Skip to main content

Mat á fyrra námi

Hafi nemendur lokið sambærilegum námskeiðum og þeim er ætlað að taka samkvæmt skipulagi í læknisfræði í kennsluskrá HÍ, geta þeir sent inn formlega beiðni um mat á fyrra námi innan 2ja vikna frá því að nám á viðkomandi misseri hefst. Einkunn í þeim námskeiðum sem metin eru skal ekki vera lægri en því sem nemur 6,0 í einkunnakerfi Háskóla Íslands og aldur þeirra prófa skal ekki vera meiri en 3-4 ár að jafnaði. 
 
Hafi námskeið sem óskað er eftir að verði metið verið lokið við annan háskóla þarf einnig að skila inn staðfestu afriti af prófvottorði ásamt námskeiðslýsingu frá viðkomandi háskóla til skrifstofu læknadeildar. Deildin aflar umsagnar umsjónarkennara í viðkomandi grein áður en ákvörðun um mat er tekin.