Skip to main content

Listfræði

Listfræði

MA gráða

. . .

Meistaranám í listfræði gegnir því hlutverki að breikka og dýpka fræðilegan þekkingargrunn og faglega færni nemanda eftir BA-nám í greininni.

Um námið

Námið byggir á þekkingarfræðilegum og rannsóknartengdum námskeiðum, auk sjálfstæðra rannsóknarverkefna þar sem lögð er sérstök áhersla á það fræðasvið sem tengist íslenskri myndlistarsögu í alþjóðlegu fræðasamhengi.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf með 1. einkunn og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni veitir aðgang að meistaranámi á háskólastigi.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Edda Halldórsdóttir
Aldís Arnardóttir
Edda Halldórsdóttir
Verkefnastjóri í deild safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur

Í starfi mínu er mikilvægt að þekkja listasöguna og geta greint samtímann í ljósi þess sem á undan er gengið. Nám í listfræði hefur veitt mér þessa þekkingu bæði á íslenskri og alþjóðlegri listasögu og menningararfi. 

Aldís Arnardóttir
Listfræðingur

Meistaranámið í listfræði við Háskóla Íslands hefur nýst mér vel í fjölbreyttum verkefnum sem ég hef unnið að frá útskrift, sem sýningarstjóri, kennari, við skrif á sýningartextum fyrir listamenn og gagnrýni um sýningar í dagblöð og fleira.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.