Skip to main content

Vöktunarverkefni

 
Riturhreiður í Hvítabjarnarey á Breiðafirði. Hreiður hafa verið talin í eynni síðan 2009 og varpárangur ritu metin með ungatalningum.
Æðarkollur í varpinu í Rifi, Snæfellsnesi. Þarna hafa æðarkollur verið merktar síðan 1993.
Æðarkollur í varpinu í Rifi, Snæfellsnesi.
Æðarkolla í Landey við Stykkishólm. Þarna hafa æðarkollur verið merktar síðan 2014.
Fýll við hreiður í Elliðaey, Breiðafirði. Fýll var lengi sjaldgæfur í Breiðafirði en nú finnast hreiður hans víða.
Fýlshreiður í Brúnkollu við Stykkishólm. Nokkrir fýlar þarna fengu hnattstöðurita frá Seatrack 2018-2019.
Æðarkolla í varpi að Ásbúðum á Skaga vorið 2019. Þarna hafa æðarkollur verið merktar síðan 2018.
Æðarkolla í varpi að Ásbúðum á Skaga vorið 2019.
Æðarungar eru taldir ár hvert við Breiðafjörð síðan 2007. Hér sést talningastaðurinn við Kerlingafjörð en þar er lítið æðarvarp með nokkrum tugum varpkollna.
Þórður Örn Kristjánsson gerði doktorsverkefni sitt um varpvistfræði æðarfugls við Rannsóknasetrið. Hann varði ritgerð sína 2016. Myndin er tekin í æðarvarpinu í Rifi.
Smári Lúðvíksson æðarbóndi og merkingamaður í æðarvarpi sínu í Rifi á Snæfellsnesi. Myndin er tekin 2014 en kolluna merkti hann fyrst 1993.
Lundi við hreiður í Elliðaey, en sú er einn þriggja stórra varpstaða lunda á sunnanverðum Breiðafirði.
Skúfandarhjón í Rifi, Snæfellsnesi. Þessi tegund er vöktuð ásamt öðrum andartegundum. Talningarnar hófust 2011, fjöldi para er metin í byrjun júní en fjöldi unga í ágúst.
Toppskarfur með unga í Birgisklett, Breiðafirði.