Öldrunarfræði
Öldrunarfræði
MA gráða – 120 einingar
Meistaranám í öldrunarfræði er 120 eininga rannsóknarnám um málefni aldraðra.
Öldrunarfræði er þverfagleg grein sem skoðar öldrun út frá mismunandi sjónarhornum en með aðaláherslu á félagslega öldrunarfræði. Í náminu eru hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknaraðferðir kynntar.
Skipulag náms
- Haust
- Öldrunarfræði: Stefnumótun og þjónusta
- Vor
- Áhrifaþættir öldrunar: Umhverfi, félagstengsl og heilsufar
Öldrunarfræði: Stefnumótun og þjónusta (ÖLD102F)
Markmið námskeiðsins er að kynna öldrunarfræði sem þverfaglega fræðigrein með aðaláherslu á félagslega öldrunarfræði. Hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknaraðferðir verða kynntar. Fjallað verður um félagslega, sálræna og líffræðilega öldrun og áhrif þess að eldast á einstaklinga og umhverfi þeirra. Kynntar verða helstu kenningar öldrunarfræðinnar og fjallað um áhrif þeirra á stefnumótun í öldrunarþjónustu. Áhersla verður lögð á að dýpka þekkingu þátttakenda um málefni aldraðra með það að markmiði að gera þá hæfari til að vinna með öðrum starfsstéttum að velferðarmálum aldraðra.
Lotukennsla. Námskeiðið verður kennt í staðlotum. Skyldumæting er í staðlotur.
Áhrifaþættir öldrunar: Umhverfi, félagstengsl og heilsufar (ÖLD201F)
Markmið námskeiðsins er að dýpka þekkingu þátttakenda í öldrunarfræðum (gerontology) og öldrunarlækningum (geriatri). Fjallað verður um það hvernig umhverfi, félagsleg tengsl og heilsufar hafa áhrif á vellíðan aldraðra. Rætt verður um þjónustu við aldraða almennt og einnig hópa aldraðra með sérþarfir. Mismunandi kenningar öldrunarfræða verða til umræðu og hvernig þær hafa áhrif á viðhorf og þjónustu við aldraðra. Rannsóknir innlendar og erlendar á sviðinu verða kynntar svo og rannsóknaraðferðir öldrunarfræðinnar. Fjallað verður um teymisvinnu í öldrunarþjónustu og áhersla lögð á að kynna starfsaðferðir mismunandi starfsstétta sem vinna að málefnum aldraðra.
Námskeiðið er kennt í staðlotum og fyrirlestrum. Mætingaskylda er í staðlotur.
Gestafyrirlesarar á sérsviðum öldrunarfræða og öldrunarlækninga.
- Heilsársnámskeið
- Rannsóknamálstofur í MA-námi við Félagsráðgjafardeild
- Haust
- MA ritgerð í öldrunarfræði
- Megindleg aðferðafræðiV
- Eigindlegar rannsóknaraðferðir IV
- Vor
- MA ritgerð í öldrunarfræði
- Eigindlegar rannsóknaraðferðir IIV
Rannsóknamálstofur í MA-námi við Félagsráðgjafardeild (FRG003F)
Undirbúningur og gerð lokarannsóknar í meistaranámi. Farið er yfir verklag í fræðilegum ritgerðum. Meðal annars er fjallað um rannsóknaáætlanir, aðferðir og hvernig rannsóknir eru tengdar kenningagrunni og starfsvettvangi félagsráðgjafar. Nemendur kynna rannsóknaáætlanir sínar, fá gagnrýna viðgjöf og taka þátt í hópumræðum sem gagnast á gagnkvæman hátt.
MA ritgerð í öldrunarfræði (ÖLD441L)
Markmið meistaraverkefnis er að veita nemanum þjálfun í að hanna, skipuleggja, þróa og framkvæma rannsóknarverkefni í öldrunarfræði, læra að taka tillit til þeirra takmarkana sem leiða af vali á aðferðum, tækni og vísindasiðfræði. Nemendur skulu með sjálfstæðum hætti og í rituðu máli geta skilgreint rannsóknarefni sitt, sett fram rannsóknarspurningar og tilgátur.
Megindleg aðferðafræði (FMÞ001F)
Meginefni námskeiðsins eru megindlegar rannsóknaraðferðir og tölfræði í félags- og menntavísindum. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda og umfjöllun um þátt rannsókna í samfélaginu. Fjallað er um helstu rannsóknarsnið, úrtaksfræði og gerð spurningalista. Í tölfræðihluta er kennt um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði og fjallað ítarlega um dreifigreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur vinna hagnýt verkefni í tölfræðilegri úrvinnslu gagna með jamovi forritinu samhliða fyrirlestrum. Nemendur geta unnið með eigin gögn.
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (FMÞ103F)
Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist fjölbreytileika og fræðilegum forsendum eigindlegrar rannsóknahefðar í félagsvísindum og öðlist reynslu í að beita eigindlegum aðferðum. Um hagnýtt námskeið er að ræða þar sem hver nemandi vinnur sjálfstætt rannsóknarverkefni sem felst í því að hanna og undirbúa rannsókn, afla gagna, greina þau og skrifa um helstu niðurstöður undir handleiðslu kennara. Í námskeiðinu verður farið ítarlega í undirbúning rannsókna, gerð rannsóknaráætlunar, gagnaöflun, greiningu og skrif.
MA ritgerð í öldrunarfræði (ÖLD441L)
Markmið meistaraverkefnis er að veita nemanum þjálfun í að hanna, skipuleggja, þróa og framkvæma rannsóknarverkefni í öldrunarfræði, læra að taka tillit til þeirra takmarkana sem leiða af vali á aðferðum, tækni og vísindasiðfræði. Nemendur skulu með sjálfstæðum hætti og í rituðu máli geta skilgreint rannsóknarefni sitt, sett fram rannsóknarspurningar og tilgátur.
Eigindlegar rannsóknaraðferðir II (FMÞ201F)
Fjallað er þá fjölbreytni sem er að finna í eigindlegum rannsóknum. Rýnt er í fimm mismunandi rannsóknarhefðir, þ.e. tilviksathuganir, frásögurannsóknir, etnógrafíu, fyrirbærafræði og grundaða kenningu. Nemendur öðlast aukna færni í að afla rannsóknargagna á vettvangi og beita mismunandi greiningaraðferðum á eigindleg gögn. Þeir fá jafnframt þjálfun í framsetningu niðurstaðna í tengslum við fræðiskrif. Þá fá nemendur tækifæri til að ígrunda eigin rannsóknir og sjálfa sig sem eigindlega rannsakendur.
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500
Netfang: nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs
Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.