Húsnæði Háskóla Íslands í Reykjavík er afar vel staðsett og auðvelt að komast þangað. Háskólinn hvetur bæði stúdenta og starfsfólk til þess að nýta vistvæna samgöngumáta í ferðum til og frá háskólasvæðinu, hvort sem er reiðhjól, rafskútur, strætó eða tvo jafnfljóta. Reiðhjól og rafskútur - Leiga Hjólastandar eru við allar byggingar skólans auk þess sem finna má yfirbyggt hjólaskýli við Lögberg og VR II. Við Háskólatorg, VR II og í Stakkahlíð er enn fremur að finna viðgerðastand ef eitthvað smálegt þarf að laga á hjólinu þínu. Göngu- og hjólastígakerfi höfuðborgarsvæðisins OSS rafhjóla- og rafskútuleiga Reiðhjólaleiga Hopp rafskútuleiga Zolo rafskútuleiga Strætó Nemendur Háskóla Íslands geta keypt nemakort í Uglunni sem gildir á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnar stoppa við flestar byggingar skólans. Kynntu þér leiðakerfið og tímatöflur Bílastæði og samnýting ferða Þau sem koma á bíl á háskólasvæðið eru hvött til að samýta ferðir (e. carpooling) með vinum og kunningjum ef hægt er. Á Uglunni er hægt að sjá nánari útlistanir á þessum möguleika og mynda hópa um samnýtingu bíla. Bílastæði eru á eftirtöldum stöðum: Vatnsmýri Við Hringbraut við Stapa Í skeifunni við Aðalbyggingu Fyrir aftan Aðalbyggingu við Suðurgötu Við Sæmundargötu, Lögberg og Nýja-Garð Sturlugötu við Odda og Öskju Við Árnagarð og Suðurgötu. Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða við allar byggingar. Gjaldskylda er á bílastæðum í Skeifu og á svæðinu milli Nýja-Garðs og Gimli. Vesturbær Bílastæði eru á eftirtöldum stöðum: Við Landsbókasafn – Háskólabókasafn Háskólabíó VR-byggingar Tæknigarð Haga við Hofsvallagötu Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða við allar byggingar. Menntavísindasvið Bílastæði eru við Stakkahlíð, Háteigsveg og Bólstaðarhlíð. Sérmerkt stæði eru fyrir fatlaða. Tengt efni Vistvænar samgöngur Kort af háskólasvæðinu Háskólabyggingar facebooklinkedintwitter