Heilsuefling og heimilisfræði
Heilsuefling og heimilisfræði
B.Ed. gráða – 180 einingar
Viltu stuðla að góðri heilsu og vellíðan í skólastarfi? Ef þú hefur áhuga á mat, heilsu og vellíðan þá gæti nám í heilsueflingu og heimilisfræði verið fyrir þig. Boðið er upp á grunnskólakennaranám þar sem nemendur sérhæfa sig í faggreininni heimilisfræði samhliða því að byggja upp traustan grunn í heilsueflingu í skólastarfi.
Skipulag náms
- Haust
- Vinnulag í háskólanámi
- Íslenska í skólastarfi I
- Stærðfræði I
- Inngangur að kennslufræði grunnskóla
- Hönnun sem uppspretta sköpunar
- Vor
- Inngangur að heilsueflingu og heimilisfræði
- Kennslufræði grunnskóla
- Næring og orkujafnvægi
- Íslenska í skólastarfi II
- Stærðfræði II
Vinnulag í háskólanámi (HÍT101G)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum grundvallarfærni í fræðilegum vinnubrögðum. Kynnt verða meginatriði í skipulagi og frágangi verkefna og ritgerða. Áhersla verður lögð á að þjálfa nemendur í að skrifa fræðilegan texta á góðri íslensku. Nemendur öðlast þjálfun í að finna heimildir í gegnum leitarvélar, nota og skrá heimildir á réttan hátt.
Námsmat byggist á vikulegum verkefnaskilum og stuttri fræðilegri greinargerð sem skilað er í lok námskeiðs.
Íslenska í skólastarfi I (ÍET103G)
Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska menningu og bókmenntir í víðum skilningi og þátt þeirra í almennri málnotkun sem og í málheimi ólíkra faggreina innan skólakerfisins.
Fengist verður við grundvallarhugtök í bókmenntafræði, orðræðugreiningu og menningarfræði og gefin dæmi um fjölbreyttar leiðir og miðla við kennslu sem stuðla að skilningi og áhuga grunnskólanema á eigin menningu og annarra.
Kennaranemar fá tækifæri til að lesa fagurbókmenntatexta úr fortíð og nútíð og setja í samhengi við eigin reynsluheim og kennslu ólíkra faggreina í framtíðinni.
Fjallað verður um fjölbreytta texta, jafnt fagurbókmenntir sem nytjatexta og afþreyingartexta, með það að markmiði að nemendur geri sér grein fyrir því að tungumálið er það verkfæri sem við notum í öllu okkar daglega lífi og námi þvert á námsgreinar. Í námskeiðinu verður leitast við að greina þau djúpu lög merkingar sem finna má í ólíkum textum og búa nemendum í hendur verkfæri til að greina texta í umhverfi sínu á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt.
Í fyrirlestrum kennara og verkefnum kennaranema verður sjónum beint að því hvernig samþætta má ólíkar námsgreinar grunnskólanna. Þannig verður einblínt á þann þátt kennarastarfsins sem felur í sér að kenna ólíkar námsgreinar á íslensku. Nemendum gefst því tækifæri til að ígrunda þátt tungumálsins í ólíkum greinum, t.d. samfélagsfræði, stærðfræði og raungreinum, erlendum tungumálum, og ekki síst í listgreinum, t.a.m. myndmennt og leiklist.
Stærðfræði I (SNU101G)
Á námskeiðinu kynnast kennaranemar meginmarkmiðum náms í stærðfræði í grunnskóla. Fjallað er um hvað felst í stærðfræðinámi og hvernig styðja má grunnskólanemendur við stærðfræðinám.
Nemendur læri hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að því að skilningur nemenda á stærðfræðilegum hugtökum styrkist.
Fjallað verður um hlutverk stærðfræðikennarans og hæfni sem hann þarf að búa yfir.
Nemar kynnast beitingu upplýsingatækni við nám og kennslu.
Inngangur að kennslufræði grunnskóla (KME102G)
Um er að ræða inngangsnámskeið í kennslufræði, ætlað verðandi grunnskólakennurum. Hér eru hugmyndir, aðferðir og hugtök kynnt til sögunnar, sem fá svo ítarlegri umfjöllun og meðferð í síðari kennslufræðinámskeiðum (NK-námskeiðum). Meginmarkmið er að veita nemendum innsýn í kenningar og rannsóknir um nám og kennslu í skóla án aðgreiningar, auk þess að gefa mynd af störfum og starfsumhverfi grunnskólakennara. Áhersla er lögð á tengsl við starfsvettvang og að nemendur tengi viðfangsefni námskeiðsins eigin reynslu og viðhorfum og leggi grunn að eigin starfskenningu. Mikilvægar hugmyndir, hugtök og viðfangsefni: Námskenningar, menntarannsóknir, nám-nemandi-námsaðstæður, kennsluhættir og kennsluáætlanir, samskipti og samstarf, kennarinn sem fagmanneskja, starfskenning og starfsuhverfi kennara, lagarammi, reglugerðir og námskrár sem snerta skyldunám.
Vinnulag: Fyrirlestrar, málstofur, skapandi viðfangsefni og margvísleg verkefni unnin einstaklingslega eða í samvinnu við aðra. Tengsl við vettvang.
Hönnun sem uppspretta sköpunar (LVG104G)
Námskeiðið er kynning á kennslu og gildi uppeldismiðaðra hönnunar- og handverksgreina: Hönnun og smíði, Textíll og hönnun og Heilsuefling og heimilisfræði. Verkefnahugmyndir eru lagaðar að ólíkum faggreinum námskeiðsins. Áhersla er lögð á þekkingar- og færniþætti frá hugmynd að fullvinnslu í öllum verkþáttum námskeiðsins. Nemendur vinna viðfangsefni sem henta vel í skólastarfi og skrá vinnuferli í ljósmyndum, teikningum og í textaformi.
Inngangur að heilsueflingu og heimilisfræði (HHE204G)
Námskeiðið miðar að því að kynna nemendum helstu viðfangsefni og grunnhugtök sem þeir munu takast á við í náminu bæði tengt heilsueflingu og heimilisfræði. Einnig að búa nemendur undir fyrstu skrefin í vettvangsnámi á vettvangi. Í verkefnavali taka nemendur mið af grunnþáttum menntunar og hæfniviðum heimilisfræði í Aðalnámskrá grunnskóla. Í úrvinnslu verkefna er lögð áhersla á skapandi og fagleg vinnubrögð. Nemendur fá grunnþjálfun í gerð kennsluáætlana, kynnast fjölbreyttum kennsluaðferðum, grunnaðferðum í eldhúsi, gerð myndbanda fyrir kennslu og gerð og uppsetningu uppskrifta.
Kennslufræði grunnskóla (KME206G)
Námskeiðið miðar að því að kennaranemar öðlist þekkingu og leikni í almennri kennslufræði og hæfni til að kenna grunnskólanemendum.
- Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir í grunnskólum, námsumhverfi og bekkjarstjórnun, og leitað er svara við spurningunni um hvað einkenni árangursríka kennslu.
- Athygli er beint að einkennum aldursstiga grunnskóla, yngsta- mið- og efsta stigi eða unglingastigi, og kynntar leiðir til að örva þroska og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda í skóla án aðgreiningar.
- Fjallað verður um samvinnu og samskipti nemenda, teymisvinnu og teymiskennslu kennara, en einnig tengsl heimila og skóla og þátttöku foreldra í námi barna sinna.
- Kennaranemar fá þjálfun í framsögn og raddvernd, tjáningu og framkomu.
- Með vettvangsnámi fær kennaranemi æfingu í að skipuleggja fjölbreytt nám, útfæra kennsluaðferðir, nýta upplýsingatækni og leggja mat á reynslu sína.
Næring og orkujafnvægi (HÍT201G)
Farið verður í grundvallaratriði og hugtök næringarfræðinnar, hlutverk og gildi næringarefna, meltingu, frásog og flutning. Sérstök áhersla er lögð á orkuefnin og orkuefnaskiptin, en einnig er fjallað um valin vítamín, steinefni og önnur næringarefni að því marki sem þau eru tekin fyrir í almennum ráðleggingum um mataræði.
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og verkefnavinnu, þar á meðal athugun á eigin mataræði. Þannig má auka skilning á viðfangsefninu og tengja það daglegu lífi og neysluháttum.
ATH. Námskeiðin HÍT201 Næring og orkujafnvægi 5e og HÍT401 Næring og heilsa 5e koma í stað námskeiðsins ÍÞH503G Næring heilsa og þjálfun 10e. Þeir nemendur sem hafa lokið því þurfa ekki að taka 5e námskeiðin.
Íslenska í skólastarfi II (ÍET204G)
Í námskeiðinu verður íslenska og fjölbreyttar birtingarmyndir hennar í forgrunni, með sérstaka áherslu á notkun hennar innan skólastofunnar óháð faggrein, en einnig verður horft til þess hvað einkennir mál hverrar faggreinar og orðaforða hennar.
Fjallað verður um mál kennaranema sjálfra og hvernig þeir lærðu það. Einnig verður komið inn á málnotkun kennaranema og hvernig þeir laga sig að aðstæðum, hvort sem er í óformlegu spjalli á samfélagsmiðlum eða í formlegri ritun, og það sett í samhengi við þau málsnið sem kennari þarf að nota þegar hann talar við nemendur við ólíkar aðstæður. Í tengslum við það fá kennaranemar þjálfun í að fjalla um eigin málnotkun og annarra með viðeigandi hugtökum.
Orðaforði málsins og þrískipting hans verður til sérstakrar umfjöllunar, þar sem lagt verður upp úr því að tengja við hugtakanotkun og málfar ólíkra námsgreina grunnskólans og kennslu þeirra, og þá ekki hvað síst með tilliti til ólíkrar getu grunnskólanema í tungumálinu, hvort sem um er að ræða nemendur með íslensku sem fyrsta eða annað mál.
Stærðfræði II (SNU204G)
Á námskeiðinu styrkja nemar tök sín á völdum þáttum úr stærðfræði, þar á meðal talnafræði og rúmfræði. Jafnframt er fjallað um talnaritun og reikning.
Áhersla er lögð á fjölbreytni og sjálfstæði í leit að lausnum á stærðfræðilegum þrautum. Nemendur kynnist því hvernig fjölbreyttar leiðir í kennslu geta stuðlað að auknum skilningi nemenda á stærðfræðilegum hugtökum.
- Haust
- Vistkerafæði – hollur matur fyrir heilbrigði fólks og jarðar
- Lífshlaupið: Hugsun, hreyfifærni og félagstengsl
- Siðfræði og fagmennska
- Útikennsla, útinám og heilsaB
- Samspil lífvera og umhverfisB
- Vor
- Vettvangsnám í heilsueflingu og heimilisfræði II – Matarmenning og umhverfi
- Matur menning heilsa
- Næring og heilsa
- Námskrá og námsmat
- Heilbrigði og velferð - heilsueflandi samfélag
Vistkerafæði – hollur matur fyrir heilbrigði fólks og jarðar (HHE302G)
Námskeiðið Vistkerafæði (e. flexitarian diet) miðar að því að kynna nemendum hvernig fæðuval hefur áhrif á heilbrigði fólks og jarðar. Það er mikilvægt að hafa í huga að það sem við borðum hefur ekki aðeins áhrif á heilbrigði okkar sjálfra heldur einnig líka á heilbrigði jarðarinnar. Með heilbrigði fólks og jarðar að leiðarljósi inniheldur fæði okkar meira af grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum og heilkornum en í hefðbundnara fæði. Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuþætti vistkerafæðis og hvernig hægt er að breyta fæðuvali til hagsbóta fyrir okkur sjálf og jörðina. Með breyttu fæðuvali væri hægt að minnka líkur á ýmsum sjúkdómum, framleiða nægan mat fyrir alla og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Lífshlaupið: Hugsun, hreyfifærni og félagstengsl (HÍT001G)
Fjallað er um lífshlaup mannsins og þær breytingar sem verða á hugsun, hreyfifærni og félagstengslum. Helstu kenningum á þessu sviði verður gerð skil, þ.m.t. um erfðir, atlæti, tilfinningar, sjálfsmynd og siðferði.
Farið er yfir hvert þroskaskeið með hliðsjón af líkams-, vitsmuna-, félags- og tilfinningaþroska, og umfjöllunin tengd starfsvettvangi deildarinnar. Þar sem nemendur munu starfa við fjölbreyttar aðstæður í framtíðinni verður lögð áhersla á umfjöllun um áhrif erfða, uppeldis, félagslegra aðstæðna, lífsstíls og menntunar á þroska einstaklingsins.
Fjallað verður um leiðir til að fá einstaklinga til að breyta hegðun sinni og viðhorfum í átt að auknu andlegu og líkamlegu heilbrigði.
Siðfræði og fagmennska (ÞRS312G)
Í þessu námskeiði er farið í siðfræði með áherslu á nytjastefnu, réttarstefnu (skyldukenningar), mannréttindi og siðfræðileg hugtök eins og sjálfræði, velferð, friðhelgi einkalífs og virðingu. Jafnframt er fjallað um tengsl fagmennsku og siðferðis.
Áhersla er lögð á að tengja hina fræðilegu umfjöllun við siðferðileg álitamál í starfi fagstétta sem vinna með margvíslegum hópum í samfélaginu
Útikennsla, útinám og heilsa (ÍÞH325G, SNU004G)
Viðfangsefni
Fjallað er um hvernig hægt er að færa bóklega kennslu út úr skólabyggingunni og auka m.a. hreyfingu nemenda í skólastarfi. Áhersla er lögð á mikilvægi útiveru fyrir fólk og tengsl þess við náttúru og sitt nærumhverfi. Nememdur fara í útinámsleiðangra, kynnast útikennslu í verki með heimsókn á vettvang og þátttöku í örnámskeiðum og almennri fræðslu. Nemendur skipuleggja útinám og fylgja skipulaginu eftir með verklegri kennslu.
Samspil lífvera og umhverfis (ÍÞH325G, SNU004G)
Á námskeiðinu verður fjallað um megin þætti vistfræðinnar: eðli og gerð vistkerfa (flæði orku og hringrásir efna, stöðugleika), samfélög lífvera og samspil þeirra sín á milli, stofnabreytingar og framvindu í vistkerfum. Fjallað verður um gildi fjölbreytileika lífvera fyrir framtíð jarðar og sjálfbæra þróun. Einnig verða tekin fyrir dæmi um íslensk vistkerfi, einkenni þeirra, sérstöðu og virði.
Þá verður fjallað um áhrif mannsins á náttúru og umhverfi, þar sem tekin verða fyrir helstu umhverfisvandamál jarðar og á Íslandi. Rætt verður um vænlegar leiðir í umhverfismennt þar sem tengsl vistfræði og geta nemenda til aðgerða í átt til sjálfbærar þróunar verða í forgrunni.
Vettvangsnám í heilsueflingu og heimilisfræði II – Matarmenning og umhverfi (HHE401G, HHE601G)
Námskeiðið skal taka samhliða námskeiðinu Matur menning heilsa. Námskeiðið miðar að því að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám í heimilisfræði með áherslu á matarmenningu og umhverfi í samhengi við kennslufræðilega þætti og náms- og starfsumhverfi greinarinnar í grunn- og framhaldsskólum. Markmiðið er að nemendur geti tengt og rökstutt gildi og mikilvægi heilsueflingar og heimilisfræði fyrir framtíð einstaklinga og samfélagsins alls. Nemendur kynnast margbreytileika kennslunnar, hugtakanotkun og fjölbreyttum kennsluaðferðum sem tengjast heilsueflingu og heimilisfræði. Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara námskeiðsins og leiðsagnarkennara á vettvangi. Einnig taka þeir mið af hæfniviðmiðum heimilisfræðinnar í aðalnámskrá og skólanámskrá viðtökuskóla. Kennsluverkefnin eru aldursmiðuð og með tengingu við sköpun, sjálfbærni og læsi sem og aðra grunnþætti menntunar. Áhersla verður lögð á þjálfun í gerð þemaverkefna um matarmenningu og samþættingu sjálfbærni við verkefni í heimilisfræði. Nemendur halda leiðarbók sem tengist verkefnum og vettvangshluta námsins og skila greinargerð um vettvangshluta námsins.
Matur menning heilsa (HHE402G, HHE602G)
Inntak og meginviðfangsefni:
Lögð er áhersla á að lesa fræðilega texta um matreiðslu og bakstur og þá eðlisfræði sem þar liggur að baki. Í tengslum við lesturinn læra nemendur helstu grundvallar aðferðir í matreiðslu og bakstri og hvernig þær tengjast hollustu matarins. Lögð verður áhersla á að nemendur kynni sér vel hvað felst í hollu mataræði. Matreiddir verða meðal annars ýmsir réttir sem tengjast viðfangsefni lesefnisins og einnig réttir sem teljast lýsandi fyrir íslenska matargerð á 20. öld. Til samanburðar verða matreiddir þjóðarréttir frá ýmsum löndum. Farið verður yfir undirstöðuþætti almennra hreinlætis- og örverufræða. Nemendum er ætlað að öðlast skilning á mikilvægi hollra lífshátta og hreinlætis út frá persónulegu sjónarmiði og sjónarmiðum samfélagsins sem tengjast heilbrigði og fjárhag.
Næring og heilsa (HÍT401G)
Hér verður lögð áhersla á tengsl næringar við heilsufar og hlutverk næringar í forvörnum gegn langvinnum sjúkdómum sem tengjast lífsháttum fólks. Einnig verður horft á samspil næringar og hreyfingar og þátt næringar í þjálfun. Nemendur kynnast jafnframt hlutverki vítamína, stein- og snefilefna ásamt vökvajafnvægi. Lögð er áhersla á að nemendur fái þjálfun í að skoða og skilja rannsóknir í næringarfræði, hvernig má safna og vinna úr upplýsingum og hvernig ber að túlka þær í samhengi við aðra lífshætti og heilsufar.
Um er að ræða framhald af námskeiðinu Næring og orkujafnvægi.
ATH. Námskeiðin HÍT201 Næring og orkujafnvægi 5e og HÍT401 Næring og heilsa 5e koma í stað námskeiðsins ÍÞH503G Næring heilsa og þjálfun 10e. Þeir nemendur sem hafa lokið því þurfa ekki að taka 5e námskeiðin.
Námskrá og námsmat (KME402G)
Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og geti beitt þekkingu sinni á því í skólastarfi.
Nemendur kynnast lykilhugtökum námsmats- og námskrárfræða. Fjallað er um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð og þróun skólanámskrár eru gerð skil og þar með einnig við gerð námsáætlana fyrir námshópa, bekki eða einstaka nemendur.
Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og notkun einkunna og vitnisburða). Lögð er áhersla á að nemendur kynnist helstu hugtökum og aðferðum í námsmatsfræðum.
Nemendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms.
Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum, kynningum, umræðum í málstofum og hópverkefnum.
Heilbrigði og velferð - heilsueflandi samfélag (HHE404M)
Inntak og meginviðfangsefni
Megininntak námskeiðsins grundvallast af auknu vægi sem heilsa og vellíðan hefur fengið í öllu skólastarfi. í fyrsta lagi með innleiðingu á grunnstoðinni Heilbrigði og velferð eins og hún er kynnt í Aðalnámskrá og ritröð um grunnþætti menntunar. Í öðru lagi með heilsueflandi verkefnum Embættis landlæknis, sem beinast bæði að skólum og samfélaginu öllu. í þriðja lagi með Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem beinast að samfélaginu öllu.
Á fyrstu síðu í hefti um grunnstoðina Heilbrigði og velferð segir: „Heilbrigði byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan. Það ræðst af flóknu samspili einstaklings við umhverfi sitt og félagslegum kringumstæðum. Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan óháð efnahag og aðstæðum enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla. Helstu áhersluþættir heilbrigðis eru jákvæð og raunsönn sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra. Allir þurfa að fá tækifæri til að njóta styrkleika sinna og byggja upp trausta sjálfsmynd sem er undirstaða þess að geta tekið upplýstar og ábyrgar ákvarðanir í tengslum við eigið heilbrigði. Veita þarf fræðslu um gildi hreyfingar, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til að hreyfa sig. Í skólaumhverfinu þarf að stuðla að heilsusamlegu fæðuvali með fræðslu og góðu framboði á fjölbreyttum mat.”
Um Heilsueflandi samfélag segir í texta á vef Embættis landlæknis: „Samfélag sem leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum er Heilsueflandi samfélag.“ Einnig segir „Í heilsueflandi samfélagi er stöðug áhersla lögð á að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði, og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi.“
Vinnulag
Námskeiðið er kennt bæði sem staðnám og fjarnám þar sem fyrirlestrar eru teknir upp á settir inn á fjarnámsvef. Á námskeiðinu fá nemendur námsefni miðlað á vef, taka heimapróf á Canvas úr lesefni og vinna fræðileg verkefni. Í innlotum eru aðrir fyrirlestrar og vinnustofur. Skyldumæting er í staðlotur.
Til að standast námskeið þarf lágmarkseinkunnina 5,0 í sérhverju verkefni og prófi.
- Haust
- Aðferðafræði rannsókna í heilsueflingu, íþrótta- og tómstundafræði
- Sérfæði og matur við sérstök tækifæriB
- Áhrifaþættir heilsuB
- Næring og þjálfun ungmennaB
- Næring í afreksþjálfunB
- Vor
- Vettvangsnám í heilsueflingu og heimilisfræði II – Matarmenning og umhverfi
- Matur menning heilsa
- Lokaverkefni
- Heilsuhegðun og fæðuval – áhrifaþættir og mótun
Aðferðafræði rannsókna í heilsueflingu, íþrótta- og tómstundafræði (HÍT501G)
Í þessu námskeiði er fjallað um aðferðafræði rannsókna. Fjallað er um hvernig framkvæma á rannsóknir með eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum og farið er yfir siðfræði rannsókna.
Fjallað er um helstu rannsóknaraðferðir og rannsóknarferlið kynnt. Nemendur rýna í rannsóknir á sínu fræðisviði í því skyni að auka hæfni þeirra til að nýta sér niðurstöður rannsókna og tileinka sér gagnrýnið hugarfar. Áhersla er á ólík rannsóknarsnið, úrtaksaðferðir, áreiðanleika og réttmæti rannsóknarniðurstaðna.
Í eigindlega hluta námskeiðsins er fjallað um öflun, skráningu, flokkun og túlkun eigindlegra gagna og nemendur vinna verkefni í tengslum við það. Í megindlega hluta námskeiðsins verður fjallað um breytur, áhersla lögð á lýsandi tölfræði þar með talið framsetningu niðurstaðna í texta, töflum og myndum og nemendur vinna verkefni í samræmi við það.
Sérfæði og matur við sérstök tækifæri (HHE501M, HHE502M)
Inntak og meginviðfangsefni:
Á námskeiðinu verður farið í ýmsa þá þætti mataræðis sem ekki falla undir hefðbundið mataræði. Kannaður verður munurinn á sérfæði og matarvenjum. Undir hugtakið sérfæði falla sjúkdómar, algeng matarofnæmi, mataróþol og trúarbrögð og verða þessir þættir skoðaðir sérstaklega. Nemendur læra að aðlaga og breyta uppskriftum fyrir sérfæði. Þei fá einnig að æfa sig í að elda sérfæði ýmiskonar. Fjallað verður um mat til hátíðarbrigða, nesti í gönguferðir og ferðalög og svo fæði íþróttafólks. Nemendur fá að spreyta sig á að útbúa veisluborð, nesti fyrir gönguferðir og ferðalög og mat fyrir ýmsar íþróttagreinar. Skoðað verður hvaða stefnur og straumar eru vinsælastar í matargerð jafn innanlands sem utan bæði í betri og mat og svo sérfæði ýmiskonar.
Kennslufyrirkomulag:
Námið felst í beinni miðlun kennara, verklegum æfingum nemenda, kennsluæfingum, hópverkefnum og sjálfstæðum verkefnum einstakra nemenda.
Vinnulag:
Námskeiðið er kennt bæði sem staðnám og fjarnám þar sem fyrirlestrar eru teknir upp á settir inn á fjarnámsvef. Skyldumæting er í staðlotur. Á námskeiðinu vinna nemendur eitt fræðilegt verkefni og þrjú önnur verkefni. Í innlotum eru fyrirlestrar og vinnustofur. Staðnemar matreiða í tímum rétti í samræmi við þarfir ólíkra hópa og fjarnemar gera heima valin verkefni úr verklegum tímum í stað þess að mæta í verklega tíma. Námskeiðið felur í sér efnisgjald.
Til að standast námskeið þarf lágmarkseinkunnina 5,0 í sérhverju verkefni og prófi.
Áhrifaþættir heilsu (HÍT504M, HÍT501M, HÍT502M)
Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnskilgreiningar á hugtökunum: heilsa og heilbrigði, sjúkdómar og fötlun. Farið verður yfir helstu áhrifaþætti heilbrigðis og ræddir verða sérstakir áhrifavaldar á heilsufar. Bæði verða kynntir þættir sem geta ógnað heilsu og heilbrigði en einnig skoðað hvaða þættir geta haft jákvæð heilsueflandi áhrif. Sérstök áhersla verður á áhrif umverfis á heilsu. Fjallað verður um ólíkar nálganir í heilsueflingu og hverjir beri ábyrgð á heilsueflingu
Athugið: Námskeiðið hét áður Hugur, heilsa og heilsulæsi.
Næring og þjálfun ungmenna (HÍT504M, HÍT501M, HÍT502M)
Hlutverk næringar í þjálfun og áhrif á árangur í íþróttum eru viðfangsefni þessa námskeiðs. Áhersla er lögð á að skoða þá þætti sem helst eru til umfjöllunar í samfélaginu hverju sinni og sá sérstaklega þætti sem viðkoma þjálfun og viðhorfum ungmenna til næringartengdra þátta.
Megináhersla er lögð á orkuefnin, hlutverk þeirra og þarfir við mismunandi þjálfun. Jafnframt er horft til ólíkra þarfa eftir aldri, kyni, líkamsímynd og líkamsbyggingu. Einnig verður fjallað um vökvaþörf, vítamín, stein- og snefilefni, andoxunarefni og fæðubótarefni í tengslum við þjálfun.
Farið verður yfir nýjustu rannsóknir um efnið og takmarkanir og framfarir á stöðu þekkingar á sviðinu skoðaðar. Áhersla er lögð á að geta greint sundur raunverulega stöðu þekkingar samanborið við markaðssetningu og tískustrauma sem oft hafa áhrif á neysluvenjur og viðhorf ungmenna.
Ennfremur er lögð áhersla á þverfræðilega teymisvinnu milli fagaðila og fjallað er um hvernig má hámarka árangur og stuðla að heilsueflingu með samvinnu fagstétta.
Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og einni málstofu. Ætlast er til virkar þátttöku nemenda í umræðum og verkefnavinnu. Gerð er krafa um grunnþekkingu í næringarfræði til að hægt sé að velja námskeiðið. Námsmat er byggt á málstofu og heimaprófi. Mætingaskylda í málstofu.
ATH: Var áður kennt sem hluti af námskeiðinu Íþróttir og næring.
Næring í afreksþjálfun (HÍT504M, HÍT501M, HÍT502M)
Hlutverk næringar í afreksþjálfun með áherslu á árangur í íþróttum er viðfangsefni þessa námskeiðs sem er framhald af námskeiðinu Næring og þjálfun ungmenna. Áhersla er lögð á að dýpka þá þekkingu sem komin er og vinna hagnýt verkefni. Þau byggja á matseðlagerð og rýni í sérþarfir í afreksþjálfun t.d. á keppnistímabili og hvíldartímabilum, við undirbúning, í keppni og í endurheimt. Einnig er skoðuð þyngdarstjórnun í greinum þar sem þyngdarflokkar skipta máli.
Farið verður yfir nýjustu rannsóknir um efnið og takmarkanir og framfarir á stöðu þekkingar á sviðinu skoðaðar. Áhersla er lögð á að geta greint sundur raunverulega stöðu þekkingar samanborið við leiðir sem markaðssettar eru til árangurs eða fá hljómgrunn í ýmsum keppnisgreinum.
Ennfremur er lögð áhersla á þverfræðilega teymisvinnu milli fagaðila og fjallað er um hvernig má hámarka árangur og stuðla að heilsueflingu með samvinnu fagstétta.
Vinnulag
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og verkefnavinnu í smærri hópum. Ætlast er til virkar þátttöku nemenda í umræðum og verkefnavinnu. Gerð er krafa um að einnig sé tekið námskeiðið Næring og þjálfun ungmenna, auk þess sem grunnþekking í næringarfræði er nauðsynleg. Námsmat er byggt á verkefnavinnu.
ATH: Var áður kennt sem hluti af námskeiðinu Íþróttir og næring.
Vettvangsnám í heilsueflingu og heimilisfræði II – Matarmenning og umhverfi (HHE401G, HHE601G)
Námskeiðið skal taka samhliða námskeiðinu Matur menning heilsa. Námskeiðið miðar að því að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám í heimilisfræði með áherslu á matarmenningu og umhverfi í samhengi við kennslufræðilega þætti og náms- og starfsumhverfi greinarinnar í grunn- og framhaldsskólum. Markmiðið er að nemendur geti tengt og rökstutt gildi og mikilvægi heilsueflingar og heimilisfræði fyrir framtíð einstaklinga og samfélagsins alls. Nemendur kynnast margbreytileika kennslunnar, hugtakanotkun og fjölbreyttum kennsluaðferðum sem tengjast heilsueflingu og heimilisfræði. Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara námskeiðsins og leiðsagnarkennara á vettvangi. Einnig taka þeir mið af hæfniviðmiðum heimilisfræðinnar í aðalnámskrá og skólanámskrá viðtökuskóla. Kennsluverkefnin eru aldursmiðuð og með tengingu við sköpun, sjálfbærni og læsi sem og aðra grunnþætti menntunar. Áhersla verður lögð á þjálfun í gerð þemaverkefna um matarmenningu og samþættingu sjálfbærni við verkefni í heimilisfræði. Nemendur halda leiðarbók sem tengist verkefnum og vettvangshluta námsins og skila greinargerð um vettvangshluta námsins.
Matur menning heilsa (HHE402G, HHE602G)
Inntak og meginviðfangsefni:
Lögð er áhersla á að lesa fræðilega texta um matreiðslu og bakstur og þá eðlisfræði sem þar liggur að baki. Í tengslum við lesturinn læra nemendur helstu grundvallar aðferðir í matreiðslu og bakstri og hvernig þær tengjast hollustu matarins. Lögð verður áhersla á að nemendur kynni sér vel hvað felst í hollu mataræði. Matreiddir verða meðal annars ýmsir réttir sem tengjast viðfangsefni lesefnisins og einnig réttir sem teljast lýsandi fyrir íslenska matargerð á 20. öld. Til samanburðar verða matreiddir þjóðarréttir frá ýmsum löndum. Farið verður yfir undirstöðuþætti almennra hreinlætis- og örverufræða. Nemendum er ætlað að öðlast skilning á mikilvægi hollra lífshátta og hreinlætis út frá persónulegu sjónarmiði og sjónarmiðum samfélagsins sem tengjast heilbrigði og fjárhag.
Lokaverkefni (HHE601L)
Markmiðið með lokaverkefni til bakkalárprófs er að nemendur vinni það á fullnægjandi hátt og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til lokaverkefna á þessu stigi háskólanáms.
Nemendur vinna sjálfstætt að lokaverkefni sínu með ráðgjöf frá leiðsögukennara. Allir nemendur á Menntavísindasviði geta valið um þrjár tegundir verkefna.
- Hefðbundin rannsóknarritgerð (fræðileg ritgerð) þar sem aflað er gagna úr fræðilegum heimildum. Kafað er í rannsóknir og kenningar á viðkomandi fagsviði og mat lagt á þær.
- Rannsóknarskýrsla sem byggist á úrvinnslu úr fyrirliggjandi gögnum, til dæmis gögnum frá Menntamálastofnun eða gögnum sem safnað hefur verið í fyrri rannsóknum.
- Annars konar verkefni, til dæmis kennslu- og fræðsluefni af ýmsu tagi svo sem vefsíða, handbók, smáforrit (app), kennslubók eða bæklingur. Í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að fylgja efninu úr hlaði með ítarlegri greinargerð þar sem lýst er markmiðum og tildrögum, viðfangsefnið sett í fræðilegt samhengi og greint frá niðurstöðum. Greinargerðin gildir minnst 40% af verkefninu í heild. Tveir nemendur geta unnið saman að slíku lokaverkefni með samþykki umsjónarmanns sé það nægilega umfangsmikið en skulu skrifa út frá því sína greinargerðina hver (hvor) nema annað sé ákveðið.
Gengið er út frá því að rannsóknarverkefni a) og b) séu einstaklingsverkefni. Ef valið er rannsóknarverkefni er almennt gert ráð fyrir að nemendur gangi inn í verkefni sem eru í gangi innan deilda.
Nánari leiðbeiningar um tilhögun, vinnulag og frágang við lokaverkefni er að finna í handbók lokaverkefna í grunnnámi á síðunni: https://ugla.hi.is/kerfi/view/page.php?sid=2941.
Nemendum ber að skrá upplýsingar um verkefni sín á sömu síðu.
Að öllu jöfnu er námskeiðið skráð á vormisseri en undirbúnings- og skipulagsvinna og eftir atvikum rannsóknarvinna hefst á haustmisseri, sem og val leiðsögukennara. Á vorönn vinna nemendur hins vegar sjálfstætt að lokaverkefninu í samráði við leiðsögukennara sinn. Þeir nemendur sem skila lokaverkefni á sumar- eða haustmisseri semja sérstaklega við umsjónarmann og leiðsögukennara um skilin.
Heilsuhegðun og fæðuval – áhrifaþættir og mótun (ÍÞH036M)
Viðfangsefni námskeiðsins er heilsuhegðun í víðum skilningi. Fjallað verður um heilsuhegðun mismunandi aldurshópa og samband líffræðilegra þátta, heilsuhegðunar og félagslegra aðstæðna. Farið verður yfir hvernig hegðun einstaklinga, bjargráð og streita hafa áhrif á heilsufar. Hegðun í tengslum við fæðuval og neysluvenjur er sérstaklega skoðuð. Þá verður horft til þess hvernig má móta heilsusamlegar lífsvenjur frá æsku, svo sem hafa áhrif á fæðuval og vinna á matvendni. Samfélagsáhrif og þáttur fjölmiðla eru einnig könnuð. Námsefnið byggir á fræðbókum og vísindagreinum frá mismunandi áttum og ólíkum sviðum sem spanna viðfangsefnið og nálgast það á ólíkan hátt.
Námskeiðið er ætlað nemendum á efri stigum grunnnáms og á meistarastigi og er opið öllum.
- Haust
- Lífsleikni – siðfræðiV
- Átakasvæði í heiminum – áskoranir fjölmenningarV
- Ritlist og bókmenntirV
- SöguþræðirVE
- Hönnun glerhlutaV
- Hönnun nytjahlutaV
- Orka og efni í náttúru og samfélagiVE
- Erfðir og þróunVE
- LífeðlisfræðiV
- LífeðlisfræðiV
- Bókmenntir, þjóðerni og menningV
- Samspil lífvera og umhverfisV
- Leikur, tækni og sköpunV
- Tölvuleikir, leikheimar og leikjamenningVE
- Barna- og unglingabókmenntirVE
- Vor
- Lesið í skóginn og tálgað í tréV
- HeimabyggðinVE
- Trésmíði, trérennismíði og útskurðurV
- Hönnun og smíði leikfangaVE
- Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…”VE
- SjónlistirVE
- Trúarbragðafræðsla og margbreytileikiVE
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengiV
- Sjálfstæð verkefni í tónlist og leiklistVE
- Viðburða- og verkefnastjórnunV
- FatahönnunVE
- TextílhönnunV
- Kynbundið ofbeldi: forvarnir og fræðslaV
- Samstarf um farsæld barna í frístunda- og skólastarfiV
- Nemi styður nema - fjölbreytt háskólasamfélag (vor)V
- Óháð misseri
- Nýsköpun í textílV
- TextílaðferðirVE
- Leikir í frístunda- og skólastarfiV
- Frá hugmynd til sýningarV
Lífsleikni – siðfræði (SFG006G)
Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að samskiptum og siðfræði með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um siðferðileg hyggindi, styrkleika og samkennd.
Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum á Zoom. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin tvö verkefni auk lokaverkefnis.
Átakasvæði í heiminum – áskoranir fjölmenningar (SFG001G)
Meginviðfangsefni námskeiðsins eru átök og átakasvæði í heiminum einkum með hliðsjón af tækifærum og áskorunum sem slík viðfangsefni gefa í kennslu. Þátttakendur kynnast hugmyndum og sjónarmiðum tengdum átökum og tengja við landfræðilegar aðstæður, sögu, menningu og trúarbrögð. Unnið verður með valin tvö til þrjú átakasvæði. Til greina koma Írland og írska lýðveldið, Ísrael og Palestína, Mexíkó, Myanmar, Nígería og Tyrkland, auk átaka sem erfitt er að afmarka landfræðilega. Val á viðfangsefnum verður í samráði við þátttakendur og eftir atvikum verða þau tengd við íslenska sögu og aðstæður.
Verkefni námskeiðisins snúa að æfingum í upplýsingaleit, framsetningu sögulegra og landfræðilegra upplýsinga og í að útskýra flókna eða viðkvæma þætti efnisins.
Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Í námskeiðinu er 80% mætingaskylda í kennslustundir.
Sjá nánari upplýsingar á Canvas-vef námskeiðsins.
Ritlist og bókmenntir (ÍET004M)
Inntak og viðfangsefni:
Fjallað verður um ýmsar bókmenntategundir og einkenni þeirra. Nemendur nálgast bókmenntir með því að skapa þær. Lesnar verða fræðigreinar um ritun og skapandi starfi fylgt eftir með fræðilegum tilvísunum og upplýsingum um hvernig nýta má þekkingu á ritlist í kennslu.
Markmið:
Nemendur læra um bókmenntir með því að búa þær til sjálfir. Fræðileg umfjöllun snýst um einkenni bókmennta og það hvernig beita má ritun sem aðferð við kennslu. Tekið er samhliða á kenningum um bókmenntir og því handverki sem einkennir allar bókmenntir.
Nemandi:
- les og greinir mismunandi gerðir bókmennta og kynnist einkennum þeirra.
- metur gildi þeirra fyrir nemendur grunnskóla.
- lærir um bókmenntir með því að skapa texta.
- les sér til í fræðiritum um ritun sem kennsluaðferð.
Vinnulag:
Nemendur skrifa heima í fjarsambandi við kennara. Í þremur staðlotum verða fræðilegir fyrirlestrar um ritlist og jafningjamat þar sem nemendur greina hver annars verk á sameiginlegum fundi.
Söguþræðir (SFG402G)
Viðfangsefni:
Í námskeiðinu er fjallað um sögukennslu og sögu, með áherslu á heimssögu síðustu 1500 ára, frá sjónarhóli hugsmíðahyggjunnar sem gerir ráð fyrir að sagan mótist af menningu og gildismati.
Inntak: Nemendur læra megindrætti heimssögunnar frá miðöldum og til okkar daga með áherslu á búferlaflutninga, menningaráhrif, umhverfisáhrif og smitsjúkdóma, bæði frá sjónarhóli einstaklinga og samfélaga. Nemendur læra að tileinka sér sögulega hugsun og rökfærslu og beita þeim í vinnu með nemendum á mið- og unglingastigi. Lögð er áhersla á gagnrýna sýn á sögu og sögukennslu. Dregin eru fram mismunandi sjónarhorn á það hvað (ekki síst hvaða fólk) sé þess verðugt að komast á spjöld sögunnar, lögð áhersla á þjálfun í gagnrýnum lestri á námsbækur í sögu og velt upp mismunandi leiðum til að kenna erfiða sögu. Þá öðlast nemendur þjálfun í hönnun og framkvæmd fjölbreytta verkefna í kennslu, til að mynda með skapandi aðferðum og upplýsingatækni.
Vinnulag námskeiðsins byggist meðal annars á umræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fást við grunnatriði í sögukennslu og kynnast ólíkum kennsluaðferðum og -nálgunum.
Hönnun glerhluta (LVG601G)
Nemendur læra mismunandi tækni og vinnubrögðum við mótun glers. Áhersla er á listrænar útfærslur list-, skart- og nytjahluta.
Markmið
Að kennaranemar kynnist mismunandi aðferðum við glervinnu og hljóti þjálfun í að vinna með og kenna í grunnskólum.
Inntak / viðfangsefni
Unnið er með steint (tiffany's) gler, bræðslugler (flotgler) og mósaík. Verkefnin geta verið t.d. gluggaskreytingar, skálar, bakkar, lágmyndir og skúlptúrar o.fl. Lögð er áhersla á frumleika og hönnun. Kennd verður gerð glermóta í fíber eða önnur efni og kannað hvaða möguleikar eru fyrir hendi varðandi litun og skreytingar á glerhlutum. Einnig verður reynt að tengja önnur efni glerinu í hönnunarverkefnum s.s. tré og plast.
Vinnulag
Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennsla fram í fyrirlestrum, umræðu- og leiðsögutímum. Nemendur gera verkefnamöppu auk glerhluta.
Reikna má með staðlotu fjarnema á miðri önn auk þeirrar sem er í upphafi annar. Verkefnin eru unnin að miklu leyti í staðlotunum. Veraldarvefurinn er hagnýttur eins og kostur er.
Hönnun nytjahluta (LVG203G)
Námskeiðið er inngangsnámskeið fyrir nemendur sem velja kjörsviðið hönnun og smíði og hentar einnig öðrum sem vilja kynna sér hönnun og smíði nytjahluta.
Markmið
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði hluta sem þeir hanna og teikna sjálfir.
Inntak / viðfangsefni
Áhersla er lögð á nytjahluti úr tré. Fjallað verður um nýtingu á íslenskum skógi og sjálfbæra þróun í hönnun. Unnið er m.a. með þætti sem tengjast gömlu handverki. Verkfæra- og viðarfræði er felld inn í þá verkþætti sem fengist er við hverju sinni. Sérstök áhersla er lögð á notkun véla og verkfæra ásamt öryggi og heilsuvernd. Fjallað verður um hönnun nytjahluta í daglegu umhverfi sem byggja á tæknilegri virkni og undirstöðuatriði í formhönnun. Einnig kynnast nemendur öðrum smíðaefnum. Verkleg þjálfun er undirstaða námsins.
Vinnulag
Vinnulag í staðnámi: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennsla fram í fyrirlestrum og umræðu- og leiðsögutímum. 80% sóknarskylda.
Vinnulag í fjarnámi: Verkefni eru send í tölvupósti og sett upp á vefsíðu hönnunar og smíða. Nemendur skila eins miklu af verkefnum sínum í gegnum tölvusamskipti og unnt er. Sérstök áhersla verður lögð á öryggisþætti er tengjast vinnu kennara og barna í hönnun og smíði og fræðslu um skyndihjálparþætti.
Orka og efni í náttúru og samfélagi (SNU018G)
Fjallað verður um orku í náttúru og samfélagi í víðu samhengi. Í þessu námskeiði verða þátttakendur búnir undir að kenna um orku og orkutengd viðfangsefni. Þetta er gert með því að styrkja bæði þekkingu nema á viðfangsefnunum og á kennsluhugmyndum sem þeim tengjast. Jafnframt verður skoðað hvernig fyrirbæri tengd þessum hugtökum birtast í manngerðu og náttúrulegu umhverfi þar með talið hvernig orkuflæði er háttað í náttúru og mannlegu samfélagi. Áhersla verður lögð á að tengja viðfangsefnin við hugmyndir og reynslu úr daglegu lífi og auk þannig skilning á því hvernig orka skiptir máli fyrir hvern einstakling. Fjallað verður um rannsóknir á hugmyndum barna og unglinga um viðfangsefnin og mögulegar leiðir til að tengja með kennslu þessi viðfangsefni við reynsluheim og hugmyndir barna og unglinga. Fjallað verður um kennslu náttúrufræðilegra viðfangsefna námskeiðsins, skoðaðar kennslubækur og verklegar athuganir. Viðfangsefni námskeiðsins eru: Einfaldar vélar, vinna, orka, einingar fyrir orku, afl, mismunandi orkuform svo sem hreyfiorka, þyngdarstöðuorka, varmaorka, fjaðurstöðuorka, einfaldir orkuútreikningar, umbreyting orku úr einu formi í annað, varðveisla orkunnar, nýtanleg orka, orka í náttúrunni, orka í samfélaginu, orkuvinnsla og orkunýting.
Vinnulag
Þátttakendur taka þátt í umræðum þar sem þeir kanna hugmyndir sínar um viðfangsefnin. Ígrundaðir verða textar um viðfangsefnin og kennslu þeirra og gerðar verklegar æfingar sem auka skilning á viðfangsefnunum. Meginviðfangsefni verða kynnt í fyrirlestrum en nemendum síðan gefin tækifæri til að afla frekari upplýsinga og þróa hugsun sína í gegnum umræður, verkefni og kynningar. Kennsla fer fram í kennslustofu og samtímis á neti auk þess sem kennslustundir verða teknar upp og gerðar aðgengilegar.
Erfðir og þróun (SNU024G)
Fjöllum um hlutverk erfðaefnis í lífverum og hvernig eiginleikar lífvera erfast milli kynslóða. Lærum um litninga og byggingu litninga, frumuskiptingar, lögmál Mendels, umritun og prótínmyndun, erfðamynstur, arfgerðir og svipgerðir ofl. Kynnumst því helsta sem er að gerast í erfðatækni og ræðum gagnsemi þess og galla.
Þróunaröfl (náttúrulegt val, stökkbreytingar, genaflökt, genaflæði o.fl.), stórir viðburðir í sögu lífsins, útrýmingar og ástæður þeirra, þróunarsaga mannsins. Fjölbreytni lífsins. Þróunarsaga mannsins.
Grunnskólakennsla í þróunarlíffræði og erfðafræði. Námskrá, námsefni, möguleikar netsins og hreyfiefnis í kennslu.
Vinnulag: Fyrirlestrar kennara og nemenda - nær og fjær. Umræðutímar á staðnum/netinu.
Lífeðlisfræði (ÍÞH108G)
Í námskeiðinu er farið yfir starfsemi líkamans og mismunandi líffærakerfa. Helstu efnisþættir eru eftirfarandi: Uppbygging, innihald og starfsemi fruma, flutningur um frumuhimnu, samskipti fruma og stjórn þeirra. Myndun samvægis. Efnaskipti og framleiðsla ATP. Hormón og innkirtlakerfið, mismunandi gerðir hormóna og hlutverk þeirra, stjórn hormónaseytingar. Taugakerfið og uppbygging þess, taugafrumur og myndun taugaboða. Viljastýrða taugakerfið, sjálfvirka taugakerfið, drifkerfið og sefkerfið. Skynjun, heyrn, sjón og jafnvægi. Uppbygging vöðvavefs og mismunandi vöðvafruma líkamans, virkni vöðvafruma í samdrætti. Samspil tauga- og vöðvakerfis. Uppbygging og starfsemi hjarta- og æðakerfisins, blóðvefs, hringrásir æðakerfisins, blóðþrýstingur og blóðþrýstingsstjórnun. Lungnakerfið, uppbygging, loftrýmdir og starfsemi lungna. Lungnaflæði og loftskipti lungna, blóðs og vefja. Starfsemi og uppbygging nýra, stjórnun vatns- og saltvægis og útskilnaður. Undirstöðulögmál vökva- og jónajafnvægis og sýru- og basa jafnvægis.
Vinnulag: Fyrirlestrar, hlutapróf og verkefni.
Lífeðlisfræði (SNU203G)
Á námskeiðinu verður fjallað um gerð fruma og skiptingu, um vefi, líffæri og starfsemi þeirra. Þá verður fjallað um heilbrigðisuppeldi og varnir, ábyrgð og skilning einstaklingsins á eigin líkama. Áhersla verður lögð á að kynna fjölbreyttar leiðir sem nota má í kennslu um viðfangsefnin.
Bókmenntir, þjóðerni og menning (ÍET002G)
Í námskeiðinu er fjallað um vel valdar íslenskar bókmenntir frá upphafi Íslands byggðar og fram undir lok 19. aldar og íhugað hvernig þessar bókmenntir nýtist best til kennslu á mismunandi skólastigum. Stúdentar kynna sér helstu skólaútgáfur og námsefni um miðaldabókmenntir en einnig heildarmynd bókmenntagreinarinnar.
Einnig er fjallað um það hvernig bókmenntir urðu hornsteinn í sjálfsmynd íslenskrar þjóðar á 19. öld. Stúdentar íhuga hugmyndafræði 19. aldar bókmennta, náttúrusýn þeirra, söguskilning og sterk tengsl við nútímann. Í námskeiðinu verður fjallað um íslensk þjóðskáld og stöðu þeirra í þjóðarvitundinni.
Vikið verður sérstaklega að sterkum tengslum bókmennta við þjóðmenningu. Íslensk menning er hliðstæð menningu annarra þjóðríkja í Evrópu og rætt verður um tengsl Íslands og umheimsins á hröðu þróunarskeiði Vesturlanda.
Vefefni er notað og upplýsingatækni enda fjölmargar kvikmyndir og annað myndefni nátengt stórvirkjum bókmenntasögunnar. Kennsla er í formi fyrirlestra, æfingaverkefna og sköpunarvinnu.
Samspil lífvera og umhverfis (SNU004G)
Á námskeiðinu verður fjallað um megin þætti vistfræðinnar: eðli og gerð vistkerfa (flæði orku og hringrásir efna, stöðugleika), samfélög lífvera og samspil þeirra sín á milli, stofnabreytingar og framvindu í vistkerfum. Fjallað verður um gildi fjölbreytileika lífvera fyrir framtíð jarðar og sjálfbæra þróun. Einnig verða tekin fyrir dæmi um íslensk vistkerfi, einkenni þeirra, sérstöðu og virði.
Þá verður fjallað um áhrif mannsins á náttúru og umhverfi, þar sem tekin verða fyrir helstu umhverfisvandamál jarðar og á Íslandi. Rætt verður um vænlegar leiðir í umhverfismennt þar sem tengsl vistfræði og geta nemenda til aðgerða í átt til sjálfbærar þróunar verða í forgrunni.
Leikur, tækni og sköpun (SNU003G)
Námskeiðið fjallar um skapandi starf með börnum þar sem stuðst er eða fengist við stafrænan búnað og tækni. Nemar rýna og ræða les- og myndefni sem lýtur að sköpun með stafrænni tækni í leik- og grunnskólum. Þeir kynnast lýsandi dæmum í starfi valinna skóla og ígrunda færar leiðir til að beita upplýsingatækni og miðlun með ungum nemendum á frjóan hátt. Nemar spreyta sig á teikningu og skapandi myndvinnslu í stafrænu umhverfi með stafræna sögugerð fyrir augum. Þeir myndskreyta og hljóðsetja sögur ætlaðar börnum og setja sig í spor ungra nemenda í skapandi starfi þar sem reynir á listræna framsetningu í hljóði, mynd og hreyfingum. Greint er frá frumkvöðlum um forritun fyrir börn og bent á leiðir til að útbúa einfalt efni, sögur og leiki í myndrænu forritunarumhverfi. Fjallað er um valdar tæknilausnir sniðnar að ungum nemendum til að varpa ljósi á tæknihönnun, forritun og sjálfvirkni. Nemar kynnast lítillega kennslu um slíkan búnað á vettvangi og fá sjálfir að spreyta sig á glímu við hann. Kynntar eru leiðir til að tengja myndræna forritun og leikföng hönnun og nýsköpun úr ýmsum efniviði með hagnýt not eða listræna sköpun í huga. Fjallað er um nýsköpun og nýsköpunarmennt sem viðfangsefni í skólastarfi og greint frá starfi í sköpunarsmiðjum. Kynntur er búnaður sem nota má við leiserskurð í ýmsan efnivið, skurð og brot í pappír, teikningu og prentun í þrívídd og vinnu með textíl. Nemar lýsa vinnu sinni og tilraunum með tæknileikföng og nýsköpunarbúnað í myndum og myndskeiðum studdum texta og einfaldri vefsíðugerð.
Tölvuleikir, leikheimar og leikjamenning (SNU019G)
Fjallað verður um tölvuleiki í námi og kennslu með sérstakri áherslu á leikheima og netleiki og opna leikvanga á netinu og tengsl slíkra leikja við nám og tómstundastarf. Leikjamenning verður skoðuð, flokkunarkerfi og einkenni tölvuleikja, vægi þeirra í tómstundamenningu og tengsl við þjóðfélagsmál. Sérstaklega verður skoðað jafnréttissjónarhorn í tölvuleikjum og tölvuleikjamenningu og ýmis álitamál til dæmis tengd kynferði, ávanabindingu og/eða spilafíkn. Unnið verður með verkfæri til að smíða kennsluleiki/námsleiki og fjallað um þróun á „leikjun“ (e. gamification) í námi. Fjallað verður um námsleiki í ýmis konar tölvuumhverfi, jafn þrívíddarheimi á Interneti og leiki sem nota snjalltölvur eða síma.
Námskeiðið verður með fjarkennslusniði
Barna- og unglingabókmenntir (ÍET301G)
Viðfangsefni:
Barnabókmenntir sem bókmenntagrein.
Menningarlegt og listrænt mat á fjölbreyttum barnabókum með sérstakri áherslu á nýlegar bækur og valin þemu.
Barnabækur sem grundvöllur upplifunar, orðlistar, sköpunar, tjáningar og miðlunar.
Gildi barnabókmennta í uppeldi og menntun barna með áherslu á menningu og samfélag, yndislestur, læsi og lífsleikni.
Tengsl barnabókmennta við aðrar tegundir bókmennta og listgreina.
Vinnulag:
Fyrirlestrar og verkefnavinna þar sem lögð er áhersla á skapandi vinnu með barnabókmenntir, meðal annars í tengslum við upplýsingatækni. Gert er ráð fyrir mikilli virkni nemenda í námskeiðinu.
Lesið í skóginn og tálgað í tré (LVG015G)
Markmið: Að nemendur kynnist hvernig hægt er að nýta skóginn í kennslu og læri helstu vinnubrögð við gerð hluta úr íslensku efni.
Inntak / viðfangsefni: Megináherslan er lögð á verklega þáttinn þar sem nemendur vinna með blautt og þurrt efni úr íslenskum skógum. Kennd verða helstu vinnubrögð í tálgun, bæði með hníf og exi. Einnig verða kennd grundvallaratriði í viðar- og vistfræði og kannað hvernig hægt er að nýta sér form og eiginleika íslenskra viðartegunda. Farið verður í vettvangsferð í skóg í nágrenninu og hugað að efnisöflun og útikennslu í skógi. Kynnt verður skólaverkefnið Lesið í skóginn, samþætt kennsluverkefni um íslenska skóga og nýtingu þeirra.
Nemendur á kjörsviði hönnunar og smíða fá sérstakan undirbúning fyrir kennslu á vettvangi með tilheyrandi verkefnum.
Vinnulag: Verkleg þjálfun og fyrirlestrar.
Heimabyggðin (SFG202M)
Viðfangsefni: Meginmarkmið námskeiðsins er að greina tækifæri og áskoranir í nærsamfélagi og nærumhverfi valins staðar á Íslandi og með hvaða hætti mætti vinna með efnið í skólastarfi.
Viðfangsefni námskeiðsins er heimabyggð hvers og eins eða valins svæðis. Rýnt verður í landfræði svæðisins út frá náttúrufari, atvinnulífi, samgöngum og landnýtingu. Einnig verður fjallað um afmörkun svæða út frá náttúrufari, sögu, efnahagslífi og búsetuþróun. Notuð verða hugtök um svæði, svo sem kjarnasvæði, jaðarsvæði, kjördæmi, sveitarfélag og landshluti. Fjallað verður um dreifingu fólksfjölda, þéttbýli, strjálbýli og samtök svæða hér á landi. Sjónum verður beint að staðtengdu námi og þætti upplifunar í námi um staði. Áhersla verður lögð á hvernig megi nýta sér álitamál og ágreiningsefni í kennslunni.
Vinnulag: Námskeiðinu er skipt í lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Námskeiðið er kennt á neti í vikulegum kennslustundum. Nemendum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.
Trésmíði, trérennismíði og útskurður (LVG203M)
Nemar hljóti þekkingu á og þjálfun í smíði tréhluta sem þeir útfæra sjálfir og geta skreytt með útskurði. Áhersla er á gerð nytjahluta úr tré, tréleikföng og trérennismíði. Nemar læra beitingu tréhandverkfæra (og útskurðarjárna). Farið verður í ýmsa trésmíðaþætti eins og yfirborðsmeðferð viðar, brýningar, lím og samlímingar, efnisfræði, festingar og samsetningar.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins en að öðru leyti fer kennslan fram í fyrirlestrum og í gegnum leiðsögn við verkefnavinnu.
Námsmat: Einkunn fyrir smíðisgripi og verklýsingar.
Markmið námskeiðsins eru að:
- Þjjálfa nemendur í hönnun,
- Efla handverksþekkingu nemenda og leikni,
- Nemendur þjálfist í almennri trésmíði, trérennismíði og útskurði.
Vinnulag: Verkleg þjálfun er undirstaða námsins; skissuvinna, handverkfæranotkun, innlagnir og vettvangsferðir.
Hönnun og smíði leikfanga (LVG501G)
Markmið:
a) Að kenna almennan feril hönnunar;
b) Að hanna og smíða leikföng fyrir börn á ýmsum aldri;
c) Að þjálfa nemendur í þrívíddarhönnun.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra að hanna og smíða þroskaleikföng bæði fyrir kornabörn, leikskólabörn og börn í grunnskóla. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta bæði nýtt í skólastarfi og í eigin lífi. Nemendur kynnast einnig hagnýtingu tölvustuddar hönnunar og framleiðslu við þróun verkefna. Unnið er með fjölbreytt smíðaefni. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á skapandi skólastarf, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla.
Inntak / viðfangsefni
A. Hönnun leikfanga
a) Nemendur þurfa að hanna og teikna leikföng;
b) Nemendur læra að teikna í tölvu, málsetja vinnuteikningar og gefa þrívíðum hlutum efnisáferðir.
c) Kynnt verður tölvustudd framleiðsla og nokkur verkefni gerð í tölvustýrðum fræsara.
B. Smíði leikfanga
a) Nemendur hanna og smíða verkefni svo sem hreyfileikföng, spil og leikföng sem byggja á hagnýtingu einfaldra rafrænna lausna;
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni;
Vinnulag: Fyrirlestrar, verkstæðisvinna í tölvu- og smíðastofu..
Snjalltækni í skapandi námi „Að vera í takt við tímann…” (LVG206M)
Fjallað er um notkunarmöguleika og tækifæri til nýtingar snjalltækja í skapandi námi.
Hvernig stafrænar miðlunarleiðir og gagnvirkir miðlar geti eflt og stutt við skapandi hugsun nemenda og nýst kennurum til að styðja við hefðubundnar aðferðir.
Námskeiðinu er ætlað að styðja við skapandi námsumhverfi nemenda og auka tækni- og menningarlæsi. Nemendur fá innsýn og þekkingu á að vinna m.a myndræn verkefni þar sem tækni og listrænt nálgun fléttast saman.
Námskrárbreytingar hafa skapað aukið svigrúm fyrir kennara að þróa, prófa og innleiða nýja kennsluhætti sem taka mið af tækniveruleika skólanna.
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestrar, smiðjur, gagnrýnin umræða, vettvangsheimsóknir og verkefnavinna . Nemendum gefst kostur á að vinna með fjölbreytt efnisval, mismunandi tækni og miðla.
Ath. nemendur á kjörsviðinu Sjónlistir hafa forgang við skráningu.
Sjónlistir (LVG403G)
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á tvívíðrar myndgerð og möguleikum hennar í skólastarfi. Nemendur þjálfast í grunnþáttum aðferða og hugmyndavinnu í tengslum við myndlist. Megin viðfangsefni námskeiðsins eru verkleg, hugmyndavinna og gerð ferilmöppu.
Lögð er áhersla á teikningu, lita- og formfræði, grafík-þrykk og mynsturgerð. Jafnframt fá nemendur nemendur að spreyta sig á verkefni í leir.
Fjölbreytileg efni eru notuð til útfærslu verkefna og lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði nemanda.
Ferilmappa er lögð fram til mats en jafnfram skila nemendur inn hugleiðingum/umræðum í tengslum við safnaheimsóknir. .
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í 5 lotum og er mætingarskylda í þær allar.
Ath. nemendur kjörsviðsins Sjónlistir ganga fyrir við skráningu.
Trúarbragðafræðsla og margbreytileiki (SFG003G)
Viðfangsefni: Á námskeiðinu er fengist við trúarbrögð og trúarbragðafræðslu í fjölmenningarlegu samfélagi. Fjallað verður um trúarþörf og trúarreynslu mannsins, tilvistarspurningar og leit eftir tilgangi og merkingu. Kynnt verða helstu greiningarhugtök, kenningar og rannsóknir á sviði trúarbragðafræði og trúaruppeldisfræði. Rætt verður um gildi trúarbragða fyrir einstaklinga og samfélög og áhrif þeirra á mótun sjálfsmyndar, gildismats og lífsskilnings. Þá verða helstu trúarbrögð heims skoðuð, þ.e. gyðingdómur, kristni, islam, hindúasiður og búddatrú, auk nokkurra annarra trúarbragða. Einnig verður fjallað um trúlaus og trúarlega hlutlaus lífsviðhorf. Þá verður vikið að stöðu trúarbragða og trúarhreyfinga á tímum fjölmenningar og margbreytileika og rætt um fjölhyggju og samskipti einstaklinga og hópa með ólíkan menningarlegan og trúarlegan bakgrunn, umburðarlyndi og fordóma.
Vinnulag: Námskeiðið byggist á stuttum fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Upp með jafnréttisgleraugun: Jafnréttismenntun og jafnrétti í víðara samhengi (SFG203M)
Viðfangsefni: Í þessu námskeiði setjum við upp jafnréttisgleraugun og kynnumst einum grunnþætti Aðalnámskrár grunnskóla nánar, jafnrétti.
Inntak: Fjallað verður margvíslegar hliðar jafnréttis og jafnræðis og hvernig hægt er að tvinna jafnréttismenntun saman við kennslu samfélagsgreina á skapandi hátt. Fjallað er um jafnrétti og jafnræði út frá víðum sjónarhóli, líkt og í Aðalnámskrá grunnskóla, og lögð sérstök áhersla á jafnréttismál sem snúa að menningu og uppruna, fötlun, stétt og búsetu. Einnig verður hugað að þeirri margþættu mismunun sem fólk verður fyrir vegna samtvinnunar (e. intersectionality) ólíkra jaðarsetjandi þátta.
Vinnulag byggst á hópumræðum og verkefnavinnu í tímum þar sem nemendur fá t.d. fá þjálfun í gagnrýnum lestri hefðbundins námsefnis og kennsluáætlana- og verkefnagerð í anda jafnréttismenntunar. Í verkefnavinnu er m.a. lögð áhersla á að samþætta grunnþættina jafnrétti og sköpun en nemendur vinna eitt verkefni í samvinnu við nemendur í listgreinakennslu.
Sjálfstæð verkefni í tónlist og leiklist (LVG204M)
Nemendur vinna sjálfstæð verkefni í tónlist og leiklist í samráði við kennara.
Viðburða- og verkefnastjórnun (TÓS411G)
Námskeiðinu er ætlað að efla færni nemenda í að undirbúa og skipuleggja viðburði á faglegan hátt með aðferðum og leiðum verkefnastjórnunar. Áhersla er á samvinnu og verkefnavinnu með markvissum hætti og nemendur ættu því að búa að aukinni færni fyrir önnur námskeið í háskólanámi, vinnumarkað og hvers konar félagsstörf. Námskeiðið er grunnnámskeið í tómstunda- og félagsmálafræði og er ætlað að mæta síaukinni kröfu um færni í viðburða- og verkefnastjórn á starfsvettvangi þeirra. Það er einnig opið öðrum nemendum við Háskóla Íslands sem valnámskeið.
Nemendur eru hvattir til virkar þátttöku í umræðum sem og verkefnavinnu því þannig skapast gott lærdómssamfélag sem margfaldar árangur allra. Nemendur eru jafnframt hvattir til uppbyggilegra samskipta og ábyrgðar á eigin námi og framgöngu í námskeiðinu.
Inntak
Á námskeiðinu verður farið yfir skipulagningu viðburðaverkefna. Áhersla er lögð á undirbúning, greiningar, áætlanir, framkvæmd og eftirvinnslu viðburða s.s. á sviði tómstunda, frítíma og menningar. Rýnt er í viðburði eins og fundi, ráðstefnur, tónleika, útihátíðir, íþróttamót, merkisdaga mannsævinnar og fasta hátíðisdaga. Fjallað er um lög, reglur og öryggisatriði. Skoðuð eru tengsl frístunda, tómstunda og ferðaþjónustu, sem og uppeldislegt- og samfélagslegt gildi viðburða og efnahagsleg áhrif þeirra.
Vinnulag
Fyrirlestrar, umræður, verkefnavinna og heimsóknir. Í námskeiðinu vinna nemendur að undirbúningi, framkvæmd og mati á eigin viðburði og taka þátt í að rýna viðburði samnemenda auk lesefnisprófs.
Námskeiðið er kennt í stað- og fjarnámi og mætingarskylda er í námskeiðið fyrir staðnema og fyrir fjarnema í staðlotur.
Lágmarkseinkunn í hverjum námsþætti er 5.0.
Fatahönnun (LVG004G)
Lögð er áhersla á formsköpun fatnaðar og sóttar hugmyndir í ólík þemu með tengingu við sögu og samtíma. Nemendur nýta mismunandi textílhráefni, efnis- og garntegundir, munstur- og litamöguleika sem skapandi uppsprettu eigin hugmynda og verka. Gerðar eru vinnuskýrslur og greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilegar áherslur og kennsluverkefni.
Textílhönnun (LVG012G)
Lögð er áhersla á tilrauna- og þróunarvinnu í munsturgerð og grunnaðferðum, eins og til dæmis saumi, prjóni, hekli, vefnaði, útsaumi, þrykki og fleiri aðferðum. Markmiðið er að vinna með skapandi hugsun, frumleika og listræna nálgun í viðfangsefnum. Nemendur vinna verkefni samkvæmt aðferðum nýsköpunar og hönnunar. Gerðar eru vinnuskýrslur og greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilegar áherslur og kennsluverkefni.
Kynbundið ofbeldi: forvarnir og fræðsla (TÓS009G)
Efni námskeiðsins er kynbundið ofbeldi, ólíkar birtingarmyndir þess og forvarnir. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á kynbundu ofbeldi og birtingarmyndum þess í samfélaginu. Markmið námskeiðsins er tvíþætt, annars vegar að efla fræðilegan grunn nemenda og hins vegar að efla færni nemenda í vinna gegn kynbundnu ofbeldi í starfi. Markmiðið er að nemendur þekki birtingarmyndir kynbundins ofbeldis og efli færni sína í að leiða umræðu, vinna með viðhorf og vinna að málum tengdum kynbundnu ofbeldi sem kunna að koma upp í starfi á vettvangi.
Kynbundið ofbeldi verður skoðað út frá helstu birtingarmyndum þess í samfélagi okkar. Farið verður í helstu fræðilegu hugtök kynjafræðinnar sem nýtast til þess að greina og skilja kynbundið ofbeldi eins og það birtist okkur í daglegu lífi. Farið verður yfir ólíka stöðu og möguleika karla og kvenna í samfélagi okkar og áhrif hugmynda um karlmennsku og kvenleika á viðhorf okkar og væntingar. Þá verða viðteknar hugmyndir samfélagsins um jafnrétti, ofbeldi og klám teknar til gagnrýninnar skoðunar.
Rík áhersla er lögð á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu út frá kynjasjónarmiðum en nemendum gefst kostur á að tengja hugmyndir sínar, reynslu og þekkingu við starf á vettvangi.
Námskeiðið er kennt í tveimur staðlotum, auk vikulegra fyrirlestra og kennsluhlés sem nýtist í verkefnavinnu á vettvangi.
Samstarf um farsæld barna í frístunda- og skólastarfi (TÓS202F)
Í þessu námskeiði er sjónum beint að samstarfi ólíkra fagstétta sem tengjast frístunda- og skólastarfi, s.s. á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, kennslu, þroskaþjálfafræði og íþróttastarfi. Námskeiðið miðar einnig að þverfaglegu samstarfi þar sem tómstundir koma við sögu, t.d. í starfi með eldri borgurum. Námskeiðið miðar að því að efla þekkingu nemenda á þverfaglegu samstarfi ólíkra fagstétta og hvaða þekking verður til á landamærum þeirra.
Fjallað verður um ávinning og áskoranir í þverfaglegu samstarfi fyrir börn, ungmenni og aðra skjólastæðinga og einnig fyrir starfsfólk, stofnanir og menntakerfi í stærra samhengi. Kenningum um ólíkar víddir samstarfs og fjölbreytt starfssamfélög verður gerð skil sem og rannsóknum á trausti og þekkingu sem byggist upp í þverfaglegu samstarfi.
Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna verða skoðuð og hvaða tækifæri felast í þeim fyrir þverfaglegt samstarf. Nemendur þjálfast í gagnrýnu hugarfari og borgaralegri virkni með því að vega og meta kosti og galla samstarfsverkefna, sem og hvar samstarf milli stofnana og fagstétta skortir.
Námskeiðið hentar þeim sem stefna að því að starfa með börnum og ungmennum, hvort heldur er í formlegu, hálfformlegu eða óformlegu uppeldis-, íþrótta, frístunda- eða skólastarfi. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hyggjast starfa við tómstundir fólks á ólíkum æviskeiðum, sem og starfsfólki og stjórnendum sem nú þegar starfa að tómstundum og í frístunda-, íþrótta- eða skólastarfi.
Vinnulag og væntingar
Stuðst verður við vendikennslu og kennslustundir nýttar til umræðna og úrvinnslu. Þess er vænst að nemendur taki virkan þátt í umræðu eða skili inn ígrundun ef þeir ekki komast í umræðutíma.
Alla námsþætti verður að standast með lágmarkseinkunn.
Nemi styður nema - fjölbreytt háskólasamfélag (vor) (TÓS213G)
Viðfangsefni
Viðfangsefni námskeiðsins eru félagsleg samskipti, samvera og námsaðstoð við nemendur sem geta þurft aðstoð og/eða stuðning í námi sínu á Menntavísindasviði HÍ.
Í námskeiðinu verður fjallað um nýjar áherslur og nýbreytni í menntamálum, sérstök áhersla lögð á inngildandi nám og tækifærin sem hugmyndafræðin býður upp á. Einnig verður fjallað um, jafnrétti, samfélag án aðgreiningar og mannréttindi í víðu samhengi. Kynntar verða leiðir til að efla náms- og félagslega þátttöku nemenda í háskólanum með fjölbreyttum hætti. Lögð verður áhersla á samráð við nemendur varðandi skipulagningu námskeiðsins.
Námskeiðið er dýrmæt reynsla sem mun nýtast í leik og starfi.
Námskeiðið er kennt að vori og hausti. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum nemanda. Þess vegna er ekki um endurtekningu á námsefni að ræða ef nemendur taka námskeiðið tvisvar.
Vinnulag
Samstarf og samvera með samnemum er að jafnaði þrjár kennslustundir á viku. Samstarfið getur falið í sér námsaðstoð, til dæmis við verkefnavinnu, verkefnaskil, yfirferð á námsefni eða samveru á bókasafni eða matsal og þátttaka í félagslífi á vegum nemendafélaga.
Þrír fræðslufundir með kennurum fyrrihluta misseris. Að auki geta nemendur pantað fundi eftir þörfum með kennurum námskeiðsins.
Nemendur vinna dagbókarverkefni jafnt og þétt yfir misserið og skila lokaskýrslu um reynslu sína af námskeiðinu.
Nýsköpun í textíl (LVG001G)
Nemendur velja viðfangsefni og vinna að rannsóknum og tilraunum frá þörf og lausn yfir í hönnun afurðar. Unnið er með nýsköpunarferlið í formi lausnamiðaðrar þarfagreiningar á skapandi og gagnrýninn hátt. Nemendur kanna og gera tilraunir með nýjar aðferðir og leiðir að fullvinnslu afurða með áherslu á sjálfbærni. Nemendur taka þátt í sýningu og skila fræðilegri greinargerð sem inniheldur rök fyrir verkefnavali og nýsköpunargildi textílaðferða og lokaafurða. Nemendur tengja gildi nýsköpunar og sjálfbærni fyrir menntun og daglegt líf.
Textílaðferðir (LVG021G)
Nemendur kynnast fjölbreytileika textíls innan handverks, iðnaðar og list. Þjálfuð eru grunntækni textílaðferða með áherslu á tilrauna- og þróunarvinnu í handverki aðferðanna. Nemendum er kynnt söguleg tenging textíla með áherslu á íslenska textílarfleifð og erlenda og hvernig sú þekking og nálgun getur orðið uppspretta nýrra hugmynda og verka. Í lokaverkefnum er unnið með blandaða tækni og lögð áhersla á skapandi og faglega nálgun og vönduð vinnubrögð. Þjálfað er vinnulag frá hugmynd til fullvinnslu með áherslu á sjálfbærni, endursköpun, endurnýtingu og nýsköpun. Nemendur skila fræðilegri greinargerð sem inniheldur umfjöllun og rök fyrir verkefnavali, efnisvali, úrvinnslu, framkvæmd og niðurstöðu. Nemendur tengja vinnu og afrakstur námskeiðsins við kennslufræðilegar áherslur og kennsluverkefni.
Leikir í frístunda- og skólastarfi (TÓS409G)
Á námskeiðinu er fjallað um gildi góðra leikja í frístunda- og skólastarfi. Nefna má kynningar – og hópstyrkingarleiki, hlutverkaleiki, einfalda og flókna námsleiki, hópleiki, rökleiki, gátur, þrautir, spurningaleiki, umhverfisleiki, námsspil, söng- og hreyfileiki, orðaleiki og tölvuleiki, leikræna tjáningu o.s.frv. Áhersla verður lögð á að kynna þátttakendum heimildir um leiki og verður sérstök áhersla á að kynna Internetið sem upplýsingabrunn um leiki. Þátttakendur spreyta sig á að prófa margvíslega leiki og leggja mat á þá. Þá verður unnið í hópum við að safna góðum leikjum (námsmappa- portfolio) sem hægt er að nota í frístunda- og skólastarfi. Athugið að þetta námskeið er kennt á laugardögum.
Frá hugmynd til sýningar (LVG008G)
Á námskeiðinu er lögð áhersla á leiklist sem listform, fjallað verður um bakgrunn sýninga sem eru unnar út frá hugmyndum þátttakenda og rætt verður um gildi þátttöku barna og ungmenna í leiksýningu. Þungamiðjan á námskeiðinu er á þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt að sýningum með nemendum á faglegan og skapandi hátt. Nemendur fá kynningu á hagnýtum verklegum æfingum sem gagnast geta við uppsetningu leikverka, svo sem skuggaleikhús, að búa til útvarps- og sjónvarpsþætti og umfjöllun um hvernig lítil hugmynd getur orðið að leiksýningu.
Hafðu samband
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.