
Leikskólakennarafræði
180 einingar - B.Ed. gráða
Vilt þú vera með í að móta framtíðina? Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu og þar er lagður hornsteinn að menntun barna. Sjónarmið og réttindi barna eru í brennidepli um leið og þau eru búin undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í leikskólum er unnið með börnum að grunnþáttum menntunar eins og þeir birtast í aðalnámskrá leikskóla og þeim þannig sköpuð tækifæri til náms og þroska.

Um námið
Leikskólakennarafræði er fimm ára nám, sem skiptist í 180 eininga B.Ed.-nám og 120 eininga M.Ed.-nám sem veitir leyfisbréf leikskólakennara. Markmið leikskólakennaranámsins er að kennaranemar öðlist yfirsýn og skilning á menningar- og menntahlutverki leikskóla, starfsemi þeirra, kenningum um uppeldi og menntun ungra barna og fagmennsku leikskólakennara.