Skip to main content

Selma og Kay Langvads Legat

Selma og Kay Langvads Legat til udvikling af den kulturelle forbindelse mellem Island og Danmark

Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur. Í því skyni eru veittir styrkir úr sjóðnum til námsdvalar fyrir Íslendinga í Danmörku og Dani á Íslandi, og enn fremur er heimilt að styrkja hverja þá starfsemi, sem stjórn sjóðsins telur á hverjum tíma, að muni stuðla að því markmiði, sem sjóðnum er ætlað að vinna að. Styrki má veita með eða án umsókna.

Reynt er að hrinda markmiðum sjóðsins í framkvæmd með því að bjóða sérfræðingum á ýmsum sviðum að miðla upplýsingum á milli landanna um þróun þeirra mála sem þeir hafa látið til sín taka. Fyrsta styrkinn hlaut þáverandi þjóðminjavörður Kristján Eldjárn, síðar forseti Íslands.

Sjóðurinn er stofnaður árið 1964 af frú Selmu Langvad, fæddri Guðjohnsen, og Kay Langvad verkfræðingi í viðurkenningarskyni fyrir það mikilvæga hlutverk sem Ísland gegndi í lífi Kays Langvads og fjölskyldu hans. Höfuðstóll sjóðsins eru danskar krónur 120000 í dönskum skuldabréfum. Sjóðurinn er eign Háskóla Íslands, og er varsla hans og ávöxtun í höndum rektors og háskólaráðs samkvæmt þeim almennu reglum er gilda um sjóði Háskólans.

Íslenskir og danskir fræðimenn hafa notið góðs af sjóðnum og flutt þekkingu sína á milli landanna tveggja. Fyrsta styrkinn árið 1965 hlaut þáverandi þjóðminjavörður, Kristján Eldjárn, síðar forseti Íslands, en á þriðja tug styrkja hefur verið úthlutað úr sjóðnum frá stofnun hans.

Ekki hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.

Sjóðurinn starfar eftir staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.