
Hreyfing er öllu námsfólki mikilvæg.
Íþróttahús Háskóla Íslands við Sæmundargötu er opið öllum nemendum og starfsfólki gegn mjög vægu gjaldi.
Í boði eru skipulagðir tímar í sal samkvæmt stundatöflu og aðstaða í tækjasal. Nemenda- eða starfsmannahópar geta einnig leigt íþróttasalinn fyrir boltaíþróttir eða annað. Sauna er í kjallara íþróttahússins.
ATH. að vegna sóttvarnatakmarkana þurfa iðkendur að skrá sig fyrir fram, hyggist þeir nota tækjasal eða sækja tíma samkvæmt stundatöflu íþróttahússins. Skráning fer fram á viðburðasíðu Uglu.
Dagskrá í sal á vormisseri 2021
Afgreiðslutími:
- Mánudaga - fimmtudaga: 7:00 - 22:00
- föstudaga: 7:00 - 20:00
- Laugardaga: 8:00 - 18:00
Íþróttahúsið er alla jafna lokað á hátíðisdögum, yfir jól og áramót og 6 vikur á miðju sumri.
Verð:
- Árskort: 10.000 kr
- kortin eru seld á þjónustuborðinu í Háskólatorgi.
- aðgangskort gilda í alla auglýsta opna tíma í íþróttasal, tækjasal og gufubað.
- Leiga á íþróttasal: Lokaðir hópar, 45 mín. stund: 2.500 / 3.500 kr. Leigjandi greiðir að lágmarki fyrir 10 tíma fyrirfram.
Umsjón með leigu á salnum hefur Birna Úlfarsdóttir, ithrottahus@hi.is.
HáFit - fagleg fjarþjálfun www.hafit.is
Starfsfólk
Starfsmenn íþróttahúss: Birna Úlfarsdóttir og Pálmi Phuoc Du, sími 525 4460.
Bókanir í hóptíma í sal: Birna Úlfarsdóttir, ithrottahus@hi.is
Göngu- og hlaupaleiðir
Góðar göngu- og hlaupaleiðir eru nærri Háskóla Íslands, bæði á háskólasvæðinu á Melunum og í Stakkahlíð. Á myndunum hér fyrir neðan má finna kort með góðum göngu- og hlaupaleiðum. Þar er einnig að finna kort sem sýnir hversu lengi er verið að hjóla á háskólasvæðið frá ólíkum borgarhlutum en Háskólinn hvetur starfsmenn og stúdenta til þess að hjóla til og frá vinnu.