Skip to main content

Geðhjúkrun

Geðhjúkrun

Heilbrigðisvísindasvið

Geðhjúkrun

MS gráða – 120 einingar

Meginmarkmið MS-náms í geðhjúkrun er að mennta hjúkrunarfræðinga til leiðandi starfa innan heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfanna, sem geta mætt þörfum skjólstæðinga geðheilbrigðisþjónustu og fjölskyldna þeirra. Í náminu er lögð áhersla á að auka klíníska þekkingu og færni nemenda, fagmennsku og rannsóknarfærni.

Skipulag náms

X

Geðhjúkrun I: Samtalsmeðferð fyrir einstaklinga og hópa (HJÚ168F)

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist þekkingu og færni í samtalsmeðferð notenda geðheilbrigðisþjónustunnar. Í námskeiðinu læra nemendur um meðferðarsambandið, „common factors“ módelið og hvernig skuli beita slíkri þekkingu til að bæta árangur samtalsmeðferðar almennt. Áhersla er á að hvaða leyti sameiginlegir þættir meðferðarsambandsins snerta alla vinnu sérfræðinga í geðhjúkrun og hvernig sú þekking verður sem best hagnýtt gegnum þjálfun í styðjandi samtalsmeðferð. Fjallað verður um beitingu hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Í námskeiðinu munu nemendur einnig kynnast hvernig batamódelið og notendamiðuð þjónusta tengist grunnkenningum í fötlunarfræði og fá kennslu frá notendum á því hvernig þessar hugmyndir eru nýttar til að auka gæði og öryggi geðheilbrigðisþjónustunnar í heild sinni. Þá fá nemendur innsýn í greiningaskilmerki ólíkra vímuefnavandamála. Markmiðið er meðal annars að nemendur öðlist þekkingu og færni í mikilvægustu þáttum gagnreyndra meðferða, fræðslu og stuðnings þessa notendahóps með áherslu á skaðaminnkun.  Einnig verður bætt við þekkingu nemenda á alvarlegum og langvinnum geðrænum áskorunum. Í námskeiðinu munu nemendur einnig fá þjálfun í beitingu áhugahvetjandi samtals.  Að lokum fá nemendur þjálfun í klínískri leiðsögn, bæði sem veitendur og þiggjendur.

X

Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (HJÚ143F)

Í námskeiðinu verður rætt um hugmyndir og hugtök sem hafa mótað skilning ólíkra samfélaga á heilbrigðisþjónustu og hjúkrun. Áhrifamiklar hugmyndir í hjúkrunarfræði verða kynntar og ræddar og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig skilningur á eðli hjúkrunar mótaðist og breyttist á tuttugustu öldinni. Einnig verður fjallað um þekkingu í hjúkrun og þróun hennar. Stefnur í þekkingarþróun verða kynntar og leitast verður við að benda á styrkleika og veikleika þeirra. Farið verður yfir aðferðir við að greina og meta fræðilegan texta og nemendur fá tækifæri til að beita þeim í umfjöllun um rannsóknir. Sérstök áhersla verður lögð á að greina hugtök og kenningar sem höfundar byggja á í rannsóknum sínum og hið fræðilega samhengi sem mótar þau verður skoðað.

Lágmarksfjöldi nemenda: 15.

Fyrirkomulag kennslu
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Í hverri lotu fara fram fyrirlestrar, hópvinna og kynningar á hóp- og einstaklingsverkefnum.

X

Hugræn atferlismeðferð á tímum lífsbreytinga (HJÚ169F)

Megintilgangur námskeiðsins er að kynna fræðilega undirstöðu og klínískar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem gagnast einstaklingum og hópum sem standa frammi fyrir krefjandi lífsbreytingum t.d. tengt veikindum, áhættuþáttum geðheilbrigðis, streitu, þroskaverkefnum og aðstæðum. Sérstaklega verður tekið mið af kenningum Meleis o.fl. um lífsbreytingar og hugrænni atferlismeðferð samkvæmt Aaron Beck. Leitast verður við að nemendur skoði sína eigin faglegu og, eftir atvikum, persónulegu reynslu og úrvinnslu lífsbreytinga samkvæmt ofangreindri lífsbreytingakenninguLögð verður áhersla á virkni nemenda og samvinnu þar sem unnið verður ýmist með eigin reynslu, tilbúin dæmi eða skjólstæðing(a). Miðað er við að nemendur hljóti grunnþjálfun í að beita aðferðum sem byggja á hugrænni atferlismeðferð til að fást við atferli og vanlíðan s.s. streitu, kvíða og þunglyndi með stuttum og markvissum inngripum. Unnið verður sérstaklega með einstaklingshæft mat samkvæmt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar meðal annars til að greina áhrif lífsbreytinga á einstaklinga sem og gagnreyndar aðferðir til íhlutunar. Notkun hugsanaskráa og markviss athafnavirkjun samkvæmt hugrænni atferlismeðferð verður kynnt og æfð í færnibúðum og í vinnu með skjóstæðingi/skjólstæðingum . Einnig verða ræddar aðferðir til að takast á við líkamleg einkenni vanlíðunar samkvæmt bestu þekkingu s.s. með hreyfingu, núvitund og öndunaræfingum. Kennsla fer fram í fjórum til sex lotum. Sérfræðingar á sviði hugrænnar atferlismeðferðar verða gestakennarar í námskeiðinu. 

Námsmat fer fram með einstaklingsverkefnum og gerð er krafa um 80% mætingar í námskeiðinu

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

X

Geðrænt mat og greining (HJÚ167F)

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist þekkingu og færni í að nota heildræna nálgun til greiningar og mats geðsjúkdóma ásamt áhættumati tengt skaða á sjálfum sér og öðrum. Í námskeiðinu læra nemendur  um hugmyndafræðina sem liggur að baki núverandi greiningarkerfum, kostum þeirra og göllum, þar með talið DSM V og ICD 10. Sérstök áhersla er á notkun ýmissa matslista og mælitækja til að meta geðheilsu notenda ásamt því hvernig slíkir listar og mælitæki eru notuð til þess að árangursmæla inngrip og þjónustu innan geðheilbrigðisþjónustunnar. Lögð verður áhersla á lista sem notaðir eru á LSH, SAk og innan heilsugæslunnar. Nemendur munu einnig fá innsýn inn í hugmyndafræði fjargeðheilbrigðisþjónustu og notagildi hennar í uppbyggingu meðferðar fólks með geðsjúkdóma.  Tilgangur klínísks náms er fyrst og fremst að gefa nemendum tækifæri til að æfa ofangreinda þætti með sérstakri áherslu á hálfstöðluð greiningarviðtöl og inntökuviðtöl notenda með flókin og samþættan geðrænan vanda.

X

Hjúkrun á sérsviði II - Þróun meðferða og þjónustu (HJÚ269F)

Nemendur tileinka sér þekkingu um hjúkrun sem starfsmiðaða fræðigrein og beita henni við útfærslur á gagnreyndum meðferðarheildum/meðferðum/þjónustuformum sem mæta flóknum og sértækum þörfum skjólstæðinga.

Nemendur þjálfa ákvarðanatöku, framkvæmd og mat á meðferðarheildum (practice/service) og sértækum hjúkrunarmeðferðarformum (interventions) fyrir tiltekinn skjólstæðingahóp.

Nemendur skoða áherslur í forvörnum á eigin sérsviði og samþætta við fyrirhugað sérsvið.

X

Sérhæfð fjölskylduhjúkrun (HJÚ0ADF)

Námskeiðinu er ætlað að gefa hjúkrunarfræðingum sem og öðrum fagaðilum tækifæri á að auka hæfni sína í að meta og útfæra hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar nálgunar. Stuðst verður við hugmyndafræði Calgary og fjölskyldukenningar sem hún byggir á. Auk þess verður áhersla lögð á að þróa klíníska færni fagaðila í að sinna einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem fást við  ýmsa sjúkdóma, raskanir og eða áföll.  Í ljósi þess verður sérstök áhersla á, að vinna með aðlögun, tengsl, bjargráð, virkni, tilfinningar, hegðun, samskipti, færni, álag og viðhorf fjölskyldumeðlima.

Samskiptakenningar og hugmyndafræði Wright og Bell (2009) og Wright og Leahey (2019) um breytt tengsl fjölskyldumeðlima vegna langvinnra eða bráðra sjúkdóma og eða áfalla og hugmyndafræði um samvinnu við fjölskyldur á klínískum vettvangi er meðal þess efnis sem farið verður yfir.  Megin áhersla á námskeiðinu er á gagnreynda starfshætti fjölskyldumiðaðrar þjónustu og á þróun meðferðarsamræðna við fjölskyldur. Unnið er meðal annars með áhrif viðhorfs fjölskyldumeðlima, viðhorf fagaðila og samspil þeirra á milli.  Ítarleg umfjöllun verður um undirbúning og framkvæmd fjölskylduviðtala sem meðferðarform og þróun styrkleikamiðaðrar meðferðar fyrir fjölskyldur.    

Námskeiðinu er ætlað að gefa nemendum tækifæri á að þróa eigin færni í að aðstoða fjölskyldur við aðlögun og/eða takast á við alvarleg veikindi, röskun og áföll og á þann hátt að virkja og styrkja fjölskyldur í eigin eflingu. Sérstök áhersla verður lögð á einstaklingsbundna þjálfun þar sem nemendur fá persónulega leiðbeiningu um framkvæmd og aðferðir meðferðarsamræðna við fjölskyldumeðlimi.    

Námsmat er í formi einstaklingsverkefna og hópverkefna en þar sem um próflausan áfanga er að ræða er gerð krafa um 80% mætingu á námskeiðið. 

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

Geðhjúkrun II: Samtalsmeðferð fyrir einstaklinga og hópa (HJÚ277F)

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist frekari þekkingu og færni í samtalsmeðferð notenda  með geðrænar áskoranir og er byggt ofan á bæði bóklega og klíníska þjálfun úr námskeiðunum Hugræn atferlismeðferð,  Geðhjúkrun I: Samtalsmeðferð fyrir einstaklinga og hópa og úr námskeiðinu Geðheilbrigði um hugmyndafræði hópmeðferðar.

Í námskeiðinu halda  nemendur áfram að læra  hugmyndafræði og beitingu ólíkra nálgana í samtalsmeðferð. Ennfremur munu nemendur  í þessu námskeiði framkvæma meðferðarhópinn sem þau hönnuðu í námskeiðinu Geðheilbrigði eða stýra/taka þátt í hópmeðferð sem nú þegar er til á klínískum vettvangi. Áfram verður unnið með notkun HAM með áherslu á meðferð þunglyndis og almennrar kvíðaröskunar, lífsbreytinga og streitu, eða eins og tækifæri gefast á klínískum vettvangi. Hugmyndafræði áfallamiðaðrar nálgunar verður kennd og beitingu hennar. Einnig munu nemendur kynnast hugmyndafræði og aðferðum helstu gagnreyndra samtalsmeðferða við áfallastreituröskun. Unnið verður með þjálfun og að dýpka þekkingu nemenda í réttargeðhjúkrun og viðbrögðum við ofbeldi og viðeigandi varnaraðgerðum. Áfram munu svo nemendur fá þjálfun í klínískri leiðsögn, bæði sem meðferðaraðilar og þiggjendur sem hófst í Geðhjúkrun I: Samtalsmeðferð fyrir einstaklinga og hópa.  

X

Geðlyfjafræði fyrir fagfólk í heilbrigðisvísindum (HJÚ0AFF)

Þetta námskeið kynnir hugtök og þekkingu á sviði taugafræði og geðlyfjafræði og hvernig þau nýtast skjólstæðingum sem fá lyfjameðferð vegna geðrænna raskana. Sérstök áhersla er lögð á að nota nýjustu þekkingu innan geðlyfjafræðinnar fyrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar á mismunandi vettvangi.

Námskeiðið verður bæði lotu- og staðnám.

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

X

Lokaverkefni (HJÚ441L)

Lokaverkefni

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafa samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14

Eirberg

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.