Skip to main content

Heilsuefling og heimilisfræði, MT

Heilsuefling og heimilisfræði, MT

Menntavísindasvið

Heilsuefling og heimilisfræði

MT gráða – 120 einingar

Ef þú hefur áhuga á mat, heilsu og vellíðan þá gæti meistaranám í heilsueflingu og heimilisfræði verið fyrir þig. Boðið er upp á grunnskólakennaranám þar sem nemendur sérhæfa sig í faggreininni heimilisfræði samhliða því að byggja upp traustan grunn í heilsueflingu í skólastarfi. Námið veitir leyfisbréf til að starfa í grunnskóla.

Nemendur í MT námi skrifa ekki 30e lokaverkefni. 

Skipulag náms

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Heilsuefling, íþróttir og tómstundir – fræði og vettvangur (HÍT101F)

Námskeiðið er ætlað nemendum sem eru að hefja framhaldsnám í Deild heilsueflingar, íþrótta- og tómstunda. Í því verður ljósi varpað á mikilvæg hugtök og kenningar sem notuð eru í þeim fræðigreinum sem kenndar eru í deildinni. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að rýna í hvernig ólíkir þættir, svo sem heilsuhegðun og félagslegt umhverfi, og sampil þeirra hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. Fjallað verður um viðfangsefni sem eru efst á baugi í samfélaginu og varða hreyfingu, næringu, heilsueflingu, lífsleikni, nám og þroska og tengsl þeirra við andlega, líkamlega og félagslega velferð einstaklinga. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér gagnrýna og skapandi nálgun á viðfangsefni sem tengjast náið þeim vettvangi sem þeir munu starfa á að námi loknu. Nemendur æfa í því skyni teymisvinnu og efla samskipti út frá hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu. Nemendur fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína í tilteknu viðfangsefni sem valið er í samráði við kennara og munu í lok námskeiðs setja fram áætlun um nám sitt.

X

Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.

X

Áhrifaþættir heilsu (HÍT504M)

Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnskilgreiningar á hugtökunum: heilsa og heilbrigði, sjúkdómar og fötlun. Farið verður yfir helstu áhrifaþætti heilbrigðis og ræddir verða sérstakir áhrifavaldar á heilsufar. Bæði verða kynntir þættir sem geta ógnað heilsu og heilbrigði en einnig skoðað hvaða þættir geta haft jákvæð heilsueflandi áhrif. Sérstök áhersla verður á áhrif umverfis á heilsu. Fjallað verður um ólíkar nálganir í heilsueflingu og hverjir beri ábyrgð á heilsueflingu

Athugið: Námskeiðið hét áður Hugur, heilsa og heilsulæsi.

X

Heilsuefling (ÍÞH209F)

Fjallað verður um fyrirkomulag og mikilvægi heilsueflingar í skólum, á vinnustað, í hvers kyns þjálfun, endurhæfingu, íþróttum og tómstundastarfi. Mismunandi kenningar um heilsueflingu verða kynntar, sem og framkvæmd, mat og heildstætt ferli heilsueflingar. Allt frá því hvernig heilsueflandi verkefni eru skipulögð og hvernig þau eru innleidd, framkvæmd og metin. Sérstök áhersla verður lögð á fræðilegan þátt heilsueflingarferlisins til að undirbúa nemendur fyrir faglegt starf tengt heilsueflingu á vettvangi.

X

Heilsuhegðun og fæðuval – áhrifaþættir og mótun (ÍÞH036M)

Viðfangsefni námskeiðsins er heilsuhegðun í víðum skilningi. Fjallað verður um heilsuhegðun mismunandi aldurshópa og samband líffræðilegra þátta, heilsuhegðunar og félagslegra aðstæðna. Farið verður yfir hvernig hegðun einstaklinga, bjargráð og streita hafa áhrif á heilsufar. Hegðun í tengslum við fæðuval og neysluvenjur er sérstaklega skoðuð. Þá verður horft til þess hvernig má móta heilsusamlegar lífsvenjur frá æsku, svo sem hafa áhrif á fæðuval og vinna á matvendni. Samfélagsáhrif og þáttur fjölmiðla eru einnig könnuð. Námsefnið byggir á fræðbókum og vísindagreinum frá mismunandi áttum og ólíkum sviðum sem spanna viðfangsefnið og nálgast það á ólíkan hátt.
Námskeiðið er ætlað nemendum á efri stigum grunnnáms og á meistarastigi og er opið öllum.

X

Matur menning heilsa (HHE602G, HHE601G)

Inntak og meginviðfangsefni:

Lögð er áhersla á að lesa fræðilega texta um matreiðslu og bakstur og þá eðlisfræði sem þar liggur að baki. Í tengslum við lesturinn læra nemendur helstu grundvallar aðferðir í matreiðslu og bakstri og hvernig þær tengjast hollustu matarins. Lögð verður áhersla á að nemendur kynni sér vel  hvað felst í hollu mataræði. Matreiddir verða meðal annars ýmsir réttir sem tengjast viðfangsefni lesefnisins og einnig réttir sem teljast lýsandi fyrir íslenska matargerð á 20. öld. Til samanburðar verða matreiddir þjóðarréttir frá ýmsum löndum. Farið verður yfir undirstöðuþætti almennra hreinlætis- og örverufræða. Nemendum er ætlað að öðlast skilning á mikilvægi hollra lífshátta og hreinlætis út frá persónulegu sjónarmiði og sjónarmiðum samfélagsins sem tengjast heilbrigði og fjárhag.

X

Vettvangsnám í heilsueflingu og heimilisfræði II – Matarmenning og umhverfi (HHE602G, HHE601G)

Námskeiðið skal taka samhliða námskeiðinu Matur menning heilsa. Námskeiðið miðar að því að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám í heimilisfræði með áherslu á matarmenningu og umhverfi í samhengi við kennslufræðilega þætti og náms- og starfsumhverfi greinarinnar í grunn- og framhaldsskólum. Markmiðið er að nemendur geti tengt og rökstutt gildi og mikilvægi heilsueflingar og heimilisfræði fyrir framtíð einstaklinga og samfélagsins alls. Nemendur kynnast margbreytileika kennslunnar, hugtakanotkun og fjölbreyttum kennsluaðferðum sem tengjast heilsueflingu og heimilisfræði. Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara námskeiðsins og leiðsagnarkennara á vettvangi. Einnig taka þeir mið af hæfniviðmiðum heimilisfræðinnar í aðalnámskrá og skólanámskrá viðtökuskóla. Kennsluverkefnin eru aldursmiðuð og með tengingu við sköpun, sjálfbærni og læsi sem og aðra grunnþætti menntunar. Áhersla verður lögð á þjálfun í gerð þemaverkefna um matarmenningu og samþættingu sjálfbærni við verkefni í heimilisfræði. Nemendur halda leiðarbók sem tengist verkefnum og vettvangshluta námsins og skila greinargerð um vettvangshluta námsins.

X

Nám og kennsla - Vettvangsnám í heimilisfræði I (HHE301F)

Inntak og meginviðfangsefni:

Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám á sviði heimilisfræðikennslu og heilsueflingar í grunnskólum og stofnunum sem sinna heilsueflingu. Lögð er áhersla á að þátttakendur kynnist að eigin raun almennu grunnskólastarfi með áherslu á heimilisfræði og heilsueflingu á öllum stigum grunnskólans. Fjallað verður um meginmarkmið heimilisfræði, aðalnámskrá, mat, áætlanagerð og skipulag. Sjónum verður beint að hlutverki heimilisfræðikennara, stjórnun og skipulagi kennslustunda. Einnig verður fjallað um hlutverk þeirra sem leiða starf heilsueflingar í grunnskólum.

Athugið: Kennaranemar geta farið í launað starfsnám eða vettvangsnám (ólaunað).

  • Launað starfsnám byggir á því að kennaranemi hafi sjálfur ráðið sig til kennslu við grunnskóla og fengið samþykki umsjónarkennara námskeiðsins við MVS til að tengja starfið og námið.
  • Vettvangsnám (ólaunað) er skipulagt af MVS sem sér um að finna skóla fyrir vettvangsnám kennaranema.
X

Áskoranir á vettvangi í heilsueflingu og heimilisfræði (HHE302F)

Í námskeiðinu verður fjallað um álitamál og áskoranir sem kennaranemar mæta á vettvangi í heilsueflingu og heimilisfræðikennslu. Því er einnig ætlað að hjálpa nemendum að skilja ýmsar heilsutengdar áskoranir sem grunnskólanemendur geta staðið frammi fyrir á skólagöngu sinni.

Rýndar verður nýjustu rannsóknir á sviði heilsueflingar ásamt kenningum og aðferðum við námsmat í heimilisfræði. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða þætti sem geta haft áhrif á heilsu og velferð nemenda á skólagöngu þeirra.

Verkefnið Heilsueflandi grunnskóli eða önnur heilsueflandi verkefni á vegum Embættis landlæknis verða skoðuð ítarlega. Nemendur kryfja hugmyndafræði og útfærslu þessara verkefna og koma með tillögur að því hvernig heimilisfræðikennari getur leitt og tekið þátt í þessu starfi í skólum eða á öðrum vettvangi.

Gerður verður samanburður á íslensku aðalnámskránni og aðalnámskrám annarra landa í heimilisfræði. Hverju er vel sinnt og hvað mætti gera betur hérlendis. Hvernig ætti aðalnámskrá að þróast? Sérstaklega verður horft á þætti eins umhverfi og sjálfbærni út frá sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Rýnt er í fjölbreytt hugtök og hugmyndafræði sem þar er í þróunarverkefnum tengt kennslu á fagsviðinu.

Námskeiðið styður við kennslu í vettvangsnámi nemenda og á að taka samhliða námskeiðinu HHE301F Nám og kennsla - Vettvangsnám í heimilisfræði I.

X

Sérfæði og matur við sérstök tækifæri (HHE501M, HHE502M)

Inntak og meginviðfangsefni:
Á námskeiðinu verður farið í ýmsa þá þætti mataræðis sem ekki falla undir hefðbundið mataræði. Kannaður verður munurinn á sérfæði og matarvenjum. Undir hugtakið sérfæði falla sjúkdómar, algeng matarofnæmi, mataróþol og trúarbrögð og verða þessir þættir skoðaðir sérstaklega. Nemendur læra að aðlaga og breyta uppskriftum fyrir sérfæði. Þei fá einnig að æfa sig í að elda sérfæði ýmiskonar. Fjallað verður um mat til hátíðarbrigða, nesti í gönguferðir og ferðalög og svo fæði íþróttafólks. Nemendur fá að spreyta sig á að útbúa veisluborð, nesti fyrir gönguferðir og ferðalög og mat fyrir ýmsar íþróttagreinar. Skoðað verður hvaða stefnur og straumar eru vinsælastar í matargerð jafn innanlands sem utan bæði í betri og mat og svo sérfæði ýmiskonar.

Kennslufyrirkomulag:
Námið felst í beinni miðlun kennara, verklegum æfingum nemenda, kennsluæfingum, hópverkefnum og sjálfstæðum verkefnum einstakra nemenda.

Vinnulag:
Námskeiðið er kennt bæði sem staðnám og fjarnám þar sem fyrirlestrar eru teknir upp á settir inn á fjarnámsvef. Skyldumæting er í staðlotur. Á námskeiðinu vinna nemendur eitt fræðilegt verkefni og þrjú önnur verkefni. Í innlotum eru fyrirlestrar og vinnustofur. Staðnemar matreiða í tímum rétti í samræmi við þarfir ólíkra hópa og fjarnemar gera heima valin verkefni úr verklegum tímum í stað þess að mæta í verklega tíma. Námskeiðið felur í sér efnisgjald.

Til að standast námskeið þarf lágmarkseinkunnina 5,0 í sérhverju verkefni og prófi.

X

Færniþjálfun á heilsueflingarvettvangi (HHE201M)

Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að kynnast vettvangi þar sem heilsuefling hefur verið innleidd eða ætlunin er að innleiða heilseflandi verkefni, hvort heldur sem er í skólastarfi, frístundstarfi, íþróttastarfsemi, vinnustað eða annars staðar í samfélaginu. Nemendur gera úttekt á stöðunni og meta það starf sem er í gangi auk þess að taka þátt í undirbúningi og innleiðingu verkefnis eða heilsueflandi starfi sem þegar er í gangi. Þannig fá nemendur tækifæri til að nýta þær aðferðir, verkfæri og hugmyndir sem þeir hafa kynnst í öðrum námskeiðum.

X

Matur menning heilsa (HHE602G, HHE601G)

Inntak og meginviðfangsefni:

Lögð er áhersla á að lesa fræðilega texta um matreiðslu og bakstur og þá eðlisfræði sem þar liggur að baki. Í tengslum við lesturinn læra nemendur helstu grundvallar aðferðir í matreiðslu og bakstri og hvernig þær tengjast hollustu matarins. Lögð verður áhersla á að nemendur kynni sér vel  hvað felst í hollu mataræði. Matreiddir verða meðal annars ýmsir réttir sem tengjast viðfangsefni lesefnisins og einnig réttir sem teljast lýsandi fyrir íslenska matargerð á 20. öld. Til samanburðar verða matreiddir þjóðarréttir frá ýmsum löndum. Farið verður yfir undirstöðuþætti almennra hreinlætis- og örverufræða. Nemendum er ætlað að öðlast skilning á mikilvægi hollra lífshátta og hreinlætis út frá persónulegu sjónarmiði og sjónarmiðum samfélagsins sem tengjast heilbrigði og fjárhag.

X

Vettvangsnám í heilsueflingu og heimilisfræði II – Matarmenning og umhverfi (HHE602G, HHE601G)

Námskeiðið skal taka samhliða námskeiðinu Matur menning heilsa. Námskeiðið miðar að því að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám í heimilisfræði með áherslu á matarmenningu og umhverfi í samhengi við kennslufræðilega þætti og náms- og starfsumhverfi greinarinnar í grunn- og framhaldsskólum. Markmiðið er að nemendur geti tengt og rökstutt gildi og mikilvægi heilsueflingar og heimilisfræði fyrir framtíð einstaklinga og samfélagsins alls. Nemendur kynnast margbreytileika kennslunnar, hugtakanotkun og fjölbreyttum kennsluaðferðum sem tengjast heilsueflingu og heimilisfræði. Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara námskeiðsins og leiðsagnarkennara á vettvangi. Einnig taka þeir mið af hæfniviðmiðum heimilisfræðinnar í aðalnámskrá og skólanámskrá viðtökuskóla. Kennsluverkefnin eru aldursmiðuð og með tengingu við sköpun, sjálfbærni og læsi sem og aðra grunnþætti menntunar. Áhersla verður lögð á þjálfun í gerð þemaverkefna um matarmenningu og samþættingu sjálfbærni við verkefni í heimilisfræði. Nemendur halda leiðarbók sem tengist verkefnum og vettvangshluta námsins og skila greinargerð um vettvangshluta námsins.

X

Nám og kennsla - Vettvangsnám í heimilisfræði II (HHE401F)

Námskeiðið er framhald af námskeiðinu „Vettvangsnám 1“ og fer einnig að mestu fram á vettvangi. Lögð er áhersla  á hagnýtar kennsluaðferðir og leiðir til að koma á móts við fjölbreytta nemendahópa. Jafnframt verður fjallað um mismunandi leiðir til agastjórnunar. Leitast verður við að efla sjálfsöryggi kennaranema við kennslu á vettvangi. Áfram verður unnið með verkefni námskeiðsins „Vettvangsnám 1“.

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.

X

Líkamleg þjálfun, ákefð og endurheimt (ÍÞH115F)

Fjallað verður um aðlaganir sem verða á starfsemi líkamans við líkamlega þjálfun. Farið verður yfir mikilvægi markmiðsetningar í tengslum skipulagningu og framkvæmd líkamsþjálfunar. Fjallað verður um greiningu á vinnukröfum íþróttagreina og notkun slíkrar greiningar í uppsetningu og framkvæmd þjálfunaráætlana. Sérstök áhersla verður lögð á að skýra tengsl magns og ákefðar líkamlegrar þjálfunar með skýrskotun til bæði skammtíma- og langtíma þjálfunaráætlana. Fjallað verður um mikilvægi hvíldar og endurheimtar í tengslum við líkamlega þjálfun, með sérstakri áherslu á svefn og svefnþörf íþróttafólks. 

ATH: Námskeiðin ÍÞH101M/ÍÞH115F Líkamleg þjálfun, ákefð og endurheimt, 5e og ÍÞH114F Líkamleg þjálfun barna og unglinga 5e koma í stað námskeiðsins ÍÞH102F Þjálfunarlífeðlisfræði, 10e. Þeir nemendur sem hafa lokið því þurfa ekki að taka 5e námskeiðin.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Menntunarfræði yngri barna (KME109F)

Á námskeiðinu verður fjallað um sýn á börn, rannsóknir á námi þeirra og þá hugmyndafræði sem þær byggja á og athyglinni beint að ýmsum áherslum og álitamálum á sviðinu. Kynntar verða innlendar og erlendar rannsóknir og kenningar á eftirfarandi sviðum: 

  • Sýn á börn og nám í nútíma samfélagi: Fjallað verður um grundvallarhugmyndir um nám barna og hvernig þeim eru skapaðar námsaðstæður í skólum þar sem þátttaka, valdefling, lýðræði og vellíðan eru í brennidepli.
  • Félagslegur raunveruleiki barna og áhrif  hans á virka þátttöku þeirra í skólastarfi, m.a. jafnrétti í víðum skilningi, foreldrasamskipti, tækni í lífi barna. 
  • Þróun náms, skipulag námsumhverfis og fjölbreyttar leiðir til að meta nám ungra barna sem snerta meðal annars námssvið í leik- og grunnskóla.

Vinnulag:
Mætingarskylda er í tveimur staðlotum. Vikulegar kennslustundir eru yfir önnina þar sem nemendur geta valið mismunandi tíma dagsins í kennslustofu eða á neti (kennt er á þriðjudögum.).

Kennsla verður í formi fyrirlestra, umræðna og verkefna sem nemendur kynna og ræða. Nemendur athuga hvernig nýta má kenningar og niðurstöður rannsókna í skólastarfi. Þeir velja sér afmarkað svið til að dýpka þekkingu sína á með því að kynna sér niðurstöður rannsókna og starf á vettvangi. Dæmi um viðfangsefni eru: Mat í skólastarfi, margbreytilegur barnahópur (svo sem menningarlæsi, kynjagervi, fjölmenning) ákveðið námssvið, leik og námssamfélag barna, foreldrasamstarf, læsi, samfella í námi barna og skapandi starf.

X

Næring og þjálfun ungmenna (HÍT501M)

Hlutverk næringar í þjálfun og áhrif á árangur í íþróttum eru viðfangsefni þessa námskeiðs. Áhersla er lögð á að skoða þá þætti sem helst eru til umfjöllunar í samfélaginu hverju sinni og sá sérstaklega þætti sem viðkoma þjálfun og viðhorfum ungmenna til næringartengdra þátta.

Megináhersla er lögð á orkuefnin, hlutverk þeirra og þarfir við mismunandi þjálfun. Jafnframt er horft til ólíkra þarfa eftir aldri, kyni, líkamsímynd og líkamsbyggingu. Einnig verður fjallað um vökvaþörf, vítamín, stein- og snefilefni, andoxunarefni og fæðubótarefni í tengslum við þjálfun.

Farið verður yfir nýjustu rannsóknir um efnið og takmarkanir og framfarir á stöðu þekkingar á sviðinu skoðaðar. Áhersla er lögð á að geta greint sundur raunverulega stöðu þekkingar samanborið við markaðssetningu og tískustrauma sem oft hafa áhrif á neysluvenjur og viðhorf ungmenna.

Ennfremur er lögð áhersla á þverfræðilega teymisvinnu milli fagaðila og fjallað er um hvernig má hámarka árangur og stuðla að heilsueflingu með samvinnu fagstétta.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og einni málstofu. Ætlast er til virkar þátttöku nemenda í umræðum og verkefnavinnu. Gerð er krafa um grunnþekkingu í næringarfræði til að hægt sé að velja námskeiðið. Námsmat er byggt á málstofu og heimaprófi. Mætingaskylda í málstofu.

ATH: Var áður kennt sem hluti af námskeiðinu Íþróttir og næring.

X

Tómstundafræði og forysta (TÓS102F)

Viðfangsefni námskeiðsins
Forysta, fagmennska og markmið stofnana á vettvangi frítímans eru viðfangsefni námskeiðsins. Þátttakendur kynnast ólíkum forystukenningum, inngildandi leiðtogafærni, breytinga- og krísustjórnun og gildi menningar á starfsstöðum. Vettvangur frítímans verður í brennidepli en einnig samspil vettvangsins við aðrar stofnanir sem koma að menntun og farsæld. 

Fjallað verður um hlutverk leiðtogans í samfélagi án aðgreiningar og þróun forystu í íslensku sem og alþjóðlegu samhengi. Nemendum gefst kostur á að tengja hugmyndir sínar, þekkingu og reynslu af vettvangi við viðfangsefni námskeiðsins.

Áherslur námskeiðsins

Þátttakendur námskeiðs fá töluvert frelsi til athafna í verkefnavinnu og verða hvattir til sjálfstæðra vinnubragða.

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að ná jafnvægi milli fjölbreyttra gerða náms: 

  • Tileinkun náms (e. acquisition)
  • Umræður (e. discussion)
  • Könnun og/eða rannsókn (e. investigation)
  • Samvinna (e. collaboration)
  • Virkni og/eða æfing (e. practice)
  • Afurð (e. production)

Vinnulag námskeiðsins
Í hverri lotu er umræðutími. Þeir sem ekki eiga kost á þátttöku í umræðutímum í rauntíma vinna verkefni á vef. Hver lota er að jafnaði tvær vikur að lengd. 

Þátttökuskylda er í staðlotum og málstofum.

Stuðst er öllu jafna við vendinám í bland við fyrirlestra, umræður, samvinnu- og einstaklingsverkefni. 

Í lok námskeiðs sjá nemendur um málstofur tengdar viðfangsefni námskeiðsins. 

X

Sterkir hópar: Samkennd, samvinna og liðsheild (TÓS301F)

Námskeiðslýsing:

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist fræðilega þekkingu á árangursríkum leiðum til að vinna með og efla hópa í skóla- og frístundastarfi, með áherslu á félags- og tilfinningahæfni, samkennd, samvinnu og liðsheild.

Viðfangsefni:
Þemu námskeiðsins eru sex:

  • Sterkir hópar - einkenni þeirra og hlutverk fagfólks í að byggja þá upp
  • Samkennd: Hvað segja rannsóknir og hvernig kennum við samkennd?
  • Félags- og tilfinningahæfni og samvinna í barna- og unglingahópum
  • Liðsheild og þýðing hennar fyrir jákvæða menningu í skóla- og frístundasamfélaginu
  • Farsæld og samspil hennar við það samfélagslega samhengi sem börn og ungmenni tilheyra
  • Forvarnir gegn einelti: Grunnur góðra samskipta

Nálgun og vinnulag námskeiðs

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að ná jafnvægi milli fjölbreyttra gerða náms: 

  • Tileinkun náms (e. acquisition)
  • Umræður (e. discussion)
  • Könnun og/eða rannsókn (e. investigation)
  • Samvinna (e. collaboration)
  • Virkni og/eða æfing (e. practice)
  • Afurð (e. production)

Námskeiðið er skipulagt í staðbundnum lotum og fjarnámi. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, hlustun og áhorfi, sem og verkefnavinnu sem bæði verður unnin í hóp og á einstaklingsgrunni. Leitast verður við að tengja viðfangsefni námskeiðsins sem mest aðstæðum og reynslu nemenda.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Svefn, heilsa og endurheimt (ÍÞH049F)

Í námskeiðinu verður fjallað almennt um svefn en einnig verður fjallað um svefn í tengslum við íþróttir, heilsu og almenna vellíðan. Fjallað verður um svefn uppbyggingu, svefn hinna ýmsu aldurshópa og svefn í tengslum við heilsu, íþrótta- og afrekshópa, kvíða og algengar svefnraskanir. Námskeiðið verður byggt á útgefnu efni um lífeðlisfræði svefns og rannsóknum á svefni tengdum lýðheilsu og íþróttum.

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Næring í afreksþjálfun (HÍT502M)

Hlutverk næringar í afreksþjálfun með áherslu á árangur í íþróttum er viðfangsefni þessa námskeiðs sem er framhald af námskeiðinu Næring og þjálfun ungmenna. Áhersla er lögð á að dýpka þá þekkingu sem komin er og vinna hagnýt verkefni. Þau byggja á matseðlagerð og rýni í sérþarfir í afreksþjálfun t.d. á keppnistímabili og hvíldartímabilum, við undirbúning, í keppni og í endurheimt. Einnig er skoðuð þyngdarstjórnun í greinum þar sem þyngdarflokkar skipta máli.

Farið verður yfir nýjustu rannsóknir um efnið og takmarkanir og framfarir á stöðu þekkingar á sviðinu skoðaðar. Áhersla er lögð á að geta greint sundur raunverulega stöðu þekkingar samanborið við leiðir sem markaðssettar eru til árangurs eða fá hljómgrunn í ýmsum keppnisgreinum.

Ennfremur er lögð áhersla á þverfræðilega teymisvinnu milli fagaðila og fjallað er um hvernig má hámarka árangur og stuðla að heilsueflingu með samvinnu fagstétta.

Vinnulag
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og verkefnavinnu í smærri hópum. Ætlast er til virkar þátttöku nemenda í umræðum og verkefnavinnu. Gerð er krafa um að einnig sé tekið námskeiðið Næring og þjálfun ungmenna, auk þess sem grunnþekking í næringarfræði er nauðsynleg. Námsmat er byggt á verkefnavinnu.

ATH: Var áður kennt sem hluti af námskeiðinu Íþróttir og næring.

X

Félagsfærni og sjálfsefling með jákvæðri hópastjórnun (HÍT001F)

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur – kennarar, tómstunda- og félagsmálafræðingar og aðrir sem vinna með hópa barna og unglinga í leikskóla, grunnskóla- og frístundastarfi – efli þekkingu sína á aðferðum sem stuðla að æskilegri hegðun barna. Þeir læri að beita árangursríkum og gagnreyndum aðferðum sem byggjast á trausti og virðingu, styðja við félagsfærni og sjálfseflingu barna og unglinga og stuðla að bættri líðan þeirra.

Þættir sem unnið er með:

  • Framkvæmd mats á stöðu hópastjórnunar og styrkleikar hópa metnir. Reglur um hegðun barna mótaðar og þjálfun í kennslu þeirra. Æfingar í að nota skýr fyrirmæli til að efla samstarf í barnahópum.
  • Þjálfun í notkun hvatningar með margbreytilegum hætti, áhersla er lögð á hópinn í heild sinni.
  • Farið yfir jafnvægi í hvatningu og leiðum til að stöðva erfiða hegðun. Praktískir þættir í hópastjórnun skoðaðir nánar og æfðir.
  • Markviss notkun lausnaleitar kennd og skoðaðir mikilvægir þættir sem tengjast samstarfi við foreldra. Endurmat á stöðu hópastjórnunar í lok námskeiðs.

Samhliða því að þátttakendur námskeiðsins tileinki sér færnina sjálfir og æfi hana, eru kenndar leiðir til að miðla til - og þjálfa annað fagfólk í notkun aðferðanna. 

Vinnulag

Námskeiðið skiptist í vinnu í tímum og verkefni („heimavinnu“) á milli tíma sem þátttakendur geta prófað í eigin starfi og nýtt þannig beint til þróunar á eigin starfsháttum. Kennsla fer fram með umræðum, æfingum og fjölbreyttum sameiginlegum viðfangsefnum. Námsmat byggist á lestri kafla og greina, skilaverkefnum sem unnin eru með barna- og unglingahópum sem tengjast þátttakendum, samhliða miðlun til annars fagfólks og virkri þátttöku í umræðum um viðfangsefni námskeiðsins.

Miðað er við kennslu í rauntíma, á Zoom eða á staðnum (í staðlotum), átta hálfa daga á tímabilinu ágúst til nóvember, þar sem unnið er með þætti námskeiðsins og gerðar æfingar. Þátttakendur reyna aðferðirnar sjálfir með sínum barnahópum í verkefnum á milli tíma.

Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Þátttakendur fá tækifæri til að læra saman og styðja hvern annan í að þróa árangursríka starfshætti með börnum. Grunnhugmyndin er að þátttakendur líti á það sem sameiginlegt verkefni allra í skóla- og frístundasamfélaginu að nota uppbyggilegar og gagnreyndar aðferðir til að stuðla að góðri aðlögun barna og starfsánægju fagfólks.

Námskeiðið hentar öllum kennurum, tómstunda- og félagsmálafræðingum og öðrum sem vinna með hópa barna og unglinga í leikskóla, grunnskóla- og frístundastarfi.

X

Einelti, forvarnir og inngrip (TÓS509M)

Þetta námskeið er um einelti og markmiðið er að þeir sem ljúka námskeiðinu öðlist þekkingu, leikni og hæfni til að geta tekist á við og komið í veg fyrir einelti meðal barna og unglinga.

Námskeiðið byggir á kenningum og rannsóknum á einelti. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á að vinna með börnum og unglingum og hentar því vel fyrir nemendur á menntavísindasviði HÍ. Nemendur á öðrum sviðum eru einnig velkomnir. Á námskeiðinu verður fjallað um fjölmarga þætti sem snúa að einelti, þar á meðal mismunandi birtingarmyndir, árangursríkar aðferðir við forvarnir og inngrip, samstarf við foreldra og forsjáraðila og árangursríka vinnu með þolendum, gerendum og áhorfendum. Námskeiðið fer fram á íslensku en lesefni er á íslensku og ensku.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðu- og verkefnatímum, reynslusögum af vettvangi og kynningum nemenda.

Skyldumæting er í námskeiðið (lágmark 80%). Skyldumæting er fyrir fjarnema í staðlotur námskeiðsins. Missi þeir af staðlotu verða þeir að vinna það upp með því að mæta í aðra tíma í staðinn. Fjarnemum er frjálst að mæta í aðrar kennslustundir. Fjarnemar vinna virkniverkefni um kennslustundir sem þeir mæta ekki í. 

X

Alþjóðaheilsa (LÝÐ045F)

Námskeiðið fjallar um lýðheilsu í hnattrænu samhengi, sögu og áherslur. Fjallað verður um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og stefnu Íslands í innleiðingu þeirra. Einnig munu sérfræðingar á hverju sviði, íslenskir og erlendir, fjalla um viðfangsefni innan alþjóðaheilsunnar, svo sem heilbrigðisvísa; sjúkdómsbyrði og áhrifaþætti heilsu í löndum heimsins sem búa við fátækt og ójöfnuð og þær leiðir sem gætu stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu og auknu heilbrigði; áhrif öryggis og átaka á heilsu; og heilsuáhrif hamfara.

Stefnt verður á að nemendum verði boðið í vettvangsheimsókni til stofnana sem koma að stefnu Íslands í alþjóðastarfi og móttöku flóttamanna.

X

Ójöfnuður og heilsa (FÉL098F)

Félagslegur ójöfnuður hefur áhrif á heilsu. Almennt hafa þeir sem eru í viðkvæmari stöðu í samfélaginu verri heilsu en þeir sem að betra hafa það. Í þessu námskeiði er sjónum beint að sambandi félagslegrar stöðu og heilsufars. Nemendur munu kynnast helstu kenningum innan heilsufélagsfræðinnar, s.s. kenningum Link og Phelan um grundvallarástæður sjúkdóma (fundamental causes of disease) og fara yfir rannsóknir á sviðinu. Eitt mikilvægasta framlag félagsfræðinnar er skilningur á því hvernig stærri samfélagslegir þættir (t.d. heilbrigðis- og velferðarkerfið) móta líf einstaklinga og við munum því skoða hvernig samband félagslegrar stöðu og heilsu mótast af svona þáttum. Þar sem að heilsa fólks er flókið fyrirbæri munum við einnig skoða hana í þverfaglegu ljósi og notast meðal annars við kenningar og rannsóknir úr lýðheilsufræðum, heilbrigðisvísindum, mannfræði og stjórnmálafræði. 

X

Siðfræði og samfélag (MVS210F)

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verða greind tiltekin siðferðileg álitamál í íslensku samfélagi. Sjónum verður beint að siðferðilegum spurningum sem til dæmis tengjast heilbrigðis, umhverfis- og menntamálum. Dregið verður fram hvað einkennir sérstaklega siðferðilegan vanda og rætt hvernig hægt er að takast á við hann. Til að nálgast það verkefni verða skoðuð dæmi um siðferðileg málefni í opinberri umræðu í íslensku samfélagi, þau greind þar sem átakalínur og undirliggjandi gildi verða skoðuð. 

X

Þróun stærðfræðihugmynda ungra barna (KME203F)

Markmið að nemendur:

  • Þekki rannsóknir á stærðfræðilegri hugsun ungra barna og hugmyndum þeirra um stærðfræðileg fyrirbæri.
  • Geri sér grein fyrir hverjar eru meginstoðir þeirrar stærðfræðilegu þekkingar sem nemendur þróa með sér fyrstu átta æviárin.
  • Geti kannað stærðfræðilegar hugmyndir ungra barna með athugunarverkefnum og viðtölum.
  • Séu færir um að nýta niðurstöður rannsókna á stærðfræðinámi ungra barna við skipulagningu skólastarfs í leikskóla og í fyrstu bekkjum grunnskóla.

Viðfangsefni:
Nemendur kynnast nýlegum rannsóknum á stærðfræðilegri hugsun ungra barna. Þeir kynna sér þróun þekkingar og skilnings barna á mismunandi inntaksþáttum stærðfræðinnar. Sjónum verður beint að því stærðfræðinámi sem fram fer fyrstu æviárin og sem er mikilvægur grunnur fyrir frekara nám á þessu sviði. Áhersla er á hvernig byggja má upp námsumhverfi þar sem nám fer fram í leik og daglegu starfi. Sérstaklega verður skoðað hvaða rannsóknaraðferðum er beitt við að kanna hugmyndir og skilning ungra barna. Nemendur prófa að framkvæma athuganir á stærðfræðilegum skilningi ungra barna og beita við það mismunandi aðferðum. Hugað verður að því hvernig nýta má rannsóknarniðurstöður til að skipuleggja þróunarstarf sem hefur það að markmiði að stærðfræðileg hugsun barna eflist.

Vinnulag:
Áhersla er lögð á að þróa námssamfélag sem allir taka virkan þátt í að móta. Hægt er að taka þátt á staðnum, með fjarfundabúnaði og á vefsvæði námskeiðsins. Haldnir verða fyrirlestrar, málstofur og umræðutímar. Nemar lesa fræðilega texta og leita svara við áleitnum spurningum um efnið. Þeir framkvæma rannsóknir, gera grein fyrir niðurstöðum og draga af þeim ályktanir. Þeir setja fram hugmyndir um hvernig byggja má upp og þróa námsumhverfi og stærðfræðikennslu fyrir ung börn.

X

Hegðun og tilfinningar barna: Áskoranir og úrræði (MAL003F)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa þátttakendum kost á að kynnast völdum þáttum, bæði fræðilegum og hagnýtum, sem auðvelda almennum kennurum og sérkennurum að skilja, meta og bregðast við þörfum nemenda sem eiga við hegðunar- og/eða tilfinningavanda að etja. Fjallað verður um aðferðir við skimun og mat, áhrifaþætti og algengi mismunandi hegðunar- og/eða tilfinningalegra erfiðleika, s.s. mótþróa, þunglyndis og kvíða. Einnig verður fjallað um hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika nemenda með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) eða röskun á einhverfurófinu. Sérstök áhersla er á að auka færni þátttakenda í að sníða skólastarf og skólasamfélag betur að þörfum nemenda með hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika og veita kennurum og skólastjórnendum ráð um hvernig unnt er að gera slíkt og fjarlægja hindranir sem útiloka og einangra nemendur með slíkan vanda.

Nemendur hafi aflað sér grunnþekkingar á helstu hugtökum og sjónarhornum þroskasálfræði eða félagsvísinda á námsferli sínum áður en þeir sækja námskeiðið.  Reynsla af vinnu með börnum eða ungmennum æskileg.

Helstu efnisþættir

  • Mismunandi skilgreiningar á hegðunar- og tilfinningaörðugleikum - alþjóðleg viðmið og flokkunarkerfi.
  • Hegðunar- og tilfinningaörðugleikar í samfélagslegu samhengi.
  • Helstu kenningar um hegðunar- og tilfinningaörðugleika barna og unglinga (conceptual models).
  • Viðbrögð skólasamfélagsins; nemendasýn og skólastefna - skóli án aðgreiningar, sérdeildir eða sérskólar? Ólík sjónarhorn við að skilgreina vandann.
  • Sértæk úrræði innan skólasamfélagsins og fræðilegur bakgrunnur þeirra.
  • Mismunandi aðferðir við virknimat (functional behavioral assessment) til að ákvarða hvaða þættir ýta undir hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika nemenda.
  • Gerð stuðningsáætlunar með margvíslegum aðferðum til að fyrirbyggja erfiða hegðun eða vanlíðan, kenna og styrkja viðeigandi hegðun og bregðast þannig við erfiðri hegðun þannig að dragi úr henni með tímanum og nemendum líði betur.
  • Aðferðir til að auka félagsfærni og sjálfstæð vinnubrögð nemenda með hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika.

Vinnulag
Í staðlotum verða fyrirlestrar auk verkefnatíma. Á kennsluvefnum Canvas verða birtar hljóðglærur og kennslubréf, og þar fara fram umræður úr völdum efnisþáttum. Námskeiðið er kennt með fjarnámssniði en mætingarskylda er í staðlotur. Námsmat er að mestu leyti fólgið í hópverkefnum. 

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

X

Heildstæð yngri barna kennsla (GKY201F)

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á þróun náms hjá börnum í yngstu bekkjum grunnskóla og tengsl þess við skipulag kennslu og námsefnis fyrir yngsta stigið. Áhersla verður lögð á innlendar og erlendar rannsóknir um nám og kennslu barna á þessu aldursstigi sem snerta námsgreinar grunnskólans og einnig félagslega þætti sem tengjast skólastarfi á yngsta stigi grunnskóla án aðgreiningar. Nemendur velja sér afmarkað svið í verkefnavinnu t.d., ákveðna námsgrein, læsi, námssamfélag, fjölmenningu eða skapandi starf og dýpka þekkingu sína í gegnum lestur rannsókna og annara fræðilegra skrifa.

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Lestur og lestrarkennsla: áherslur og þróun (KME206F)

Helstu viðfangsefni í námskeiðinu varða fimm meginþætti lestrarnáms: hljóðkerfis- og hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða og lesskilning/hlustunarskilning ásamt ritun, hjá byrjendum og lengra komnum. Lögð er áhersla á að skoða áhrifaríkar, raunprófaðar kennsluaðferðir sem efla sem best færni nemenda í völdum þáttum og þær metnar í ljósi rannsóknaniðurstaðna og fræðilegra kenninga um lestrarnám og lestrarkennslu. Skoðaðar verða kennslu- og matsaðferðir  í umskráningu/lesfimi og orðaforða/lesskilningi. Hugað verður að mikilvægum áhrifaþáttum í þróun umskráningar, lesfimi, orðaforða, lesskilnings  og ritunar og verður í því tilliti litið til náms- og kennsluaðferða.

X

Faraldsfræði hreyfingar (ÍÞH211F)

Markmið: Að nemendur

– dýpki þekkingu sína á samspili lífshátta sem tengjast hreyfingu og heilbrigði og skoði rannsóknir á því sviði

– öðlist aukna þekkingu á ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum og á áhrifum hreyfingar og þjálfunar á þá, bæði gegnum fyrirbyggjandi aðgerðir (fyrsta stigs forvarnir) og sem meðferðarúrræði (annars stigs forvarnir).

Námskeiðinu er ætlað að kynna faraldsfræðilegar rannsóknaraðferðir á sviði tengsla hreyfingar og heilsufars og auka skilning og færni nemenda í að lesa vísindagreinar með gagnrýnum hætti. Farið verður í saumana á því hvernig hreyfing hefur áhrif á heilbrigði og minnkar áhættu á ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum. Rannsóknir og athuganir á samspili hreyfitengdra lífshátta og ólíkra heilsufarsþátta verða reifaðar. Námskeiðið verður kennt í fyrirlestraformi.

X

Staðartengd útimenntun (TÓS001M)

Kynningarvefur um námskeiðið

Á námskeiðinu ræður samfélag staðarins tilhögun námsins og við beitum reynslunámi þar sem nemendur upplifa „siglingar, strönd og arfleifð sjóferða“. Í staðartengdri útimenntun er unnið með námsferli sem grundvallað er á upplifun af sögum sem eiga rætur að rekja til ákveðins staðar; einstökum sögulegum staðreyndum, umhverfi, menningu, efnahag, bókmenntum og listum staðarins.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi staðinn með öllum sínum skynfærunum og öðlist þannig tengsl við staðinn sem verða grunnur að þekkingarleit.  Með því að tengjast staðnum og bregðast við honum þroska nemendur með sér dýpri skilning á einkennum staðarins, virðingu og vitund um hann. Gengið verður og siglt um undraheim staðarins, inn í fornar og nýjar sögur hans og nemendur velta fyrir sér framtíð staðarins.

Með þennan nýja skilning og viðmið að leiðarljósi munu nemendur kanna með fjölbreyttum hætti ýmis alþjóðleg vandamál, rétt umhverfisins, sjálfbærni og félagslegt réttlæti staðarins?

Nemendur eru hvattir til að beina sjónum sínum að samfélagi, sögum, menningu og hagsmunahópum og munu ýmsir sérfróðir aðilar taka þátt í kennslu á námskeiðinu ásamt kennurum. Nemendur upplifa staðartengda uppeldisfræði (e. pedagogy of place) bæði úti og inni að eigin raun og geta með því beitt henni í lífi og starfi.

Námskeiðið hefur verið þróað í samstarfi milli Háskóla Íslands og Outdoor Learning teymisins í Plymouth Marjon University í Bretlandi og er stutt af Siglingaklúbbnum Ými, Vatnasportmiðstöðinni Siglunesi, Sjóminjasafni Reykjavíkur og Sjávarklasanun.

Fæðis- og ferðakostnaður: 11.000 kr.

Vinnulag:

Námskeiðið byggir á virkri þátttök allra. Undirbúningsdagur er 26. júní kl. 16.30-18. Námskeiðið er dagana 7.-9. ágúst og 12.-14. 2024 og miðað er við kennslu allan daginn og við erum mjög mikið úti. 

Námskeiðið fer fram mikið úti. Stefnt er að því að fara á sjó, upplifa fjöru og strandlengju, kynnast nýjum hliðum á Reykjavík og fara í Viðey og jafnvel Gróttu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Heilsuefling, íþróttir og tómstundir – fræði og vettvangur (HÍT101F)

Námskeiðið er ætlað nemendum sem eru að hefja framhaldsnám í Deild heilsueflingar, íþrótta- og tómstunda. Í því verður ljósi varpað á mikilvæg hugtök og kenningar sem notuð eru í þeim fræðigreinum sem kenndar eru í deildinni. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að rýna í hvernig ólíkir þættir, svo sem heilsuhegðun og félagslegt umhverfi, og sampil þeirra hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. Fjallað verður um viðfangsefni sem eru efst á baugi í samfélaginu og varða hreyfingu, næringu, heilsueflingu, lífsleikni, nám og þroska og tengsl þeirra við andlega, líkamlega og félagslega velferð einstaklinga. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér gagnrýna og skapandi nálgun á viðfangsefni sem tengjast náið þeim vettvangi sem þeir munu starfa á að námi loknu. Nemendur æfa í því skyni teymisvinnu og efla samskipti út frá hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu. Nemendur fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína í tilteknu viðfangsefni sem valið er í samráði við kennara og munu í lok námskeiðs setja fram áætlun um nám sitt.

X

Nám og kennsla í grunnskóla (KME102F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu kenningar og rannsóknir um nám, kennslu og kennarastarfið. Sérstök áhersla er lögð á kennsluaðferðir og skipulag kennslu sem sýnt hefur stuðning við áhugahvöt nemenda. Fjallað er um starfsumhverfi grunnskólakennara m.a. þeim lögum og reglum sem gilda um grunnskóla og nemendur kynnast vettvangi með vikulöngu vettvangsnámi. 

Inntak / viðfangsefni:

Fjallað er um nám og kennslu frá mörgum sjónarhornum. Nemendur kynnast námi og kennslu á öllum stigum skyldunáms og setja fram markmið, skipuleggja ólíkar kennsluaðferðir og námsumhverfi, auk þess að skipuleggja einnig samskipti og samstarf á vettvangi. Leitast er við að tengja þessi viðfangsefni hugmyndum um fagmennsku kennara og þróun eigin starfskenningar. Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað sérstaklega um áhugahvöt til náms, verkefnaval, notkun umbunar/umbunarkerfa, námsmat og hópaskiptingu. Í síðari hluta námskeiðsins verður einnig fjallað um þróun sjálfsmyndar nemenda, foreldrasamstarf, stuðning við sjálfræði nemenda, félagsleg tengsl, væntingar nemenda og kennara og skólaforðun. Einstakir efnisþættir verða ræddir og settir í samhengi við árangursríkar kennsluaðferðir sem eru til þess fallnar að ýta undir áhugahvöt nemenda til náms. 

X

Áhrifaþættir heilsu (HÍT504M)

Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnskilgreiningar á hugtökunum: heilsa og heilbrigði, sjúkdómar og fötlun. Farið verður yfir helstu áhrifaþætti heilbrigðis og ræddir verða sérstakir áhrifavaldar á heilsufar. Bæði verða kynntir þættir sem geta ógnað heilsu og heilbrigði en einnig skoðað hvaða þættir geta haft jákvæð heilsueflandi áhrif. Sérstök áhersla verður á áhrif umverfis á heilsu. Fjallað verður um ólíkar nálganir í heilsueflingu og hverjir beri ábyrgð á heilsueflingu

Athugið: Námskeiðið hét áður Hugur, heilsa og heilsulæsi.

X

Námsmat og námskrá grunnskóla (KME006F)

Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og verði færir um að beita þekkingu sinni á því í skólastarfi. Fjallað er nokkur lykilhugtök námskrárfræða og matsfræða eins og þau hafa birst í íslensku skólakerfi. Þannig er fjallað um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð, þróun skólanámskrár og þróun námsmats eru gerð skil . Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og beitingu einkunna og vitnisburða). Þátttakendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms. 

Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum og kynningum ásamt gagnrýninni umræðu í málstofum og hópverkefnum.

Lesefni er kynnt í námsáætlun hverju sinni.

X

Heilsuefling (ÍÞH209F)

Fjallað verður um fyrirkomulag og mikilvægi heilsueflingar í skólum, á vinnustað, í hvers kyns þjálfun, endurhæfingu, íþróttum og tómstundastarfi. Mismunandi kenningar um heilsueflingu verða kynntar, sem og framkvæmd, mat og heildstætt ferli heilsueflingar. Allt frá því hvernig heilsueflandi verkefni eru skipulögð og hvernig þau eru innleidd, framkvæmd og metin. Sérstök áhersla verður lögð á fræðilegan þátt heilsueflingarferlisins til að undirbúa nemendur fyrir faglegt starf tengt heilsueflingu á vettvangi.

X

Heilsuhegðun og fæðuval – áhrifaþættir og mótun (ÍÞH036M)

Viðfangsefni námskeiðsins er heilsuhegðun í víðum skilningi. Fjallað verður um heilsuhegðun mismunandi aldurshópa og samband líffræðilegra þátta, heilsuhegðunar og félagslegra aðstæðna. Farið verður yfir hvernig hegðun einstaklinga, bjargráð og streita hafa áhrif á heilsufar. Hegðun í tengslum við fæðuval og neysluvenjur er sérstaklega skoðuð. Þá verður horft til þess hvernig má móta heilsusamlegar lífsvenjur frá æsku, svo sem hafa áhrif á fæðuval og vinna á matvendni. Samfélagsáhrif og þáttur fjölmiðla eru einnig könnuð. Námsefnið byggir á fræðbókum og vísindagreinum frá mismunandi áttum og ólíkum sviðum sem spanna viðfangsefnið og nálgast það á ólíkan hátt.
Námskeiðið er ætlað nemendum á efri stigum grunnnáms og á meistarastigi og er opið öllum.

X

Matur menning heilsa (HHE602G, HHE601G)

Inntak og meginviðfangsefni:

Lögð er áhersla á að lesa fræðilega texta um matreiðslu og bakstur og þá eðlisfræði sem þar liggur að baki. Í tengslum við lesturinn læra nemendur helstu grundvallar aðferðir í matreiðslu og bakstri og hvernig þær tengjast hollustu matarins. Lögð verður áhersla á að nemendur kynni sér vel  hvað felst í hollu mataræði. Matreiddir verða meðal annars ýmsir réttir sem tengjast viðfangsefni lesefnisins og einnig réttir sem teljast lýsandi fyrir íslenska matargerð á 20. öld. Til samanburðar verða matreiddir þjóðarréttir frá ýmsum löndum. Farið verður yfir undirstöðuþætti almennra hreinlætis- og örverufræða. Nemendum er ætlað að öðlast skilning á mikilvægi hollra lífshátta og hreinlætis út frá persónulegu sjónarmiði og sjónarmiðum samfélagsins sem tengjast heilbrigði og fjárhag.

X

Vettvangsnám í heilsueflingu og heimilisfræði II – Matarmenning og umhverfi (HHE602G, HHE601G)

Námskeiðið skal taka samhliða námskeiðinu Matur menning heilsa. Námskeiðið miðar að því að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám í heimilisfræði með áherslu á matarmenningu og umhverfi í samhengi við kennslufræðilega þætti og náms- og starfsumhverfi greinarinnar í grunn- og framhaldsskólum. Markmiðið er að nemendur geti tengt og rökstutt gildi og mikilvægi heilsueflingar og heimilisfræði fyrir framtíð einstaklinga og samfélagsins alls. Nemendur kynnast margbreytileika kennslunnar, hugtakanotkun og fjölbreyttum kennsluaðferðum sem tengjast heilsueflingu og heimilisfræði. Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara námskeiðsins og leiðsagnarkennara á vettvangi. Einnig taka þeir mið af hæfniviðmiðum heimilisfræðinnar í aðalnámskrá og skólanámskrá viðtökuskóla. Kennsluverkefnin eru aldursmiðuð og með tengingu við sköpun, sjálfbærni og læsi sem og aðra grunnþætti menntunar. Áhersla verður lögð á þjálfun í gerð þemaverkefna um matarmenningu og samþættingu sjálfbærni við verkefni í heimilisfræði. Nemendur halda leiðarbók sem tengist verkefnum og vettvangshluta námsins og skila greinargerð um vettvangshluta námsins.

X

Nám og kennsla - Vettvangsnám í heimilisfræði I (HHE301F)

Inntak og meginviðfangsefni:

Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám á sviði heimilisfræðikennslu og heilsueflingar í grunnskólum og stofnunum sem sinna heilsueflingu. Lögð er áhersla á að þátttakendur kynnist að eigin raun almennu grunnskólastarfi með áherslu á heimilisfræði og heilsueflingu á öllum stigum grunnskólans. Fjallað verður um meginmarkmið heimilisfræði, aðalnámskrá, mat, áætlanagerð og skipulag. Sjónum verður beint að hlutverki heimilisfræðikennara, stjórnun og skipulagi kennslustunda. Einnig verður fjallað um hlutverk þeirra sem leiða starf heilsueflingar í grunnskólum.

Athugið: Kennaranemar geta farið í launað starfsnám eða vettvangsnám (ólaunað).

  • Launað starfsnám byggir á því að kennaranemi hafi sjálfur ráðið sig til kennslu við grunnskóla og fengið samþykki umsjónarkennara námskeiðsins við MVS til að tengja starfið og námið.
  • Vettvangsnám (ólaunað) er skipulagt af MVS sem sér um að finna skóla fyrir vettvangsnám kennaranema.
X

Áskoranir á vettvangi í heilsueflingu og heimilisfræði (HHE302F)

Í námskeiðinu verður fjallað um álitamál og áskoranir sem kennaranemar mæta á vettvangi í heilsueflingu og heimilisfræðikennslu. Því er einnig ætlað að hjálpa nemendum að skilja ýmsar heilsutengdar áskoranir sem grunnskólanemendur geta staðið frammi fyrir á skólagöngu sinni.

Rýndar verður nýjustu rannsóknir á sviði heilsueflingar ásamt kenningum og aðferðum við námsmat í heimilisfræði. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða þætti sem geta haft áhrif á heilsu og velferð nemenda á skólagöngu þeirra.

Verkefnið Heilsueflandi grunnskóli eða önnur heilsueflandi verkefni á vegum Embættis landlæknis verða skoðuð ítarlega. Nemendur kryfja hugmyndafræði og útfærslu þessara verkefna og koma með tillögur að því hvernig heimilisfræðikennari getur leitt og tekið þátt í þessu starfi í skólum eða á öðrum vettvangi.

Gerður verður samanburður á íslensku aðalnámskránni og aðalnámskrám annarra landa í heimilisfræði. Hverju er vel sinnt og hvað mætti gera betur hérlendis. Hvernig ætti aðalnámskrá að þróast? Sérstaklega verður horft á þætti eins umhverfi og sjálfbærni út frá sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Rýnt er í fjölbreytt hugtök og hugmyndafræði sem þar er í þróunarverkefnum tengt kennslu á fagsviðinu.

Námskeiðið styður við kennslu í vettvangsnámi nemenda og á að taka samhliða námskeiðinu HHE301F Nám og kennsla - Vettvangsnám í heimilisfræði I.

X

Sérfæði og matur við sérstök tækifæri (HHE501M, HHE502M)

Inntak og meginviðfangsefni:
Á námskeiðinu verður farið í ýmsa þá þætti mataræðis sem ekki falla undir hefðbundið mataræði. Kannaður verður munurinn á sérfæði og matarvenjum. Undir hugtakið sérfæði falla sjúkdómar, algeng matarofnæmi, mataróþol og trúarbrögð og verða þessir þættir skoðaðir sérstaklega. Nemendur læra að aðlaga og breyta uppskriftum fyrir sérfæði. Þei fá einnig að æfa sig í að elda sérfæði ýmiskonar. Fjallað verður um mat til hátíðarbrigða, nesti í gönguferðir og ferðalög og svo fæði íþróttafólks. Nemendur fá að spreyta sig á að útbúa veisluborð, nesti fyrir gönguferðir og ferðalög og mat fyrir ýmsar íþróttagreinar. Skoðað verður hvaða stefnur og straumar eru vinsælastar í matargerð jafn innanlands sem utan bæði í betri og mat og svo sérfæði ýmiskonar.

Kennslufyrirkomulag:
Námið felst í beinni miðlun kennara, verklegum æfingum nemenda, kennsluæfingum, hópverkefnum og sjálfstæðum verkefnum einstakra nemenda.

Vinnulag:
Námskeiðið er kennt bæði sem staðnám og fjarnám þar sem fyrirlestrar eru teknir upp á settir inn á fjarnámsvef. Skyldumæting er í staðlotur. Á námskeiðinu vinna nemendur eitt fræðilegt verkefni og þrjú önnur verkefni. Í innlotum eru fyrirlestrar og vinnustofur. Staðnemar matreiða í tímum rétti í samræmi við þarfir ólíkra hópa og fjarnemar gera heima valin verkefni úr verklegum tímum í stað þess að mæta í verklega tíma. Námskeiðið felur í sér efnisgjald.

Til að standast námskeið þarf lágmarkseinkunnina 5,0 í sérhverju verkefni og prófi.

X

Færniþjálfun á heilsueflingarvettvangi (HHE201M)

Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að kynnast vettvangi þar sem heilsuefling hefur verið innleidd eða ætlunin er að innleiða heilseflandi verkefni, hvort heldur sem er í skólastarfi, frístundstarfi, íþróttastarfsemi, vinnustað eða annars staðar í samfélaginu. Nemendur gera úttekt á stöðunni og meta það starf sem er í gangi auk þess að taka þátt í undirbúningi og innleiðingu verkefnis eða heilsueflandi starfi sem þegar er í gangi. Þannig fá nemendur tækifæri til að nýta þær aðferðir, verkfæri og hugmyndir sem þeir hafa kynnst í öðrum námskeiðum.

X

Matur menning heilsa (HHE602G, HHE601G)

Inntak og meginviðfangsefni:

Lögð er áhersla á að lesa fræðilega texta um matreiðslu og bakstur og þá eðlisfræði sem þar liggur að baki. Í tengslum við lesturinn læra nemendur helstu grundvallar aðferðir í matreiðslu og bakstri og hvernig þær tengjast hollustu matarins. Lögð verður áhersla á að nemendur kynni sér vel  hvað felst í hollu mataræði. Matreiddir verða meðal annars ýmsir réttir sem tengjast viðfangsefni lesefnisins og einnig réttir sem teljast lýsandi fyrir íslenska matargerð á 20. öld. Til samanburðar verða matreiddir þjóðarréttir frá ýmsum löndum. Farið verður yfir undirstöðuþætti almennra hreinlætis- og örverufræða. Nemendum er ætlað að öðlast skilning á mikilvægi hollra lífshátta og hreinlætis út frá persónulegu sjónarmiði og sjónarmiðum samfélagsins sem tengjast heilbrigði og fjárhag.

X

Vettvangsnám í heilsueflingu og heimilisfræði II – Matarmenning og umhverfi (HHE602G, HHE601G)

Námskeiðið skal taka samhliða námskeiðinu Matur menning heilsa. Námskeiðið miðar að því að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám í heimilisfræði með áherslu á matarmenningu og umhverfi í samhengi við kennslufræðilega þætti og náms- og starfsumhverfi greinarinnar í grunn- og framhaldsskólum. Markmiðið er að nemendur geti tengt og rökstutt gildi og mikilvægi heilsueflingar og heimilisfræði fyrir framtíð einstaklinga og samfélagsins alls. Nemendur kynnast margbreytileika kennslunnar, hugtakanotkun og fjölbreyttum kennsluaðferðum sem tengjast heilsueflingu og heimilisfræði. Nemendur vinna með eigin hugmyndir að kennsluverkefnum í samráði við kennara námskeiðsins og leiðsagnarkennara á vettvangi. Einnig taka þeir mið af hæfniviðmiðum heimilisfræðinnar í aðalnámskrá og skólanámskrá viðtökuskóla. Kennsluverkefnin eru aldursmiðuð og með tengingu við sköpun, sjálfbærni og læsi sem og aðra grunnþætti menntunar. Áhersla verður lögð á þjálfun í gerð þemaverkefna um matarmenningu og samþættingu sjálfbærni við verkefni í heimilisfræði. Nemendur halda leiðarbók sem tengist verkefnum og vettvangshluta námsins og skila greinargerð um vettvangshluta námsins.

X

Nám og kennsla - Vettvangsnám í heimilisfræði II (HHE401F)

Námskeiðið er framhald af námskeiðinu „Vettvangsnám 1“ og fer einnig að mestu fram á vettvangi. Lögð er áhersla  á hagnýtar kennsluaðferðir og leiðir til að koma á móts við fjölbreytta nemendahópa. Jafnframt verður fjallað um mismunandi leiðir til agastjórnunar. Leitast verður við að efla sjálfsöryggi kennaranema við kennslu á vettvangi. Áfram verður unnið með verkefni námskeiðsins „Vettvangsnám 1“.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Heilsuefling, íþróttir og tómstundir – fræði og vettvangur (HÍT101F)

Námskeiðið er ætlað nemendum sem eru að hefja framhaldsnám í Deild heilsueflingar, íþrótta- og tómstunda. Í því verður ljósi varpað á mikilvæg hugtök og kenningar sem notuð eru í þeim fræðigreinum sem kenndar eru í deildinni. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að rýna í hvernig ólíkir þættir, svo sem heilsuhegðun og félagslegt umhverfi, og sampil þeirra hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. Fjallað verður um viðfangsefni sem eru efst á baugi í samfélaginu og varða hreyfingu, næringu, heilsueflingu, lífsleikni, nám og þroska og tengsl þeirra við andlega, líkamlega og félagslega velferð einstaklinga. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér gagnrýna og skapandi nálgun á viðfangsefni sem tengjast náið þeim vettvangi sem þeir munu starfa á að námi loknu. Nemendur æfa í því skyni teymisvinnu og efla samskipti út frá hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu. Nemendur fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína í tilteknu viðfangsefni sem valið er í samráði við kennara og munu í lok námskeiðs setja fram áætlun um nám sitt.

X

Nám og kennsla: Að mæta sérþörfum (MAL102F)

Meginviðfangsefni námskeiðsins eru kennsluhættir og námsaðstæður sem miða að því að efla árangur fjölbreyttra nemendahópa, huga að styrkleikum þeirra og veikleikum í skóla án aðgreiningar með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Fjallað er um algengustu sérþarfir nemenda og sérstök áhersla lögð á árangursríkar (gagnreyndar) leiðir til að mæta margbreytilegum þörfum nemenda og efla þá í námi, meðal annars til að draga úr vanda varðandi lestrarnám, hegðun, líðan, einbeitingu, ofvirkni og einhverfu. Samhliða er rætt um mikilvægi þess að hafa hæfileika og styrkleika nemenda ávallt í forgrunni og aðgreina erfiðleika frá eiginleikum einstaklinga. Einnig er fjallað um fjölmenningarkennslu og kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynntar eru helstu aðferðir við bekkjarstjórnun og einstaklingsmiðuð úrræði til að bæta hegðun, félagsfærni, líðan og námsárangur fjölbreytts hóps nemenda. Fjallað er um þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og samvinnu við foreldra barna með sérþarfir. Umfjöllunarefni námskeiðsins grundvallast á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og rannsóknum á því sem vel hefur gefist við að mæta fjölbreytilegum nemendahópi, með það að markmiði að veita öllum nemendum jafngild tækifæri í námi.

X

Áhrifaþættir heilsu (HÍT504M)

Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnskilgreiningar á hugtökunum: heilsa og heilbrigði, sjúkdómar og fötlun. Farið verður yfir helstu áhrifaþætti heilbrigðis og ræddir verða sérstakir áhrifavaldar á heilsufar. Bæði verða kynntir þættir sem geta ógnað heilsu og heilbrigði en einnig skoðað hvaða þættir geta haft jákvæð heilsueflandi áhrif. Sérstök áhersla verður á áhrif umverfis á heilsu. Fjallað verður um ólíkar nálganir í heilsueflingu og hverjir beri ábyrgð á heilsueflingu

Athugið: Námskeiðið hét áður Hugur, heilsa og heilsulæsi.

X

Sérfæði og matur við sérstök tækifæri (HHE501M, HHE502M)

Inntak og meginviðfangsefni:
Á námskeiðinu verður farið í ýmsa þá þætti mataræðis sem ekki falla undir hefðbundið mataræði. Kannaður verður munurinn á sérfæði og matarvenjum. Undir hugtakið sérfæði falla sjúkdómar, algeng matarofnæmi, mataróþol og trúarbrögð og verða þessir þættir skoðaðir sérstaklega. Nemendur læra að aðlaga og breyta uppskriftum fyrir sérfæði. Þei fá einnig að æfa sig í að elda sérfæði ýmiskonar. Fjallað verður um mat til hátíðarbrigða, nesti í gönguferðir og ferðalög og svo fæði íþróttafólks. Nemendur fá að spreyta sig á að útbúa veisluborð, nesti fyrir gönguferðir og ferðalög og mat fyrir ýmsar íþróttagreinar. Skoðað verður hvaða stefnur og straumar eru vinsælastar í matargerð jafn innanlands sem utan bæði í betri og mat og svo sérfæði ýmiskonar.

Kennslufyrirkomulag:
Námið felst í beinni miðlun kennara, verklegum æfingum nemenda, kennsluæfingum, hópverkefnum og sjálfstæðum verkefnum einstakra nemenda.

Vinnulag:
Námskeiðið er kennt bæði sem staðnám og fjarnám þar sem fyrirlestrar eru teknir upp á settir inn á fjarnámsvef. Skyldumæting er í staðlotur. Á námskeiðinu vinna nemendur eitt fræðilegt verkefni og þrjú önnur verkefni. Í innlotum eru fyrirlestrar og vinnustofur. Staðnemar matreiða í tímum rétti í samræmi við þarfir ólíkra hópa og fjarnemar gera heima valin verkefni úr verklegum tímum í stað þess að mæta í verklega tíma. Námskeiðið felur í sér efnisgjald.

Til að standast námskeið þarf lágmarkseinkunnina 5,0 í sérhverju verkefni og prófi.

X

Heilsuefling (ÍÞH209F)

Fjallað verður um fyrirkomulag og mikilvægi heilsueflingar í skólum, á vinnustað, í hvers kyns þjálfun, endurhæfingu, íþróttum og tómstundastarfi. Mismunandi kenningar um heilsueflingu verða kynntar, sem og framkvæmd, mat og heildstætt ferli heilsueflingar. Allt frá því hvernig heilsueflandi verkefni eru skipulögð og hvernig þau eru innleidd, framkvæmd og metin. Sérstök áhersla verður lögð á fræðilegan þátt heilsueflingarferlisins til að undirbúa nemendur fyrir faglegt starf tengt heilsueflingu á vettvangi.

X

Áhrifaþættir heilsu (HÍT504M)

Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnskilgreiningar á hugtökunum: heilsa og heilbrigði, sjúkdómar og fötlun. Farið verður yfir helstu áhrifaþætti heilbrigðis og ræddir verða sérstakir áhrifavaldar á heilsufar. Bæði verða kynntir þættir sem geta ógnað heilsu og heilbrigði en einnig skoðað hvaða þættir geta haft jákvæð heilsueflandi áhrif. Sérstök áhersla verður á áhrif umverfis á heilsu. Fjallað verður um ólíkar nálganir í heilsueflingu og hverjir beri ábyrgð á heilsueflingu

Athugið: Námskeiðið hét áður Hugur, heilsa og heilsulæsi.

X

Nám og kennsla - Vettvangsnám í heimilisfræði I (HHE301F)

Inntak og meginviðfangsefni:

Meginviðfangsefni námskeiðsins er vettvangsnám á sviði heimilisfræðikennslu og heilsueflingar í grunnskólum og stofnunum sem sinna heilsueflingu. Lögð er áhersla á að þátttakendur kynnist að eigin raun almennu grunnskólastarfi með áherslu á heimilisfræði og heilsueflingu á öllum stigum grunnskólans. Fjallað verður um meginmarkmið heimilisfræði, aðalnámskrá, mat, áætlanagerð og skipulag. Sjónum verður beint að hlutverki heimilisfræðikennara, stjórnun og skipulagi kennslustunda. Einnig verður fjallað um hlutverk þeirra sem leiða starf heilsueflingar í grunnskólum.

Athugið: Kennaranemar geta farið í launað starfsnám eða vettvangsnám (ólaunað).

  • Launað starfsnám byggir á því að kennaranemi hafi sjálfur ráðið sig til kennslu við grunnskóla og fengið samþykki umsjónarkennara námskeiðsins við MVS til að tengja starfið og námið.
  • Vettvangsnám (ólaunað) er skipulagt af MVS sem sér um að finna skóla fyrir vettvangsnám kennaranema.
X

Áskoranir á vettvangi í heilsueflingu og heimilisfræði (HHE302F)

Í námskeiðinu verður fjallað um álitamál og áskoranir sem kennaranemar mæta á vettvangi í heilsueflingu og heimilisfræðikennslu. Því er einnig ætlað að hjálpa nemendum að skilja ýmsar heilsutengdar áskoranir sem grunnskólanemendur geta staðið frammi fyrir á skólagöngu sinni.

Rýndar verður nýjustu rannsóknir á sviði heilsueflingar ásamt kenningum og aðferðum við námsmat í heimilisfræði. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða þætti sem geta haft áhrif á heilsu og velferð nemenda á skólagöngu þeirra.

Verkefnið Heilsueflandi grunnskóli eða önnur heilsueflandi verkefni á vegum Embættis landlæknis verða skoðuð ítarlega. Nemendur kryfja hugmyndafræði og útfærslu þessara verkefna og koma með tillögur að því hvernig heimilisfræðikennari getur leitt og tekið þátt í þessu starfi í skólum eða á öðrum vettvangi.

Gerður verður samanburður á íslensku aðalnámskránni og aðalnámskrám annarra landa í heimilisfræði. Hverju er vel sinnt og hvað mætti gera betur hérlendis. Hvernig ætti aðalnámskrá að þróast? Sérstaklega verður horft á þætti eins umhverfi og sjálfbærni út frá sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Rýnt er í fjölbreytt hugtök og hugmyndafræði sem þar er í þróunarverkefnum tengt kennslu á fagsviðinu.

Námskeiðið styður við kennslu í vettvangsnámi nemenda og á að taka samhliða námskeiðinu HHE301F Nám og kennsla - Vettvangsnám í heimilisfræði I.

X

Sérfæði og matur við sérstök tækifæri (HHE501M, HHE502M)

Inntak og meginviðfangsefni:
Á námskeiðinu verður farið í ýmsa þá þætti mataræðis sem ekki falla undir hefðbundið mataræði. Kannaður verður munurinn á sérfæði og matarvenjum. Undir hugtakið sérfæði falla sjúkdómar, algeng matarofnæmi, mataróþol og trúarbrögð og verða þessir þættir skoðaðir sérstaklega. Nemendur læra að aðlaga og breyta uppskriftum fyrir sérfæði. Þei fá einnig að æfa sig í að elda sérfæði ýmiskonar. Fjallað verður um mat til hátíðarbrigða, nesti í gönguferðir og ferðalög og svo fæði íþróttafólks. Nemendur fá að spreyta sig á að útbúa veisluborð, nesti fyrir gönguferðir og ferðalög og mat fyrir ýmsar íþróttagreinar. Skoðað verður hvaða stefnur og straumar eru vinsælastar í matargerð jafn innanlands sem utan bæði í betri og mat og svo sérfæði ýmiskonar.

Kennslufyrirkomulag:
Námið felst í beinni miðlun kennara, verklegum æfingum nemenda, kennsluæfingum, hópverkefnum og sjálfstæðum verkefnum einstakra nemenda.

Vinnulag:
Námskeiðið er kennt bæði sem staðnám og fjarnám þar sem fyrirlestrar eru teknir upp á settir inn á fjarnámsvef. Skyldumæting er í staðlotur. Á námskeiðinu vinna nemendur eitt fræðilegt verkefni og þrjú önnur verkefni. Í innlotum eru fyrirlestrar og vinnustofur. Staðnemar matreiða í tímum rétti í samræmi við þarfir ólíkra hópa og fjarnemar gera heima valin verkefni úr verklegum tímum í stað þess að mæta í verklega tíma. Námskeiðið felur í sér efnisgjald.

Til að standast námskeið þarf lágmarkseinkunnina 5,0 í sérhverju verkefni og prófi.

X

Nám og kennsla - Vettvangsnám í heimilisfræði II (HHE401F)

Námskeiðið er framhald af námskeiðinu „Vettvangsnám 1“ og fer einnig að mestu fram á vettvangi. Lögð er áhersla  á hagnýtar kennsluaðferðir og leiðir til að koma á móts við fjölbreytta nemendahópa. Jafnframt verður fjallað um mismunandi leiðir til agastjórnunar. Leitast verður við að efla sjálfsöryggi kennaranema við kennslu á vettvangi. Áfram verður unnið með verkefni námskeiðsins „Vettvangsnám 1“.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Menntunarfræði yngri barna (KME109F)

Á námskeiðinu verður fjallað um sýn á börn, rannsóknir á námi þeirra og þá hugmyndafræði sem þær byggja á og athyglinni beint að ýmsum áherslum og álitamálum á sviðinu. Kynntar verða innlendar og erlendar rannsóknir og kenningar á eftirfarandi sviðum: 

  • Sýn á börn og nám í nútíma samfélagi: Fjallað verður um grundvallarhugmyndir um nám barna og hvernig þeim eru skapaðar námsaðstæður í skólum þar sem þátttaka, valdefling, lýðræði og vellíðan eru í brennidepli.
  • Félagslegur raunveruleiki barna og áhrif  hans á virka þátttöku þeirra í skólastarfi, m.a. jafnrétti í víðum skilningi, foreldrasamskipti, tækni í lífi barna. 
  • Þróun náms, skipulag námsumhverfis og fjölbreyttar leiðir til að meta nám ungra barna sem snerta meðal annars námssvið í leik- og grunnskóla.

Vinnulag:
Mætingarskylda er í tveimur staðlotum. Vikulegar kennslustundir eru yfir önnina þar sem nemendur geta valið mismunandi tíma dagsins í kennslustofu eða á neti (kennt er á þriðjudögum.).

Kennsla verður í formi fyrirlestra, umræðna og verkefna sem nemendur kynna og ræða. Nemendur athuga hvernig nýta má kenningar og niðurstöður rannsókna í skólastarfi. Þeir velja sér afmarkað svið til að dýpka þekkingu sína á með því að kynna sér niðurstöður rannsókna og starf á vettvangi. Dæmi um viðfangsefni eru: Mat í skólastarfi, margbreytilegur barnahópur (svo sem menningarlæsi, kynjagervi, fjölmenning) ákveðið námssvið, leik og námssamfélag barna, foreldrasamstarf, læsi, samfella í námi barna og skapandi starf.

X

Kennsla í margbreytilegum nemendahópi (KME115F)

Markmið námskeiðsins er að starfandi kennarar og kennaranemar eflist í að nýta eigin auðlindir í vinnu með margbreytilegum nemendahópum.  Byggt er á kennslufræði menntunar fyrir alla (inclusive pedagogy) og kennslufræði nýsköpunarmenntar þar sem lögð er áhersla á heildstæða og skapandi nálgun við undirbúning og skipulag kennslu og að nýta auðlindir nemenda.

Viðfangsefni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunar- og frumkvöðlamenntunar. Fjallað verður um mismunandi vinnubrögð og kynntir kennsluhættir og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í fjölbreyttum nemendahópum. Áhersla er á kennsluhætti og kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar, samvirks náms, altæka hönnun náms, fjölmenningarlega kennslu og listrænar og skapandi aðferðir. Fjallað verður um samstarf við foreldra og aðrar starfsstéttir er starfa við eða tengjast skólastarfi. Þátttakendur skilgreina og þróa eigin starfskenningu.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem blandað nám, bæði fjarnám og staðnám. Kennslan fer fram bæði í staðlotum og staðtímum milli staðlota og á netinu. Námskeiðinu er skipt upp í fjórar námslotur (tímabil) sem eru skipulagðar út frá ákveðnum þemum. Þau tengjast öll kennslu í margbreytilegum nemendahópi og eru: hugmyndafræði menntunar fyrir alla og nýsköpunarmenntar, fagmennska og forysta í kennslu margbreytilegra nemendahópa, kennsluhættir í margbreytilegum nemendahópum og samstarf í skóla fyrir alla. Hver námslota stendur yfir í þrjár til fjórar vikur. Kennsla og nám verður í formi fyrirlestra, umræðna í tímum og á Canvas, stuttra verkefna í tímum og á Canvas og verkefna með formlegum skilum. Námskeiðið byggir á sjálfstæðri vinnu, ábyrgð og þátttöku nemenda.

Gert er ráð fyrir 80% þátttöku í virkni á námskeiðinu (þátttaka og skil verkefna). 

X

Sterkir hópar: Samkennd, samvinna og liðsheild (TÓS301F)

Námskeiðslýsing:

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist fræðilega þekkingu á árangursríkum leiðum til að vinna með og efla hópa í skóla- og frístundastarfi, með áherslu á félags- og tilfinningahæfni, samkennd, samvinnu og liðsheild.

Viðfangsefni:
Þemu námskeiðsins eru sex:

  • Sterkir hópar - einkenni þeirra og hlutverk fagfólks í að byggja þá upp
  • Samkennd: Hvað segja rannsóknir og hvernig kennum við samkennd?
  • Félags- og tilfinningahæfni og samvinna í barna- og unglingahópum
  • Liðsheild og þýðing hennar fyrir jákvæða menningu í skóla- og frístundasamfélaginu
  • Farsæld og samspil hennar við það samfélagslega samhengi sem börn og ungmenni tilheyra
  • Forvarnir gegn einelti: Grunnur góðra samskipta

Nálgun og vinnulag námskeiðs

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að ná jafnvægi milli fjölbreyttra gerða náms: 

  • Tileinkun náms (e. acquisition)
  • Umræður (e. discussion)
  • Könnun og/eða rannsókn (e. investigation)
  • Samvinna (e. collaboration)
  • Virkni og/eða æfing (e. practice)
  • Afurð (e. production)

Námskeiðið er skipulagt í staðbundnum lotum og fjarnámi. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, lestri, hlustun og áhorfi, sem og verkefnavinnu sem bæði verður unnin í hóp og á einstaklingsgrunni. Leitast verður við að tengja viðfangsefni námskeiðsins sem mest aðstæðum og reynslu nemenda.

X

Einelti, forvarnir og inngrip (TÓS509M)

Þetta námskeið er um einelti og markmiðið er að þeir sem ljúka námskeiðinu öðlist þekkingu, leikni og hæfni til að geta tekist á við og komið í veg fyrir einelti meðal barna og unglinga.

Námskeiðið byggir á kenningum og rannsóknum á einelti. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á að vinna með börnum og unglingum og hentar því vel fyrir nemendur á menntavísindasviði HÍ. Nemendur á öðrum sviðum eru einnig velkomnir. Á námskeiðinu verður fjallað um fjölmarga þætti sem snúa að einelti, þar á meðal mismunandi birtingarmyndir, árangursríkar aðferðir við forvarnir og inngrip, samstarf við foreldra og forsjáraðila og árangursríka vinnu með þolendum, gerendum og áhorfendum. Námskeiðið fer fram á íslensku en lesefni er á íslensku og ensku.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðu- og verkefnatímum, reynslusögum af vettvangi og kynningum nemenda.

Skyldumæting er í námskeiðið (lágmark 80%). Skyldumæting er fyrir fjarnema í staðlotur námskeiðsins. Missi þeir af staðlotu verða þeir að vinna það upp með því að mæta í aðra tíma í staðinn. Fjarnemum er frjálst að mæta í aðrar kennslustundir. Fjarnemar vinna virkniverkefni um kennslustundir sem þeir mæta ekki í. 

X

Tómstundafræði og forysta (TÓS102F)

Viðfangsefni námskeiðsins
Forysta, fagmennska og markmið stofnana á vettvangi frítímans eru viðfangsefni námskeiðsins. Þátttakendur kynnast ólíkum forystukenningum, inngildandi leiðtogafærni, breytinga- og krísustjórnun og gildi menningar á starfsstöðum. Vettvangur frítímans verður í brennidepli en einnig samspil vettvangsins við aðrar stofnanir sem koma að menntun og farsæld. 

Fjallað verður um hlutverk leiðtogans í samfélagi án aðgreiningar og þróun forystu í íslensku sem og alþjóðlegu samhengi. Nemendum gefst kostur á að tengja hugmyndir sínar, þekkingu og reynslu af vettvangi við viðfangsefni námskeiðsins.

Áherslur námskeiðsins

Þátttakendur námskeiðs fá töluvert frelsi til athafna í verkefnavinnu og verða hvattir til sjálfstæðra vinnubragða.

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að ná jafnvægi milli fjölbreyttra gerða náms: 

  • Tileinkun náms (e. acquisition)
  • Umræður (e. discussion)
  • Könnun og/eða rannsókn (e. investigation)
  • Samvinna (e. collaboration)
  • Virkni og/eða æfing (e. practice)
  • Afurð (e. production)

Vinnulag námskeiðsins
Í hverri lotu er umræðutími. Þeir sem ekki eiga kost á þátttöku í umræðutímum í rauntíma vinna verkefni á vef. Hver lota er að jafnaði tvær vikur að lengd. 

Þátttökuskylda er í staðlotum og málstofum.

Stuðst er öllu jafna við vendinám í bland við fyrirlestra, umræður, samvinnu- og einstaklingsverkefni. 

Í lok námskeiðs sjá nemendur um málstofur tengdar viðfangsefni námskeiðsins. 

X

Næring og þjálfun ungmenna (HÍT501M)

Hlutverk næringar í þjálfun og áhrif á árangur í íþróttum eru viðfangsefni þessa námskeiðs. Áhersla er lögð á að skoða þá þætti sem helst eru til umfjöllunar í samfélaginu hverju sinni og sá sérstaklega þætti sem viðkoma þjálfun og viðhorfum ungmenna til næringartengdra þátta.

Megináhersla er lögð á orkuefnin, hlutverk þeirra og þarfir við mismunandi þjálfun. Jafnframt er horft til ólíkra þarfa eftir aldri, kyni, líkamsímynd og líkamsbyggingu. Einnig verður fjallað um vökvaþörf, vítamín, stein- og snefilefni, andoxunarefni og fæðubótarefni í tengslum við þjálfun.

Farið verður yfir nýjustu rannsóknir um efnið og takmarkanir og framfarir á stöðu þekkingar á sviðinu skoðaðar. Áhersla er lögð á að geta greint sundur raunverulega stöðu þekkingar samanborið við markaðssetningu og tískustrauma sem oft hafa áhrif á neysluvenjur og viðhorf ungmenna.

Ennfremur er lögð áhersla á þverfræðilega teymisvinnu milli fagaðila og fjallað er um hvernig má hámarka árangur og stuðla að heilsueflingu með samvinnu fagstétta.

Vinnulag:
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og einni málstofu. Ætlast er til virkar þátttöku nemenda í umræðum og verkefnavinnu. Gerð er krafa um grunnþekkingu í næringarfræði til að hægt sé að velja námskeiðið. Námsmat er byggt á málstofu og heimaprófi. Mætingaskylda í málstofu.

ATH: Var áður kennt sem hluti af námskeiðinu Íþróttir og næring.

X

Næring í afreksþjálfun (HÍT502M)

Hlutverk næringar í afreksþjálfun með áherslu á árangur í íþróttum er viðfangsefni þessa námskeiðs sem er framhald af námskeiðinu Næring og þjálfun ungmenna. Áhersla er lögð á að dýpka þá þekkingu sem komin er og vinna hagnýt verkefni. Þau byggja á matseðlagerð og rýni í sérþarfir í afreksþjálfun t.d. á keppnistímabili og hvíldartímabilum, við undirbúning, í keppni og í endurheimt. Einnig er skoðuð þyngdarstjórnun í greinum þar sem þyngdarflokkar skipta máli.

Farið verður yfir nýjustu rannsóknir um efnið og takmarkanir og framfarir á stöðu þekkingar á sviðinu skoðaðar. Áhersla er lögð á að geta greint sundur raunverulega stöðu þekkingar samanborið við leiðir sem markaðssettar eru til árangurs eða fá hljómgrunn í ýmsum keppnisgreinum.

Ennfremur er lögð áhersla á þverfræðilega teymisvinnu milli fagaðila og fjallað er um hvernig má hámarka árangur og stuðla að heilsueflingu með samvinnu fagstétta.

Vinnulag
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og verkefnavinnu í smærri hópum. Ætlast er til virkar þátttöku nemenda í umræðum og verkefnavinnu. Gerð er krafa um að einnig sé tekið námskeiðið Næring og þjálfun ungmenna, auk þess sem grunnþekking í næringarfræði er nauðsynleg. Námsmat er byggt á verkefnavinnu.

ATH: Var áður kennt sem hluti af námskeiðinu Íþróttir og næring.

X

Líkamleg þjálfun, ákefð og endurheimt (ÍÞH115F)

Fjallað verður um aðlaganir sem verða á starfsemi líkamans við líkamlega þjálfun. Farið verður yfir mikilvægi markmiðsetningar í tengslum skipulagningu og framkvæmd líkamsþjálfunar. Fjallað verður um greiningu á vinnukröfum íþróttagreina og notkun slíkrar greiningar í uppsetningu og framkvæmd þjálfunaráætlana. Sérstök áhersla verður lögð á að skýra tengsl magns og ákefðar líkamlegrar þjálfunar með skýrskotun til bæði skammtíma- og langtíma þjálfunaráætlana. Fjallað verður um mikilvægi hvíldar og endurheimtar í tengslum við líkamlega þjálfun, með sérstakri áherslu á svefn og svefnþörf íþróttafólks. 

ATH: Námskeiðin ÍÞH101M/ÍÞH115F Líkamleg þjálfun, ákefð og endurheimt, 5e og ÍÞH114F Líkamleg þjálfun barna og unglinga 5e koma í stað námskeiðsins ÍÞH102F Þjálfunarlífeðlisfræði, 10e. Þeir nemendur sem hafa lokið því þurfa ekki að taka 5e námskeiðin.

X

Hnattræn heilsa (MAN0A3F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu forgangsverkefni á fræðasviði hnattrænnar heilsu (e. global health). Fjallað verður um mismunandi sjúkdómsbyrði landa, ójöfnuð og helstu félags- og efnahagslegu áhrifaþætti á líf og heilsu fólks í hnattvæddum heimi. Sérstök áhersla verður á að skoða heilsu mæðra, nýbura, barna og ungs fólks frá hnattrænu sjónarhorni og uppbyggingu heilbrigðiskerfa til að veita góða og tímanlega þjónustu. Jafnframt verður fjallað um áskoranir í næringu þjóða og geðheilbrigði og forvarnir og samfélagslega þýðingu sýkinga eins og malaríu, berkla, HIV/AIDS, kóleru, Ebólu og COVID-19. Þá verður fjallað um áhrif umhverfis, ofbeldis, menningar, neyðarástands og starf alþjóðlegra stofnana og þróunarsamvinnu, Heimsmarkmiðin og siðfræðileg álitamál.

Vinsamlega athugið að ef þörf krefur vegna þátttöku erlendra nemenda þá verður námskeiðið kennt á ensku.

X

Þróunarsamvinna: Stefnur og stofnanir. Lesnámskeið. (MAN018F)

Fjallað verður um ágreining um þróunarsamvinnu. Þá verða kynntar mismunandi leiðir til þróunaraðstoðar, styrk þeirra og veikleika. Til umfjöllunar verða fjölþjóðastofnanir, tvíhliða stofnanir, frjáls félagasamtök, nýir þróunaraðilar og viðskipti. Nálganir sem ræddar verða eru m.a. verkefnanálgun, geiranálgun, árangursmiðuð stjórnun, þátttökunálgun og  samþætting. Einnig verður fjallað um auðlindir og umhverfismál. Loks verður rætt um þróunarsamvinnu í óstöðugum ríkjum og neyðraðstoð.

Athugið: Námskeiðið er einungis ætlað nemendum sem eiga þetta námskeið eftir í skyldu, þ.e nemendum í diplómanámi í þróunarfræði eða hnattrænni heilsu sem og MA-nemendum í hnattrænum fræðum með þróunarfræði sem sérsvið.

X

Félagsfærni og sjálfsefling með jákvæðri hópastjórnun (HÍT001F)

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur – kennarar, tómstunda- og félagsmálafræðingar og aðrir sem vinna með hópa barna og unglinga í leikskóla, grunnskóla- og frístundastarfi – efli þekkingu sína á aðferðum sem stuðla að æskilegri hegðun barna. Þeir læri að beita árangursríkum og gagnreyndum aðferðum sem byggjast á trausti og virðingu, styðja við félagsfærni og sjálfseflingu barna og unglinga og stuðla að bættri líðan þeirra.

Þættir sem unnið er með:

  • Framkvæmd mats á stöðu hópastjórnunar og styrkleikar hópa metnir. Reglur um hegðun barna mótaðar og þjálfun í kennslu þeirra. Æfingar í að nota skýr fyrirmæli til að efla samstarf í barnahópum.
  • Þjálfun í notkun hvatningar með margbreytilegum hætti, áhersla er lögð á hópinn í heild sinni.
  • Farið yfir jafnvægi í hvatningu og leiðum til að stöðva erfiða hegðun. Praktískir þættir í hópastjórnun skoðaðir nánar og æfðir.
  • Markviss notkun lausnaleitar kennd og skoðaðir mikilvægir þættir sem tengjast samstarfi við foreldra. Endurmat á stöðu hópastjórnunar í lok námskeiðs.

Samhliða því að þátttakendur námskeiðsins tileinki sér færnina sjálfir og æfi hana, eru kenndar leiðir til að miðla til - og þjálfa annað fagfólk í notkun aðferðanna. 

Vinnulag

Námskeiðið skiptist í vinnu í tímum og verkefni („heimavinnu“) á milli tíma sem þátttakendur geta prófað í eigin starfi og nýtt þannig beint til þróunar á eigin starfsháttum. Kennsla fer fram með umræðum, æfingum og fjölbreyttum sameiginlegum viðfangsefnum. Námsmat byggist á lestri kafla og greina, skilaverkefnum sem unnin eru með barna- og unglingahópum sem tengjast þátttakendum, samhliða miðlun til annars fagfólks og virkri þátttöku í umræðum um viðfangsefni námskeiðsins.

Miðað er við kennslu í rauntíma, á Zoom eða á staðnum (í staðlotum), átta hálfa daga á tímabilinu ágúst til nóvember, þar sem unnið er með þætti námskeiðsins og gerðar æfingar. Þátttakendur reyna aðferðirnar sjálfir með sínum barnahópum í verkefnum á milli tíma.

Námskeiðið er vettvangs- og samstarfsmiðað. Þátttakendur fá tækifæri til að læra saman og styðja hvern annan í að þróa árangursríka starfshætti með börnum. Grunnhugmyndin er að þátttakendur líti á það sem sameiginlegt verkefni allra í skóla- og frístundasamfélaginu að nota uppbyggilegar og gagnreyndar aðferðir til að stuðla að góðri aðlögun barna og starfsánægju fagfólks.

Námskeiðið hentar öllum kennurum, tómstunda- og félagsmálafræðingum og öðrum sem vinna með hópa barna og unglinga í leikskóla, grunnskóla- og frístundastarfi.

X

Svefn, heilsa og endurheimt (ÍÞH049F)

Í námskeiðinu verður fjallað almennt um svefn en einnig verður fjallað um svefn í tengslum við íþróttir, heilsu og almenna vellíðan. Fjallað verður um svefn uppbyggingu, svefn hinna ýmsu aldurshópa og svefn í tengslum við heilsu, íþrótta- og afrekshópa, kvíða og algengar svefnraskanir. Námskeiðið verður byggt á útgefnu efni um lífeðlisfræði svefns og rannsóknum á svefni tengdum lýðheilsu og íþróttum.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

X

Færniþjálfun á heilsueflingarvettvangi (HHE201M)

Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að kynnast vettvangi þar sem heilsuefling hefur verið innleidd eða ætlunin er að innleiða heilseflandi verkefni, hvort heldur sem er í skólastarfi, frístundstarfi, íþróttastarfsemi, vinnustað eða annars staðar í samfélaginu. Nemendur gera úttekt á stöðunni og meta það starf sem er í gangi auk þess að taka þátt í undirbúningi og innleiðingu verkefnis eða heilsueflandi starfi sem þegar er í gangi. Þannig fá nemendur tækifæri til að nýta þær aðferðir, verkfæri og hugmyndir sem þeir hafa kynnst í öðrum námskeiðum.

X

Heildstæð yngri barna kennsla (GKY201F)

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á þróun náms hjá börnum í yngstu bekkjum grunnskóla og tengsl þess við skipulag kennslu og námsefnis fyrir yngsta stigið. Áhersla verður lögð á innlendar og erlendar rannsóknir um nám og kennslu barna á þessu aldursstigi sem snerta námsgreinar grunnskólans og einnig félagslega þætti sem tengjast skólastarfi á yngsta stigi grunnskóla án aðgreiningar. Nemendur velja sér afmarkað svið í verkefnavinnu t.d., ákveðna námsgrein, læsi, námssamfélag, fjölmenningu eða skapandi starf og dýpka þekkingu sína í gegnum lestur rannsókna og annara fræðilegra skrifa.

X

Siðfræði og samfélag (MVS210F)

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verða greind tiltekin siðferðileg álitamál í íslensku samfélagi. Sjónum verður beint að siðferðilegum spurningum sem til dæmis tengjast heilbrigðis, umhverfis- og menntamálum. Dregið verður fram hvað einkennir sérstaklega siðferðilegan vanda og rætt hvernig hægt er að takast á við hann. Til að nálgast það verkefni verða skoðuð dæmi um siðferðileg málefni í opinberri umræðu í íslensku samfélagi, þau greind þar sem átakalínur og undirliggjandi gildi verða skoðuð. 

X

Þróun stærðfræðihugmynda ungra barna (KME203F)

Markmið að nemendur:

  • Þekki rannsóknir á stærðfræðilegri hugsun ungra barna og hugmyndum þeirra um stærðfræðileg fyrirbæri.
  • Geri sér grein fyrir hverjar eru meginstoðir þeirrar stærðfræðilegu þekkingar sem nemendur þróa með sér fyrstu átta æviárin.
  • Geti kannað stærðfræðilegar hugmyndir ungra barna með athugunarverkefnum og viðtölum.
  • Séu færir um að nýta niðurstöður rannsókna á stærðfræðinámi ungra barna við skipulagningu skólastarfs í leikskóla og í fyrstu bekkjum grunnskóla.

Viðfangsefni:
Nemendur kynnast nýlegum rannsóknum á stærðfræðilegri hugsun ungra barna. Þeir kynna sér þróun þekkingar og skilnings barna á mismunandi inntaksþáttum stærðfræðinnar. Sjónum verður beint að því stærðfræðinámi sem fram fer fyrstu æviárin og sem er mikilvægur grunnur fyrir frekara nám á þessu sviði. Áhersla er á hvernig byggja má upp námsumhverfi þar sem nám fer fram í leik og daglegu starfi. Sérstaklega verður skoðað hvaða rannsóknaraðferðum er beitt við að kanna hugmyndir og skilning ungra barna. Nemendur prófa að framkvæma athuganir á stærðfræðilegum skilningi ungra barna og beita við það mismunandi aðferðum. Hugað verður að því hvernig nýta má rannsóknarniðurstöður til að skipuleggja þróunarstarf sem hefur það að markmiði að stærðfræðileg hugsun barna eflist.

Vinnulag:
Áhersla er lögð á að þróa námssamfélag sem allir taka virkan þátt í að móta. Hægt er að taka þátt á staðnum, með fjarfundabúnaði og á vefsvæði námskeiðsins. Haldnir verða fyrirlestrar, málstofur og umræðutímar. Nemar lesa fræðilega texta og leita svara við áleitnum spurningum um efnið. Þeir framkvæma rannsóknir, gera grein fyrir niðurstöðum og draga af þeim ályktanir. Þeir setja fram hugmyndir um hvernig byggja má upp og þróa námsumhverfi og stærðfræðikennslu fyrir ung börn.

X

Lestur og lestrarkennsla: áherslur og þróun (KME206F)

Helstu viðfangsefni í námskeiðinu varða fimm meginþætti lestrarnáms: hljóðkerfis- og hljóðavitund, umskráningu, lesfimi, orðaforða og lesskilning/hlustunarskilning ásamt ritun, hjá byrjendum og lengra komnum. Lögð er áhersla á að skoða áhrifaríkar, raunprófaðar kennsluaðferðir sem efla sem best færni nemenda í völdum þáttum og þær metnar í ljósi rannsóknaniðurstaðna og fræðilegra kenninga um lestrarnám og lestrarkennslu. Skoðaðar verða kennslu- og matsaðferðir  í umskráningu/lesfimi og orðaforða/lesskilningi. Hugað verður að mikilvægum áhrifaþáttum í þróun umskráningar, lesfimi, orðaforða, lesskilnings  og ritunar og verður í því tilliti litið til náms- og kennsluaðferða.

X

Faraldsfræði hreyfingar (ÍÞH211F)

Markmið: Að nemendur

– dýpki þekkingu sína á samspili lífshátta sem tengjast hreyfingu og heilbrigði og skoði rannsóknir á því sviði

– öðlist aukna þekkingu á ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum og á áhrifum hreyfingar og þjálfunar á þá, bæði gegnum fyrirbyggjandi aðgerðir (fyrsta stigs forvarnir) og sem meðferðarúrræði (annars stigs forvarnir).

Námskeiðinu er ætlað að kynna faraldsfræðilegar rannsóknaraðferðir á sviði tengsla hreyfingar og heilsufars og auka skilning og færni nemenda í að lesa vísindagreinar með gagnrýnum hætti. Farið verður í saumana á því hvernig hreyfing hefur áhrif á heilbrigði og minnkar áhættu á ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum. Rannsóknir og athuganir á samspili hreyfitengdra lífshátta og ólíkra heilsufarsþátta verða reifaðar. Námskeiðið verður kennt í fyrirlestraformi.

X

Siðfræði og samfélag (MVS210F)

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verða greind tiltekin siðferðileg álitamál í íslensku samfélagi. Sjónum verður beint að siðferðilegum spurningum sem til dæmis tengjast heilbrigðis, umhverfis- og menntamálum. Dregið verður fram hvað einkennir sérstaklega siðferðilegan vanda og rætt hvernig hægt er að takast á við hann. Til að nálgast það verkefni verða skoðuð dæmi um siðferðileg málefni í opinberri umræðu í íslensku samfélagi, þau greind þar sem átakalínur og undirliggjandi gildi verða skoðuð. 

X

Matur og menning: (NÆR613M)

Matur er mannsins megin, uppspretta orkunnar og forsenda lífsins. En matur er líka sneisafullur af merkingu. Matarhættir veita innsýn í heimsmynd okkar, lífssýn og listfengi og matur mótar tilveru okkar, líkama, samfélag, hagkerfi, hugarfar og siðferði. Sjálfsmynd okkar og minningar eru nátengdar mat og matur er einhver mikilvægasti miðillinn fyrir samskipti okkar við annað fólk.

Í námskeiðinu skoðum við hvað fólk borðar, hvernig, hvenær, með hverjum og hvers vegna. Með þeim hætti fáum við dýrmæta innsýn í kyngervi og kynslóðir, fæðuöryggi og rétt til matar, stéttaskiptingu og menningarlegan margbreytileika, skynheim og fegurðarskyn, tækni og matvælaframleiðslu, tísku og matarkúra, matarhefðir og menningararf, tilfinningar, vináttu og fjölskyldubönd. Matarhættir tengja þannig saman menningu og náttúru, hnattvæðingu og hið staðbundna, heimilið og vinnustaðinn, fortíð og samtíð, manneskjur og örverur.

Í námskeiðinu beinum við sjónum að sambandi matarframleiðslu og neyslu á 21. öld með sérstaka áherslu á lýðheilsu, siðferðislega neyslu og sjálfbærni.

Matur og menning eru þverfagleg viðfangsefni og því er þetta námskeið kennt í samstarfi námsbrauta í þjóðfræði og matvæla- og næringarfræði.

X

Alþjóðaheilsa (LÝÐ045F)

Námskeiðið fjallar um lýðheilsu í hnattrænu samhengi, sögu og áherslur. Fjallað verður um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og stefnu Íslands í innleiðingu þeirra. Einnig munu sérfræðingar á hverju sviði, íslenskir og erlendir, fjalla um viðfangsefni innan alþjóðaheilsunnar, svo sem heilbrigðisvísa; sjúkdómsbyrði og áhrifaþætti heilsu í löndum heimsins sem búa við fátækt og ójöfnuð og þær leiðir sem gætu stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu og auknu heilbrigði; áhrif öryggis og átaka á heilsu; og heilsuáhrif hamfara.

Stefnt verður á að nemendum verði boðið í vettvangsheimsókni til stofnana sem koma að stefnu Íslands í alþjóðastarfi og móttöku flóttamanna.

X

Hegðun og tilfinningar barna: Áskoranir og úrræði (MAL003F)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa þátttakendum kost á að kynnast völdum þáttum, bæði fræðilegum og hagnýtum, sem auðvelda almennum kennurum og sérkennurum að skilja, meta og bregðast við þörfum nemenda sem eiga við hegðunar- og/eða tilfinningavanda að etja. Fjallað verður um aðferðir við skimun og mat, áhrifaþætti og algengi mismunandi hegðunar- og/eða tilfinningalegra erfiðleika, s.s. mótþróa, þunglyndis og kvíða. Einnig verður fjallað um hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika nemenda með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) eða röskun á einhverfurófinu. Sérstök áhersla er á að auka færni þátttakenda í að sníða skólastarf og skólasamfélag betur að þörfum nemenda með hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika og veita kennurum og skólastjórnendum ráð um hvernig unnt er að gera slíkt og fjarlægja hindranir sem útiloka og einangra nemendur með slíkan vanda.

Nemendur hafi aflað sér grunnþekkingar á helstu hugtökum og sjónarhornum þroskasálfræði eða félagsvísinda á námsferli sínum áður en þeir sækja námskeiðið.  Reynsla af vinnu með börnum eða ungmennum æskileg.

Helstu efnisþættir

  • Mismunandi skilgreiningar á hegðunar- og tilfinningaörðugleikum - alþjóðleg viðmið og flokkunarkerfi.
  • Hegðunar- og tilfinningaörðugleikar í samfélagslegu samhengi.
  • Helstu kenningar um hegðunar- og tilfinningaörðugleika barna og unglinga (conceptual models).
  • Viðbrögð skólasamfélagsins; nemendasýn og skólastefna - skóli án aðgreiningar, sérdeildir eða sérskólar? Ólík sjónarhorn við að skilgreina vandann.
  • Sértæk úrræði innan skólasamfélagsins og fræðilegur bakgrunnur þeirra.
  • Mismunandi aðferðir við virknimat (functional behavioral assessment) til að ákvarða hvaða þættir ýta undir hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika nemenda.
  • Gerð stuðningsáætlunar með margvíslegum aðferðum til að fyrirbyggja erfiða hegðun eða vanlíðan, kenna og styrkja viðeigandi hegðun og bregðast þannig við erfiðri hegðun þannig að dragi úr henni með tímanum og nemendum líði betur.
  • Aðferðir til að auka félagsfærni og sjálfstæð vinnubrögð nemenda með hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika.

Vinnulag
Í staðlotum verða fyrirlestrar auk verkefnatíma. Á kennsluvefnum Canvas verða birtar hljóðglærur og kennslubréf, og þar fara fram umræður úr völdum efnisþáttum. Námskeiðið er kennt með fjarnámssniði en mætingarskylda er í staðlotur. Námsmat er að mestu leyti fólgið í hópverkefnum. 

X

Ójöfnuður og heilsa (FÉL098F)

Félagslegur ójöfnuður hefur áhrif á heilsu. Almennt hafa þeir sem eru í viðkvæmari stöðu í samfélaginu verri heilsu en þeir sem að betra hafa það. Í þessu námskeiði er sjónum beint að sambandi félagslegrar stöðu og heilsufars. Nemendur munu kynnast helstu kenningum innan heilsufélagsfræðinnar, s.s. kenningum Link og Phelan um grundvallarástæður sjúkdóma (fundamental causes of disease) og fara yfir rannsóknir á sviðinu. Eitt mikilvægasta framlag félagsfræðinnar er skilningur á því hvernig stærri samfélagslegir þættir (t.d. heilbrigðis- og velferðarkerfið) móta líf einstaklinga og við munum því skoða hvernig samband félagslegrar stöðu og heilsu mótast af svona þáttum. Þar sem að heilsa fólks er flókið fyrirbæri munum við einnig skoða hana í þverfaglegu ljósi og notast meðal annars við kenningar og rannsóknir úr lýðheilsufræðum, heilbrigðisvísindum, mannfræði og stjórnmálafræði. 

X

Staðartengd útimenntun (TÓS001M)

Kynningarvefur um námskeiðið

Á námskeiðinu ræður samfélag staðarins tilhögun námsins og við beitum reynslunámi þar sem nemendur upplifa „siglingar, strönd og arfleifð sjóferða“. Í staðartengdri útimenntun er unnið með námsferli sem grundvallað er á upplifun af sögum sem eiga rætur að rekja til ákveðins staðar; einstökum sögulegum staðreyndum, umhverfi, menningu, efnahag, bókmenntum og listum staðarins.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi staðinn með öllum sínum skynfærunum og öðlist þannig tengsl við staðinn sem verða grunnur að þekkingarleit.  Með því að tengjast staðnum og bregðast við honum þroska nemendur með sér dýpri skilning á einkennum staðarins, virðingu og vitund um hann. Gengið verður og siglt um undraheim staðarins, inn í fornar og nýjar sögur hans og nemendur velta fyrir sér framtíð staðarins.

Með þennan nýja skilning og viðmið að leiðarljósi munu nemendur kanna með fjölbreyttum hætti ýmis alþjóðleg vandamál, rétt umhverfisins, sjálfbærni og félagslegt réttlæti staðarins?

Nemendur eru hvattir til að beina sjónum sínum að samfélagi, sögum, menningu og hagsmunahópum og munu ýmsir sérfróðir aðilar taka þátt í kennslu á námskeiðinu ásamt kennurum. Nemendur upplifa staðartengda uppeldisfræði (e. pedagogy of place) bæði úti og inni að eigin raun og geta með því beitt henni í lífi og starfi.

Námskeiðið hefur verið þróað í samstarfi milli Háskóla Íslands og Outdoor Learning teymisins í Plymouth Marjon University í Bretlandi og er stutt af Siglingaklúbbnum Ými, Vatnasportmiðstöðinni Siglunesi, Sjóminjasafni Reykjavíkur og Sjávarklasanun.

Fæðis- og ferðakostnaður: 11.000 kr.

Vinnulag:

Námskeiðið byggir á virkri þátttök allra. Undirbúningsdagur er 26. júní kl. 16.30-18. Námskeiðið er dagana 7.-9. ágúst og 12.-14. 2024 og miðað er við kennslu allan daginn og við erum mjög mikið úti. 

Námskeiðið fer fram mikið úti. Stefnt er að því að fara á sjó, upplifa fjöru og strandlengju, kynnast nýjum hliðum á Reykjavík og fara í Viðey og jafnvel Gróttu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Svava Sigríður Svavarsdóttir
Anna Rut Ingvadóttir
Þuríður Helga Guðbrandsdóttir
Svava Sigríður Svavarsdóttir
B.Ed. í Heilsuefling og heimilisfræði

Heilsuefling og heimilisfræði fer vel saman þar sem góð næring er stór partur af heilsueflingu. Verkleg vinna í eldhúsi er góður vettvangur til að tengja saman fræði og framkvæmd ásamt því að kenna nemendum undirstöðu næringar með því að læra að útbúa einfalda, holla og góða rétti. Auðvelt er að vekja áhuga nemenda með ýmsum verkefnum og mikilvægt er að hlúa að þessum þáttum frá upphafi skólagöngu þeirra. Í mínu starfi hef ég verið dugleg að tengja saman ólíka þætti heilsu enda eru tækifærin ótal mörg.

Anna Rut Ingvadóttir
Heilsuefling og heimilisfræði

Heimilisfræðikennaranámið hefur reynst mér sérstaklega vel. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð en í náminu öðlaðist ég dýpri þekkingu og færni í næringarfræði og heilsueflingu. Sú þekking hefur bæði hjálpað mér í mínu persónulega lífi og ekki síður undirbúið mig til að kenna öðrum. Fyrir mig er þetta undirbúningur fyrir draumastarfið. Ég get ekki ímyndað mér betra framtíðarstarf en að kenna börnum og unglingum mikilvægi heimagerðra máltíða og hollrar næringar.

Þuríður Helga Guðbrandsdóttir
Heilsuefling og heimilisfræði, M.Ed.

Ég er matartæknir í grunninn og finnst eldhúsið skemmtilegur staður. Mér fannst nám í Heilsueflingu og heimilisfræði gott framhald í námi mínu. Fá tækifæri til að hafa áhrif á fæðuval og heilsueflingu ungmenna í gegnum skólastarfið. Kenna þeim um hreinlæti, næringu og að útbúa hollan og næringarríkan mat ásamt því að taka upplýsta ákvörðun um fæðuval sitt. Kennarar sem útskrifast af þessari braut geta orðið leiðtogar í Heilsueflandi samfélagi hvort sem um er að ræða í leik-, grunn- eða framhaldsskóla. Námið er fjölbreytt verk- og bóklegt, aðstaðan er góð og gefur góða mynd af hefðbundinni heimilisfræðistofu. Ef þú vilt hafa áhrif sem fylgir nemendum inn í framtíðina mæli ég tvímælalaust með námi í Heilsueflingu og heimilisfræði því þar gerast hlutirnir.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs[hja]hi.is

Samfélagsmiðlar

Fylgdu okkur á FacebookInstagram og YouTube!

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.