Sálfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Sálfræði

""

Sálfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Er áhugasvið þitt hegðun, samskipti og hugsun fólks? Langar þig að skilja hvernig heilinn starfar? Hefur þú gaman af því að rannsaka, hlusta og fræða? Leitar þú að grunnnámi sem veitir góð atvinnutækifæri eða möguleika á fjölbreyttu framhaldsnámi? Kynntu þér BS-nám í sálfræði.
 

Um BS-námið

Í BS-námi í sálfræði kynnumst við grunnsviðum fagsins: þroskasálfræði, félagslegri sálfræði, persónuleikasálfræði, skyn- og hugfræði, klínískri sálfræði, atferlisgreiningu og lífeðlislegri sálfræði. Nemendum gefst kostur á að aðstoða við rannsóknir og búa sig undir framtíðarstörf.

BS-nám í sálfræði er 3 ára fræðilegt og verklegt 180e grunnnám. 

Meira um námið

""

Spennandi valnámskeið

Umhverfissálfræði, hinseginleikinn í sálfræði, klínísk barnasálfræði og sálfræði öldrunar eru dæmi um valnámskeið.

Einnig er hægt að flétta námskeiðum úr öðrum greinum háskólans inn í BS-gráðuna. Má þar nefna viðskiptafræði, verkfræði, félagsfræði, íþrótta- og tómstundafræði allt eftir því hvar áhuginn liggur.

Skoða Kennsluskrá

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Inntökuskilyrði í BS-nám í sálfræði við Sálfræðideild er stúdentspróf eða annað sambærilegt próf. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis, Háskólabrú, og frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, Háskólagrunni, telst sambærilegt stúdentsprófi.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

María Lovísa Breiðdal
Ólafur Jóhann Þorbergsson
María Lovísa Breiðdal
sálfræðinemi

Það sem heillaði mig við sálfræðinámið er hvað það er fjölbreytt, býður upp á marga möguleika og getur nýst manni almennt í lífinu. Ég hef unnið lengi með börnum og framhaldsnám í klínískri barnasálfræði hefur alltaf heillað mig. Einnig er félagslífið við deildina mjög gott og hef ég kynnst fullt af frábæru fólki og eignast góða vini í náminu.

Ólafur Jóhann Þorbergsson
sálfræðinemi

Ég valdi sálfræði því ég stefni á að fara í framhaldsnám í einhverju markaðstengdu og sálfræði gefur góðan grunn fyrir það. Það sem mér finnst best við sálfræði í Hí er hvað maður kynnist mikið af fólki í allri þessari hópavinnu, vinátta sem vonandi heldur áfram út í atvinnulífið.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

BS-próf í sálfræði opnar leiðir að fjölbreyttu framhaldsnámi, bæði innan fagsins og í öðrum greinum. Einnig í erlendum háskólum.

BS-gráða í sálfræði veitir góð atvinnutækifæri og nemendur okkar hafa verið eftirsóttir á vinnumarkaði. 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Mannauðsmál
  • Stjórnun og stefnumótun
  • Fjölmiðlar
  • Forvarnir og heilsuefling
  • Viðskipti og markaðsmál
  • Rannsóknir og gagnavinnsla
  • Uppeldis- og umönnunarstörf

Félagslíf

Anima er félag sálfræðinema í HÍ. Það er eitt fjölmennasta nemendafélag háskólans. 

Félagið stendur fyrir vísindaferðum, persónuleikum Animu, Íslandsmóti sálfræðideilda HÍ og HR og glæsilegri árshátíð.

Anmina heldur fræðslukvöld og kynningu á framhaldsnámi erlendis.

Fylgstu með Animu á Facebook

Hafðu samband

Skrifstofa Sálfræðideildar
Nýi Garður, 1. hæð, Sæmundargötu 12, 102 Reykjavík
Sími 525-4240 og 525-5813
Netfang: saldeild@hi.is

Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-12 og 13-15.