Þroskaþjálfafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Þroskaþjálfafræði

""

Þroskaþjálfafræði

180 einingar - BA gráða

. . .

Vilt þú stuðla að jöfnum réttindum og sjálfstæðu lífi fatlaðs fólks? Þroskaþjálfar starfa á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fatlaðs fólks í samfélagi fyrir alla.
 

Um námið

Þroskaþjálfafræði er fjögurra ára nám sem miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fötluðu fólki fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Meðal kennslugreina í náminu eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Nemendur fá innsýn í íslenskar og erlendar rannsóknir, sem og áherslur í búsetu-, skóla- og fjölskyldumálum.

Starfsréttindi

Mikil eftirspurn er eftir þroskaþjálfum um allt land og er starfsvettvangur þeirra afar fjölbreyttur. Þeir sem hefja nám frá og með haustinu 2018 geta sótt um starfsleyfi sem þroskaþjálfi hjá Embætti landlæknis eftir BA-gráðu auk 60e viðbótarnáms.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Tinna Kristjánsdóttir
Tinna Kristjánsdóttir
Nemi í þroskaþjálfafræði

Besta ákvörðun lífs míns var að fara í þroskaþjálfafræði. Námið er virkilega skemmtilegt og krefjandi og veitir góða innsýn í stöðu fatlaðs fólks. Ég hef öðlast mikla þekkingu á málefnum fatlaðs fólks og réttindabaráttu þess og mun ávallt hafa það að leiðarljósi að styðja og gæta hagsmuna þess í einu og öllu. Mér finnst ég hafa breyst til hins betra eftir þetta nám.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Í náminu er sú sýn höfð að leiðarljósi að nemendur upplifi sig að námi loknu sem sterka fagmenn sem byggja starf sitt á framsæknum fræðilegum grunni. Mikil eftirspurn er eftir þroskaþjálfum um allt land og er starfsvettvangur þeirra afar fjölbreyttur. BA-gráða og 60 eininga viðbótarnám í þroskaþjálfafræði tryggir starfsleyfi Embættis landlæknis til að starfa sem þroskaþjálfi.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Leik-, grunn- og framhaldsskólar
  • Heimili fatlaðs fólks og vinnustaðir
  • Meðferðarstofnanir
  • Þjónusta og ráðgjöf við fatlað fólk 

Félagslíf

Nemendafélagið TUMI er félag þroskaþjálfanema, uppeldis- og menntunarfræðinema og tómstunda- og félagsmálafræðinema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Fylgstu með TUMA á Facebook!

Þú gætir líka haft áhuga á:
FötlunarfræðiGrunnskólakennsla yngri barnaLeikskólakennarafræði
Þú gætir líka haft áhuga á:
FötlunarfræðiGrunnskólakennsla yngri barna
Leikskólakennarafræði

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum um námið í deildinni er beint til Jóhönnu K. Traustadóttur, deildarstjóra.

Sími 525-5951
jkt@hi.is