Mála- og menningardeild | Háskóli Íslands Skip to main content

Mála- og menningardeild

Mála- og menningardeild

Við Mála- og menningardeild eru nú kennd tólf erlend tungumál: Arabíska, danska, enska, franska, gríska, ítalska, japanska, kínverska, latína, rússneska, spænska og þýska. Nám við deildina er margþætt og krefjandi þar sem flest námskeið eru kennd á erlendum tungumálum.

Grunnnám

Við Mála- og menningardeild er hægt að leggja stund á grunnnám í akademískri ensku, Austur-Asíufræðum, dönsku, ensku, frönskum fræðum, grísku, ítölsku, japönsku máli og menningu, kínverskum fræðum, latínu, Mið-Austurlandafræðum, rússnesku, spænsku og þýsku.

Nánari upplýsingar um grunnnám við Mála- og menningardeild.

Framhaldsnám

Við Mála- og menningardeild er hægt að leggja stund á framhaldsnám í Ameríkufræðum, bókmenntum, menningu og miðlun, dönsku, dönskukennslu, ensku, enskukennslu, evrópskum tungumálum, sögu og menningu, frönskum fræðum, frönskukennslu, Norðurlandafræðum, spænsku, spænskukennslu, þýsku, þýskukennslu og þýsku í ferðaþjónustu og miðlun.

Nánari upplýsingar um framhaldsnám við Mála- og menningardeild.

Getum við aðstoðað?

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.

Netspjall