Skip to main content

Rannsóknir við Tannlæknadeild

Rannsóknir við Tannlæknadeild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Kennarar Tannlæknadeildar stunda fjölbreyttar rannsóknir í samvinnu við erlenda háskóla og ýmsar rannsóknarstofnanir innanlands sem utan.

Undanfarin ár hefur rannsóknarvirkni kennara við Tannlæknadeild eflst verulega. Frumrannsóknir í samstarfi við aðrar deildir háskólans hafa skilað alþjóðlegum viðurkenningum. Deildin tekur enn fremur þátt í stefnumarkandi samstarfsverkefnum á vegum Evrópusambandsins. 

Tannlæknanemar geta tekið rannsóknarverkefni sem valgrein og gefst þannig tækifæri til að læra um rannsóknastarfsemi og annast sjálfir rannsóknir undir leiðsögn umsjónarkennara. Nemendur á sjötta ári taka árlega þátt í keppni norrænna og hollenskra tannlæknanema, sem haldin er í Kaupmannahöfn. Að loknu kandidatsnámi við Tannlæknadeild geta nemendur skráð sig í rannsóknartengt meistaranám við deildina.

Tannlæknadeild býður upp á rannsóknatengt framhaldsnám í tannlæknavísindum

Tannlækningastofnun

Tannlækningastofnun (TLS) er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun í tannlæknisfræði og skyldum greinum við Tannlæknadeild.

Formaður Tannlækningastofnunar er Svend Richter, dósent.