Sálfræðideild | Háskóli Íslands Skip to main content

Sálfræðideild

““

Sálfræðideild

Sálfræði er vísindagrein um huga, heila og hátterni. Grundvöllur sálfræðinnar er fjölbreytilegt rannsóknastarf en greinin er víða hagnýtt, meðal annars í skólum, meðferðarstarfi og atvinnulífi.

Grunnnám

Þeir sem hyggja á nám í sálfræði hafa þrjár leiðir til að ljúka BS-námi:

•    Sálfræði sem aðalgrein til 180e
•    Sálfræði sem aðalgrein til 120e (ásamt aukagrein úr öðru fagi til 60e)
•    Sálfræði sem aukagrein til 60e (ásamt aðalgrein úr öðru fagi til 120e)

Hver námsleið tekur í heild 3 ár.

Nánari upplýsingar um grunnnám í sálfræði.

““

Framhaldsnám

Sálfræðideild býður upp á framhaldsnám til meistara- og doktorsgráðu. Væntanlegum nemendum stendur til boða aðild að fjölbreyttum og áhugaverðum rannsóknum á ýmsum sviðum sálfræðinnar. Námið er nátengt atvinnulífi og veitir góðan undirbúning fyrir fjölbreytileg störf.

Hafðu samband

Skrifstofa Sálfræðideildar
Nýi Garður, 1. hæð, Sæmundargötu 12, 102 Reykjavík
Sími 525-4240 og 525-5813
saldeild@hi.is

Á meðan samgöngubann er í gildi, 16. mars til 12. apríl, eru byggingar háskólans lokaðar.  Skrifstofa Sálfræðideildar verður áfram opin en erindum sinnt í gegnum tölvupóst eða síma.  

Sálfræðiráðgjöf háskólanema fyrir nema HÍ og börn þeirra er þjálfunarklíník fyrir framhaldsnema í klínískri sálfræði. Hún er starfrækt á vegum Sálfræðideildar Háskóla Íslands. 

Nýi Garður