
Þjóðfræði
BA gráða
Þjóðfræðin rannsakar daglegt líf og daglegt brauð: sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhætti, trú og tónlist, siði og venjur, hátíðir og leiki, föt, tísku og matarhætti um heim allan. Áhersla er lögð á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft og hvernig fólk talar saman og lifir í samfélagi hvert við annað.

Um námið
Sjónum er beint að alþýðumenningu fyrri tíðar og hversdagsmenningu okkar daga. Þjóðfræðin er kynnt sem fræðigrein á íslenska og alþjóðlega vísu, nemendur tileinka sér sjónarhorn þjóðfræðinnar á samfélagið og læra að beita aðferðum hennar til sjálfstæðra rannsókna. Ennfremur fá þeir trausta undirstöðu í sögu fagsins.
Unnt er að taka flest öll námskeið í fjarnámi.

Fjarnám
Unnt er að taka flest öll námskeið í þjóðfræði í fjarnámi. Fjarnámið hentar vel nemendum sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins eða eiga af öðrum sökum óhægt um vik að sækja tíma. Fyrirlestrar eru teknir upp og eru aðgengilegir á lokuðu vefsvæði þar sem fjarnemar geta sótt þá tímabundið.
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.