Skip to main content

Verðlaunasjóður Alfreds Benzon

Tilgangur sjóðsins er að veita norrænum mönnum og konum verðlaun fyrir rannsóknir í lyfjafræði og lyflæknisfræði og fyrir ritgerðir um þau efni, byggðar á sjálfstæðum rannsóknum. Úthlutunarnefnd getur einnig tekið til sérstakt verkefni til rannsóknar og veitt verðlaun fyrir besta úrlausn. Enn fremur má veita styrk til framhaldsnáms í áðurtöldum greinum.

Sjóðurinn var stofnaður 17. janúar 1955 á aldarafmæli Alfreds Benzons lyfsala og verksmiðjueiganda í Kaupmannahöfn.