
Fjarnám
Háskóli Íslands býður fjölda námsleiða og námskeiða í fjarnámi og vinnur stöðugt að því að fjölga þeim með gæði að leiðarljósi. Hvort sem þú vilt stunda háskólanám í heimabyggð eða með vinnu, þá finnurðu fjölbreytt fjarnám og færð öflugan stuðning og þjónustu.
Þú sækir um fjarnám á sama hátt og staðnám og um það gilda sömu umsóknarfrestir og í annað nám.
Fjarnám
Mögulegt er að ljúka námsleiðinni alfarið í fjarnámi. Það þýðir að námskeið eru skipulögð þannig að námið fer fram á netinu en gert er ráð fyrir rauntímaþátttöku nemenda á netfundum, í staðlotum og/eða vettvangsnámi. Þó að mögulegt sé að ljúka námsleiðinni alfarið í fjarnámi, þá má vera að einhver valnámskeið í námsleiðinni séu eingöngu í boði í staðnámi. Hér fyrir neðan sjást þær námsleiðir sem eru í boði við Háskóla Íslands að hluta eða öllu leyti.
Sjáðu um hvað námið snýst

Framúrskarandi fjarnám
Háskóli Íslands býður upp á fjölda námsleiða sem hægt er að taka að fullu eða að hluta í fjarnámi. Í flestum tilvikum er gert er ráð fyrir rauntímaþátttöku nemenda á netfundum og/eða í staðlotum.
Ertu með fyrirspurn eða ábendingu varðandi fjarnám? Sendu okkur línu á fjarnam@hi.is