English version Watanabe styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 með rausnarlegri gjöf Hr. Toshizo (Tom) Watanabe með það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. Watanabe sjóðurinn veitir íslenskum háskólanemum og vísindamönnum einstakt tækifæri til að nema og starfa í japönsku háskólasamfélagi og það sama gildir um japanska nemendur og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands. Annars vegar er um að ræða styrki til námsdvalar fyrir nemendur á grunn- og framhaldsstigi við Háskóla Íslands eða japanska háskóla og hins vegar ferða- og dvalarstyrki til nýdoktora, kennara og fræðimanna milli háskóla í Japan og Háskóla Íslands. Nemendur og akademískir starfsmenn af öllum fræðasviðum geta sótt um styrkina. Umsóknarfrestur um styrki í sjóðinn er 15. janúar ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi). Umsóknir og fylgigögn skal senda í tölvupósti á watanabe@hi.is. Athugið að umsóknir og fylgigögn eiga að vera á ensku. Umsóknareyðublað Fyrirspurnum um Watanabe styrktarsjóðinn skal beint á netfangið watanabe@hi.is eða í síma 525-4311. Frekari upplýsingar um sjóðinn og lokaskýrslur Um Tozisho Watanabe Hr. Tozisho (Tom) Watanabe stofnandi sjóðsins er formaður Toshizo Watanabe Foundation og stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Nikkel Global fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Hr. Watanabe hlaut styrk frá Wien International Scholarship Program (WISP) til náms við Brandeis háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum. Í Brandeis kynntist hann Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og tókst með þeim góð vinátta. Hr. Watanabe er ævinlega þakklátur fyrir námsstyrkinn og þau tækifæri sem menntun hans í Bandaríkjunum veitti honum. Hann vildi því koma á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlendis. Watanabe hafði samband við Geir H. Haarde, sinn gamla skólabróður, með það í huga að stofna styrktarsjóð við íslenskan háskóla og efla tengsl Íslands og Japan. Í kjölfarið var Watanabe-styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands stofnaður árið 2008. Stofnféð var 3 milljónir bandaríkjadala og árið 2018 bætti Hr. Watanabe veglegri peningagjöf við sjóðinn að upphæð tveimur milljónum bandaríkjadala.Stjórn sjóðsins Stjórn sjóðsins er skipuð þremur fulltrúum til þriggja ára. Rektor Háskóla Íslands skipar formann sjóðsins, Tom Watanabe og Geir Haarde, eða ættingjar þeirra, einn stjórnarmann hvor. Í stjórn sjóðsins sitja: Kristín Ingvarsdóttir, lektor við Mála- og menningardeild, formaður stjórnar Toshizo „Tom“ Watanabe, stofnandi sjóðsins Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra og sendiherra Staðfest skipulagsskrá SKIPULAGSSKRÁ Watanabe styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands 1. grein Sjóðurinn heitir Watanabe styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands. Markmið hans er að veita alþjóðlega styrki til nemenda- og kennaraskipta, en stofnandi Watanabe styrktarsjóðsins er hr. Toshizo „Tom“ Watanabe. Hr. Watanabe er fyrrum skiptinemi í hinu virta og kunna nemendaskiptakerfi Wien International Scholarship Program (Alþjóðlega nemendaskiptakerfi Wien) við Brandeis háskólann í Massachusetts, Bandaríkjunum, þar sem hann hlaut B.S. gráðu sína í stjórnmálafræði árið 1973. Hann tók síðan MBA gráðu sína við Pepperdine háskólann í Kaliforníu, Bandaríkjunum, árið 1992 og varð síðan stjórnarformaður, forstjóri og einkaeigandi Nikken, vellíðunarvörufyrirtækis sem náð hefur góðum árangri og er með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Hr. Watanabe vill tjá þakklæti sitt fyrir dýrmæta menntun með því að veita erlendum stúdentum svipað tækifæri með það að markmiði að auka velvild milli Japans og Íslands. Sjóðurinn er í umsjá og vörslu Styrktarsjóða Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík. 2. grein Tilgangur Watanabe styrktarsjóðsins er að veita styrki til skiptináms í Japan og á Íslandi, bæði nemendum í grunnnámi og framhaldsnámi, auk þess að stuðla að kennaraskiptum. Styrkir sjóðsins geta náð til uppihalds, ferða milli landanna og skólagjalda. 3. grein Stofnframlag sjóðsins er sem hér segir: Framlag Watanabe US$ 3.000.000 (kr. 278.040.000 m.v. gengi US$ 92,68 þann 16. September 2008) Stofnframlag sjóðsins, verðbætt, er óskerðanlegt. Tekjur sjóðsins eru eftirfarandi: Vextir og arður af eignum sjóðsins/vaxtatekjur af stofnfé. Fé, gjafir og annað verðmæti sem sjóðnum kann að áskotnast eða safnast í nafni sjóðsins. Styrktarsjóðir Háskóla Íslands annast ávöxtun sjóðsins og skal hún vera sem hagkvæmust á hverjum tíma og taka mið af fjárfestingastefnu Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Heimilt er að úthluta styrkjum sem nema allt að þremur fjórðu af ávöxtun hvers reikningstímabils, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Fjórðungur ávöxtunarinnar leggst við verðbætt stofnframlag og verður hluti af óskerðanlegu stofnfé. Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið. Fyrsta reikningstímabil er frá staðfestingu skipulagsskrár til ársloka það ár. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af endurskoðanda Styrktarsjóða Háskóla Íslands og þeir birtir með sama hætti og aðrir reikningar í vörslu Styrktarsjóða Háskóla Íslands. 4. grein Stjórn sjóðsins skipa þrír menn og er skipunartími stjórnar þrjú ár. Rektor Háskóla Íslands skipar formann sjóðsins. Hr. Toshizo „Tom“ Watanabe, eða fulltrúi afkomenda hans, og hr. Geir H. Haarde, eða fulltrúi afkomenda hans, skipa einn stjórnarmann hvor. Hlutverk stjórnar er að setja úthlutunarreglur og nánari starfsreglur um úthlutanir, svo sem einstakar styrkfjárhæðir, umsóknarfresti og ferli umsókna, innan ákvæða skipulagsskrár. Stjórnin hefur umsjón með styrkveitingum og gerir tillögur til rektors um úthlutanir styrkja. Sjóðsstjórn heldur formlega fundargerðarbók um starf sitt og afritum fundargerða skal skilað til Styrktarsjóða Háskóla Íslands. 5. grein Fyrsta úthlutun fer fram hið minnsta einu reikningsári eftir stofnun, enda liggi fyrir endurskoðuð reikningsskil og upplýsingar um laust fé til úthlutunar styrkja. Að jafnaði tilkynnir rektor Háskóla Íslands styrki við hátíðlega athöfn. Stjórn getur ákveðið í ljósi ávöxtunar eða annarra aðstæðna að safna saman leyfilegri úthlutun milli reikningsára, og úthluta í einu lagi lausum hlut samkvæmt reikningsskilum. Úthluta skal úr sjóðnum árlega eða sjaldnar eftir því sem sjóðsstjórn finnst tilefni til, en ekki má úthluta meira en ¾ af raunávöxtun sjóðsins skv. endurskoðuðum ársreikningi hans. Styrkþegar skulu skila skýrslu til stjórnar um framkvæmd og niðurstöður rannsókna. Slík skil eru forsenda frekari styrkveitinga. 6. grein Ekki er hægt að leggja sjóðinn niður eða gera breytingar á hlutverki hans og tilgangi, af öðrum ástæðum en kveðið er á um í lögum og ekki án þess að sjóðsstjórn og rektor Háskóla Íslands séu einhuga um þá ákvörðun. Verði sjóðurinn lagður niður skulu fjármunir hans renna til málefna tengdum tilgangi sjóðsins. 7. grein Leitað skal staðfestingar sýslumannsins á Sauðárkróki á skipulagsskrá þessari, sem og breytingum sem síðar kunna að verða. Reykjavík, 17. september 2008 Toshizo “Tom” Watanabe Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands Skipulagskrá þessi staðfestist hér með af sýslumanninum á Sauðárkróki skv. lögum um sjóði og stofnanir, sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagskrá nr. 19/1988. The Watanabe Trust Fund The Watanabe Trust Fund was founded at the University of Iceland in 2008 with the generous endowment gift of $3 million from Mr. Toshizo (Tom) Watanabe. The objective of the Watanabe Fund is to strengthen the academic ties between Iceland and Japan. The Watanabe Fund supports students and staff of the University of Iceland to study and work in Japan, and the same applies to Japanese students and researchers who can apply for grant for a stay at the University of Iceland. On one hand, there are scholarships available for a study abroad period for undergraduate and graduate students at the University of Iceland or at a Japanese university, and on the other hand, travel and subsistence grants for postdocs and academic staff for a research period in Japan or at the University of Iceland. Students and academic staff from all disciplines can apply for a grant. The application deadline is 15 January each year (or the next business day if the application deadline is on a public holiday). Application and supporting documents should be submitted (in English) by email to watanabe@hi.is. Application form Inquiries about the Watanabe Trust Fund and the application process can be directed to the e-mail address watanabe@hi.is, or by phone +354 525-4311. Mr. Toshizo Watanabe is currently the president of the Toshizo Watanabe Foundation and chair emeritus and former president and CEO of Nikken Global, an international wellness products company based in the USA. Mr. Watanabe received financial support from the Wien International Scholarship Program (WISP) at Brandeis University in Massachusetts, U.S.A. At Brandeis he met and became friends with Mr. Geir H. Haarde who was also a Wien Scholar and later the Prime Minister of Iceland and Ambassador of Iceland to the USA. Mr. Watanabe, inspired by gratitude for receiving scholarship for his valuable education wanted to offer students similar opportunities and at the same time, promote goodwill between Japan and Iceland. Following the recommendation of his fellow Brandeis classmate, Geir H. Haarde, the fund was set up at the University of Iceland with endowment gift of $3 million from Mr. Watanabe. In 2018 he generously endowed additional $2 million. The Board of the Fund consists of three individuals, each of whom is appointed for a three-year term. The Rector of the University of Iceland appoints one board member, who acts as the Fund’s chairman; Mr Toshizo “Tom” Watanabe, or a representative of his descendants, and Mr Geir H. Haarde, or a representative of his descendants. Current board members are Dr Kristín Ingvarsdóttir, chair of the board; Mr Toshizo “Tom” Watanabe, and Geir H. Haarde. More information on the Watanabe Fund and final reports (examples) facebooklinkedintwitter