Skip to main content

Tækjakaupasjóður

Tilgangur Tækjakaupasjóðs Háskóla Íslands er að efla rannsóknir og kennslu við háskólann.

Tækjakaupafé er úthlutað af tækjakaupanefnd á grundvelli umsókna frá kennurum og sérfræðingum, sem forgangsraðað er af fræðasviðum. Styrkhæfir eru akademískir starfsmenn sem ráðnir hafa verið á grundvelli hæfnisdóms (lektorar, dósentar, prófessorar, sérfræðingar, fræðimenn og vísindamenn). Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. 

Ferli umsókna fyrir úthlutun:
Umsækjendur sækja um miðlægt (eyðublað að ofan). Vísinda- og nýsköpunarsvið sér um að koma umsóknum í forgangsröðun fræðasviðanna. Stjórn Tækjakaupasjóðs úthlutar á grundvelli forgangsröðunarinnar í febrúar.
 
Afgreiðsla styrkja:
Skv. ákvörðun háskólaráðs eru tæki sem keypt eru fyrir styrk úr sjóðnum eign Háskóla Íslands. Fáist styrkur úr Tækjakaupasjóði er stofnað sérstakt verkefnisnúmer í bókhaldi Háskólans um styrkinn og er það tilgreint í úthlutunarbréfi. Hafa skal samráð við innkaupastjóra og fá samþykki hans fyrir pöntuninni. Veitta styrki verður að leysa út innan 12 mánaða frá úthlutun. Annars falla þeir niður. Möguleiki er að fá framlengingu í eitt ár í viðbót ef viðunandi rökstuðningur fylgir beiðni að mati stjórnar. Að öðrum kosti fellur styrkur niður.
 
Nánari upplýsingar hjá Vísinda- og nýsköpunarsviði