðingu.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.