Skip to main content

Ingjaldssjóður

Tilgangur Ingjaldssjóðs helgast af fyrirmælum sem sett voru fram í erfðaskrá Ingjalds Hannibalssonar. Sjóðurinn skal styrkja efnilega nemendur Háskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis í rekstrarstjórnun, alþjóðlegum viðskiptum eða nemendur í tónlist.

Ingjaldssjóður er stofnaður af Háskóla Íslands til minningar um Ingjald Hannibalsson, prófessor við Viðskiptafræðideild skólans, f. 17. nóvember 1951, d. 27. október 2014.  Ingjaldur arfleiddi háskólann að öllum eigum sínum. Rektor Háskóla Íslands hefur yfirumsjón með sjóðnum.