Íþróttahús | Háskóli Íslands Skip to main content

Íþróttahús

Íþróttahús - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hreyfing er öllu námsfólki mikilvæg.

Íþróttahús Háskóla Íslands við Sæmundargötu er opið öllum nemendum og starfsfólki gegn mjög vægu gjaldi.

Í boði eru skipulagðir tímar í sal samkvæmt stundatöflu og aðstaða í tækjasal. Nemenda- eða starfsmannahópar geta einnig leigt íþróttasalinn fyrir boltaíþróttir eða annað. Sauna er í kjallara íþróttahússins.

ATH. að vegna sóttvarnatakmarkana þurfa iðkendur að skrá sig fyrir fram, hyggist þeir nota tækjasal eða sækja tíma samkvæmt stundatöflu íþróttahússins. Skráning fer fram á viðburðasíðu Uglu.

Dagskrá í sal á vormisseri 2021 

Afgreiðslutími:

 • Mánudaga - fimmtudaga: 7:00 - 22:00
 • föstudaga:  7:00 - 20:00
 • Laugardaga: 8:00 - 18:00

Íþróttahúsið er alla jafna lokað á hátíðisdögum, yfir jól og áramót og 6 vikur á miðju sumri.

Verð:

 • Árskort: 10.000 kr
  • kortin eru seld á þjónustuborðinu í Háskólatorgi.
  • aðgangskort gilda í alla auglýsta opna tíma í íþróttasal, tækjasal og gufubað.
  • Leiga á íþróttasal: Lokaðir hópar, 45 mín. stund: 2.500 / 3.500 kr. Leigjandi greiðir að lágmarki fyrir 10 tíma fyrirfram.
   Umsjón með leigu á salnum hefur Birna Úlfarsdóttir, ithrottahus@hi.is.

HáFit - fagleg fjarþjálfun www.hafit.is

Starfsfólk

Starfsmenn íþróttahúss: Birna Úlfarsdóttir og Pálmi Phuoc Du, sími 525 4460.

Bókanir í hóptíma í sal: Birna Úlfarsdóttir, ithrottahus@hi.is

Göngu- og hlaupaleiðir

Góðar göngu- og hlaupaleiðir eru nærri Háskóla Íslands, bæði á háskólasvæðinu á Melunum og í Stakkahlíð. Á myndunum hér fyrir neðan má finna kort með góðum göngu- og hlaupaleiðum. Þar er einnig að finna kort sem sýnir hversu lengi er verið að hjóla á háskólasvæðið frá ólíkum borgarhlutum en Háskólinn hvetur starfsmenn og stúdenta til þess að hjóla til og frá vinnu.

Göngu- og hlaupakort nærri háskólasvæði á Melunum.
Göngu- og hlaupakort nærri háskólasvæðinu í Stakkahlíð.
Kort sem sýnir hversu lengi er verið að hjóla á háskólasvæðið frá ólíkum borgarhlutum.
Mynd af hlaupahópi Háskóla Íslands
Tækjasalur íþróttahúss Háskóla Íslands
Nánari upplýsingar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.