Sálfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Sálfræði

Sálfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

BS-gráða í sálfræði veitir traustan grunn í helstu undirgreinum sálfræðinnar og opnar leiðir að fjölbreyttu framhaldsnámi hér og erlendis. Námið er krefjandi þar sem lögð er áhersla á öguð vinnubrögð, rannsóknarfærni, gagnrýna hugsun og bættan skilning á hegðun fólks.

Um námið

BS nám í sálfræði er 3 ára fræðilegt og verklegt 180 eininga grunnnám. 

Í náminu er lagður grunnur að undirgreinum sálfræðinnar en nemendum gefst einnig kostur á fjölbreyttum valnámskeiðum. Í náminu öllu er lögð áhersla á aðferð vísinda og gagnrýna hugsun.

Meira um námið

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Nemendur sem lokið hafa BS-prófi í sálfræði frá HÍ eru með trausta menntun sem opnar þeim margar dyr til áframhaldandi náms og fjölbreyttra starfa. BS-próf veitir aðgang að framhaldsnámi, bæði fagnámi og rannsóknarnámi, í sálfræði og mörgum skyldum greinum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla
  • Rannsóknir
  • Stjórnun og starfsmannahald
  • Stefnumótun
  • Umönnun

Félagslíf

Anima er félag sálfræðinema HÍ í grunnnámi og heldur uppi öflugu félagslífi. Félagið býður upp á vísindaferðir, Íslandsmót sálfræðideilda HÍ og HR og árshátíð svo dæmi séu gefin. Einnig stendur félagið fyrir fræðslukvöldum um ýmis sálfræðileg efni og framhaldsnám erlendis.

Meðlimir Animu fá kort sem veitir afslætti víða.

Hafðu samband

Skrifstofa Sálfræðideildar
Nýi Garður, 1. hæð, Sæmundargötu 12, 101 Reykjavík
Sími 525-4240
saldeild@hi.is

Opið virka daga frá kl. 10-12 og 13-15

Netspjall