Skip to main content

Eldur og ís – náttúruöflin, nám og upplifun

Eldur og ís – náttúruöflin, nám og upplifun - á vefsíðu Háskóla Íslands

Fire and ice – Force of nature, education and experience - Information in English

Á námskeiðinu er lögð áhersla á beina reynslu af náttúru Íslands og umfjöllun um náttúruvísindi með áherslu á eldfjalla- og jöklafræði. Farið er í fjögurra daga ferð.

Námskeiðið hentar þeim sem skipuleggja náms- og vettvangsferðir í íslenska náttúru, s.s. þá sem starfa eða stefna á störf í skóla, á vettvangi frístunda eða ferðaþjónustu.  

Aðstæður verða bæði nýttar til að til að rýna í menntunarfræði hugtökin útimenntun, náttúrutúlkun, ævimenntun og starfendafræðslu og ferðamálafræði hugtökin fjallaferðamennska, loftlagsferðamennska, vísindaferðaþjónusta og félagslega ferðaþjónustu. Samhæfð félagsleg viðbrögð við náttúruhamförum og öryggismál verða einnig tekin til umfjöllunar.

Vettvangur námsins eru gosstöðvarnar á Reykjanesi og Breiðamerkursandur í Vatnajökulsþjóðgarði sem gefur kost á að setja í samhengi sjálfbæra sambúð manns og náttúru með sérstakri áherslu á eldgos, jökla, loftlagsbreytingar, veðuröfga, náttúruhamfarir og náttúruvá.

Nánari upplýsingar í kennsluskrá Háskóla Íslands: TÓS003M Eldur og ís – náttúruöflin, nám og upplifun 

Gengið að gosstöðvunum
Eldur - Ís - Upplifun