Skip to main content

Framhaldsnám við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Framhaldsnám við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild býður upp á fjölbreytt framhaldsnám sem opnar nýja möguleika fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður á öllum sviðum heilbrigðisþjónustu og á vettvangi háskóla. Hvort sem ætlunin er að starfa sem klínískur sérfræðingur, vísindamaður, kennari, stjórnandi eða leiðtogi veitir framhaldsnám þér tækifæri til að hafa áhrif á gæði og þróun heilbrigðis og velferðar fólks.

Kennslufyrirkomulag og mætingarskylda í nám á framhaldsstigi

Kennsluhættir námskeiða koma skýrt fram í kennsluskrá og kennsluáætlunum námskeiða.  Það er á ábyrgð nemenda að kynna sér tilhögun námskeiða. Meistaranám og viðbótardiplómanám á meistarastigi er að jafnaði skipulagt sem blandað nám með a.m.k. tveimur staðkennslulotum á misseri og fjarkennslu að öðru leyti. Í færniþjálfun og klínískum námskeiðum getur annað fyrirkomulag gilt sem og um ákveðin námskeið, t.d. í erlendu samstarfi eða í öðrum deildum.

Í samræmi við reglur deildar, sem samþykktar voru á deildarfundi 11. desember 2009, með viðbót frá 31. mars. 2023, er 80% mætingarskylda í próflaus námskeið og hluti námsmats fer fram í kennslustundum hvort sem þær eru á staðnum eða með fjarkennslu. Um 100% mætingarskyldu getur verið að ræða í ákveðna hluta námskeiðs til dæmis þjálfun og klíník. Nemandi getur ekki staðist próflaust námskeið hafi hann ekki uppfyllt mætingarskyldu námskeiðs. Að jafnaði er kennt aðra hverja viku en nemendum er bent á að kynna sér áætlun hvers námskeiðs fyrir sig. Dagsetningar kennslulota haustmisseris munu liggja fyrir í júní og dagsetningar kennslulota vormisseris munu liggja fyrir í byrjun desember.

Sjá nánari upplýsingar, myndbönd og bæklinga undir Kynningarefni.

ATH: Eyðublað - stutt greinargerð sem fylgja þarf umsóknum um MS nám, diplómanám í svæfingarhjúkrun/skurðhjúkrun og ljósmóðurfræði til starfsréttinda.

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild er í samstarfi við marga af fremstu háskólum heims. Lagður er metnaður í að bjóða framúrskarandi nám sem stenst ströngustu alþjóðlegar kröfur og eru útskrifaðir nemendur eftirsóttir starfsmenn.

Nemendur í framhaldsnámi fá tækifæri til að vinna að klínískum rannsóknum með fræðimönnum Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar. Rannsóknirnar taka til alls æviskeiðs mannsins, heilsu og þróunar heilbrigðisþjónustu.

Námsleiðir í boði

 
 

Tengt efni