Skip to main content

Ævintýri og ígrundun : Undir berum himni — sumarnámskeið

Ævintýri og ígrundun : Undir berum himni — sumarnámskeið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Lært á göngu - hugsað með fótunum

Vettvangur námsins er náttúra Íslands. Unnið er með þrjú viðfangsefni; ígrundun, útilíf og sjálfbærni með áherslu á persónulegan- og faglegan þroska. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samvinnu nemenda og kennara af ólíkum fræðasviðum.

Kjarni námskeiðsins er gönguferð í fjóra daga, líklega um Hengilssvæðið, í annari viku júní. Farið verður út úr bænum, gist í tjöldum og ferðast gangandi um náttúru Íslands - með mat, tjald og vistir á bakinu.

Á námskeiðinu eru samskipti skoðuð og reifuð auk tengsla manns við náttúru. Unnið er á ígrundandi hátt með skynjun og upplifanir. Auk þess að njóta þess að ferðast um með hæglátum hætti. Kenndir verða og þjálfaðir þættir sem nauðsynlegt er að kunna skil á þegar ferðast er gangandi um óbyggðir. Fjallað verður um hugmyndafræði útilífs og sett í samhengi við samtímann.

Nánari upplýsingar í kennsluskrá: TÓS004M Ævintýri og ígrundun: Undir berum himni

Tengt efni
Innsýn í námskeiðið Ferðalög og útilíf
Ferðalög og útilíf