Skip to main content

Þýska - Grunndiplóma

Þýska - Grunndiplóma

Hugvísindasvið

Þýska

Grunndiplóma – 60 einingar

Menntun í þýsku opnar dyr að málsvæði sem er Íslendingum mjög mikilvægt í menningar-, stjórnmála- og efnahagslegu tilliti. Þýska er móðurmál um 90 milljóna Evrópubúa og opinbert tungumál fimm evrópskra ríkja sem við tengjumst með margvíslegum hætti í alþjóðlegu samstarfi. Námsleiðin er í boði bæði í fjarnámi og í staðnámi

Skipulag náms

X

Þýskur framburður (ÞÝS101G)

Framburðaræfingar í málveri.

X

Hagnýt þýska fyrir atvinnulífið I (ÞÝS102G)

Lestur og ritun nytjatexta; notkun talaðs máls við ýmsar aðstæður í atvinnulífinu. Framkoma, samskipti og kynningarstarfsemi í viðskiptum við þýskumælandi lönd. Hefðir og óskrifaðar reglur atvinnulífsins á þýska málsvæðinu. Tilhögun kennslu verður nánar kynnt í upphafi misseris.

X

Þýskt mál I (ÞÝS103G)

Til að koma til móts við mjög mismunandi færnistig nemenda í upphafi náms hefst námskeiðið á stöðuprófi. Á grundvelli niðurstaðna þess verður námskeiðinu síðan að líkindum skipt upp í tvö mismunandi námskeið:

Nemendur, sem ekki eru komnir á færnistig B1, munu taka þátt í almennu þýskunámskeiði á færnistigi A2 til B1. Þar verður unnið með kennslubók og gerðar æfingar sem lúta að ritun, hlustun og lestri (og að nokkru leyti tali). Haldin verða styttri próf á kennslutímabilinu.

Ef til skiptingar námskeiðsins kemur verður einnig komið á laggirnar sjálfstæðu B1+-námskeiði sem nálgast orðaforða og málfræði þýsks nútímamáls á ýmsa lund. Vinna í námskeiðinu byggist einkum á fjölbreyttum verkefnum sem farið er yfir í tímum og sem inniheldur málfræði-, orðaforða- og textaæfingar. Rættar verða algengar villur sem erlendir nemendur gera í þýsku. Einnig verða þýðingar á þýsku og þýskar framburðarreglur á grunni hljóðritunar tekin fyrir.

Allir nemendur (bæði nemendur á A2-B1 stígi og nemendur á B1+ stígit) vinna úr bókinni "Deutsche Grammatik 2.0 - Übungsbuch 1"  á eigin spýtur.

X

Ritfærni í þýsku I (ÞÝS105G)

Ritun stuttra texta sem fela í sér lýsingar af ýmsu tagi, þ. á m. á fólki, staðháttum og athöfnum. Munnlegar lýsingar og orðaforðaæfingar til stuðnings. Vinnan í námskeiðinu byggist á hópvinnu og samspili stuttra kynninga og umræðna

X

Talfærni í þýsku I: Tjáskipti (ÞÝS106G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur nái tökum á þýsku til tjáskipta. Áhersla lögð á talmál og hlustun. Nemendur flytja stutta fyrirlestra um ýmis efni. Notaðir verða ýmsir miðlar (tölvur, hljóðsnældur, myndbönd og ritaðir textar). Kennsla fer bæði fram í einum stórum hóp og 2-4 manna smáhópum. Ef fjöldi nemenda gefur tilefni til verður stóra hópnum skipt í tvo hópa.

X

Þýsk málfræði I (ÞÝS108G)

Málfræði þýsks nútímamáls í formi fyrirlestra og æfinga.

Sérstaklega er fjallað um margvísleg birtingarform sagnarinnar að viðtengingarhætti undanskildum.

Verkefni eru rædd og aðallega leiðrétt í kennslustundum. Skyndipróf eru lögð fyrir reglulega til að nemendur geti metið stöðu sína í málfræðilegri leikni.

X

Landeskunde I (ÞÝS203G)

Fjallað verður um þýskumælandi ríki með tilliti til eftirfarandi viðfangsefna: landafræði og merkir staðir; stjórnmál, efnahagsmál, umhverfismál og þjóðfélagsgerð; menntakerfi; fjölmiðlar; daglegt líf.

X

Hagnýt þýska fyrir atvinnulífið II (ÞÝS204G)

Lestur og ritun nytjatexta; notkun talaðs máls við ýmsar aðstæður í atvinnulífinu. Framkoma, samskipti og kynningarstarfsemi í viðskiptum við þýskumælandi lönd. Hefðir og óskrifaðar reglur atvinnulífsins á þýska málsvæðinu. Samningatækni. Framhald af námskeiðinu Hagnýt þýska fyrir atvinnulífið I.

X

Þýsk málfræði II (ÞÝS206G)

Beint, sjálfstætt framhald af námskeiðinu ÞÝS108G Þýsk málfræði I.

Byrjað verður á að fjalla um viðtengingarhátt sagna, síðan taka aðrir orðflokkar við eins og nafnorð, lýsingarorð, forsetningar, samtengingar, neitunarorð o.s.frv.

Verkefni eru rædd og aðallega leiðrétt í kennslustundum. Skyndipróf eru lögð fyrir reglulega til að nemendur geti metið stöðu sína í málfræðilegri leikni.

X

Ritfærni í þýsku II: Þýðingar á þýsku (ÞÝS201G, ÞÝS420G, ÞÝS417G)

Þýðing stuttra texta úr íslensku á þýsku. Lögð er áhersla á hagnýtan orðaforða og algeng málfræðiatriði. Farið verður ítarlega í villugreiningu og stílfræðileg atriði. Nemendur fá fyrir fram skriflegar ábendingar um vandasöm atriði í hverri þýðingu. - Einnig verður gerðar æfingar sem lúta að algengum villum erlendra þýskunema.

Vinna nemenda byggist á skriflegum verkefnum, hlutaprófum og undirbúningi fyrir þýðingar sem unnar eru sameiginlega í tímum. Í tímum fara fram umræður um þýðingarvillur, -vandamál og -valkosti.

X

Þýska í ferðaþjónustu B: Leiðsögn og leiðarlýsingar (ÞÝS201G, ÞÝS420G, ÞÝS417G)

Nemendur verða þjálfaðir markvisst í því að kynna íslensk efni svo sem bókmenntir, menningu, þjóðlíf, dýralíf og náttúru landsins á þýsku fyrir þýskumælandi ferðamenn. Mikil áhersla er lögð á munnlega framsetningu efnisins. Nemendur verða þjálfaðir sérstaklega í orðaforða sem notaður er í leiðarlýsingum fyrir þýskumælandi ferðamenn. Kynning á þýsku efni þar sem fjallað er um Ísland.

X

Talfærni í þýsku II: Endursögn, samantekt, rökræður (ÞÝS207G, ÞÝS208G)

Þjálfun í því að endursegja texta og draga saman aðalatriði þeirra á skipulagðan og markvissan hátt. Þjálfun í rökræðum og miðlun orðaforða sem almennt nýtist í skoðanaskiptum. Kennsla fer bæði fram í einum stórum hóp og 2-4 manna smáhópum. Ef fjöldi nemenda gefur tilefni til verður stóra hópnum skipt í tvo hópa. Ef af námskeiðinu ÞÝS208G Talfærninámskeið í Þýskalandi verður fellur þetta námskeið niður. Nemendum, sem ekki fara til Tübingen, verður samt gefinn kostur á að taka próf upp úr þessu námskeiði.

X

Talfærninámskeið í Þýskalandi (ÞÝS207G, ÞÝS208G)

Tveggja vikna „samþjappað“ talfærni- og þjóðlífsnámskeið (Intensivkurs) í febrúarmánuði. Ef af þessu námskeiði verður kemur það í stað námskeiðsins ÞÝS207G Talfærni í þýsku II. (Sjá einnig ÞÝS207G).

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Jovana Lilja Stefánsdóttir
Nanna Björg Guðmundsdóttir
Bergur Arnar Hrafnkell Jónsson
Jovana Lilja Stefánsdóttir
Hagnýt þýska fyrir atvinnulífið - Diplómanám

Ég valdi Hagnýta þýsku fyrir atvinnulífið til að bæta mig í þýskunni og kynnast enn betur landinu og menningunni. Það kom mér á óvart hvað kennsluaðferðirnar eru fjölbreyttar. Kennararnir eru færir i sínu fagi, sveigjanlegir og skilningsríkir. 
 

Nanna Björg Guðmundsdóttir
Þýska - BA nám

Ég valdi að hefja nám við þýsku í háskólanum þar sem að ég hef mikinn áhuga á tungumálum og langaði kynnast þýsku betur og ná betri tökum á henni. Það sem kom mér á óvart við námið er að þetta snýst ekki bara um að læra tungumálið heldur líka kynnast menningunni og sögunni á bakvið þýsku og þýskumælandi lönd. Margir spyrja sig líklega hvað sé hægt að gera með háskólapróf í þýsku en að mínu mati opnast möguleikarnir fyrir svo margt í framhaldi af náminu. Sjálf ætla ég í kennslufræði en svo er draumurinn að flytja til Þýskalands og vinna þar og því er þýskunám gott veganesti fyrir framtíðina.

Bergur Arnar Hrafnkell Jónsson
Þýska - BA nám

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tungumálum og eftir að hafa kynnst þýsku fannst mér tilvalið að byggja á þeirri kunnáttu. Tekið er vel á móti nemendum í deildinni og þeir finna sig velkomna. Kennarar standa sig vel í að mynda tengsl við nemendur, koma til móts við þá og hvetja til virkrar þátttöku þeirra. Notast er við fjölbreyttar námsaðferðir sem gerir það að verkum að námið verður lifandi og skemmtilegt. Ég hvet alla til að kynna sér tungumálanám við Háskóla Íslands. 

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.