Skip to main content

Sálfræðiþjónusta Háskóla Íslands

Sálfræðiþjónustan heyrir undir Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ) og er staðsett á 3. hæð Háskólatorgs. Hægt er að bóka viðtal hjá sálfræðingum HÍ með því að senda tölvupóst á salfraedingar[hja]hi.is. Miðað er við 1 til 3 viðtöl á misseri.

Guðlaug Friðgeirsdóttir, Hrafnkatla Agnarsdóttir, Júlíana Garðarsdóttir og Katrín Sverrisdóttir sálfræðingar veita ráðgjöf og stuðning í einstaklingsviðtölum sem eru gjaldfrjáls fyrir nemendur skólans. Þjónustan felur ekki í sér ADHD greiningu. Viðtölin geta farið fram á íslensku, ensku, dönsku eða þýsku. 

Haldin eru námskeið um hugræna atferlismeðferð (HAM), sjálfstyrkingu og fleira, sjá nánari upplýsingar hér.