Fylgigögn með umsókn um nám í lýðheilsuvísindi, faraldsfræði og líftölfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Fylgigögn með umsókn um nám í lýðheilsuvísindi, faraldsfræði og líftölfræði

Fylgigögn með umsókn um nám í lýðheilsuvísindi, faraldsfræði og líftölfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Sótt er um meistaranám í lýðheilsuvísindum, faraldsfræði og líftölfræði, sem og um viðbótardiplóma í lýðheilsuvísindum, í rafrænni umsóknargátt Háskóla Íslands.

Hér að neðan eru upplýsingar um umsóknargögnin og fylgigögn.

Vinsamlega merkið öll gögn vandlega með nafni og kennitölu, einnig þau gögn sem skilað er rafrænt. Hengið einungis pdf skjöl við umsókn.

Fylgigögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt (t.d. staðfestur námsferill) skal skilað til póstfangsins að neðan:

Háskóli Íslands
Nemendaskrá, Háskólatorgi
Sæmundargötu 4
102 Reykjavík

Nánari upplýsingar um fylgigögn og stöðu umsóknar má nálgast hér: https://www.hi.is/nam/fylgigogn_og_stada_umsoknar.

Meistaranám í lýðheilsuvísindum, faraldsfræði og líftölfræði

Fyrra nám
Hafi umsækjandi lokið grunnnámi frá öðrum skóla en HÍ ber að skila staðfestu afriti námsferils þar sem fram kemur raðeinkunn/árangur í einstökum námskeiðum.

Að öllu jöfnu er beðið um að viðkomandi skóli sendi staðfest gögn beint til Nemendaskrár. Hafi grunnnámi verið lokið erlendis er einnig nauðsynlegt að fram komi upplýsingar um einkunna- og einingakerfi viðkomandi skóla. Ljósrit og ljósmyndir af gögnum eru ekki tekin gild. 

Námsleið og kjörsvið
Rétt námsleið er valin, t.d. Lýðheilsuvísindi, Meistarapróf, 120 einingar. Umsækjendur eru ekki bundnir af vali á kjörsviði í umsókn, en ef kjörsvið er í boði á námsleið þá vinsamlega veldu það líklegasta.

Meðmælendur
Gott er að leita til þeirra sem þekkja til vinnubragða þinna og persónu, t.d. kennara, vinnuveitanda eða samstarfsaðila. Skrá þarf nöfn tveggja meðmælenda. Einungis verður haft samband við meðmælendur ef þörf er á, og ekki án samráðs við umsækjanda.

Ferilskrá
Hafðu ferilskrá hnitmiðaða. Ritaskrá má einnig fylgja, sé hún fyrir hendi.

Greinargerð um markmið og væntingar
Góð greinargerð á að sýnasýnir fram á að þú sért vel undirbúin/n til að takast á við krefjandi nám á framhaldsstigi,  og sýna fram á skilning þinn á innihaldi námsins, væntingum og bakgrunni. Umsækjendur eru beðnir um að fylla út greinargerðarform.

Hægt er að nálgast rafræna greinargerð hér.

Hafðu samband við skrifstofu námsins ef þú lendir í vandræðum með að fylla út formið: publichealth@hi.is.

Námskeiðaval
Listi yfir skyldu- og valnámskeið finnur þú í Kennsluskrá hverrar námsleiðar. 

Athugið að nemendur hafa til 10. september/21. janúar til að endurskoða námskeiðaskráningu.


Viðbótardiplóma í lýðheilsuvísindum

Fyrra nám
Hafi umsækjandi lokið grunnnámi frá öðrum skóla en HÍ ber að skila staðfestu afriti námsferils þar sem fram kemur raðeinkunn/árangur í einstökum námskeiðum.

Að öllu jöfnu er beðið um að viðkomandi skóli sendi staðfest gögn beint til Nemendaskrár. Hafi grunnnámi verið lokið erlendis er einnig nauðsynlegt að fram komi upplýsingar um einkunna- og einingakerfi viðkomandi skóla. Ljósrit og ljósmyndir af gögnum eru ekki tekin gild. 

Námsleið
Valin er námsleiðin Lýðheilsuvísindi, Viðbótardiplóma, 30 einingar.

Ferilskrá
Hafðu ferilskrá hnitmiðaða. Ritaskrá má einnig fylgja, sé hún fyrir hendi.

Námskeiðaval
Listi yfir skyldu- og valnámskeið finnur þú í Kennsluskrá námsleiðarinnar.

Athugið að nemendur hafa til 10. september /21. janúar til að endurskoða námskeiðaskráningu.