Skip to main content

Sálfræði, doktorsnám

""

Sálfræði

180 eða 240 einingar - Doktorspróf

. . .

Öflugt doktorsnám fer fram við Sálfræðideild þar sem doktorsnemar afla og miðla nýrri vísindalegri þekkingu. Námið er þriggja til fjögurra ára rannsóknanám þar sem nemendur vinna að rannsóknarverkefni í samstarfi við fastráðinn kennara Sálfræðideildar. 

Um námið

Vel á annan tug doktorsnema er í fjölbreyttum rannsóknum í samstarfi við einhvern fastráðinn kennara Sálfræðideildar. Doktorsnámið er 180 eða 240 einingar (þriggja til fjögurra ára nám). Námið veitir ekki starfsréttindi sálfræðings.

““

Markmið námsins

Markmið námsins er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastörf, háskólakennslu eða sérfræðingsstörf við rannsóknastofnanir og önnur ábyrgðarmikil störf í samfélaginu. 

Doktorsnám við Heilbrigðisvísindasvið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun frá ORPHEUS (Organisation for PhD Education in Biomedicine and Health Sciences in the European System).

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Meistara- eða Cand.psych. próf frá Sálfræðideild HÍ eða sambærilegt próf.

Hvað segja nemendur?

Vigdís Vala Valgeirsdóttir
Vigdís Vala Valgeirsdóttir
Doktorsnemi í sálfræði

Fyrir mér snýst doktorsnámið fyrst og fremst um að öðlast og brýna þau verkfæri sem þarf til sjálfstæðra vinnubragða í vísindum, að geta skipulagt og keyrt rannsóknir, unnið úr niðurstöðum og komið þeim frá sér öðrum til gagns. Námið er uppfullt af áskorunum sem maður lærir að takast á við með gagnrýnni - jafnt sem skapandi - hugsun í frábæru umhverfi þar sem fyrsta flokks vísindafólk er manni til halds og trausts. Þjálfun í sterku rannsóknaumhverfi er einn helsti kosturinn við námið í Sálfræðideildinni, að ógleymdum öllum þeim æðislegu einstaklingum sem maður fær tækifæri til að kynnast.

Kristjana Þórarinsdóttir
Doktorsnemi í sálfræði

Doktorsnámið við Sálfræðideild Háskóla Íslands er einstakt tækifæri til þess að þroskast og vaxa sem vísindamaður í fremsta flokki, til dæmis öðlast sjálfstæð vinnubrögð í rannsóknum, allt frá skipulagningu og framkvæmd til greinaskrifa. Hér upplifir maður sig hluta af heild sem samanstendur af framúrskarandi hópi fólks sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði. Aðstaða doktorsnema er til fyrirmyndar og félagsskapurinn líka.

Hafðu samband

Skrifstofa Sálfræðideildar
Nýi Garður, 1. hæð, Sæmundargötu 12, 102 Reykjavík
Sími 525 4240 og 525 5813
saldeild@hi.is

Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-12 og 13-15