Heilsuefling og heimilisfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Heilsuefling og heimilisfræði

Heilsuefling og heimilisfræði

180 einingar - B.Ed. gráða

. . .

Viltu stuðla að góðri heilsu og vellíðan í skólastarfi? Ef þú hefur áhuga á mat, heilsu og vellíðan þá gæti nám í heilsueflingu og heimilisfræði verið fyrir þig. Boðið er upp á grunnskólakennaranám þar sem nemendur sérhæfa sig í faggreininni heimilisfræði samhliða því að byggja upp traustan grunn í heilsueflingu í skólastarfi.

Um námið

Heilsuefling og heimilisfræði er þriggja ára 180 eininga nám til B.Ed-gráðu. Í náminu er lögð áhersla á að verðandi heimilisfræðikennarar geti tekið að sér leiðandi hlutverk innan heilsueflandi skóla, innan og utan heimilisfræðistofunnar. Nemendur sækja hagnýt og fræðileg námskeið um matreiðslu, heilsueflingu, kennslufræði, næringu, auk annarra námskeiða. 

Nýjar áherslur

Sífellt meiri áhersla er lögð á hlutverk skóla í að styðja við góða heilsu og líðan, enda hefur skólinn ekki aðeins tækifæri
til að jafna stöðu einstaklinga með aðgengi að þekkingu og færniþjálfun heldur má einnig líta á styðjandi áhrif heilsu og
menntunar hvort á annað. Heilsuefling og heimilisfræði eiga margt sameiginlegt en hvoru tveggja snýst um vellíðan og heilsu.
 

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf.

Umsagnir nemenda

Anna Rut Ingvadóttir
Svava Sigríður Svavarsdóttir
Anna Rut Ingvadóttir
Heilsuefling og heimilisfræði

Heimilisfræðikennaranámið hefur reynst mér sérstaklega vel. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð en í náminu öðlaðist ég dýpri þekkingu og færni í næringarfræði og heilsueflingu. Sú þekking hefur bæði hjálpað mér í mínu persónulega lífi og ekki síður undirbúið mig til að kenna öðrum. Fyrir mig er þetta undirbúningur fyrir draumastarfið. Ég get ekki ímyndað mér betra framtíðarstarf en að kenna börnum og unglingum mikilvægi heimagerðra máltíða og hollrar næringar.

Svava Sigríður Svavarsdóttir
B.Ed. í Heilsuefling og heimilisfræði

Heilsuefling og heimilisfræði fer vel saman þar sem góð næring er stór partur af heilsueflingu. Verkleg vinna í eldhúsi er góður vettvangur til að tengja saman fræði og framkvæmd ásamt því að kenna nemendum undirstöðu næringar með því að læra að útbúa einfalda, holla og góða rétti. Auðvelt er að vekja áhuga nemenda með ýmsum verkefnum og mikilvægt er að hlúa að þessum þáttum frá upphafi skólagöngu þeirra. Í mínu starfi hef ég verið dugleg að tengja saman ólíka þætti heilsu enda eru tækifærin ótal mörg.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Námsbrautinni er ætlað að mennta heimilisfræðikennara sem sérfræðinga í heilsueflingu og heimilisfræðikennslu. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nema fyrir heimilisfræðikennslu í grunnskóla og samstarf kennara þar sem viðkomandi getur tekið að sér leiðtogahlutverk í heilsueflingu innan skólans og víðar í samfélaginu.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla í heimilisfræði í grunnskóla
  • Leiðtogahlutvek í heilsueflingu
  • Sérfræðistörf í menntakerfinu
Þú gætir líka haft áhuga á:
NæringarfræðiÍþrótta- og heilsufræðiGrunnskólakennsla yngri barna
Þú gætir líka haft áhuga á:
NæringarfræðiÍþrótta- og heilsufræði
Grunnskólakennsla yngri barna

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs[hja]hi.is

Almennum fyrirspurnum skal beint til kennsluskrifstofu.

Fyrirspurnum til deildarinnar og um námið í deildinni skal beint til deildarstjóra, Sigurlaugar Maríu Hreinsdóttur (525 5981, sigurlaug[hja]hi.is).