Þjóðfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Þjóðfræði

Þjóðfræði

BA gráða

. . .

Þjóðfræðin rannsakar daglegt líf og daglegt brauð: sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhætti, trú og tónlist, siði og venjur, hátíðir og leiki, föt, tísku og matarhætti um heim allan. Áhersla er lögð á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft og hvernig fólk talar saman og lifir í samfélagi hvert við annað.

Um námið

Sjónum er beint að alþýðumenningu fyrri tíðar og hversdagsmenningu okkar daga. Þjóðfræðin er kynnt sem fræðigrein á íslenska og alþjóðlega vísu, nemendur tileinka sér sjónarhorn þjóðfræðinnar á samfélagið og læra að beita aðferðum hennar til sjálfstæðra rannsókna. Ennfremur fá þeir trausta undirstöðu í sögu fagsins.

Unnt er að taka flest öll námskeið í fjarnámi.

Meira um þjóðfræði

Par að kyssast

Fjarnám

Unnt er að taka flest öll námskeið í þjóðfræði í fjarnámi. Fjarnámið hentar vel nemendum sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins eða eiga af öðrum sökum óhægt um vik að sækja tíma. Fyrirlestrar eru teknir upp og eru aðgengilegir á lokuðu vefsvæði þar sem fjarnemar geta sótt þá tímabundið.

Viðtöl við fjarnema
 

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Pétur Húni Björnsson
Romina Werth
Björk Hólm Þorsteinsdóttir
Pétur Húni Björnsson
BA í þjóðfræði

„Ef þú hittir tíu þjóðfræðinga og ræðir við þá um hvað þeir fást við þá kemur kannski í ljós að enginn þeirra er að vinna á sömu öldinni og alls ekki í sama efninu. Sumir eru algjörlega að velta fyrir sér hvernig fólk lifir lífi sínu núna í dag, á meðan aðrir eru á 9. öld. Samt nota þeir sömu aðferðir og hugsa eftir sömu línum. Mér finnst þetta mjög spennandi.“

Romina Werth
BA í þjóðfræði

Fólkið og hversdagslíf þess er ávallt í brennideplinum í þjóðfræðinni. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, en sjálf er ég að rannsaka hvernig lesa má samfélagið og upplifun fólks af því í gegnum ævintýrin sem það sagði hvert öðru á 19. öld. Þjóðfræðin hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi á síðustu árum og íslenskir þjóðfræðingar njóta mikillar viðurkenningar á alþjóðavettvangi.

Björk Hólm Þorsteinsdóttir
Þjóðfræði

Af hverju klæðum við okkur eins og við klæðum okkar? Af hverju innréttum við heimilið okkar eins og við gerum? Af hverju tölum við eins og við tölum? Af hverju höngum við með fólkinu sem við höngum með? Námið hefur gert það að verkum að ég horfi á allt öðruvísi, allt umhverfi mitt breyttist.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Þjóðfræðingar sem lokið hafa námi frá Háskóla Íslands eru (í stafrófsröð): blaðamenn, bændur, dagskrárstjórar, fararstjórar, fjölmiðlafólk, forstöðumenn og deildarstjórar safna og menningarmiðstöðva, flugfreyjur, framhaldsskólakennarar, framkvæmdastjórar, fræðimenn, fræðslufulltrúar, grunnskólakennarar, háskólakennarar, hjálparstarfsmenn, klæðskerar, kvikmyndagerðarmenn, kynningarfulltrúar, landverðir, leiðsögumenn, menningarfulltrúar, minjaverðir, myndlistarmenn, prófarkalesarar, rithöfundar, ritstjórar, safnstjórar, safnverðir, sýningarhönnuðir, tónlistarfólk, vefstjórar, þáttagerðarfólk, þingmenn og þýðendur.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Blaðamennska
  • Kennsla
  • Fararstjórn
  • Stjórn safna og menningarmiðstöðva
  • Kvikmyndagerð
  • Minjavarsla
  • Ritstjórn
  • Vefstjórn

Félagslíf

Nemendafélagið heitir Þjóðbrók sem sér um að skipuleggja frábæra viðburði sem auka samheldni námsmanna innan þjóðfræðinnar.

Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf stúdenta og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook