Sálfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Sálfræði

Sálfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

BS-gráða í sálfræði veitir traustan grunn í helstu undirgreinum sálfræðinnar og opnar leiðir að fjölbreyttu framhaldsnámi hér á landi og erlendis. Námið er krefjandi þar sem lögð er áhersla á öguð vinnubrögð, rannsóknarfærni, gagnrýna hugsun og bættan skilning á hegðun og hugar- og heilastarfi.

Um námið

BS nám í sálfræði er 3 ára fræðilegt og verklegt 180 eininga grunnnám. 

Í náminu er lagður grunnur að undirgreinum sálfræðinnar en nemendum gefst einnig kostur á fjölbreyttum valnámskeiðum. Í náminu öllu er lögð áhersla á aðferð vísinda og gagnrýna hugsun.

""

Möguleikar að námi loknu

Námið er góður og víðtækur grunnur fyrir margar greinar atvinnulífsins.

Nemendur með grunnnám í sálfræði eru eftirsóttir starfskraftar. 

Með BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands er hægt að velja um fjölbreytt framhaldsnám.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Skilyrði til inntöku í Sálfræðideild er stúdentspróf eða sambærilegt próf.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Nemendur sem lokið hafa BS-prófi í sálfræði frá HÍ eru með trausta menntun sem opnar þeim margar dyr til áframhaldandi náms og fjölbreyttra starfa. BS-próf veitir aðgang að framhaldsnámi, bæði fagnámi og rannsóknarnámi, í sálfræði og mörgum skyldum greinum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Rannsóknir
  • Stjórnun og starfsmannahald
  • Stefnumótun
  • Uppeldis- og umönnunarstörf
  • Fjölmiðlar
  • Gagnavinnsla

Félagslíf

•    Anima er félag sálfræðinema í HÍ og heldur uppi kröftugu félagslífi.
•    Félagið stendur fyrir vísindaferðum, persónuleikum Animu, Íslandsmóti sálfræðideilda HÍ og HR og glæsilegri árshátíð. 
•    Anima heldur fræðslukvöld um ýmis efni og kynningu á framhaldsnámi erlendis. 
•    Anima er á Facebook

Hafðu samband

Skrifstofa Sálfræðideildar
Nýi Garður, 1. hæð, Sæmundargötu 12, 101 Reykjavík
Sími 525-4240 og 525-5813
Netfang: saldeild@hi.is

Opið virka daga frá kl. 10-12 og 13-15.