Sálfræðiþjónusta Háskóla Íslands | Háskóli Íslands Skip to main content

Sálfræðiþjónusta Háskóla Íslands

Sálfræðiþjónustan heyrir undir Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) og er staðsett á 3. hæð Háskólatorgs. Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir alla nemendur skólans. Í sálfræðiþjónustunni er veitt ráðgjöf og stuðningur í einstaklingsviðtölum. Auk þess eru reglulega haldin námskeið um hugræna atferlismeðferð (HAM), sjálfstyrkingu, prófkvíða og fleira. Boðið er upp á að viðtölin fari fram á íslensku, ensku, dönsku eða þýsku.

Ásta Rún Valgerðardóttir, Guðlaug Friðgeirsdóttir og Katrín Sverrisdóttir sinna sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands.

Hægt er að bóka viðtal hjá sálfræðingum HÍ með því að senda tölvupóst á, salfraedingar[hja]hi.is