Þýska | Háskóli Íslands Skip to main content

Þýska

Þýska

BA gráða

. . .

Menntun í þýsku opnar dyr að málsvæði sem er okkur Íslendingum mjög mikilvægt í menningar-, stjórnmála- og efnahagslegu tilliti. Þýska er móðurmál u.þ.b. 90 milljóna Evrópubúa og opinbert tungumál fimm evrópskra ríkja sem við tengjumst með margvíslegum hætti í alþjóðlegu samstarfi.

Um námið

Í námi í þýsku til BA-prófs er lögð áhersla á að nemendur nái sem bestum tökum á þýskri tungu og afli sér þekkingar og skilnings á margbreytileika hennar og þeirri menningu sem hún endurspeglar.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Æskileg færni í þýsku er A2 skv. samevrópska tungumálarammanum. Námið hentar ekki algerum byrjendum sem bent er á námskeiðin Þýska fyrir byrjendur I og II.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Menntun í þýsku opnar dyr að málsvæði sem er okkur Íslendingum mjög mikilvægt í menningar-, stjórnmála- og efnahagslegu tilliti. Þýska er móðurmál u.þ.b. 90 milljóna Evrópubúa og opinbert tungumál fimm evrópskra ríkja sem við tengjumst með margvíslegum hætti í alþjóðlegu samstarfi. Menningartengsl okkar við þýska málsvæðið eru náin og standa á gömlum merg; 2011 var Ísland t.a.m. gestaland bókasýningarinnar í Frankfurt. Efnahagstengsl Íslands við þýskumælandi ríki eru afar sterk og er Þýskaland eitt almikilvægasta viðskiptaland okkar. Þýskumælandi ferðamenn eru mjög fjölmennir hérlendis, einkum yfir sumartímann þegar Þjóðverjar eru með næstflestar gistinætur af öllum þjóðum. 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Í ferðaþjónustu – á ferðaskrifstofum, hjá flugfélögum, við leiðsögn – og hjá fyrirtækjum með tengsl við þýskumælandi ríki.
  • Á fjölmiðlum og við menningarmiðlun.
  • Við grunn-, framhalds- og háskólakennslu, svo og við sí- og endurmenntun.
  • Við þýðingar og alþjóðasamskipti.

Félagslíf

Linguae er félag tungumálanema við Háskóla Íslands. Markmið félagsins er að efla félagslíf nemenda innan Mála- og menningardeildar. Enn sem komið er samanstendur það af ítölsku-, frönsku-, þýsku-, spænsku-, dönsku-, kínversku- og rússneskunemum. Nemendafélagið heldur úti heimasíðuFacebook-hóp og Facebook-síðu.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.