Ljósmóðurfræði


Ljósmóðurfræði
MS gráða – 120 einingar
Meistaranám fyrir ljósmæður sem lokið hafa kandídatsprófi. Nemendur fá 72 einingar metnar úr fyrra námi og ljúka því einungis 48 einingum til meistaraprófs á þessari námsleið.
Skipulag náms
- Haust
- Hagnýt tölfræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
- Vor
- Hagnýting megindlegrar aðferðafræði
- Eigindleg aðferðafræði
- Málstofa í hjúkrunarfræði
Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.
Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)
Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.
Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.
Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.
Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna.
Í meðferðarrannsóknum verður m.a., fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).
Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar-og ljósmóðurfræðinnar.
Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.
Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)
Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.
Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.
Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.
Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.
Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Lokaverkefni (LJÓ442L)
Lokaverkefni
Lokaverkefni (LJÓ442L)
Lokaverkefni
Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)
Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.
Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.
Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.
Heilsufarsmat nýbura (LJÓ003F)
Markmið námskeiðsins eru að veita ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum tækifæri til að þróa þekkingu og þjálfun í skoðun og mati á nýburum. Fjallað verður um líffærakerfi og lífeðlisfræði nýbura. Lögð verður áhersla á þekkingu á helstu frávikum í heilsufari nýbura, mat á einkennum og hvenær og þá hvert á að vísa barni. Jafnframt verður áhersla á öflun og úrvinnslu klínískra gagna og að veita viðeigandi umönnun, ráðgjöf og upplýsingar til foreldra. Kynnt verða barnaverndarlög sem snúa að nýburum og fjölskyldum þeirra.
Ráðgjöf um getnaðarvarnir (LJÓ006F)
Almenn umfjöllun er um lög og reglur varðandi lyfjaávísanir og ábyrgðarskyldu heilbrigðisstarfsmanna. Farið er í lyfjafræði hormónagetnaðarvarna út frá áhrifum þeirra á líkamann og milliverkun lyfja. Gerð er grein fyrir helstu frábendingum getnaðarvarna og hvað skuli varast við ávísun þeirra. Lögð er áhersla á heilsufarssögu og fleiri áhrifaþætti (viðhorf, þekkingu, reynslu...) er varða upplýsta ákvörðun um val á getnaðarvörnum. Fjallað er um verkun prógesteróns og estrógens á líkamann, gerður samanburður á samsettum getnaðarvörnum og prógesterón getnaðarvörnum , kostum þeirra, aukaverkunum og meðhöndlun þeirra.Nemendur fá þjálfun í ráðgjöf um getnaðarvarnir þar sem að miklu leiti er byggt á klínískum tilfellum. Þeir æfa sig við að beita aðferðum sem geta skipt sköpum til að ná árangri með ráðgjöfinni og stuðlað getur að markvissri notkun getnaðarvarna. Fjallað er um mismunandi áherslur viðtala eftir sérhópum. Fram fer sýnikennsla í uppsetningu á hormónastaf og lykkju.
ATH:Fræðilegi hluti námskeiðsins er kenndur í 4ra daga lotu og lýkur með prófi. Klíníski hluti námskeiðsins nær til loka misseris.
Hafa samband
Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is
Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.