Skip to main content

Kóresk fræði - Aukagrein

Kóresk fræði - Aukagrein

Hugvísindasvið

Kóresk fræði

Aukagrein – 60 ECTS einingar

Nám í kóreskum fræðum er í senn spennandi og áhugavert nám sem opnar þér sýn inn í málnotkun og menningu Kóreu. Heimspeki Asíu er partur af náminu. Þetta nám er aukagrein sem er hægt að taka með öðru námi.

Skipulag náms

X

Kóreska I (KOR101G)

Um er að ræða inngangsnámskeið í kóresku máli fyrir byrjendur. Markmiðið er að ná grundvallartökum á öllum þáttum kóresks máls. Áherslan verður á ritað mál og talmál. Kynnt verða til sögunnar ýmis viðfangsefni kóreskrar menningar til að auka skilning á málinu. Kennsla fer fram á ensku og kóresku.

X

Kóresk málnotkun I (KOR102G)

Um er að ræða inngangsnámskeið í kóreskri málnotkun. Markmiðið er að gera stúdentum kleift að skilja talmál og geta tjáð sig um viðfangsefni daglegs lífs á kóresku. Lögð er áhersla á gagnvirka kennsluhætti og virk þátttaka nemenda er skilyrði þess að ná góðum árangri í námskeiðinu.

Þótt námskeiðið sé ætlað byrjendum er mælt með því að taka það samhliða námskeiðinu Kóreska I, þar eð gert er ráð fyrir forkunnáttu sem lýtur að ritmálinu. Kennt verður á kóresku.

X

Inngangur að heimspeki Asíu (HSP418G)

Námskeiðið veitir yfirlit yfir helstu strauma og stefnur í sígildri heimspeki Indlands, Kína, Kóreu og Japan. Fyrst skal einblínt á þær heimspekilegu undirstöður sem mótuðust á Indlandi til forna og liggja  hindúisma, jaínisma og búddisma til grundvallar. Síðan verður haldið í hina austur-asísku menningarheima og fjallað um konfúsíanisma, daoisma og þær óvenjulegu útfærslur á búddisma sem mótuðust undir áhrifum frá þeim. Áhersla verður lögð á að gera grein fyrir megininntaki og grundvallarhugtökum þessara hugmyndakerfa, að nokkru leyti með því að gera samanburð við vestræna heimspeki en jafnframt með nokkurri hliðsjón af trúarlegum einkennum þeirra sjálfra.

Umsjón og kennsla: Geir Sigurðsson, heimspekingur og dósent í kínverskum fræðum.

X

Kóreska II (KOR201G)

Um er að ræða grunnnámskeið í kóresku máli fyrir þá sem hafa lokið námskeiðinu Kóreska I. Markmið námskeiðsins er að gera nemendum kleift að þróa með sér alhliða færni í málskilningi, tjáningu, lesskilningi og ritun og móta traustan grunn fyrir frekara kóreskunám. Áherslan verður á bæði rit- og talmál og fjallað verður um ýmis viðfangsefni kóreskrar menningar til að ná betri tökum á málinu. Kennt verður á ensku og kóresku.

X

Kóresk málnotkun II (KOR202G)

Námskeið þetta er inngangsnámskeið í kóreskri málnotkun fyrir þá sem lokið hafa Kóreskri málnotkun I. Miðað er að því að gera nemendum kleift að skilja talað mál og taka þátt í eðlilegum samræðum á kóresku. Lögð er áhersla á gagnvirka kennsluhætti og virk þátttaka nemenda er skilyrði þess að ná góðum árangri í námskeiðinu. Kennt verður á kóresku.

X

Einstaklingsverkefni (KOR203G)

10 eininga einstaklingsverkefni er sjálfstætt verkefni sem er ákvarðað í samráði við umsjónarkennara.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum Námsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

""
Nafn nemanda
Nemi

Námsleiðin er ný í Háskóla Íslands og því er engin umsögn frá nemenda um námið enn sem komið er. Nemendur sem stunda nám við Hugvísindasvið Háskóla Íslands hafa verið mjög ánægðir með námið. Nemendur tala um góða kennslu og stuðning kennara, litla hópa og persónumiðaða þjónustu.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.