Sprettur | Háskóli Íslands Skip to main content

Sprettur

Sprettur

Sprettur er nýtt verkefni á kennslusviði í Háskóla Íslands. 

Sprettur styður og undirbýr efnilega nemendur með innflytjendabakgrunn til háskólanáms.

Markmið Spretts er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunnar.  

""

Fyrir hverja?

Sprettur er fyrir efnilega framahaldsskólanemendur með innflytjendabakgrunn. Nemendur koma úr fjölskyldum þar sem enginn hefur háskólamenntun.

Þátttakendur byrja í Sprett á fyrsta ári í framhaldsskóla og taka þátt í fjögur ár.  

Hvað gerum við í Spretti? 

Í Spretti styðjum við nemendur til að læra meira um sig sjálf, samfélagið og háskólanám.

Þetta er til dæmis gert með:

  • þátttöku í umræðum
  • heimavinnuhópum
  • menningarviðburðum
  • samveru með mentor

Nemendur sem taka þátt skuldbinda sig til að taka þátt í fjögur ár. 

Hvað fæ ég? 

  • Félagslegan og námslegan stuðning
  • Fjárhagslegan stuðning
  • Mentor  
  • Menntun
  • Sjálfsstyrkingu 

Hvernig tek ég þátt? 

Í janúar 2021 tökum við á móti nýjum umsóknum. Nemendur í 10. bekk í grunnskóla sem hafa innflytjendabakgrunn geta sótt um.  

Tíu þátttakendur eru valdir til að vera með í Sprett í fjögur ár. Við erum með jafnt kynjahlutfall. 
 

Hafðu samband

Rakel Ósk Reynisdóttir
Verkefnisstjóri Spretts
Netfang: rakelosk@hi.is
Sími: 525-5405