
Þýska
BA gráða
. . .
Menntun í þýsku opnar dyr að málsvæði sem er okkur Íslendingum mjög mikilvægt í menningar-, stjórnmála- og efnahagslegu tilliti. Þýska er móðurmál u.þ.b. 90 milljóna Evrópubúa og opinbert tungumál fimm evrópskra ríkja sem við tengjumst með margvíslegum hætti í alþjóðlegu samstarfi.
Námið
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Í námi í þýsku til BA-prófs er lögð áhersla á að nemendur nái sem bestum tökum á þýskri tungu og afli sér þekkingar og skilnings á margbreytileika hennar og þeirri menningu sem hún endurspeglar.
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.
Æskileg færni í þýsku er A2 skv. samevrópska tungumálarammanum. Námið hentar ekki algerum byrjendum sem bent er á námskeiðin Þýska fyrir byrjendur I og II.