Skip to main content

Menntun framhaldsskólakennara, M.Ed.

Menntun framhaldsskólakennara, M.Ed.

Þverfræðilegt framhaldsnám

Menntun framhaldsskólakennara

M.Ed. gráða – 120 einingar

Námið býður upp á fjölbreytt val kjörsviða með sérhæfingu í ákveðnum viðfangsefnum skólastarfsins þvert á námsgreinar og skólastig. Námið er sniðið að nemendum sem hafa B.Ed. gráðu og að framhaldsskólakennurum sem eru nú þegar með leyfisbréf.

Skipulag náms

X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 1 (LVG104F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 1 (SNU103F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 1 (ÍET104F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 2 (LVG203F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun. 

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 2 (SNU205F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. 

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 2 (ÍET210F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Sjálfbærnimenntun og nám (SFG207F)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að beina sjónum að námi, kennslu og frístundastarfi sem stuðlar að sjálfbærni. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er netnámskeið og krafist er 80% skyldumætingar samkvæmt kennsluáætlun.

Dæmi um viðfangsefni eru:

  • Aðgerðastefna (e. activism) í námi og kennslu
  • Staðtengt nám og reynslunám
  • Breyting á hegðun
  • Náttúrfræðinám, tækni og sjálfbærni
  • Sköpun, þekkingarsköpun og félagsleg sjálfbærni
  • Háskólanám og nám fullorðinna
  • Formlegt og óformlegt nám
  • Sjálfbærni sem námssvið í mótun

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menntun til sjálfbærni – hæfni í heimi breytinga (FAG201F)

Fjallað verður um hugtakið sjálfbær þróun og meginhugmyndir alþjóðlegra sáttmála um sjálfbærni. Tekin verða dæmi af ýmsum vandamálum er tengjast umhverfi og náttúru, s.s. loftslagsmálum, tegundafækkun, jarðvegseyðingu og mengun. Lögð verður áhersla á að greina vandamál úr umhverfi nemenda með áherslu á að finna mögulegar lausnir. Fjallað verður um hlutverk kennara í að vinna með ágreiningsmál og hvernig þeir geta kennt börnum að greina vanda, meta upplýsingar og setja fram hugsanlegar lausnir. Þátttakendur lesi og noti rannsóknir á sjálfbærnimenntun. Einnig munu þátttakendur skoða eigin viðhorf til sjálfbærrar þróunar, gildi sín og meta eigin hegðun.
Skyldumæting er í staðlotur samkvæmt kennslualmanaki Menntavísindasviðs.

X

Sjálfbærnimenntun og sjálfbærni (INT401G)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita nemendum tækifæri til að beina sjónum að hugtökum og hugmyndum sjálfbærni og áhrifum þeirra á sjálfbærnimenntun. Kennslutímar og umræður byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða nokkur verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum. 

Dæmi um viðfangsefni eru:

  • Hugtök sjálfbærrar þróunar og sjálfbærni
  • Þróunarmarkmið sjálfbærrar þróunar (SDG)
  • UNESCO – Áratugur um menntun til sjálfbærrar þróunar
  • Sjálfbærnihæfni
  • Lýðræði, jafnrétti og sjálfbærni
  • Hugmyndir að viðfangsefnum frá nemendum

X

Gagnrýnin hugsun og heimspekileg samræða (UME204F)

Markmið
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á markmiðum og tilgangi þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum og fullorðnum. Að þeir hafi á valdi sínu grunnatriði í rökfræði og öðrum undirstöðuþáttum gagnrýninnar hugsunar. Einnig að nemendur kynnist hugmyndafræði barnaheimspekinnar, t.d. eins og hún hefur verið þróuð af Matthew Lipman. Hér skipta meginmáli hugmyndir hans um rannsóknarsamfélag og uppruni þeirrar hugmyndafræði í heimspeki bandarísku pragmatistanna Charles S. Peirce, Williams James, og Johns Dewey. Einnig að nemendur geti leitt heimspekilegar rökræður með hópi fólks með þeirri tækni sem hugmyndafræði barnaheimspekinnar felur í sér.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um rökræðuna sem kennsluaðferð og hugmyndafræði Matthews Lipman og annarra fræðimanna um tilgang og markmið þess að stunda heimspekilega rökræðu með börnum. Fjallað verður um tengsl íslenskra námskráa á mismunandi skólastigum við meginmarkmið heimspekilegrar samræðu, s.s. sjálfstæða hugsun, gagnrýna hugsun, skapandi hugsun, fordómaleysi, sjálfsþekkingu og undirbúning fyrir þátttöku í í lýðræðissamfélagi. Fjallað verður ítarlega um þessi hugtök eins og þau birtast í hugmyndafræði barnaheimspekinnar.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

X

Bókmenntir og grunnþættir (ÍET002F)

Námskeiðið er 5 einingar. Lesnir verða fjölbreyttir bókmenntatextar sem vel eru til þess fallnir að opna umræðu um grunnþætti menntunar eins og þeir eru skilgreindir í Aðalnámskrá grunnskóla (2013): Læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði,  velferð og sköpun. Lesefni verður breytilegt en valið út frá þremur meginþemum sem tengjast grunnþáttunum.  Valið skal lesefni sem veitir jafnframt almenna menntun í bókmenntum, tungumáli og tjáningu. Grunnþemun þrjú eiga erindi við nemendur allra deilda Menntavísindasviðs. Þau eru:

  1. Börn og þroski
  2. Jafnrétti
  3. Menningararfur og samfélagsskilningur.

Lykilorð námskeiðsins eru: Lesskilningur, orðaforði, tjáning og túlkunarfærni.

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 1 (LVG104F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 1 (SNU103F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 1 (ÍET104F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 2 (LVG203F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun. 

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 2 (SNU205F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. 

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 2 (ÍET210F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Hið hæfa foreldri? Orðræður um foreldrahlutverkið (FFU102M)

Í þessu námskeiði verða orðræður um foreldrahlutverkið teknar til skoðunar. Fjallað verður um samfélagslegt samhengi þeirra krafna sem gerðar eru til foreldra, meðal annars um einstaklingsvæðingu foreldrahlutverksins og ákafa mæðrun. Til skoðunar verða þær kröfur sem eru gerðar til foreldra í dag svo sem skólaval, tómstundaval, samskipti heimilda og skóla/tómstunda, heimanám, matarræði, skjátímastjórnun, örvun, brjóstagjöf og kröfuna um að vera upplýst og meðvitað foreldri. Skoðað verður í gagnrýnu ljósi hvaðan þessar kröfur koma, hvaða áhrif þær hafa á foreldra og þær settar í samhengi við nýfrjálshyggju, markaðsvæðingu og orðræðu frá sérfræðingum. Ríkjandi menntastraumar gera ráð fyrir foreldrum sem eins konar „neytendum“ á „menntamarkaði“ og því er skólaval og –þátttaka á menntavettvangi vaxandi rannsóknarsvið í skóla- og uppeldisrannsóknum. Lesnar verða erlendar og íslenskar rannsóknir um foreldrahlutverkið og hvernig forréttindi og jaðarsetning mótar möguleika foreldra til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru. Áhersla verður lögð á að skoða sérstaklega þá hópa fólks sem hafa fengið stöðu „hæfra“ og „vanhæfra“ foreldra og tengja við kenningar um kyn, stétt, uppruna, fötlun, kynhneigð og kynvitund. Nemendur fá innsýn inn í foreldrarannsóknir á sviði gagnrýnnar félagsfræði, félagssálfræði, menntunarfræði og kenninga um vald og jaðarsetningu.

X

Kynjajafnrétti í skólastarfi (KME101F)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynjafræði og hvernig helstu hugtök þeirra, svo sem kyn, jafnrétti, kyngervi, kynhlutverk, samtvinnun, hinsegin fræði, kynímynd, staðalmyndir, kynbundið ofbeldi, kynfræðsla, karlmennska og kvenleiki, nýtast til að skilja og skipuleggja skólastarf. Þá verður kynnt löggjöf um kynjajafnrétti og kynjajafnréttisfræðslu og fjallað um tengsl kynjajafnréttis og annars jafnréttis, sbr. aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur í námskeiðinu geti greint námsumhverfi, aðferðir og námsefni frá kynjasjónarhorni. Einnig að þeir geti greint val leikja í leikskóla og í frímínútum og skólaíþróttum.

Nemendur þurfa að mæta í lok nóvember til að kynna lokaverkefni sitt í námskeiðinu.

Í námskeiðinu verður gengið verður út frá því grundvallarsjónarmiði sem kemur fram í aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla að menntun um jafnrétti kynjanna feli í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu í því augnamiði að kennarar geti kennt börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra á forsendum kyns.

Námsmat mun felast í lestrardagbókum, hugtakakönnun og hagnýtum verkefnum tengdum skólastarfi á viðkomandi skólastigi. Skyldumæting er í kynningu lokaverkefnis. 

X

Almenn kynjafræði (KYN101F)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Hagnýting jafnréttisfræða: Frá bróðurparti til systkinalags (KYN202F)

Jafnréttismál eru hluti af hinu opinberu regluverki á Íslandi og sífellt meiri kröfur eru gerðar á því sviði. Námskeiðið veitir hagnýtan undirbúning fyrir margvísleg störf í almenna og opinbera geiranum þar sem þekking og þjálfun í jafnréttismálum er nauðsynleg.

Námskeiðið er hagnýtur undirbúningur fyrir störf í stjórnun, opinberri stjórnsýslu, fræðslu, kennslu, fjölmiðlun og önnur sérhæfð störf. Markmið námskeiðsins er að kynna grundvallaratriði jafnréttisfræða og þjálfa nemendur í hagnýtu jafnréttisstarfi. Fjallað er um sögu og merkingu jafnréttishugtaksins, með sérstakri áherslu á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða (e. gender mainstreaming) og kynjaða fjárlagagerð (e. gender budgeting). Fjallað er um birtingarform kyns og mikilvægi kynjavitundar í samfélagslegri umræðu og stefnumótun. Þá eru kynntar hugmyndir um jafnrétti margbreytileikans og samtvinnun ólíkra mismunarbreyta (e. intersectionality). Í nútímasamfélögum eru gerðar síauknar kröfur um þekkingu á jafnréttismálum. Ísland er aðili að alþjóðasamþykktum um jafnrétti og í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins. Slík samþætting krefst þekkingar á jafnréttismálum og gera jafnréttislög ráð fyrir jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum.

X

Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)

Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.

Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.

Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Hinsegin menntunarfræði (SFG004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum í hinsegin menntunarfræðum. Enn fremur að þeir fái góða innsýn inn í fræðaheim hinsegin fræða. Áhersla verður lögð að að nemar tileinki sér gagnrýna sýn á uppeldi og menntun og að þeir verði meðvitaður um veruleika hinsegin ungmenna.

Viðfangsefni: Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynhneigð, kynvitund, samtvinnun, karlmennska, kvenleiki, kynhlutverk, kynjatvíhyggja, gagnkynhneigðarhyggja og síshyggja. Fjallað verður um megininntak hinsegin menntunarfræða og hvernig nálgun þeirra getur varpað ljósi á menntun, uppeldi, tómstunda- og félagsstarf og samfélag. Nálgunin verður í anda hinsegin fræða og félagslegrar mótunarhyggju sem verða notuð til að útskýra ólíkar hugmyndir um kynhneigð, kynvitund og hinsegin kynverund. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi, hérlendis og erlendis, og hvernig það viðheldur margs konar mismunun og ýtir jafnvel undir stofnanabundna gagnkynhneigðarhyggju og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við kynhneigð, kynvitund, skólakerfi, kennslu og námsbækur. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum í að búa til hinseginvænt andrúmsloft í barna- og ungmennahópi, að flétta hinsegin veruleika inn í starf sitt og bregðast við neikvæðum viðhorfum í garð hisneginleika.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 1 (LVG104F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 1 (SNU103F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 1 (ÍET104F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 2 (LVG203F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun. 

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 2 (SNU205F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. 

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 2 (ÍET210F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Kennslufræði íslensku sem annars máls (ÍET102F)

Um námskeiðið

Námskeiði þessu er ætlað að efla þekkingu og skilning þátttakenda á íslenskunámi barna og nemenda með erlendan bakgrunn. Fjallað verður um  kennslufræði og kenningar í kennslu íslensku sem annars máls. Öll viðfangsefni hafa það meginmarkmið að auka færni þátttakenda til að beita markvissum og faglegum kennsluaðferðum í kennslu íslensku sem annars máls og stuðning við íslensku í faggreinakennslu, en einnig að hvetja til gagnrýnnar hugsunar við beitingu kennsluaðferða. Til viðbótar verður fjallað um fjölmenningarleg hæfni, samstarf við fjölskyldur, móðurmál og fjöltyngi í skólum,  og tungumálanám á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að hvetja til stöðugrar þekkingarleitar þannig að þátttakendur taki mið af nýjustu rannsóknum og kenningum hér á landi sem erlendis. 

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Fjöltyngi og læsi (KME116F)

Námskeiðinu er ætlað að efla skilning og faglega þekkingu nemenda á þeim áhrifum sem fjöltyngi getur haft á þróun læsis. Fjallað verður um lestrarnám fjöltyngdra barna, sem tekur mið af ritkerfum tungumála þeirra, árangursríkar kennsluaðferðir í íslensku sem öðru máli fyrir nemendur á ólíkum aldri sem eru nýflutt til Íslands, en einnig með börnum sem eru fædd hér eða komu ung til landsins og þurfa gæðastuðning til námsárangurs. Fjallað verður um nýtt námsefni Íslenskur námsorðaforði og stigvaxandi fjölbreytni íslenskrar tungu: Námsefni og kennsluhættir með fjöltyngdum grunnskólanemendum, sem hlaut Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ í flokknum Samfélag vorið 2023. Námsefnið er styrkt Rannsóknasjóði HÍ, Markáætlun um tungu og tækni og Íslenskusjóðnum. Höfundar textanna, meistaranemar í ritlist, kynna þróun textagerðarinnar, þar sem orð af Lista yfir íslenskan námsorðaforða er komið fyrir og byggt á nýjum viðmiðum um íslenskt tungumál, frá einföldu til hins flóknara. 

Þá eru nemendur hvattir til að beita gagnrýninni hugsun, að byggja á eigin reynslu og að nýta sér inntak námskeiðsins á sínu sérsviði. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að vera stökkpallur fyrir stöðuga þekkingarleit, byggða á nýjum hágæðarannsóknum hér á landi og erlendis, sem leiðir til sífelldrar endurskoðunar og framfara í kennsluháttum með fjöltyngdum börnum.

Vinnulag: Kennsla fer fram bæði í tímum og á vef námskeiðsins. Fyrirlestrar eru settir eru á vef námskeiðsins og nemendur taka þátt í umræðum í rauntíma og á vef.

X

Leiðtogar í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi (STM015F)

Tilgangur námskeiðsins er að búa þátttakendur undir  að leiða skólastarf sem byggir á fræðilegri sýn á menntun án aðgreiningar í fjölmenningarlegu samfélagi (inclusive intercultural education), þ.e. þátttöku fjölbreytts nemenda hóps í skólastarfinu. Grunnþættir námskeiðsins eru  leiðtogahlutverkið, lýðræði, mannréttindi, samvinna og viðurkenning á auðlindum nemenda, þ.e. að þeir byggja á ólíkri reynslu og læra á mismunandi hátt. Áhersla er lögð á þróun leiðtoga sem byggir á samstarfi þar sem hlustað er eftir röddum nemenda, foreldra og samstarfsfólks um sýn þeirra á skólastarf.

Markmiðið er að þátttakendur öðlist færni í að greina og meta stöðu menntunnar án aðgreiningar í sínu starfsumhverfi og geti brugðist við þörfum skólasamfélagsins með lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi.

Rýnt verður í framkvæmd og þróun á þessum sviðum og hvernig þessi áhersla hefur tekið á sig ólíkar myndir. Einnig munu þátttakendur greina eigin starfsvettvang, meta viðhorf, þekkingu og færni starfsfólks og gera aðgerðaáætlun sem tekur til uppbyggingar menntunar án aðgreiningar.

Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum, umræðum, samstarfi og sjálfstæðri vinnu þátttakenda. Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Áhersla er lögð á að þátttakendur greini eigin viðhorf og skoðanir um leið og þeir kynna sér hugmyndir annarra. Þeir halda námsdagbók um athuganir sínar, lestur fræðigreina og ígrundun.

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Íslenskt mál og menntun fjöltyngdra nemenda (ÍET206F)

Fjallað verður um íslensku sem annað mál og menntun fjöltyngdra grunnskólanemenda. Rætt verður um máltöku og máluppeldi og hver sé munurinn á því að öðlast færni í móðurmáli og öðru máli. Sérstök áhersla verður lögð á það sem kennarar þurfa almennt að kunna um íslenskt mál til að geta sinnt vel annars máls nemendum svo að þau nái framförum í þeirri námsgrein sem til umfjöllunar er.

Farið verður í uppbyggingu íslenska málkerfisins, framburð, orðmyndun, beygingar, setningagerð, merkingu orða og orðasambanda, lagskiptingu orðaforðans og ýmislegt sem viðkemur málnotkun, og fjallað um hvað getur helst vafist fyrir fjöltyngdum grunnskólanemendum sem eru að tileinka sér málið. Rætt verður um persónubundinn mun málhafa þegar þeir tileinka sér íslensku sem annað mál, með sérstaka áherslu á hvert móðurmál þeirra er til að geta greint hvar helst sé að vænta erfiðleika við tileinkun íslensku og til að geta brugðist við því.

Í framhaldi af þessu verður unnið með kennslu mismunandi faggreina og hvernig skipuleggja megi hana þannig að hún taki mið af mismunandi getu fjöltyngdra nemenda í íslensku. Meðal annars verður tekið fyrir hvernig hægt er að semja og einfalda texta svo að laga megi þá að getu fjöltyngdra nemenda í íslensku.

 

X

Fjölbreyttir kennsluhættir - nemendamiðað nám (KME205F)

Markmið
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttum kennsluháttum og hæfni sína í að fjalla um þá með fræðilega viðurkenndum hætti.

Viðfangsefni
Á námskeiðinu verður fjallað um kennsluaðferðahugtakið og dæmi kynnt um fræðilega flokkun kennsluaðferða. Rannsóknum á kennsluaðferðum verða gerð sérstök skil, einkum innlendum rannsóknum. Þá verður fjallað um kennsluhætti og kennsluaðferðir sem tengjast hugmyndum um nemendamiðað og lýðræðislegt skólastarf (m.a. opinn skóla, sveigjanlega kennsluhætti, samvinnunám, samkennslu, lausnaleitarnám, heildstæð viðfangsefni, þemanám, samkomulagsnám og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni). Efni námskeiðsins verður tengt þróun fjölbreyttra kennsluhátta hér á landi, og erlendis, og áhersla lögð á að þátttakendur ígrundi eigin reynslu af kennslu. Þátttakendum gefst tækifæri til að kynna sér einstaka kennsluhætti og kennsluaðferðir til nokkurrar hlítar og fjalla um það með fræðilegum hætti.

Vinnulag
Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, málstofum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, hópverkefnum, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur ígrundi eigið starf og greini, túlki og meti reynslu sína og tengi hana við fræði og rannsóknir. Þáttakendur ræða lesefni námskeiðsins og tengja það kennslustundum og eigin reynslu með aðstoð lestrardagbókar og annarra verkefna. Auk þess vinna nemendur lokaverkefni sem er hópverkefni.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 1 (LVG104F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 1 (SNU103F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 1 (ÍET104F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 2 (LVG203F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun. 

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 2 (SNU205F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. 

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 2 (ÍET210F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Nám og kennsla á Netinu (SNU008M)

Inntak, viðfangsefni og vinnulag:

Fjallað er um miðlun, framsetningu og skipulag námsefnis og námsumhverfis á Neti, í fræðilegu samhengi.  Einnig er fjallað um hugmyndir og kenningar sem tengja má netnámi og uppbyggingu námssamfélaga. Áhersla er  á félags- og menningarlega sýn (socio-cultural approach), dreifða vitsmuni (distributed cognition) og nám sem  tengja saman þekkingu og að tengjast hvert öðru (connectivism) með aðstoð netmiðilsins. Áhersla er á  gerð og vinnu með opin námsgögn og opinn hugbúnað sem hentar skólastarfi. Þá er athygli beint að möguleikum og vandamálum tengdum netnotkun í lífi og skólastarfi og úrlausnum þeirra. Nemendur byggja upp stafræna verkmöppu (eportfolio). Námskeiðið er verkefnamiðað og að miklu leyti með fjarnámssniði.

Leitast verður við að nota kennsluaðferðir sem byggja á veftækni og nýjum netverkfærum og þjálfa þannig nemendur til vinnu í slíku umhverfi.

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Menntun, tækni og nýsköpun (SNU207F)

Markmið námskeiðsins er að efla nýsköpun og framtakssemi hjá kennurum, stjórnendum og öðrum leiðtogum í skóla- og frístundastarfi. Ennfremur að koma til móts við einstaklinga og stofnanir sem vilja fara út í nýsköpun í skóla- og frístundastarfi og í atvinnulífi. Unnið verður bæði með nýsköpunar- og frumkvöðlamennt hérlendis og erlendis og möguleika á annarri nýbreytni í skóla- og frístundastarfi. Kynntar verða kenningar um notendanýsköpun og framleiðendanýsköpun og þær settar í samhengi við nýsköpun í skóla- og frístundastarfi. Kennslufræði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar verður kynnt og litið á áherslur og stefnumið í upplýsinga- og tæknimennt í íslensku skólastarfi í því ljósi. Dregin verður upp mynd af því sem vel er gert hérlendis á sviðinu. Á námskeiðinu verður leitast við að hreyfa við þátttakendum þannig að þeir nýti eigin þekkingu, reynslu og mannauð í skólasamfélaginu og samfélaginu til að skapa raunveruleg verkefni sem nýtast í starfi. Leitast verður við að gera einstaklinga færa um að skapa aðstæður sem styðja við nýsköpun og annast fræðslu fyrir þá sem hafa áhuga á að stunda nýsköpun í skólum og eða á vinnumarkaði. Þátttakendur geti skipulagt þróunarstarf í skólum og mótað þróunaráætlanir.

X

Hönnun námsefnis, stafræn miðlun og eflandi kennslufræði (SNU206F)

Á námskeiðinu verður unnið að hugmyndum, miðlun og efnisgerð á opinn og skapandi hátt í anda eflandi kennslufræði. Nemendur og kennarar ræða leiðir til að búa til og þróa margbreytilegt efni til nota í námi og kennslu. Farið verður yfir undirstöðuatriði námsefnisgerðar, þarfagreiningu og hönnunarferli með áherslu á efnisöflun, efnisskipan, notendaskil, gagnvirkni, yfirbragð og nýja miðla, meðal annars í ljósi fræðikenninga um nám og kennslu. Sérstakri athygli verður beint að efnisbyggingu, samspili miðla, yfirbragði efnis, gagnvirkni og notendaskilum. Tæpt verður á helstu þáttum miðlunar og bent á úrval verkfæra til hljóðvinnslu, myndvinnslu og miðlunar. Bent verður á möguleika fólgna í samvinnu og lausnaleit (prójekt-vinnu) við efnisgerð og farið yfir kosti fólgna í opnu menntaefni og endurblöndun efnis. Sérstakri athygli verður líka beint að efnisgerð nemenda í skóla í anda eflandi kennslufræði með áherslu á samvinnu og lausnaleit við efnistök og miðlun. Nemendur eiga val um viðfangsefni í efnisgerð, efnistök og vinnulag. Nemendur leggja drög að eða móta námsefni eða sagnaefni til nota í uppeldis- eða skólastarfi, oft með stærri verk í huga. Með efnisgerð og áætlunum á námskeiðinu má leggja grunn að lokaverkefnum í meistaranámi. Einnig má þegar svo ber undir leggja drög að þróunarstarfi, samstarfi og styrkumsóknum.

X

Menntun til sjálfbærni – hæfni í heimi breytinga (FAG201F)

Fjallað verður um hugtakið sjálfbær þróun og meginhugmyndir alþjóðlegra sáttmála um sjálfbærni. Tekin verða dæmi af ýmsum vandamálum er tengjast umhverfi og náttúru, s.s. loftslagsmálum, tegundafækkun, jarðvegseyðingu og mengun. Lögð verður áhersla á að greina vandamál úr umhverfi nemenda með áherslu á að finna mögulegar lausnir. Fjallað verður um hlutverk kennara í að vinna með ágreiningsmál og hvernig þeir geta kennt börnum að greina vanda, meta upplýsingar og setja fram hugsanlegar lausnir. Þátttakendur lesi og noti rannsóknir á sjálfbærnimenntun. Einnig munu þátttakendur skoða eigin viðhorf til sjálfbærrar þróunar, gildi sín og meta eigin hegðun.
Skyldumæting er í staðlotur samkvæmt kennslualmanaki Menntavísindasviðs.

X

Sjálfbærnimenntun og nám (SFG207F)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að beina sjónum að námi, kennslu og frístundastarfi sem stuðlar að sjálfbærni. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er netnámskeið og krafist er 80% skyldumætingar samkvæmt kennsluáætlun.

Dæmi um viðfangsefni eru:

  • Aðgerðastefna (e. activism) í námi og kennslu
  • Staðtengt nám og reynslunám
  • Breyting á hegðun
  • Náttúrfræðinám, tækni og sjálfbærni
  • Sköpun, þekkingarsköpun og félagsleg sjálfbærni
  • Háskólanám og nám fullorðinna
  • Formlegt og óformlegt nám
  • Sjálfbærni sem námssvið í mótun

X

Námsmat og námskrá grunnskóla (KME006F)

Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og verði færir um að beita þekkingu sinni á því í skólastarfi. Fjallað er nokkur lykilhugtök námskrárfræða og matsfræða eins og þau hafa birst í íslensku skólakerfi. Þannig er fjallað um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð, þróun skólanámskrár og þróun námsmats eru gerð skil . Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og beitingu einkunna og vitnisburða). Þátttakendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms. 

Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum og kynningum ásamt gagnrýninni umræðu í málstofum og hópverkefnum.

Lesefni er kynnt í námsáætlun hverju sinni.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 1 (LVG104F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 1 (SNU103F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 1 (ÍET104F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 2 (LVG203F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun. 

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 2 (SNU205F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. 

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 2 (ÍET210F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Hagnýt matsfræði í skólum, uppeldisstarfi og heilbrigðisþjónustu (STM106F)

Markmið námskeiðsins er að nemi fái grunnþekkingu í matsfræðum og öðlist hagnýta færni í að undirbúa sjálfsmat og tengja það við umbótastarf.
Viðfangsefnin fel í sér umfjöllun um innra mat ólíkra starfseininga og rýnt verður í dæmi af sjálfsmatsverkefnum og umbótastarfi. Rætt verður um megintilgang mats, kynntar mismunandi matsaðferðir og matsstaðlar, rýnt í gagnaöflun, greiningu gagna og mismunandi framsetningu á niðurstöðum. Rætt verður um siðferðileg álitaefni sem tengjast mati. Þá verða rannsóknir á mati, t.d. í skólastarfi kannaðar.
Vinnulag felst í hagnýtum verkefnum í tengslum við starfsvettvang og áhuga þátttakenda þar sem rædd eru afmörkuð viðfangsefni og tiltekið lesefni, unnin smærri verkefni sem ætluð eru til að undirbúa stærra sjálfsmatsverkefni í tengslum við eigin starfsvettvang. Námskeiðið er kennt á neti (í gegnum Zoom) en skyldumæting er í 2-3 vinnulotur (ákveðnar í samráði við nemendur).

X

Þróunarstarf í menntastofnunum (STM110F)

Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur öðlist hagnýta og fræðilega þekkingu á einkennum þróunarstarfs og þáttum í menningu menntastofnana sem stuðla að umbótum eða hindra þær. Jafnframt öðlist þeir leikni í að skipuleggja og leiða þróunarstarf, starfsþróunartækifæri og móta þróunaráætlanir. Byggt er á kenningum um faglegt lærdómssamfélag sem gerir ráð fyrir að faglegt nám og þróun stofununar séu nátengd.

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:

  • hafa skilning á helstu hugtökum og kenningum um þróun menntastofnana og skóla sem og frístundastofnana sem lærdómssamfélags,
  • geta tekið faglegar ákvarðanir um leiðir í starfs og skólaþróun sem og þróun frístundastofnana og rökstutt þær,
  • geta aflað fjölbreyttra gagna um þróunarstarf og metið gildi þeirra,
  • geta beitt hugtökum, kenningum, líkönum og aðferðum á raunveruleg viðfangsefni,
  • geta átt frumkvæði og haft forystu um rannsóknar- og þróunarverkefni í mennta- og frístundastofnunum til að efla fagmennsku,
  • geta greint leiðir til að efla kennara og starfsfólk frístundastarfi í með þátttöku alls samfélagasins.

Námskeiðið er skipulagt í lotum með fjarnámssniði, staðlotur (skyldumæting er í fyrri staðlotu) eru tvær auk kynninga á lokaverkefnum. Þess á milli fer fram lestur fræðilegs efnis, verkefnavinna og samræður þátttakenda. Auk þess býðst nemendum að taka þátt í umræðutímum um viðfangsefnin. Verkefni námskeiðsins eru hagnýt og tengjast þróunarstarfi og leiðsögn við raunverulegar aðstæður. Lögð er áhersla á samræðu og samstarf nemenda samhliða sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði auk virkni í umræðum og lestri fræðilegs efnis.

Námsmat byggir á fjölbreyttum verkefnum sem ýmist eru unnin í samvinnu við aðra eða eru einstaklingsverkefni. 

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Leiðtogar í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi (STM015F)

Tilgangur námskeiðsins er að búa þátttakendur undir  að leiða skólastarf sem byggir á fræðilegri sýn á menntun án aðgreiningar í fjölmenningarlegu samfélagi (inclusive intercultural education), þ.e. þátttöku fjölbreytts nemenda hóps í skólastarfinu. Grunnþættir námskeiðsins eru  leiðtogahlutverkið, lýðræði, mannréttindi, samvinna og viðurkenning á auðlindum nemenda, þ.e. að þeir byggja á ólíkri reynslu og læra á mismunandi hátt. Áhersla er lögð á þróun leiðtoga sem byggir á samstarfi þar sem hlustað er eftir röddum nemenda, foreldra og samstarfsfólks um sýn þeirra á skólastarf.

Markmiðið er að þátttakendur öðlist færni í að greina og meta stöðu menntunnar án aðgreiningar í sínu starfsumhverfi og geti brugðist við þörfum skólasamfélagsins með lýðræði og mannréttindi að leiðarljósi.

Rýnt verður í framkvæmd og þróun á þessum sviðum og hvernig þessi áhersla hefur tekið á sig ólíkar myndir. Einnig munu þátttakendur greina eigin starfsvettvang, meta viðhorf, þekkingu og færni starfsfólks og gera aðgerðaáætlun sem tekur til uppbyggingar menntunar án aðgreiningar.

Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum, umræðum, samstarfi og sjálfstæðri vinnu þátttakenda. Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Áhersla er lögð á að þátttakendur greini eigin viðhorf og skoðanir um leið og þeir kynna sér hugmyndir annarra. Þeir halda námsdagbók um athuganir sínar, lestur fræðigreina og ígrundun.

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Menntun, tækni og nýsköpun (SNU207F)

Markmið námskeiðsins er að efla nýsköpun og framtakssemi hjá kennurum, stjórnendum og öðrum leiðtogum í skóla- og frístundastarfi. Ennfremur að koma til móts við einstaklinga og stofnanir sem vilja fara út í nýsköpun í skóla- og frístundastarfi og í atvinnulífi. Unnið verður bæði með nýsköpunar- og frumkvöðlamennt hérlendis og erlendis og möguleika á annarri nýbreytni í skóla- og frístundastarfi. Kynntar verða kenningar um notendanýsköpun og framleiðendanýsköpun og þær settar í samhengi við nýsköpun í skóla- og frístundastarfi. Kennslufræði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar verður kynnt og litið á áherslur og stefnumið í upplýsinga- og tæknimennt í íslensku skólastarfi í því ljósi. Dregin verður upp mynd af því sem vel er gert hérlendis á sviðinu. Á námskeiðinu verður leitast við að hreyfa við þátttakendum þannig að þeir nýti eigin þekkingu, reynslu og mannauð í skólasamfélaginu og samfélaginu til að skapa raunveruleg verkefni sem nýtast í starfi. Leitast verður við að gera einstaklinga færa um að skapa aðstæður sem styðja við nýsköpun og annast fræðslu fyrir þá sem hafa áhuga á að stunda nýsköpun í skólum og eða á vinnumarkaði. Þátttakendur geti skipulagt þróunarstarf í skólum og mótað þróunaráætlanir.

X

Mat á vettvangi (STM201F)

Í námskeiðinu verða matsfræðin lítillega kynnt en megináherslan verður á matsverkefni tengt starfsvettvangi að eigin vali. Námskeiðið er skipulagt í kringum matsverkefni sem felur í sér mótun rannsóknarspurningar, rökstuðning fyrir matsnálgun, val á og rökstuðning fyrir aðferðum við gagnaöflun, greiningu gagnanna og skrif og kynningu á lokaskýrslu.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Inngangur að kennslufræði (KEN104F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn inn í íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir og kenningar á sviði skólastarfs. Meginviðfangsefni námskeiðs eru kenningar um og rannsóknir á námi, samskiptum og kennsluháttum. Einnig eru kenningar um og rannsóknir á starfi og fagmennsku kennara, svo og lagaákvæði, siðareglur og þess háttar, meðal meginviðfangsefna námskeiðsins.

Við val viðfangsefna og skipulag námskeiðsins er tekið mið af því að meginstarfsvettvangur þeirra sem taka námskeiðið verður í framhaldsskóla.

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 1 (LVG104F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 1 (SNU103F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 1 (SFG105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 1 (ÍET105F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 1 (ÍET104F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum (KEN213F)

Í námskeiðinu er fjallað um námskrárfræði og menntastefnu með áherslu á námskrár, nemendur og þróunarstarf í framhaldsskólum.

Viðfangsefnum í námskeiðinu er ætlað að þjálfa fagmannlegt verklag við mótun menntastefnu, námskrárgerð og skólaþróun í framhaldsskólum á Íslandi. 

X

Kennsla list- og verkgreina og vettvangsnám 2 (LVG203F)

Nemendur kynnast uppbyggingu námsbrauta og markmiðssetningu náms á sínu sérsviði. Markmiðið er að kennaranemi geti skipulagt og útbúið áfanga með áfangalýsingu og hæfniviðmiðum með tengingu við hæfniþrep náms, lykilhæfni og grunnþætti menntunnar.  Áhersla er lögð á stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi í átt til sérhæfingar með frekara nám í huga eða þátttöku í atvinnulífi greina sem heyra undir listir og hönnun. 

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla náttúrufræði og stærðfræði og vettvangsnám 2 (SNU205F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í náttúrufræðigreinum og stærðfræði, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gengið er út frá því að það að læra að kenna felist að miklu leyti í því að ígrunda og móta hugmyndir sínar um eigin kennslu. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í náttúrufræði og/eða stærðfræði þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróa sig sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu. 

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla samfélagsgreina og vettvangsnám 2 (SFG206F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í samfélagsgreinum og nokkrum greinum hugvísinda, að frátöldum íslensku og námi í erlendum tungumálum, og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi. Lögð er áhersla á mikilvægi ígrundunar fyrir verðandi kennara. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um nám og kennslu í samfélagsgreinum og verði þannig betur í stakk búnir til að kenna sínar greinar og til þess að halda áfram að þróast sem kennarar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla erlendra tungumála og vettvangsnám 2 (ÍET211F)

Nemendur kynnast kennsluaðferðum, verkefnagerð og námsmati í kennslu erlendra tungumála og eru þjálfaðir í að ígrunda eigin afstöðu til náms og kennslu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur ígrundi, þrói og dýpki hugmyndir sínar um tungumálanám og kennslu þannig að þeir verði betur í stakk búnir til að kenna og þróa sig sem kennarar. Viðeigandi kenningar, hugtök og aðferðir varðandi nám og kennslu erlendra tungumála eru kynntar, rannsakaðar og ræddar.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 2 (ÍET210F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á vormisseri er tengd námskeiðinu Námskrá og skólaþróun í framhaldsskólum og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Meistaraverkefni (MFK443L)

Lokaverkefni til M.Ed.-prófs er einstaklingsverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.

Nemandi velur viðfangsefni í samráði við formann námsbrautar og leiðbeinanda. Þess skal gætt að efni lokaverkefnis tengist vettvangi og sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.

Verkefni til M.Ed.-prófs getur verið af ólíku tagi, til dæmis rannsóknarritgerð (heimildarannsókn), rannsóknarskýrsla (ritgerð sem byggir á rannsókn), starfstengt þróunar- eða matsverkefni, námskrárgerð eða námsefnisgerð. Öllum verkefnum, öðrum en rannsóknarritgerðum og rannsóknarskýrslum, skal fylgja fræðileg greinargerð.

Nemandi sem vinnur að lokaverkefni skráir sig í lokaverkefni í árlegri skráningu, miðað við áætlaða framvindu á haustmisseri og vormisseri. Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að undirbúningur og vinna lokaverkefnis til M.Ed.-prófs dreifist á tvö misseri eða fleiri. Á tilteknum námsleiðum er gert ráð fyrir að vinna verkefnis skiptist á þrjú misseri, sjá nánari upplýsingar undir krækjunni skipulag náms fyrir hverja námsleið í kennsluskrá.

Ekki eru gefnar tölueinkunnir fyrir lokaverkefni til meistaraprófs heldur er gefið annað hvort staðið eða fallið. Við mat á meistaraverkefnum er farið að reglum Menntavísindasviðs.

Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum Menntavísindasviðs um verklag við M.Ed.-verkefni. Sjá á innri vef Menntavísindasviðs, UgluFræðasvið / Menntavísindasvið / Kennslumál / Meistaraverkefni

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

X

Nám og kennsla á Netinu (SNU008M)

Inntak, viðfangsefni og vinnulag:

Fjallað er um miðlun, framsetningu og skipulag námsefnis og námsumhverfis á Neti, í fræðilegu samhengi.  Einnig er fjallað um hugmyndir og kenningar sem tengja má netnámi og uppbyggingu námssamfélaga. Áhersla er  á félags- og menningarlega sýn (socio-cultural approach), dreifða vitsmuni (distributed cognition) og nám sem  tengja saman þekkingu og að tengjast hvert öðru (connectivism) með aðstoð netmiðilsins. Áhersla er á  gerð og vinnu með opin námsgögn og opinn hugbúnað sem hentar skólastarfi. Þá er athygli beint að möguleikum og vandamálum tengdum netnotkun í lífi og skólastarfi og úrlausnum þeirra. Nemendur byggja upp stafræna verkmöppu (eportfolio). Námskeiðið er verkefnamiðað og að miklu leyti með fjarnámssniði.

Leitast verður við að nota kennsluaðferðir sem byggja á veftækni og nýjum netverkfærum og þjálfa þannig nemendur til vinnu í slíku umhverfi.

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F)

Í þessu námskeiði eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.

Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar. 

Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.

X

Hönnun námsefnis, stafræn miðlun og eflandi kennslufræði (SNU206F)

Á námskeiðinu verður unnið að hugmyndum, miðlun og efnisgerð á opinn og skapandi hátt í anda eflandi kennslufræði. Nemendur og kennarar ræða leiðir til að búa til og þróa margbreytilegt efni til nota í námi og kennslu. Farið verður yfir undirstöðuatriði námsefnisgerðar, þarfagreiningu og hönnunarferli með áherslu á efnisöflun, efnisskipan, notendaskil, gagnvirkni, yfirbragð og nýja miðla, meðal annars í ljósi fræðikenninga um nám og kennslu. Sérstakri athygli verður beint að efnisbyggingu, samspili miðla, yfirbragði efnis, gagnvirkni og notendaskilum. Tæpt verður á helstu þáttum miðlunar og bent á úrval verkfæra til hljóðvinnslu, myndvinnslu og miðlunar. Bent verður á möguleika fólgna í samvinnu og lausnaleit (prójekt-vinnu) við efnisgerð og farið yfir kosti fólgna í opnu menntaefni og endurblöndun efnis. Sérstakri athygli verður líka beint að efnisgerð nemenda í skóla í anda eflandi kennslufræði með áherslu á samvinnu og lausnaleit við efnistök og miðlun. Nemendur eiga val um viðfangsefni í efnisgerð, efnistök og vinnulag. Nemendur leggja drög að eða móta námsefni eða sagnaefni til nota í uppeldis- eða skólastarfi, oft með stærri verk í huga. Með efnisgerð og áætlunum á námskeiðinu má leggja grunn að lokaverkefnum í meistaranámi. Einnig má þegar svo ber undir leggja drög að þróunarstarfi, samstarfi og styrkumsóknum.

X

Menntun, tækni og nýsköpun (SNU207F)

Markmið námskeiðsins er að efla nýsköpun og framtakssemi hjá kennurum, stjórnendum og öðrum leiðtogum í skóla- og frístundastarfi. Ennfremur að koma til móts við einstaklinga og stofnanir sem vilja fara út í nýsköpun í skóla- og frístundastarfi og í atvinnulífi. Unnið verður bæði með nýsköpunar- og frumkvöðlamennt hérlendis og erlendis og möguleika á annarri nýbreytni í skóla- og frístundastarfi. Kynntar verða kenningar um notendanýsköpun og framleiðendanýsköpun og þær settar í samhengi við nýsköpun í skóla- og frístundastarfi. Kennslufræði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar verður kynnt og litið á áherslur og stefnumið í upplýsinga- og tæknimennt í íslensku skólastarfi í því ljósi. Dregin verður upp mynd af því sem vel er gert hérlendis á sviðinu. Á námskeiðinu verður leitast við að hreyfa við þátttakendum þannig að þeir nýti eigin þekkingu, reynslu og mannauð í skólasamfélaginu og samfélaginu til að skapa raunveruleg verkefni sem nýtast í starfi. Leitast verður við að gera einstaklinga færa um að skapa aðstæður sem styðja við nýsköpun og annast fræðslu fyrir þá sem hafa áhuga á að stunda nýsköpun í skólum og eða á vinnumarkaði. Þátttakendur geti skipulagt þróunarstarf í skólum og mótað þróunaráætlanir.

X

Tölvutengt tungumálanám – upplýsingartækni og kennsla erlendra tungumála (ÍET201M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að 

  • veita þátttakendum yfirsýn yfir og skilning á helstu kenningum og rannsóknum um tölvutengt tungumálanám.
  • þátttakendur öðlist þekkingu og kunni skil á helstu kenningum og rannsóknum um rafræn læsi (digital literacies) og tungumálnam.
  • þátttakendur fái tækifæri til að tengja saman fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu af tölvu og upplýsingartækni í tungumálakennslu.

Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um áhríf upplýsingartækni á uppeldi, menntun og skólastarf. Lögð er áhersla á að fjalla um tölvustutt tungumála nám (CALL - Computer Assisted Language Learning) og áhríf og þróun þess síðastliðin 30 ár. Einnig verður fjallað um kenningar og rannsóknir er varðar notkun upplýsingartækni í tungumálanámi í skólastofunni í grunn- og framhaldsskóla. Ýmis forrit verða kynnt og skoðað hvernig má nýta þau til að þjálfa mismunandi þættir tungumálsins. 

Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega eða skriflega. Einnig munu þátttakendur vinna einir eða í hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Efnið gætu tengst nýtingu tölvu og veraldarvefsins i tungumálakennslu, rannsóknar- og þróunarstörfum, fjarkennslu erlendra tungumála, gerð rafræns námsefnis til notkunar í tungumálakennslu, vendinám, notkun spjaldtölvur í tungumálanámi o.fl. Nemendur vinna og skila rafræn ferilsmöppu.

X

Fjarnám og kennsla (SNU008F)

Á námskeiðinu verða hugtökin fjarnám- og fjarkennsla og tengd hugtök s.s. blandað nám, dreifnám og netnám skoðuð og skilgreind. Skoðaðar verða hugmyndir og kenningar sem tengjast sviðinu og hvernig þær hafa þróast frá áherslu á sjálfstætt nám (independent study) á tímum bréfaskóla til áherslu á samskipti og uppbyggingu sameiginlegrar þekkingar á tímum netvæðingar og alþjóðahyggju. Fjallað verður um erlendar og innlendar rannsóknir á fjarnámi og -kennslu. Athygli er beint að stöðu fjarnáms á mismunandi skólastigum, fjarnemum og þörfum þeirra, kennsluháttum með nýtingu mismunandi miðla og hönnun fjarnámsáfanga m.t.t. alþjóðlegra viðmiða og gæðastaðla.

Vinnulag
Fyrirlestrar, lestur og umræður um fræði og nýjar rannsóknir; athuganir á mismunandi fjarnáms- og kennsluaðferðum og tæknibúnaði til fjarkennslu á mismunandi skólastigum. Meðal annars verður skoðað og rætt um það fjarnám sem þátttakendur hafa reynslu af sem fjarnemar og/eða kennarar, nemendur gera eitt minna hópverkefni (lausnaleitarnám) og annað stærra einstaklingsverkefni.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Menntun og kyngervi (UME004M)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum  og rannsóknum um uppeldi og menntun í ljósi kynjafræðilegra sjónarmiða og hugtaksins kyngervi (gender).

Viðfangsefni. Unnið verður með hugtökin, kyngervi, kynjun, kynímyndir, staðalmyndir, kvenfrelsi, félagsleg mismunun, kynhlutverk, kynjablinda, tvíhyggja og valdatengsl. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um menntun kynjanna hafa þróast sögulega, rýnt í orðræðuna um drengi og stúlkur og staðreyndir og gagnrýni á menntun og kynferði á öllum skólastigum. Sjónarmið félagslegar mótunarhyggju og eðlishyggju verða notuð til að útskýra mismunandi hugmyndir um kynjamismunun. Athyglinni verður beint sérstaklega að nýjum rannsóknum á sviðinu og fræðilegri nálgun mismunandi fræðimanna. Að síðustu verður athyglinni beint að íslenska skólakerfinu, stöðu drengja og stúlkna, leiðtogum og stjórnendum, námskrám og stöðu lögbundinnar jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendara rannsóknir á kyngervi og skólastarfi, t.d. rannsóknir á námsframmistöðu kynjanna, mismunandi hugmyndum stelpna og stráka um námsgreinar, námshæfni og námsval og hvernig skólar bregðast við kynjun skóla og samfélags.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðnám, með möguleikum til fjarnáms ef þörf krefur. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, málstofum, hópvinnu og verkefnavinnu.

X

Menntun og menntastefnur í alþjóðlegu samhengi (STM207F)

Markmið námskeiðsins eru að nemendur geti greint yfirstandandi hræringar í þróun og framkvæmd menntastefnu í ýmsum löndum út frá ólíkum sjónarhornum, gagnrýnum kenningum og rannsóknum. Lögð er áhersla a að nemendur skilji merkingu og ólík form markaðsvæðingar í menntun, bæði varðandi þátttöku einkageirans (ytri markaðsvæðing) og kerfisbreytingar á opinbera menntageiranum (innri markaðsvæðing). Rýnt verður í hvernig stjórnarhættir (governance) og hlutverk skólastjórnenda, kennara, foreldra og nemenda í skólastarfi hafa mótast af þessum þáttum.

Fjallað er um menntakerfi og menntastefnur, tengsl við framkvæmd og möguleg áhrif þeirra á samfélagið, þ.m.t. á mismunandi nemendahópa eftir kynferði, stétt, búsetu, fötlun og uppruna. Til umfjöllunar eru alþjóðlegar rannsóknir á menntakerfum og lykilhugtök eins og gæði, val, stjórnun og skilvirkni.

Fyrirlestrar og samræða í vikulegum kennslustundum eða að fyrirlestrar verða birtir á námskeiðsvef og efni þeirra rætt í kennslustundum. Nokkir fyrirlesara kenna á ensku.  Nemendur vinna saman að beitingu fræðanna á tiltekin viðfangsefni. Námsmat samanstendur af fræðilegum ritgerðum og rannsóknarverkefnum sem nemendur kynna í málstofum. Hægt er að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en lögð er áhersla á að nemendur séu á staðnum. 

X

Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS009F)

Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.   

Inntak / viðfangsefni

  • Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
  • Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
  • Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
  • Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
  • Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
X

Starfendarannsóknir (MVS011F)

Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.

Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.

X

Inngangur að megindlegum rannsóknaraðferðum (MVS213F)

Markmiðið er að nemendur

  • hafi innsýn í megindlega aðferðafræði á sviði rannsókna í uppeldis- og menntunarfræði
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir og hugtök sem þeim tengjast
  • geti beitt algengum rannsóknaraðferðum og þannig aflað gagna, unnið úr þeim og túlkað á agaðan og viðurkenndan hátt
  • séu færir um að rýna í rannsóknir og nýta sér niðurstöður þeirra
  • hafi tileinkað sér rannsakandi hugarfar og gagnrýna hugsun

Kynnt verða algeng rannsóknarsnið megindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemendur nota tölvuforrit til að reikna algenga tölfræðistuðla og halda utan um og vinna úr gögnum. Sérstök áhersla verður lögð á þjálfun í túlkun matsniðurstaðna sem líklegt er að verði á vegi þeirra hópa sem taka námskeiðið.

Fyrirlestrar á vef, umræður og verkefni. Námskeiðið er kennt vikulega en fyrirlestrar verða eingöngu á vef. Verkefnatímar verða ekki teknir upp. Ekki er mætingarskylda í námskeiðið en nemendur eru hvattir til að mæta í kennslustundir.

Nemendur verða að hafa Jamovi (sjá nýjustu útgáfu á https://www.jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir. 

Lesefni: Kaflar 1-11 í Navarro DJ and Foxcroft DR (2019). Learning statistics with jamovi: a tutorial for psychology students and other beginners. (Version 0.70). DOI: 10.24384/hgc3-7p15. Rafræn ókeypis kennslubók sem hala má niður á síðunni https://www.learnstatswithjamovi.com.

X

Inngangur að eigindlegum rannsóknaraðferðum (MVS212F)

Fjallað verður um ólíkar rannsóknarstefnur og tengsl þeirra við uppbyggingu og útfærslu rannsókna. Einnig um siðfræði vísinda með áherslu á hagnýt atriði og um gæðahugtök, s.s. réttmæti, trúverðugleika og ólíka sýn á þessi hugtök. Í námskeiðinu beinist athyglin að eigindlegum aðferðum. Kynnt verða algeng rannsóknarsnið eigindlegra rannsókna, aðferðir við öflun gagna og greiningu þeirra, og fjallað um ritun og framsetningu niðurstaðna. Nemar fá nokkra þjálfun í að beita algengum aðferðum rannsókna m.a. vettvangsathugunum, viðtölum og heimildaathugunum. Þá vinna nemar með öflun, skráningu, flokkun, greiningu og túlkun gagna, og með framsetningu þeirra og gera heildstæða rannsóknaræfingu.

Fyrirlestrar, umræður og verkefni. Skyldumæting er í staðlotum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.