
Þroskaþjálfafræði
180 einingar - BA gráða
Vilt þú taka þátt í að skapa samfélag fyrir alla?
Þroskaþjálfar eru lykilaðilar í að í að þróa samfélag fyrir alla, þar sem hver manneskja er álitin einstök og metin að verðleikum. Samfélag, sem vinnur saman að því að stuðla að fullri þátttöku allra með því að útrýma hindranir, koma í veg fyrir mismunun og skapa tækifæri.

Um námið
Nám í þroskaþjálfafræði er bæði fræðilegt og starfstengd og miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og hæfni til þess að veita heildræna þjónustu og ráðgjöf í þeim tilgangi að styðja við fullgilda samfélagsþátttöku, mannréttindi, sjálfræði og lífsgæði fólks á öllum aldri. Námið er fjölbreytt og þverfaglegt.

Starfsréttindi
Mikil eftirspurn er eftir þroskaþjálfum um allt land og er starfsvettvangur þeirra afar fjölbreyttur. Þeir sem hefja nám frá og með haustinu 2018 geta sótt um starfsleyfi sem þroskaþjálfi hjá Embætti landlæknis eftir BA-gráðu auk 60e viðbótarnáms.