
Faggreinakennsla
60 einingar - Viðbótardiplóma
Námið er ætlað starfandi kennunum sem vilja efla fagmennsku sína og þróa sig í starfi með því að kynnast nýjum hugmyndum og rannsóknum. Með aukinni fagþekkingu styrkjast kennarar og geta unnið þróunarstarf í kennslu í faggrein sinni.

Um námið
Meginmarkmið námsleiðarinnar er að kennarar dýpki skilning sinn, þekkingu og færni í fagi sínu og kennslufræði þess. Í boði eru fjórtán mismunandi kjörsvið. Nemendur taka 25 einingar af völdu kjörsviði í sinni faggrein og 35 einingar í frjálsu vali. Námskeiðin eru í boði bæði í staðnámi og í fjarnámi með staðbundnum lotum.

Við inntöku í nám á meistarastigi gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed.) með fyrstu einkunn (7,25).

Starfsvettvangur
Kennarar gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki og því hefur kennaramenntun lengi verið eftirsótt. Langflestir þeirra sem ljúka kennaranámi starfa við kennslu en menntunin nýtist einnig vel á öðrum vettvangi, bæði innan menntakerfisins og á almennum vinnumarkaði. Kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám og eru atvinnumöguleikar að loknu námi miklir.
Dæmi um starfsvettvang
- Störf í grunnskóla
- Sérfræðistörf innan menntakerfisins
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid[hja]hi.is
Fyrirspurnum um nám í deildinni skal beint til Sigríðar Pétursdóttur deildarstjóra.
Sími 525 5917
sigridu[hja]hi.is
