Stúdentaráð | Háskóli Íslands Skip to main content

Stúdentaráð

Stúdentaráð er málsvari allra nemenda við HÍ. Ráðið fer með þau mál er varða hagsmuni nemenda gagnvart háskólayfirvöldum, stjórnvöldum og öðrum þeim sem áhrif hafa á stefnu Háskólans. Ráðið hefur aðstöðu á 3. hæð Háskólatorgs, fyrir ofan Bóksölu stúdenta.

Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur alla tíð barist fyrir hagsmunum stúdenta og margvíslegum framförum í háskólasamfélaginu. Stúdentaráð stendur að Stúdentablaðinu, heldur utan um félagslífið og sinnir hagsmuna-, jafnréttis- og réttindamálum innan Háskólans. Á student.is er hægt að kynna sér starfsemi Stúdentaráðs og það sem er á dagskrá.