Tungumálamiðstöðin hefur umsjón með prófunum SIELE og TestDaF á Íslandi. SIELE: Servicio Internacional de Evaluación de la Lengua Española Tungumálamiðstöð HÍ býður nú upp á rafrænt stöðupróf í spænsku: SIELE. SIELE er alþjóðlegt, rafrænt spænskupróf sem skipulagt er af Instituto Cervantes, Universidad Autónoma de México, Universidad de Salamanca og Universidad de Buenos Aires. Prófið skiptist í fjóra hluta: lesskilningur, hlustun, ritun og talmál. Hægt er að taka staka prófhluta eða alla. Prófið tekur mið af Evrópska tungumálarammanum (CEFR). Skráning og greiðsla prófgjalds fer fram rafrænt á vef SIELE. Verð fyrir alla prófhluta er 155 € en 55 – 100 € fyrir valda prófhluta. Nánari upplýsingar um verð einstakra prófhluta á vef SIELE. Allar nánari upplýsingar veitir Eyjólfur Már Sigurðsson: ems@hi.is Næsta SIELE próf verður haldið í Tungumálamiðstöð þ. 23. febrúar 2023 kl. 09:00. TestDAF: Test Deutsch als Fremdsprache TestDaF er rafrænt stöðupróf í þýsku sem er ætlað þeim sem hyggja á háskólanám í Þýskalandi. Prófgjald er 210 Evrur. Skráning og greiðsla fer fram á vef TestDAF.Næsta TestDaF próf verður haldið 14. febrúar 2023. Skráning hefst 22. nóvember og lýkur 6. febrúar. Skráning hér:https://www.testdaf.de/portal/registration/registration/shopping-cart?uu... facebooklinkedintwitter