Sálfræðiþjónustan heyrir undir Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) og er staðsett á 3. hæð Háskólatorgs. Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir alla nemendur skólans. Í sálfræðiþjónustunni er veitt ráðgjöf og stuðningur í einstaklingsviðtölum. Auk þess eru reglulega haldin námskeið um hugræna atferlismeðferð (HAM), sjálfstyrkingu, prófkvíða og fleira. Boðið er upp á að viðtölin fari fram á íslensku, ensku, dönsku eða þýsku. Ásta Rún Valgerðardóttir, Guðlaug Friðgeirsdóttir og Katrín Sverrisdóttir sinna sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands. Hægt er að bóka viðtal hjá sálfræðingum HÍ með því að senda tölvupóst á, salfraedingar[hja]hi.is Sálfræðiráðgjöf háskólanema í Sálfræðideild Nemendum háskólans og börnum þeirra stendur til boða sálfræðiráðgjöf framhaldsnema í klínískri sálfræði undir faglegri handleiðslu löggiltra sálfræðinga. Ítarlegar upplýsingar er að finna á vef Sálfræðideildar. Þá er einnig í boði SÁLRÆKT hópmeðferð fyrir háskólanemendur sem vilja leysa úr sálrænum vanda og bæta geðheilsu sína. Þrír sálfræðingar og forstöðumaður leiðbeina í meðferðinni. Áhugasamir geta sent póst á hopmedferd@hi.is með nafni og símanúmeri til að sækja um þátttöku. Í framhaldinu verður haft samband og boðað til inntökuviðtals. Athugið að þátttökufjöldi er takmarkaður en þátttakendur útskrifast þegar þeir hafa náð markmiðum sínum og þá opnast pláss fyrir nýja þátttakendur. Nánari upplýsingar um SÁLRÆKT má finna á vef Sálfræðideildar. emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.