Uppeldis- og menntunarfræði


Uppeldis- og menntunarfræði
MA gráða – 120 einingar
Í meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði búa nemendur sig undir fjölbreytileg störf við rannsóknir á sviði uppeldis og kennslu, menntunar og umönnunar eða störf þar sem rannsóknir eru nýttar við stefnumótun og stjórnun í skólakerfinu sem og annars staðar í atvinnulífinu. Lögð er áhersla á sveigjanlegt nám meðal annars til að koma til móts við nemendur sem vilja stunda nám samhliða vinnu.
Skipulag náms
- Óháð misseri
- Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna
- Félags- og tilfinningahæfni í uppeldi og menntun
- Eigindlegar rannsóknaraðferðir IB
- Megindlegar rannsóknaraðferðir IB
- Inngildandi rannsóknaraðferðirB
- Áhættuhegðun og seigla ungmennaB
- Mannréttindi: Efling félags- og vistfræðilegrar velferðarB
- StarfendarannsóknirB
- Sjálfbærnimenntun og námB
- Börn sem þurfa sérstakan stuðning í námiB
- Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferðB
- Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferðB
- Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunarB
- Margbreytileiki og félagslegt réttlætiB
- Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknirB
Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)
Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.
ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.
Félags- og tilfinningahæfni í uppeldi og menntun (UME103M)
Fjallað verður um hvernig efla megi félags- og tilfinningahæfni í uppeldis og menntastörfum í víðum skilningi. Fjallað er um ýmsar leiðir svo sem eflingu núvitundar, samkenndar, seiglu, vaxtarhugarfars, tilfinningalæsis og sjálfsvitundar svo eitthvað sé nefnt. Hér er byggt á þeirri sýn að til efla félags- og tilfinningahæfni (eða farsæld) með öðrum þurfum við fyrst að a) öðlast þekkingu og b) leitast við að efla eigin félags- og tilfinningahæfni.
Fræðilegur grunnur námskeiðsins er sóttur í alþjóðleg samstarfsverkefni. Annars vegar þar sem markmiðið var að efla seiglu ungmenna (UPRIGHT- verkefnið). Hinsvegar verkefni alþjóðlegra sérfræðinga um eflingu félags- tilfinninga og siðferðilegra þátta (social-, emotional and ethical learning = SEE-learning). Þá er einnig sótt smiðju jákvæðrar sálfræði.
Námskeiðið byggir á erindum, umræðum og æfingum með áherslu á virka þátttöku. Nemendur vinna bæði fræðileg og hagnýt verkefni um hvernig nýta megi fræðin við uppeldi og/eða menntun og fræðslu á ýmsum vettvangi.
Námskeiðið er hugsað fyrir allar deildir ekki síst þá sem koma að uppeldis- og menntastörfum. Þessar áherslur eru í samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og ákvæðum úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að hlúa að andlegu heilbrigði og farsæld.
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F, MVS302F, ÞRS104F)
Í námskeiðinu verða teknar fyrir eigindlegar rannsóknaraðferðir, einkenni þeirra og saga. Rauður þráður í gegnum námskeiðið verður gildi og hlutverk rannsókna við þróun skólastarfs og tengsl við fagmennsku í uppeldis-, menntunar- og þjálfunarstörfum. Kynntar verða helstu rannsóknarleiðir eða nálganir innan eigindlegar aðferða, s.s. etnógrafía, fyrirbærafræði. Fjallað verður um aðferðir við gagnasöfnun og mismunandi tegundir gagna, s.s. vettvangsathuganir, áhorfsathuganir, viðtöl af ýmsum gerðum, vettvangsnótur og fyrirliggjandi gögn bæði sjónræn og textar. Kynntar verða mismunandi leiðir til að túlka og greina gögnin t.d. þema-, frásagnar- og orðræðugreining og nemendur þjálfaðir í að koma niðurstöðum frá sér á skipulegan og vandaðan hátt.
Vinnulag:
Fastir kennslutímar verða vikulega. Tímarnir (fyrir utan staðlotur) verða teknir upp og verða aðgengilegir fjarnemum. Kennslan samastendur af fyrirlestrum, umræðum og/eða verkefnum. Nemendur vinna virkniverkefni saman sem þeir skila vikulega. Staðnemar vinna þau í tímum en fjarnemar vinna þau saman í hópum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum um efni fyrirlestranna á facebook.
Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F, MVS302F, ÞRS104F)
Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.
Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og aðhvarfsgreiningu. Einnig verður farið í aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar. Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Mikil áhersla verður á túlkun og miðlun megindlegra niðurstaðna skv. APA útgáfustaðlinum.
Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi. Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Inngildandi rannsóknaraðferðir (MVS301F, MVS302F, ÞRS104F)
Í námskeiðinu er sjónum beint að þróun rannsókna og rannsóknaraðferða innan gagnrýnna fræða svo sem fötlunar -, hinsegin- og kynjafræði. Athyglin beinist að gagnrýni jaðarsettra hópa á hefðbundnar rannsóknir, en sú gagnrýni á meðal annars rætur sínar að rekja til femínískra fræða. Farið verður yfir með hvaða hætti nýlegar áherslur endurskilgreina valdatengsl milli rannsakanda og þátttakenda. Slíkar rannsóknir byggjast á nánu samstarfi á milli þátttakenda og fræðifólks þar sem byggt er á gagnkvæmri virðingu og þátttöku. Markmið þeirra er að vera umbreytandi og stuðla að valdeflingu þátttakenda í öllu rannsóknarferlinu. Rýnt verður í helstu einkenni, möguleika og takmarkanir slíkra rannsóknarhefða og aðferð, t.d. starfendarannsókna, þátttökurannsókna, samvinnurannsókna, dagbókaskrifa, sögulokaaðferð og spurningalista út frá algildri hönnun, auk þess sem fjölbreyttar samstarfsleiðir verða kynntar. Þá verður sjónum beint að þeim fjölmörgu siðferðilegu áskornunum sem mæta samstarfsaðilum í slíkum rannsóknum. Áhersla verður á að kynna og ræða nýjar rannsóknir og þróunarverkefni á sviðinu.
Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F, UME011M)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.
Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.
Mannréttindi: Efling félags- og vistfræðilegrar velferðar (UME206F, UME011M)
Þverfaglegt mannréttindanámskeið þar sem áhersla er lögð á að beita mannréttindasjónarhorni sem tæki til að knýja fram umbætur í félags- og velferðarmálum. Með því að rýna á heildstæðan og gagnrýninn hátt ríkjandi kerfi og ferla sem skapa og viðhalda ójöfnuði, mismunun og útilokun, er ætlunin að styðja við og auka þekkingu og leikni í að stuðla að uppbyggingu friðsamlegra samfélaga, án aðgreiningar.
Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nota gagnrýna mannréttindanálgun til að virkja nemendur í umræðum um félags- og velferðarmálefni í nútímasamfélagi. Nemendur greina viðfangsefni í nærsamfélagi sínu og alþjóðasamfélaginu með aðferðum tilviksrannsókna. Viðfangsefnin geta til að mynda tengst hælisleitendum og flóttafólki, fötlun, kynferði, fátækt, kynhneigð eða samþættingu framangreindra þátta.
Nemendur fá æfingu í að rýna viðfangsefni á gagnrýninn hátt og tækifæri til að staðsetja sig og skoðanir sínar með tilliti til áskoranna samtímans. Áhersla verður lögð á samskipti og umræður, sjálfsígrundun, mikilvægi inngildingar og gagnrýna kennslufræði til að tryggja umbreytandi og þvermenningarlega námsaðferð.
Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ensku og áhersla lögð á hugmyndafræði algildrar hönnunar þannig að tekið sé tillit til ólíka þarfa nemenda hvað varðar tungumál, menningarlegan bakgrunn, fötlun og nauðsynlega aðlögun námsefnis. Námsefni sem byggt verður á í námskeiðinu (ritað efni, mælt mál og sjónrænt efni) verður aðgengilegt bæði á íslensku og ensku, með texta og í auðlesnu formi. Námsefnið mun endurspegla alþjóðlega nálgun á mannréttindum og byggja á hugmyndum fræðimanna, fólks af vettvangi og aðgerðasinna.
Starfendarannsóknir (MVS011F)
Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.
Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.
Sjálfbærnimenntun og nám (SFG207F, KME119F)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að beina sjónum að námi, kennslu og frístundastarfi sem stuðlar að sjálfbærni. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er netnámskeið og krafist er 80% skyldumætingar samkvæmt kennsluáætlun.
Dæmi um viðfangsefni eru:
- Aðgerðastefna (e. activism) í námi og kennslu
- Staðtengt nám og reynslunám
- Breyting á hegðun
- Náttúrfræðinám, tækni og sjálfbærni
- Sköpun, þekkingarsköpun og félagsleg sjálfbærni
- Háskólanám og nám fullorðinna
- Formlegt og óformlegt nám
- Sjálfbærni sem námssvið í mótun
Börn sem þurfa sérstakan stuðning í námi (SFG207F, KME119F)
Megintilgangur þessa námskeiðs er að þátttakendur þekki og skilji helstu kenningar, hugtök og nýlegar rannsóknir sem taka til áhættuþátta sem tengjast málþróun og læsi (lestrar og lesskilningi, stafsetningu og ritun) og samspil þessara þátta við nám og félagslegar aðstæður barna. Enn fremur að skilja mikilvægi mál- og boðskiptafærni í skólasamfélaginu. Þátttakendur kynnast og þjálfa sig í að beita kenningum og aðferðum snemmtækrar íhlutunar og fyrirbyggjandi kennslu við raunveruleg verkefni í skólum og leikskólum í vinnu með börnum í áhættuhópum. Loks kynnast þeir hlutverkum og starfsemi tengslastofnana og fagfólks sem þeir eru líklegir til að starfa með bæði innan skóla og utan hans.
Viðfangsefni:
Fjallað verður um hvernig mál og málþróun tengist námi og félagslegri þátttöku nemenda í áhættuhópum í skólasamfélaginu og hvernig koma má til móts við þarfir þeirra með því að beita viðeigandi þekkingu, kennsluháttum, þar með talið úrræðum altækrar hönnunar, bæði í kennslu og kennsluskipulagi. Meðal annars verður fjallað um tengsl málfrávika við einhverfu, ADHD, tvítyngi, námserfiðleika o.fl. Lögð er áhersla á úrræði sem efla nemendur í skólasamfélaginu og sem draga úr sérþörfum þeirra og efla þá í náminu, bæði í lestri, lesskilningi, ritun, stærðfræði og félagslegri þátttöku innan og utan skólans. Kynntar verða aðferðir við að finna börn í áhættuhópum, bæði í leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla með áherslu á inngrip með aðferðum snemmtækrar íhlutunar (m.a. í mál- og tjáskiptavanda), fyrirbyggjandi kennslu og árangursríkum, sannreyndum kennsluaðferðum. Lögð er áhersla á heildræna sýn á nemandann og þarfir hans í samstarfi við foreldra og sérfræðinga.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í formi fyrirlestra og umræðna, samhliða í rauntíma á Teams og í kennslustofu. Margir gestafyrirlesarar koma með sérfræðileg innlegg í tvær staðbundnar lotur á önninni. Nemendur vinna einstaklingsverkefni, og hópverkefni þar sem lögð er áhersla og djúpan skilning á þörfum nemenda og úrræði við hæfi.
Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferð (UME005M, UME010M)
Í námskeiðinu er fjallað um sjálfboðaliðastarf og þær félagslegu, menntunarlegu og sálfræðilegu kenningar sem tengdar hafa verið við þessa tegund borgaralegrar þátttöku. Einnig er rætt um hvata að slíkri þátttöku og kynjamun í því sambandi. Loks er fjallað um mikilvæga þætti í skipulagi og uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs sem eru til þess fallnir að þátttakendur upplifi tilgang með því að taka þátt og séu líklegri til frekari sjálfboðaliðaþátttöku í framtíðinni. Nemendur munu jafnframt fá tækifæri til að kynnast sjálfboðaliðastarfi af eigin raun og taka þátt í starfi hjá stofnunum og félagasamtökum sem veita fólki aðstoð með félagslegt jafnrétti og velferð að leiðarljósi.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður og tímaverkefni í fjögur skipti, tvisvar í staðlotu I og tvisvar í staðlotu II. Skyldumæting er í staðlotum. Sjálfboðaliðastarf á vettvangi fer fram í sex skipti í vissan klukkustundafjölda og þarf þátttaka að vera 100%.
Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferð (UME005M, UME010M)
Í námskeiðinu er fjallað um sjálfboðaliðastarf og þær félagslegu, menntunarlegu og sálfræðilegu kenningar sem tengdar hafa verið við þessa tegund borgaralegrar þátttöku. Einnig er rætt um hvata að slíkri þátttöku og kynjamun í því sambandi. Loks er fjallað um mikilvæga þætti í skipulagi og uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs sem eru til þess fallnir að þátttakendur upplifi tilgang með því að taka þátt og séu líklegri til frekari sjálfboðaliðaþátttöku í framtíðinni. Nemendur munu jafnframt fá tækifæri til að kynnast sjálfboðaliðastarfi af eigin raun og taka þátt í starfi hjá stofnunum og félagasamtökum sem veita fólki aðstoð með félagslegt jafnrétti og velferð að leiðarljósi.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður og tímaverkefni í þrjú skipti á neti. Sjálfboðaliðastarf fyrir Rauða krossinn á vettvangi fer fram í sex skipti í 3 klst. í senn og þarf þátttaka að vera 100%.
Kenningar í félagsfræði og heimspeki menntunar (MVS101F, UME103F, MVS009F)
Í þessum kúrsi eru ræddar ýmsar áhrifamiklar kenningar á sviði félagfræði og heimspeki menntunar og þær settar í samhengi við álitamál í samfélaginu hversu sinni svo sem kynjajafnrétti, fjölmenningu, stéttaskiptingu, uppeldishætti, kennslufræði, lýðræði og skóla án aðgreiningar.
Á fyrri hluta misseris er röð fyrirlestra og umræðutímar.
Á seinni hluta misseris vinna nemendur tiltölulega sjálfstæð verkefni í hópum og fá leiðsögn um notkun kenninga við mótun rannsóknaráætlana eða þróunarverkefna á sviði kennslu eða uppeldisfræða.
Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (MVS101F, UME103F, MVS009F)
Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.
Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.
Kenningar um nám: Hagnýting og rannsóknir (MVS101F, UME103F, MVS009F)
Markmið
Markmið námskeiðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi, að nemendur fái innsýn í valdar námskenningar, einkum þær sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á okkar tímum. Í öðru lagi, að nemendur öðlist skilning á hvernig nýta megi kenningarnar í framkvæmd við uppeldi, kennslu og skipulagningu náms fyrir fólk á öllum aldri. Í þriðja lagi, að nemendur þekki til rannsókna á áhrifum mismunandi kennslunálgana og hverjar þeirra teljast gagnreyndar til að ná tilteknum námsmarkmiðum.
Inntak / viðfangsefni
- Fjallað verður um nokkrar af meginkenningum um nám svo sem atferlishyggju (behaviourism), hugfræðilega nálgun (cognitive psychology) og félags- menningarkenningar (socio-cultural theories)
- Áhersla er lögð á helstu hugtök sem beitt er í ofangreindum kenningum og að þær geta byggt á ólíkum skilgreiningum á námi
- Nemendur lesa rannsóknargreinar þar sem þessum kenningum er beitt í uppeldis- og skólastarfi og þjálfast í að skilja notkun hugtaka og kenninga í rannsóknum á vettvangi
- Fjallað verður um hvað gerir aðferðir gagnreyndar (evidence-based) og hvernig er hægt velja viðeigandi og áhrifaríkar aðferðir til að stuðla að námi fjölbreytts hóps á ólíkum sviðum.
- Nemendur gera áætlun um námsferli á vettvangi uppeldis- og skólastarfs þar sem þeir beita viðeigandi kenningum að eigin vali og dýpka þar með þekkingu sína í einhverri af þeim kenningum sem fengist er við í námskeiðinu. Áhersla er lögð á tengsl áætlunar við rannsóknir og kenningar í verkefninu og að sama tíma sé hugað að hagnýtingu og útfærslu.
- Vor
- Lokaverkefni
- Óháð misseri
- Eigindlegar rannsóknaraðferðir IB
- Megindlegar rannsóknaraðferðir IB
- Inngildandi rannsóknaraðferðirB
- Áhættuhegðun og seigla ungmennaB
- Mannréttindi: Efling félags- og vistfræðilegrar velferðarB
- StarfendarannsóknirB
- Sjálfbærnimenntun og námB
- Börn sem þurfa sérstakan stuðning í námiB
- Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferðB
- Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferðB
Lokaverkefni (UME401L)
Lokaverkefni til MA-prófs er einstaklingsbundið rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda.
Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs.
Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við.
Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum um verklag við MA-verkefni sem birtar eru á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið >> Menntavísindasvið >> Meistaraverkefni.
Eigindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F, MVS302F, ÞRS104F)
Í námskeiðinu verða teknar fyrir eigindlegar rannsóknaraðferðir, einkenni þeirra og saga. Rauður þráður í gegnum námskeiðið verður gildi og hlutverk rannsókna við þróun skólastarfs og tengsl við fagmennsku í uppeldis-, menntunar- og þjálfunarstörfum. Kynntar verða helstu rannsóknarleiðir eða nálganir innan eigindlegar aðferða, s.s. etnógrafía, fyrirbærafræði. Fjallað verður um aðferðir við gagnasöfnun og mismunandi tegundir gagna, s.s. vettvangsathuganir, áhorfsathuganir, viðtöl af ýmsum gerðum, vettvangsnótur og fyrirliggjandi gögn bæði sjónræn og textar. Kynntar verða mismunandi leiðir til að túlka og greina gögnin t.d. þema-, frásagnar- og orðræðugreining og nemendur þjálfaðir í að koma niðurstöðum frá sér á skipulegan og vandaðan hátt.
Vinnulag:
Fastir kennslutímar verða vikulega. Tímarnir (fyrir utan staðlotur) verða teknir upp og verða aðgengilegir fjarnemum. Kennslan samastendur af fyrirlestrum, umræðum og/eða verkefnum. Nemendur vinna virkniverkefni saman sem þeir skila vikulega. Staðnemar vinna þau í tímum en fjarnemar vinna þau saman í hópum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum um efni fyrirlestranna á facebook.
Megindlegar rannsóknaraðferðir I (MVS301F, MVS302F, ÞRS104F)
Markmið
Að nemendur þekki og geti beitt algengustu tölfræðiaðferðum við úrvinnslu gagna og geti metið tölfræðilegar niðurstöður. Að nemandi hafi kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum skv. APA útgáfustaðlinum (t.d. í lokaritgerð) og geti sýnt frumkvæði við tölfræðilega úrvinnslu gagna. Einnig að nemendur kynnist helstu rannsóknarsniðum í megindlegri aðferðafræði.
Inntak og viðfangsefni
Fjallað verður um megindlegar rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið. Í tölfræði verður mest áhersla lögð á fylgni og aðhvarfsgreiningu. Einnig verður farið í aðferðir dreifigreiningar og þáttagreiningar. Að lokum verða nemendur kynntir fyrir grunnhugsun Bayesískrar tölfræði og mati á heildarvillu (e. Total survey error). Nemendur læra að vinna greiningar með tölfræðiforriti. Mikil áhersla verður á túlkun og miðlun megindlegra niðurstaðna skv. APA útgáfustaðlinum.
Vinnulag
Námskeiðið verður kennt vikulega á fjarfundum. Tvær staðlotur eru á önninni. Skyldumætingu er í staðlotunum. Þeir sem eiga um langan veg að fara geta tekið þátt í staðlotunum í fjarfundi. Nemendur verða að hafa nýjustu stöðugu (e. solid) útgáfu af Jamovi (sjá jamovi.org) uppsetta á fartölvum sem þeir mæta með í kennslustundir.
Inngildandi rannsóknaraðferðir (MVS301F, MVS302F, ÞRS104F)
Í námskeiðinu er sjónum beint að þróun rannsókna og rannsóknaraðferða innan gagnrýnna fræða svo sem fötlunar -, hinsegin- og kynjafræði. Athyglin beinist að gagnrýni jaðarsettra hópa á hefðbundnar rannsóknir, en sú gagnrýni á meðal annars rætur sínar að rekja til femínískra fræða. Farið verður yfir með hvaða hætti nýlegar áherslur endurskilgreina valdatengsl milli rannsakanda og þátttakenda. Slíkar rannsóknir byggjast á nánu samstarfi á milli þátttakenda og fræðifólks þar sem byggt er á gagnkvæmri virðingu og þátttöku. Markmið þeirra er að vera umbreytandi og stuðla að valdeflingu þátttakenda í öllu rannsóknarferlinu. Rýnt verður í helstu einkenni, möguleika og takmarkanir slíkra rannsóknarhefða og aðferð, t.d. starfendarannsókna, þátttökurannsókna, samvinnurannsókna, dagbókaskrifa, sögulokaaðferð og spurningalista út frá algildri hönnun, auk þess sem fjölbreyttar samstarfsleiðir verða kynntar. Þá verður sjónum beint að þeim fjölmörgu siðferðilegu áskornunum sem mæta samstarfsaðilum í slíkum rannsóknum. Áhersla verður á að kynna og ræða nýjar rannsóknir og þróunarverkefni á sviðinu.
Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F, UME011M)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.
Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.
Mannréttindi: Efling félags- og vistfræðilegrar velferðar (UME206F, UME011M)
Þverfaglegt mannréttindanámskeið þar sem áhersla er lögð á að beita mannréttindasjónarhorni sem tæki til að knýja fram umbætur í félags- og velferðarmálum. Með því að rýna á heildstæðan og gagnrýninn hátt ríkjandi kerfi og ferla sem skapa og viðhalda ójöfnuði, mismunun og útilokun, er ætlunin að styðja við og auka þekkingu og leikni í að stuðla að uppbyggingu friðsamlegra samfélaga, án aðgreiningar.
Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nota gagnrýna mannréttindanálgun til að virkja nemendur í umræðum um félags- og velferðarmálefni í nútímasamfélagi. Nemendur greina viðfangsefni í nærsamfélagi sínu og alþjóðasamfélaginu með aðferðum tilviksrannsókna. Viðfangsefnin geta til að mynda tengst hælisleitendum og flóttafólki, fötlun, kynferði, fátækt, kynhneigð eða samþættingu framangreindra þátta.
Nemendur fá æfingu í að rýna viðfangsefni á gagnrýninn hátt og tækifæri til að staðsetja sig og skoðanir sínar með tilliti til áskoranna samtímans. Áhersla verður lögð á samskipti og umræður, sjálfsígrundun, mikilvægi inngildingar og gagnrýna kennslufræði til að tryggja umbreytandi og þvermenningarlega námsaðferð.
Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ensku og áhersla lögð á hugmyndafræði algildrar hönnunar þannig að tekið sé tillit til ólíka þarfa nemenda hvað varðar tungumál, menningarlegan bakgrunn, fötlun og nauðsynlega aðlögun námsefnis. Námsefni sem byggt verður á í námskeiðinu (ritað efni, mælt mál og sjónrænt efni) verður aðgengilegt bæði á íslensku og ensku, með texta og í auðlesnu formi. Námsefnið mun endurspegla alþjóðlega nálgun á mannréttindum og byggja á hugmyndum fræðimanna, fólks af vettvangi og aðgerðasinna.
Starfendarannsóknir (MVS011F)
Inntak / viðfangsefni
Á námskeiðinu verður farið yfir tilurð og þróun starfendarannsókna í ýmsum löndum, m.a. Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Rýnt verður í hugmyndafræði slíkra rannsókna og hinar margvíslegu myndir sem þær hafa tekið á sig og birtast í ólíkum orðum sem notuð eru um slíkar rannsóknir, t.d. starfendarannsóknir (action research), kennararannsóknir (teacher research), kennslurýni (lesson study), starfstengd sjálfsrýni (self-study) og practitioner research. Sérstök áhersla verður lögð á starfendarannsóknir í skólum og öðrum vettvangi menntunnar, þar á meðal á Íslandi og ákveðin dæmi skoðuð í því sambandi. Megináherslan í námskeiðinu er á að þátttakendur geri rannsókn á eigin starfi/starfsháttum og kynni hana í námskeiðinu. Ekki er skilyrði að nemendur séu í starfi þegar þeir taka námskeiðið.
Vinnulag
Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Grunnhugmyndin er sú að þátttakendur geri rannsókn í tengslum við eigið starf í samráði við kennara og aðra þátttakendur í námskeiðinu og vinni úr henni í nánu samstarfi við kennara og aðra þátttakendur, t.d. í gegnum ígrundanir, kynningar og samræður. Nemendur halda leiðarbók eða rannsóknardagbók um rannsókn sínar og gera lestrardagbók í tengslum við lestur fræðigreina. Að auki taka þeir þátt í ýmis konar verkefnum og umræðum á netinu.
Sjálfbærnimenntun og nám (SFG207F, KME119F)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að beina sjónum að námi, kennslu og frístundastarfi sem stuðlar að sjálfbærni. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er netnámskeið og krafist er 80% skyldumætingar samkvæmt kennsluáætlun.
Dæmi um viðfangsefni eru:
- Aðgerðastefna (e. activism) í námi og kennslu
- Staðtengt nám og reynslunám
- Breyting á hegðun
- Náttúrfræðinám, tækni og sjálfbærni
- Sköpun, þekkingarsköpun og félagsleg sjálfbærni
- Háskólanám og nám fullorðinna
- Formlegt og óformlegt nám
- Sjálfbærni sem námssvið í mótun
Börn sem þurfa sérstakan stuðning í námi (SFG207F, KME119F)
Megintilgangur þessa námskeiðs er að þátttakendur þekki og skilji helstu kenningar, hugtök og nýlegar rannsóknir sem taka til áhættuþátta sem tengjast málþróun og læsi (lestrar og lesskilningi, stafsetningu og ritun) og samspil þessara þátta við nám og félagslegar aðstæður barna. Enn fremur að skilja mikilvægi mál- og boðskiptafærni í skólasamfélaginu. Þátttakendur kynnast og þjálfa sig í að beita kenningum og aðferðum snemmtækrar íhlutunar og fyrirbyggjandi kennslu við raunveruleg verkefni í skólum og leikskólum í vinnu með börnum í áhættuhópum. Loks kynnast þeir hlutverkum og starfsemi tengslastofnana og fagfólks sem þeir eru líklegir til að starfa með bæði innan skóla og utan hans.
Viðfangsefni:
Fjallað verður um hvernig mál og málþróun tengist námi og félagslegri þátttöku nemenda í áhættuhópum í skólasamfélaginu og hvernig koma má til móts við þarfir þeirra með því að beita viðeigandi þekkingu, kennsluháttum, þar með talið úrræðum altækrar hönnunar, bæði í kennslu og kennsluskipulagi. Meðal annars verður fjallað um tengsl málfrávika við einhverfu, ADHD, tvítyngi, námserfiðleika o.fl. Lögð er áhersla á úrræði sem efla nemendur í skólasamfélaginu og sem draga úr sérþörfum þeirra og efla þá í náminu, bæði í lestri, lesskilningi, ritun, stærðfræði og félagslegri þátttöku innan og utan skólans. Kynntar verða aðferðir við að finna börn í áhættuhópum, bæði í leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla með áherslu á inngrip með aðferðum snemmtækrar íhlutunar (m.a. í mál- og tjáskiptavanda), fyrirbyggjandi kennslu og árangursríkum, sannreyndum kennsluaðferðum. Lögð er áhersla á heildræna sýn á nemandann og þarfir hans í samstarfi við foreldra og sérfræðinga.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í formi fyrirlestra og umræðna, samhliða í rauntíma á Teams og í kennslustofu. Margir gestafyrirlesarar koma með sérfræðileg innlegg í tvær staðbundnar lotur á önninni. Nemendur vinna einstaklingsverkefni, og hópverkefni þar sem lögð er áhersla og djúpan skilning á þörfum nemenda og úrræði við hæfi.
Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferð (UME005M, UME010M)
Í námskeiðinu er fjallað um sjálfboðaliðastarf og þær félagslegu, menntunarlegu og sálfræðilegu kenningar sem tengdar hafa verið við þessa tegund borgaralegrar þátttöku. Einnig er rætt um hvata að slíkri þátttöku og kynjamun í því sambandi. Loks er fjallað um mikilvæga þætti í skipulagi og uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs sem eru til þess fallnir að þátttakendur upplifi tilgang með því að taka þátt og séu líklegri til frekari sjálfboðaliðaþátttöku í framtíðinni. Nemendur munu jafnframt fá tækifæri til að kynnast sjálfboðaliðastarfi af eigin raun og taka þátt í starfi hjá stofnunum og félagasamtökum sem veita fólki aðstoð með félagslegt jafnrétti og velferð að leiðarljósi.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður og tímaverkefni í fjögur skipti, tvisvar í staðlotu I og tvisvar í staðlotu II. Skyldumæting er í staðlotum. Sjálfboðaliðastarf á vettvangi fer fram í sex skipti í vissan klukkustundafjölda og þarf þátttaka að vera 100%.
Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferð (UME005M, UME010M)
Í námskeiðinu er fjallað um sjálfboðaliðastarf og þær félagslegu, menntunarlegu og sálfræðilegu kenningar sem tengdar hafa verið við þessa tegund borgaralegrar þátttöku. Einnig er rætt um hvata að slíkri þátttöku og kynjamun í því sambandi. Loks er fjallað um mikilvæga þætti í skipulagi og uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs sem eru til þess fallnir að þátttakendur upplifi tilgang með því að taka þátt og séu líklegri til frekari sjálfboðaliðaþátttöku í framtíðinni. Nemendur munu jafnframt fá tækifæri til að kynnast sjálfboðaliðastarfi af eigin raun og taka þátt í starfi hjá stofnunum og félagasamtökum sem veita fólki aðstoð með félagslegt jafnrétti og velferð að leiðarljósi.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður og tímaverkefni í þrjú skipti á neti. Sjálfboðaliðastarf fyrir Rauða krossinn á vettvangi fer fram í sex skipti í 3 klst. í senn og þarf þátttaka að vera 100%.
- Óháð misseri
- Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskiptingV
- Mentor í SprettiV
- Áhrifaþættir heilsuV
- Börn sem þurfa sérstakan stuðning í námiV
- Menning og vegferð ungmennaV
- Áhættuhegðun og seigla ungmennaV
- Menning og vegferð ungmennaV
- Mannréttindi: Efling félags- og vistfræðilegrar velferðarV
- Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferðV
- Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferðV
- Sjálfbærnimenntun og forystaV
- Sjálfbærnimenntun og námV
- Jákvæð sálfræði og velferðV
Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskipting (FÉL501M)
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni? Í þessu námskeiði er skoðað hvernig félagslegur bakgrunnur einstaklings hefur áhrif á þá félagslegu stöðu sem sem viðkomandi nær að lokum í lífinu og hvernig ójöfnuður endurskapast frá einni kynslóð til annarrar. Námskeiðið fjallar um hvernig félagslegur hreyfanleiki hefur breyst í gegnum tíðina og milli landa og hvaða hlutverki menntun gegnir fyrir félagslegan hreyfanleika. Fjallað verður um helstu kenningar sem notaðar eru til að útskýra ójöfnuð í menntun og félagslegum hreyfanleika og (hugsanlegar) breytingar yfir tíma. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á félagslegan bakgrunn einstaklinga (stétt, menntun foreldra eða félags-efnahagslega stöðu foreldra) en misrétti á grundvelli kyns og þjóðernisuppruna verður einnig skoðað á síðustu fundum. Í málstofunni munum við lesa blöndu af klassískum og nýlegum textum. Jafnframt verður sérstök áhersla lögð á að fjalla um lestur og niðurstöður frá öðrum löndum í samanburði við Ísland.
Mentor í Spretti (GKY001M)
Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í að vera mentor fyrir þátttakendur á framhaldsskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.
Sprettur er verkefni sem styður við framhaldsskólanemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun. Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku.
Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað. Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-20 nemendur valdir til þátttöku.
Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur
Áhrifaþættir heilsu (HÍT504M)
Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnskilgreiningar á hugtökunum: heilsa og heilbrigði, sjúkdómar og fötlun. Farið verður yfir helstu áhrifaþætti heilbrigðis og hugtakið heilsulæsi kynnt. Ræddir verða sérstakir áhrifavaldar á heilsufar. Bæði verða kynntir þættir sem geta ógnað heilsu og heilbrigði en einnig skoðað hvaða þættir geta haft jákvæð heilsueflandi áhrif. Sérstök áhersla verður á áhrif umverfis á heilsu. Fjallað verður um hugtakið heilsulæsi og hvernig megi nota þá nálgun til að bæta heilsu og vinnu að forvörnum.
Athugið: Námskeiðið hét áður Hugur, heilsa og heilsulæsi.
Börn sem þurfa sérstakan stuðning í námi (KME119F, UME009M)
Megintilgangur þessa námskeiðs er að þátttakendur þekki og skilji helstu kenningar, hugtök og nýlegar rannsóknir sem taka til áhættuþátta sem tengjast málþróun og læsi (lestrar og lesskilningi, stafsetningu og ritun) og samspil þessara þátta við nám og félagslegar aðstæður barna. Enn fremur að skilja mikilvægi mál- og boðskiptafærni í skólasamfélaginu. Þátttakendur kynnast og þjálfa sig í að beita kenningum og aðferðum snemmtækrar íhlutunar og fyrirbyggjandi kennslu við raunveruleg verkefni í skólum og leikskólum í vinnu með börnum í áhættuhópum. Loks kynnast þeir hlutverkum og starfsemi tengslastofnana og fagfólks sem þeir eru líklegir til að starfa með bæði innan skóla og utan hans.
Viðfangsefni:
Fjallað verður um hvernig mál og málþróun tengist námi og félagslegri þátttöku nemenda í áhættuhópum í skólasamfélaginu og hvernig koma má til móts við þarfir þeirra með því að beita viðeigandi þekkingu, kennsluháttum, þar með talið úrræðum altækrar hönnunar, bæði í kennslu og kennsluskipulagi. Meðal annars verður fjallað um tengsl málfrávika við einhverfu, ADHD, tvítyngi, námserfiðleika o.fl. Lögð er áhersla á úrræði sem efla nemendur í skólasamfélaginu og sem draga úr sérþörfum þeirra og efla þá í náminu, bæði í lestri, lesskilningi, ritun, stærðfræði og félagslegri þátttöku innan og utan skólans. Kynntar verða aðferðir við að finna börn í áhættuhópum, bæði í leikskólum og fyrstu bekkjum grunnskóla með áherslu á inngrip með aðferðum snemmtækrar íhlutunar (m.a. í mál- og tjáskiptavanda), fyrirbyggjandi kennslu og árangursríkum, sannreyndum kennsluaðferðum. Lögð er áhersla á heildræna sýn á nemandann og þarfir hans í samstarfi við foreldra og sérfræðinga.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í formi fyrirlestra og umræðna, samhliða í rauntíma á Teams og í kennslustofu. Margir gestafyrirlesarar koma með sérfræðileg innlegg í tvær staðbundnar lotur á önninni. Nemendur vinna einstaklingsverkefni, og hópverkefni þar sem lögð er áhersla og djúpan skilning á þörfum nemenda og úrræði við hæfi.
Menning og vegferð ungmenna (KME119F, UME009M)
Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.
Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.
Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F, UME009M)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.
Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.
Menning og vegferð ungmenna (UME206F, UME009M)
Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.
Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.
Mannréttindi: Efling félags- og vistfræðilegrar velferðar (UME011M, MAN017F)
Þverfaglegt mannréttindanámskeið þar sem áhersla er lögð á að beita mannréttindasjónarhorni sem tæki til að knýja fram umbætur í félags- og velferðarmálum. Með því að rýna á heildstæðan og gagnrýninn hátt ríkjandi kerfi og ferla sem skapa og viðhalda ójöfnuði, mismunun og útilokun, er ætlunin að styðja við og auka þekkingu og leikni í að stuðla að uppbyggingu friðsamlegra samfélaga, án aðgreiningar.
Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nota gagnrýna mannréttindanálgun til að virkja nemendur í umræðum um félags- og velferðarmálefni í nútímasamfélagi. Nemendur greina viðfangsefni í nærsamfélagi sínu og alþjóðasamfélaginu með aðferðum tilviksrannsókna. Viðfangsefnin geta til að mynda tengst hælisleitendum og flóttafólki, fötlun, kynferði, fátækt, kynhneigð eða samþættingu framangreindra þátta.
Nemendur fá æfingu í að rýna viðfangsefni á gagnrýninn hátt og tækifæri til að staðsetja sig og skoðanir sínar með tilliti til áskoranna samtímans. Áhersla verður lögð á samskipti og umræður, sjálfsígrundun, mikilvægi inngildingar og gagnrýna kennslufræði til að tryggja umbreytandi og þvermenningarlega námsaðferð.
Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ensku og áhersla lögð á hugmyndafræði algildrar hönnunar þannig að tekið sé tillit til ólíka þarfa nemenda hvað varðar tungumál, menningarlegan bakgrunn, fötlun og nauðsynlega aðlögun námsefnis. Námsefni sem byggt verður á í námskeiðinu (ritað efni, mælt mál og sjónrænt efni) verður aðgengilegt bæði á íslensku og ensku, með texta og í auðlesnu formi. Námsefnið mun endurspegla alþjóðlega nálgun á mannréttindum og byggja á hugmyndum fræðimanna, fólks af vettvangi og aðgerðasinna.
Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferð (UME005M, UME010M)
Í námskeiðinu er fjallað um sjálfboðaliðastarf og þær félagslegu, menntunarlegu og sálfræðilegu kenningar sem tengdar hafa verið við þessa tegund borgaralegrar þátttöku. Einnig er rætt um hvata að slíkri þátttöku og kynjamun í því sambandi. Loks er fjallað um mikilvæga þætti í skipulagi og uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs sem eru til þess fallnir að þátttakendur upplifi tilgang með því að taka þátt og séu líklegri til frekari sjálfboðaliðaþátttöku í framtíðinni. Nemendur munu jafnframt fá tækifæri til að kynnast sjálfboðaliðastarfi af eigin raun og taka þátt í starfi hjá stofnunum og félagasamtökum sem veita fólki aðstoð með félagslegt jafnrétti og velferð að leiðarljósi.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður og tímaverkefni í fjögur skipti, tvisvar í staðlotu I og tvisvar í staðlotu II. Skyldumæting er í staðlotum. Sjálfboðaliðastarf á vettvangi fer fram í sex skipti í vissan klukkustundafjölda og þarf þátttaka að vera 100%.
Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferð (UME005M, UME010M)
Í námskeiðinu er fjallað um sjálfboðaliðastarf og þær félagslegu, menntunarlegu og sálfræðilegu kenningar sem tengdar hafa verið við þessa tegund borgaralegrar þátttöku. Einnig er rætt um hvata að slíkri þátttöku og kynjamun í því sambandi. Loks er fjallað um mikilvæga þætti í skipulagi og uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs sem eru til þess fallnir að þátttakendur upplifi tilgang með því að taka þátt og séu líklegri til frekari sjálfboðaliðaþátttöku í framtíðinni. Nemendur munu jafnframt fá tækifæri til að kynnast sjálfboðaliðastarfi af eigin raun og taka þátt í starfi hjá stofnunum og félagasamtökum sem veita fólki aðstoð með félagslegt jafnrétti og velferð að leiðarljósi.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður og tímaverkefni í þrjú skipti á neti. Sjálfboðaliðastarf fyrir Rauða krossinn á vettvangi fer fram í sex skipti í 3 klst. í senn og þarf þátttaka að vera 100%.
Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F, SFG207F)
Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti aðra hverja viku (til skiptis á íslensku/ensku). Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.
Dæmi um viðfangefni:
- Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
- Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
- Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
- Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
- Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
- Námskrárbreytingar
Sjálfbærnimenntun og nám (SFG003F, SFG207F)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að beina sjónum að námi, kennslu og frístundastarfi sem stuðlar að sjálfbærni. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er netnámskeið og krafist er 80% skyldumætingar samkvæmt kennsluáætlun.
Dæmi um viðfangsefni eru:
- Aðgerðastefna (e. activism) í námi og kennslu
- Staðtengt nám og reynslunám
- Breyting á hegðun
- Náttúrfræðinám, tækni og sjálfbærni
- Sköpun, þekkingarsköpun og félagsleg sjálfbærni
- Háskólanám og nám fullorðinna
- Formlegt og óformlegt nám
- Sjálfbærni sem námssvið í mótun
Jákvæð sálfræði og velferð (UME102M)
Fræðilegur rammi námskeiðsins byggir á rannsóknum á velfarnaði og jákvæðri sálfræði. Fjallað verður um ólíkar kenningar um velfarnað og hamingju; þætti eins og hugarfar, tilfinningar og félagstengsl, sjálfstjórn, sjálfsþekkingu og drifkraft/áhugahvöt. Kynntar eru aðferðir til að stunda sjálfsskoðun, aðferðir sem jafnframt efla farsæld og sjálfsþekkingu; svo sem núvitund , markmiðasetningu, hvernig vinna megi með styrkleika og gildi og aðrar raunprófaðar aðferðir.
Nemendur vinna meðal annars fræðileg verkefni þar sem þeir tengja fræðin við áhugasvið eða eigin starfsvettvang. Einnig vinna þeir verkefni sem fela í sér sjálfsskoðun og persónulega stefnumótun. Þá munu nemendur fara í gegnum heildstætt grunnnámskeið í núvitund, fara í gegnum æfingar heima og halda dagbók í tengslum við núvitundarþjálfunina.
Námskeiðið byggir á erindum, æfingum og umræðum með áherslu á virka þátttöku nemenda.
Námskeiðið er opið nemendum úr öllum deildum háskólans, en hentar einkum þeim sem hafa áhuga á heilsueflingu og lífsleikni, aukinni samskiptahæfni sem og þeim sem hafa hug á að starfa með fólki á vettvangi; sem ráðgjafar, kennarar, leiðbeinendur eða leiðtogar.
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Fylgstu með Menntavísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.