Skip to main content

Tækjakaupasjóður

Tilgangur Tækjakaupasjóðs Háskóla Íslands er að efla rannsóknir og kennslu við háskólann.

Tækjakaupafé er úthlutað af tækjakaupanefnd á grundvelli umsókna frá kennurum og sérfræðingum, sem forgangsraðað er af fræðasviðum. Styrkhæfir eru akademískir starfsmenn sem ráðnir hafa verið á grundvelli hæfnisdóms (lektorar, dósentar, prófessorar, sérfræðingar, fræðimenn og vísindamenn). Umsóknarfrestur er 15. nóvember. 

 
Ferli umsókna fyrir úthlutun:
Umsækjendur sækja um miðlægt (eyðublað að ofan). Vísinda- og nýsköpunarsvið sér um að koma umsóknum í forgangsröðun fræðasviðanna. Stjórn Tækjakaupasjóðs úthlutar á grundvelli forgangsröðunarinnar í febrúar.
 
Afgreiðsla styrkja:
Skv. ákvörðun háskólaráðs eru tæki sem keypt eru fyrir styrk úr sjóðnum eign Háskóla Íslands. Fáist styrkur úr Tækjakaupasjóði er stofnað sérstakt verkefnisnúmer í bókhaldi Háskólans um styrkinn og er það tilgreint í úthlutunarbréfi. Hafa skal samráð við innkaupastjóra og fá samþykki hans fyrir pöntuninni.
 
Nánari upplýsingar hjá Vísinda- og nýsköpunarsviði